Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1998, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1998, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1998 Ulpa með liettu Verð kr. 11.900 Fullt verð: 19.900 margir litir - allar stærðir Kápusalan Suðurlandsbraut 12 sími 588 1070 ra SJIS Laugavegi 45a, S. 552 2125 Netf.: www. Islandia.ís/~gitarinn Gitarar frá 6.900 Ttommur 49.900 Gullkrossar Fallegir handsmíðaðir gullkrossar. Með og án steina. Gullkrossar. Verð frá 4.000 til 9.000 kr. m/double festi, Laugavegi 49 S. 551 7742 TILBOÐ Taktu mefl ... 16“ 990 kr mefl 1 áleggstegundum og 2 I kók Fáðu sent ... 4 hambnrgarar, franskar og E I kók 1.490 Opið virka daga kl. 11 - 24 Helgar 11 - 05 IXIúpalind 1 Sími 564 5777 Fréttir Páll Helgason í Eyjum sem var yfirheyrður vegna léttvínsbruggs heima við: Ætla að láta reyna á málið fvrir dómi „Ég mun hafna sekt ef þeir ætla að halda þessu áfram. Ég mun láta reyna á þetta fyrir dómi og mann- réttindadómstól ef nauðsyn kref- ur. Þegar ég fór í skýrslutökuna spurði ég sýslumann hvort hann heföi ekki smakkað svona vín. Hann sagðist hafa gert það en vín- ið hefði reyndar verið vont. Þeir höfðu flestir á stöðinni smakkað svona vín líka,“ sagði Páll Helga- son í Vestmannaeyjum sem hefur verið yfirheyrður hjá lögreglu í Eyjum vegna framleiðslu á léttvíni heima við eftir viðtal i DV. Páll sagði að viðbrögð við frétt DV um að sýslumaður muni að lík- indum sekta Pál um tugi þúsunda króna vegna heimaþruggsins hafi verið afar sterk. Margir hefðu hringt í hann og lýst undrun sinni á viðbrögðum lögreglu við iðju sem fjölmargir landsmenn stunda. Sam- kvæmt upplýsingum fagaðila sem DV ræddi við má áætla að heima- víngerð, það er til heimabrúks, tíðkist jafnvel á rúmlega tveimur tugum þúsunda heimila í landinu. „Ég dreg stórlega í efa að þetta sé gert eins víða og menn vilja vera láta,“ sagði Karl Gauti Hjalta- son, sýslumaður í Vestmannaeyj- um. Aðspurður um það hvort það kunni að vera að ákvæði samnings um Evrópska efnahagssvæðið girði fyrir að hægt sé að banna fólki að brugga léttvín heima við til eigin neyslu sagði sýslumaður að áfengislögin íslensku séu ný og sett síðastliðið sumar. Hann hafi enga trú á að lögin gangi á skjön við ákvæði samnings um Evr- ópska efnahagssvæðið. „Þetta mál fer sína leið,“ sagði sýslumaður. -Ótt Mál Páls Helgasonar: Gísli bróðir vill láta rannsaka sig Gísli Helgason úr Vestmannaeyj- um, bróðir Páls Helgasonar, hefur sent sýslumanni í Eyjum bréf þar sem hann býður upp á að vera sjálfur rannsakaður fyrir að hafa drukkið úr einni léttvínsflösku sem Páll gaf honum. Ástæðan er sú að sýslumaður sagði í DV í gær að líklegt sé að Páll fái kæru upp á 30-60 þúsund krónur í kjölfar þess að hafa m.a. upplýst í blaðinu að hann stundi léttvínsgerð eins og fjölmargir aðrir landsmenn gera heima við. „Ég kneyfaði úr einni flösku rauðvíns frá honum (Páli),“ segir í bréfi Gísla. „Ég var nær einn um að drekka þessa flösku og fann ekki til teljandi áhrifa. Hafl ég unnið þar saknæmt athæfi, þá er það þitt verk að setja það til rann- saks,“ segir Gísli Helgason. Ekki náðist í sýslumann i Eyjum í morg- un. -Ótt V-Húnavatnssýsla: Húnaþings- nafnið enn á borðinu DV, Akureyri: Þrátt fyrir að íbúar í V-Húna- vatnssýslu sem sameinuðust í eitt sveitarfélag á árinu hafi ekki feng- ið framgengt þeim vilja sinum að sveitarfélagið fengi að bera nafnið Húnaþing, er það nafn enn uppi á borðinu. Örnefnanefnd lagðist gegn nafninu Húnaþing og félags- málaráðherra vildi ekki heimila það, en þó mun ljóst að V-Hún- vetningar fái nafn sem er ekki fjarri Húnaþingsnafninu. Örnefnanefnd mun nefnilega sætta sig við nöfn eins og Vestur- Húnaþing og Húnaþing-vestur, og er talið líklegt að íbúar sveitarfé- lagsins muni kjósa á milli þessara nafna á næsta ári. „Húnaþings- nafnið er orðið nokkuð fast í vit- und fólks og ég held að fólk komi ekki til með að velta öðrum nöfn- um fyrir sér en þessum tveimur nöfnum, Vestur-Húnaþing og Húnaþing-vestur þótt Örnefna- nefndin hafi lagt blessun sína yfir fleiri nöfn sem komu upp á borðið á sínum tíma, en sveitarstjórnin á eftir að ákveða formlega með framhaldið," segir Brynjólfur Gíslason sveitarstjóri á skrifstof- unni á Hvammstanga þar sem svarað er í síma með orðunum; „Skrifstofa Húnaþings". -gk www.visir.is fVRSTUR MED FRÉTTIRNAR W Fulltrúar þeirra sem fengu styrkveitingu úr Menningarsjóði Austur-Skaftfell- inga árið 1998. DV- myndir Júlía Menningarsjóður A-Skaftafellssýslu: Orðabókarfólk fékk hæsta styrkinn Úthlutað hefur verið styrkjum úr Menningarsjóði Austur-Skaftfell- inga fyrir árið 1998. Úthlutunar- nefnd bárust 17 umsóknir um styrki og var úthlutað til 13 aðila. 550 þús- und krónum. Hæsta styrkinn fengu Guðný Svavarsdóttir og Davorka Basrak, 60 þúsund krónur til gerðar serbnesk-islenskrar og íslensk- serbneskrar orðabókar. Aðrir styrk- ir voru veittir kórum og félagasam- tökum á Hornafirði. -JI Pálmi Guðmundsson kaupfélagsstjóri, Guðbjartur Össurarson, formaður sjóðsins, og Björg Svavarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.