Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1998, Qupperneq 15
MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1998
15
Svikull er sjávarafli
Loksins, loksins hefir
Hæstiréttur landsins
kveðið upp úr um að
fískveiðar samkvæmt
kvótakerfinu sl. 15 ár
voru alla tíð ólöglegar
samkvæmt stjórnar-
skrá landsins og mis-
munaði þjóðfélagsþegn-
unum. Þetta telst hafa
verið hrot á jafhræðis-
reglu stjórnskipunar-
laga og brot á stjómar-
skrárvörðu atvinnu-
frelsi landsmanna.
Þetta er aðeins staðfest-
ing á því sem alltaf var
vitað og haldið fram en
hefír nú verið staðfest
þannig að ekki verður
vefengt.
Ekki lengur sérhagsmunir
Hvað tekur við er ekki enn vit-
að en margir hafa þegar lagst und-
ir feld. Erfiðleikum veldur að for-
göngumenn þessa ólöglega kerfis
Kjallarinn
hafa lengi stundað
þann áróður að dá-
sama þetta ólöglega
kerfi um öli lönd
sem besta og vitleg-
asta fiskveiðikerfi
heimsins, sem ætti
að vera öllum þjóð-
um til fyrirmyndar.
Ekkert lát hefir ver-
ið á vel undirbún-
um heimsóknum
erlendra „sérfræð-
inga“ til að kynna
sér og dásama þetta
„ágæta“ kerfi, sem
nú er svo skyndi-
lega hmnið.
Eitt ætti þó að vera
ljóst. Veiðiheimildir
—““— í landhelginni
verða ekki aftur
bundnar við skip. Það era ekki
skipin sem eiga réttinn heldur
mennirnir, borgarar landsins.
Þetta eru mannréttindi sem áskil-
in hafa verið öllum landsmönnum
,Onundur
Ásgeirsson
fyrrv. forstjóri Olís
frá upphafi byggðar, svo sem lýst
er í fyrstu skráðum lögum lands-
ins, skráðum á Breiðabólstað í
Vestur-Hópi veturinn 1117/18.
Þetta era ekki lengur sérhagsmun-
ir fáeinna manna til að stunda
„Erfiðleikum veldur að forgöngu-
menn þessa ólöglega kerfis hafa
lengi stundað þann áróður að dá-
sama þetta ólöglega kerfi um öll
lönd sem besta og vitlegasta
fiskveiðikerfí heimsins sem ætti
að vera öllum þjóðum til fyrir-
myndar.u
brask með. Það mun áreiðanlega
mörgum bregða við þá frétt.
Útkastið 554 þúsund tonn
Samtímis þessu kemur skip-
stjóri á vinnsluskipi að landi á ísa-
„Ekkert lát hefir verið á vel undirbúnum heimsóknum erlendra „sérfræðinga" til að kynna sér og dásama þetta
„ágæta" kerfi sem nú er svo skyndilega hrunið."
firði og upplýsir að þorskurinn sé
farinn af Vestijarðamiðum. Það
taki nú þrjá daga að ná þessum 60
tonnum sem menn tóku undanfar-
ið á einum degi. Ef 30 vinnsluskip
veiddu að jafnaði allt síðasta ár
þarna nam heild-
arafli þeirra um
660.000 tonnum á
árinu. Af því fór
helmingurinn í
úrkast, eða um
330.000 tonn en
hinn helmingur-
inn var unninn 1
flök með 32%
nýtingu, en úr-
gangurinn verð-
ur þá 224.000
tonn eða samtals
útkast í hafið
554.000 tonn á árinu. Skyldu öll
þessi skip hafa gengið á fullnægj-
andi hátt frá úrganginum áður en
honum var íleygt í hafið, eða ligg-
ur þessi úrgangur nú rotnandi á
hafsbotni? Stjórnvöld geta ekki
tryggt okkur nothæft svar, þótt
þau hafi leyft þessar aðfarir að
miðunum.
Kvótar eru ónauðsynlegir
Fiskveiðistefna framtíðarinnar
hlýtur að byggjast á umhverfis-
vænum og sjálfbærum veiðum og
varanlegri og hagkvæmri nýtingu
miðanna. Menn hafa reynt það að
kvótakerfið skilar aðeins verð-
mætasta fiskinum að landi og eyk-
ur úrkast meir en nokkur dæmi
era um frá öðram veiðum. Nú
verður því að taka upp stjórnun
sem tryggir að botnfiskveiðar á
landgrunninu, allt út að 50 mílum,
séu nýttar með hag fiskibyggð-
anna að markmiði, og allur fiskur
sé fluttvu- til vinnslu í landi. Þama
séu fyrst og fremst stundaðar
krókaveiðar, með línu og færum.
