Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1998, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1998, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1998 Fréttir Orðabók Serba og íslendinga Guðný Svavarsdóttir á Höfn og Davorka Basark frá Serbíu hafa unnið frá því í febrúar að gerð serbnesk-íslenskrar og íslensk- serbneskrar orðabókar. „Ég fékk serbnesk-íslenskan orðalista sem ég var beðin að gera aðgengilegan fyrir flóttafólk- ið sem kom hingað frá fyrrum Júgóslavíu á síðasta ári. Mér fannst útilokað aö hafa þetta bara á annan veginn svo ég gekk þannig frá listanum aö hann væri líka íslensk-serbneskur. Seinna fékk ég lánaða litla orðabók og fór þá að hugsa um að gaman væri að búa til alvöru- orðabók og var að byija á verk- inu þegar ég frétti að Davorka hefði mikinn áhuga á þessu sama. Við höfum svo unnið þetta saman og í nóvember lukum við þýðingunni og erum að prenta út fyrstu prófarkirnar,“ sagði Guð- ný. Mikill áhugi er á þessu verk- efni okkar og nú fyrir jólin feng- um við 60 þúsund króna styrk úr Menningarsjóði Austur-Skaftfell- inga og fannst okkur það mikU viðurkenning sem við erum mjög þakklátar fyrir. Serbnesk-ís- lenska og íslensk-serbneska orða- bókin veröur 500 blaðsíður og áætlaö að hún komi út í febrúar á næsta ári. -JI Davorka Basark og Guðný Svavarsdóttir. DV-mynd Júlía Jökull Kjartansson reynir að ná sambandi við Landssímann. DV-mynd Pjetur Rafvirki fær símreikninga: í stríði út af einni krónu Fyrst byrjuðu þeir á því að senda mér símreikning upp á fjórtán krón- ur. Síðan eru liðnir tveir mánuðir og ég hef enga skýringu fengið á þessu,“ segir Jökull Kjartansson rafvirki sem á ekki sjö dagana sæla eftir samskipti sín við Landssím- ann. „Ég reyndi að fá skýringar en það endaði með því að þeir sögðu mér að henda reikningnum og hugsa ekki meira um þetta,“ segir Jökull. Og Jökull hugsaði ekki meira um það. Þar tU hann fékk nýjan reikn- ing. Nú hljóðaði símreikningurinn upp á þrjár krónur án skýringa nema hvað að JökuU var minntur á að staða hans við Landssímann væri nú 17 krónur; fjórtán plús þrír. „Enn reyndi ég að fá skýringar en aUt kom fyrir ekki,“ segir JökuU og hélt nú að þessu máli væri lokið. En það var nú eitthvað annað: „Núna um daginn fékk ég þriðja reikninginn á skömmum tíma og nú hljóðaði hann upp á eina krónu. Á reikningnum kom einnig fram staða mín gagnvart Landssímanum: 18 krónur. Fjórtán plús þrír plús einn,“ segir JökuU og bíður spennt- ur eftir næsta símreikningi. -EIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.