Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1998, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1998, Síða 23
MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1998 23 Fréttir t i i i Kristín Olsen og Inga Olsen, sem héldu tíkina Queenie, eru nú fluttar úr Efstaleiti. Hundsdrápið í Efstaleiti: Mæðgurnar fluttar Mæðgumar Kristín Olsen og Inga Olsen, sem héldu tíkina Queenie að heimili sínu, em fluttar úr fjöleign- arhúsinu að Efstaleiti 1 til að binda enda á deilur sem staðið hafa árum saman í húsinu. Deilumar hófust upphaflega vegna ágreinings um hundahald í húsinu sem endaði með því að Ólafur Guömundsson, ibúi í sama stigagangi, hengdi hund mæðgnanna og hlaut 30 daga skil- orðsbundið fangelsi fyrir verknað- inn. Mæðgurnar höfðuðu svo mál fyrr á þessu ári gegn Ólafi Guð- mundssyni og kröfðust þess að hann yrði borinn út úr íbúð sinni. Nú hafa þær, í samráði við lög- mann, fallið frá þeim kröfum. í bók- un af hálfu stefnenda í málinu, und- irritaðri af lögmanni þeirra, Einari Gauti Steingrímssyni, kemur fram að mæðgumar hefðu gefið fast- eignasölu umboð til að selja íbúð sína til þess að verða við því búnar ef málið tapaðist að vita hverjir sölumöguleikar íbúðar þeirra væru. Á meðan hafi svo áhugasamir kaup- endur komið fram og því ákváðu mæðgurnar að selja eignina. Mæðgumar eru nú fluttar í Kópa- vog en von er á því að dæmt verði í öðra máli mæðgnanna gegn Ólafi Guðmundssyni í janúar þar sem þær fara fram á bætur vegna verkn- aðarins. -hb Heil eftir 200 metra fall Jarðfræðingarnir Bryndís Brandsdóttir og William Menke, sem hröpuðu um 200 metra fram af Grímsfjalli í Toyota-jeppa þann 13. maí síðastliðinn, hittust fyrst eftir slysið á jarð- fræðiráðstefnu í San Fransisco fyrir nokkrum dögum. Þótt ótrúlegt megi virðast eru þau bæði nánast orðin heil eftir fall sem samsvarar þremur Hall- grímskirkjuturnum. Miklir fagnaðarfundir urðu hjá jarðfræðingun- um sem hafa þekkst og starfað saman í á annan áratug. William er pró- fessor í Columbia-há- skóla á austurströnd Bandaríkjanna. DV-mynd Roger Searle Góðar með rjóma Vöfflujárn og rjómasprautur í miklu úrvali ÁVIKE^ (Verð frá 4,990. kr) _l J _J _| netleilcur á visi.is Vísir.is og Hagkaup bjóða gestum Vísi.is upp á skemmtilegan jólabóka- og geisladiskaleik. Síðustu dagana fyrir jól fá tugir gesta á Vísi.is geisladisk eða bók að gjöf fyrir það eitt að taka þátt í léttum og skemmtilegum leik. Þátttakendur fara inn á slóðina vísir.is og skoða netverslun Hagkaup@vísir. is og svara laufléttum spurningum. Aðalvinningurinn verður svo dreginn út á Þorláksmessu, en hann er matarkarfa frá Hagkaupi að verðmæti 15.000 kr. Úrslit verða kynnt á Þorláksmessu á vísi.is og vinningar sendir heim með fyrirtækjaþjónustu Póstsins. Laugardagur Ég heiti Bííöfinnur en þú mátt kalía mig Bóbó ~10 bækur Fáar íslenskar barnabækur hafa hlotið jafn hlýjar móttökur og Skilaboöaskjóða Þorvaldar Þorsteinssonar sem kom út fyrir hartnær15 árum. Nú kemur Þorvaldur með sína aðra bamabók og er óhætt að segja að hún hefur hlotið afar lofsamlegar viðtökur jafnt hjá börnum og fullorðnum. Sunnudagur Söknuöur -10 eintök Lög Vilhjálms Vilhjálmssonar f flutningi ýmissa listamanna. Vilhjálmur átti mörg lög ósungin þegar hann lést langt fyrir aldur fram á áttunda áratugnum. Á stuttum æviferli náði hann að gera fleiri íslensk sönglög ódauðleg en flestir aðrir íslenskir söngvarar. Aðalvinningur á Þorláksmessu - matarkarfa frá Hagkaupi að verðmæti 15.000 kr. Vísir.is óskar gestum sínum gleðilegra jóla og þakkar frábærar viðtökur á árinu. ■ HAGKAUP® VÍSÍr.Í www.visir.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.