Nútímatækni gerir mögulegt að
ná æskilegum afla með þessum
vistvænu aðferðum, og kvótar eru
ónauðsynlegir. Veiðum á land-
grunninu sé stjómað af Hafró,
sem sjálfstæðri stofnun, og tengsl-
um stjórnar Hafró við útgerðir sé
slitið. Veiðum utan 50 mílnanna
með togskipum sé stjórnað af LÍÚ,
enda verða þeir að vera sjálfir
ábyrgir fyrir framtíð sinni.
Önundur Ásgeirsson
Húmanistar
Síðastliðin ár hafa verið erfið
mörgum. Sífelldar kjaraskerðing-
ar, við höfum orðið að herða
sultarólina sífellt fastar. Á meðan
velta aðrir sér upp úr vellysting-
um. Síbylja kveður við í eyrum
um að ekki sé hægt að hækka
lægstu launin. Stjórnmálamenn
tala í öðru orðinu um góðæri og í
hinu orðinu um að fátækt muni
verða áfram til. Ég get ómögulega
séð að góðæri og fátækt eigi sam-
leið, nema fyrir þá sem vilja við-
halda þessu ástandi til að græða á
því. Eftir því sem launþegar fá
minni laun og búa til ný göt á
sultarólina verða aðrir ríkari. Er
það þetta sem fólk vill? Það kveð-
ur við síbylja um að ekki sé hægt
að hækka lægstu launin. Sífellt er
verið að reyna að heilaþvo al-
menning með þessari klisju. Það
ríkir mikið vonleysi núna, fólki
finnst ekkert þýða að berjast fyrir
bættum kjöram hér. Það er ömur-
legt á að hlusta. Ég trúi þó að eld-
móður búi í mörgum.
Loforðin standast ekki
Stjómmálaflokkar koma og
fara, það ríkir víða upplausn og
sundrang meðal flokka nú. Nú
þegar kosningar era fram undan
ætla margir að komast á þing,
meðal annars með því að lofa fá-
tæku fólki, öryrkjum og öldraðum
gulli og grænum skógum. Þetta er
venjan. En hefur verið staðið við
þessi loforð okk-
ur til handa?
Ekki hef ég kom-
ið auga á það.
Það er sífellt ver-
ið að seilast
dýpra ofan í vasa
fátæka mannsins
og lífeyrisþega.
Að slíkar sultar-
bætur skuli vera
skattlagðar er til
skammar og
samræmist illa talinu um góðærið.
Margir verða að standa undir
háum lækniskostnaöi og dýrum
lyfjum sem bráönauðsynleg eru.
Fólk fer því ekki til læknis og getur
ekki leyst út lyfin sín. Góð heilsa er
það dýrmætasta sem við eigum, það
vita allir. Slæmt heilbrigðiskerfi
verður dýrara er til langs tíma er
litið. Það er orðið ansi hart að fólk
upplifi sig sem félagslegt vandamál
ef það verður veikt, því ekki sé
„Ég hef kynnst Húmanistafíokkn-
um. Hann er Ijós í myrkrinu, afí
sem vill berjast fyrir betri kjörum.
Hann vill vera fíokkur þeirra sem
vilja rísa upp og afnema fátækt
og misrétti og að mannréttindi
séu virt.u
Ijós í myrkri
pláss fyrir það á sjúkra-
húsum og verður að fara
heim áður en það er fært
um það. Margir búa ein-
ir og þeim er sagt á
sjúkrahúsum að það geti
fengið heimilishjálp, en
það er oft erfitt vegna
þess að fólk fæst vart i
þessi störf vegna lágra
launa. Þetta hef ég sjálf
upplifað.
Gamla fólkið -
unga fólkið
Svo eru það vanda-
málin sem upp koma er
fók verður gamalt. Ég
þekki vel til slíkra
mála. Hvað það er að
vera í vandræðum með
fársjúkt gamalmenni án
þess að geta komið því á sjúkra-
hús. Ellin byijar snemma nú orðið
því fólk um 40 til 50 ára gamalt á
orðið erfiðara með að fá vinnu.
Þessari óheillaþróun verður að
snúa við.
Það er sama hvert litið er, skór-
inn kreppir víða að. Eftir mikla
baráttu öryrkja á loks að byrja að
laga tekjutengingu þessa fólks við
tekjur maka. En í stað þess að af-
nema þetta alveg strax á að gera
það í þrepum. Loks er öryrkjar
geta notið þeirra mannréttinda að
gifta sig eða hefja sambúð verður
að gæta þess fyrst að makinn hafi
ekki há laun. Þetta
er fáránlegt, burt
með þessa tekju-
tengingu strax um
áramót! Og loks
unga fólkið: hvaða
framtíð bíður þess
er það hefur bú-
skap? Þrældómur
og barátta, 20-30
ára þrældómur við
að eignast 2-3ja
herbergja íbúð i
blokk. Er ekki líf
fólks meira virði?
Við þurfum öll á
tilbreytingu að
halda og frium.
Meira að segja þeir
sem ekki geta unn-
ið fyrir vanheilsu.
Ég hef kynnst
Húmanistaflokknum. Hann er ljós
í myrkrinu, afl sem vill berjast
fyrir betri kjöram. Hann vill vera
flokkur þeirra sem vilja rísa upp
og afnema fátækt og misrétti og að
mannréttindi séu virt. Húmanist-
ar eru ætíð reiðubúnir til að
styðja sérhverja sál til að rísa upp
úr neyð sinni og leggja sitt fram
með öðrum. Þetta er ljós mann-
kærleika, sem getur átt eftir að
stækka og flæða, okkar er valið.
Við erum ekki mörg enn sem kom-
ið er og þess vegna þurfum við
hjálp þína, lesandi góður.
Sigrún Ármanns Reynisdóttir
Kjallarinn
Sigrún Ármanns
Reynisdóttir
rithöfundur
1 IVIeð og á móti
Arður af orkufyrirtækjum fjármagni borgarsjóð
Nokkurs
konar
hlutafélög
„Það má líta á orkufyrirtækin
í Reykjavík sem nokkurs konar
hlutafélög sem eru í eigu allra
Reykvíkinga. Það er engin
spurning að
arðurinn af
fyrirtækjun-
um á að renna
til hluthaf-
anna, í þessu
tilfelli borgar-
búa, í formi
þjónustu sem
Reykjavíkur-
borg stendur
fyrir á sviði
skóla- og fé-
lagsmála eða
íþróttamála svo dæmi séu tekin.
Ríkið hefur með sama hætti
miklar tekjur af sínum fyrir-
tækjum og nægir að nefna
Landssímann í því sambandi.
Til viðbótar er vert að nefna að
orkugjöld í Reykjavík og sveitar-
félögunum í kring era einhver
þau lægstu sem þekkjast í land-
inu. Það er því hagur borgarbúa
og íbúa nágrannasveitarfélag-
anna, sem nýta sér þjónustu
orkufyrirtækjanna, að þau séu
vel rekin. Það er hagur borgar-
búa að ávallt séu tryggð lægstu
mögulegu gjöld. Það er grand-
vallaratriði auk þess sem eig-
endumir eiga að fá sanngjaman
arð eins og áður er að vikið.“
Dapurleg
vöggugjöf
„Þama er verið að fara inn á
mjög vafasama braut, svo ekki
sé meira sagt. í raun er verið að
veðsetja framtíðartekjur hita- og
rafmagns-
veitna næstu
15 árin. Það er
hins vegar
Ijóst að það
verður alltaf
að beita þjón-
ustugjöldum
mjög varlega
og þarf ekki _ .. .
„ , Eyþór Arnalds,
annaö en aö varaborgarfulltrúi
líta til nýlegra o-nstan*.
dóma Hæsta-
réttar i þeim efnum. í 77. grein
stj órnarskrárinnar segir að ekki
megi leggja á skatt nema með
stoð í lögum og þarf þvi að fara
varlega með álagningu gjalda.
Þegar meirihluti borgarstjómar
samþykkir að setja þriggja millj-
arða króna skuldabréf á nýtt
veitufyrirtæki Reykjavíkur
vakna óneitanlega spurningar
um hvort ekki sé um dulda
skattheimtu að ræða. Með þessu
er verið að taka arðgreiðslur fyr-
irfram og augljóst að tekjur til
að gréiða skuldabréfið munu
eingöngu koma frá hitaveitu og
rafveitu. Greiðsla skuldabréfs-
ins leggst því á neytendur. Allur
samanburður Reykjavíkurlist-
ans við hlutafjárútboð ríkisfyrir-
tækja er hlálegur. Það veit hvert
mannsbam að munur er á veð-
setningu og sölu. Þetta era í
hæsta máta óeðlileg vinnubrögð
og dapurleg vöggugjöf til handa
nýstofnuðu fyrirtæki." -aþ/SJ
Kjallarahöfundar
Athygli kjallarahöfunda er
vakin á því að ekki er tekið við
greinum í hlaðið nema þær ber-
ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu-
diski eða á Netinu.
Netfang ritstjómar er:
dvritst@centrum.is
Alfreö Þorsteins-
son, borgarfulltrúi
og formaöur stjórn-
ar veitustofnana.