Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1998, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1998, Blaðsíða 35
MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1998 Geimförum skotið til Mars: Leitað að vatni Fyrsta geimfarið sem skotið hefur verið til Mars í tvö ár, Mars Climate Orbiter, lagði af stað fyrir rúmri viku. Það er Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, sem stendur fyrir þessu fjögur hundruð milljón mílna ferðalagi. Ætlun leiðangursins er að varpa ljósi á leyndar- málið um það hvert allt vatn plánetunnar rauðu fór. Að sögn vísinda- manna er nauðsynlegt að „finna vatnið" áður en einhver möguleiki sé á að finna steingervinga eða önnur ummerki um líf á öðrum plánetum. í janúar á næsta ári er svo áætlað að senda annan ferðalang í kjölfarið, „Mars Polar Lander“. Nöfh flauganna tveggja eru lýsandi fyrir hlutverk þeirra, þó ekki séu þau þjál í munni né heppileg til þýðingar. Fyrri flaugin mun fara á sporbaug um Mars en sú seinni lenda á öðrum pól plánetunnar. Sporbaugsflaugin mun í upphafi undirbúa lend- ingu seinni flaugarinnar með því að rannsaka yfir- borð pólanna og síðan mun hún nýtast sem end- urvarpsstöð fyrir gögn sem send verða frá yfir- borði Mars. Mars Climate Orbiter skotið á loft fyrir rúmri viku. Önnur geimflaug mun fylgja í kjölfarið í næsta mánuði. Endurbættur Pathfinder Áætlað er að sporbaugs- flaugin, sem er litlu stærri en ísskápur, muni nýtast í tvö ár við ýmiss konar rannsóknir á gufuhvolfi Mars, auk aðstoðarinnar við lendingarflaugina. Sú síðarnefnda er ekki ólík Pathfinder-flauginni sem lenti á Mars fyrir tveimur árum. Það sem sú nýja hefur þó umfram fyrir- rennara sinn á Mars er að hún er búin fyrsta hljóð- nema sem sendur hefur verið á aðra plánetu. Þó ekki séu vonir bundnar við að einhver söngelskur Marsbúi eigi leið hjá og taki lagið munu upptökur af vindgnauði á Mars verða nýtilegar jarðnesk- um vísindamönnum. Flaugin mun að auki áður en hún lendir kasta frá sér tveimur tækjum á stærð við körfubolta sem munu hrapa til jarðar á suðurpól plánetunnar, grafast undir yfirborðið og senda þaðan upplýs- ingcir. Þessi för geimflaug- anna tveggja er fyrsti hluti af átta þrepa verk- efni sem mun verða fram- kvæmt á næstu fimmtán árum. Einræktun manns heppnast Vísindamenn í Suður-Kóreu til- kynntu í síðustu viku að þeim hefði tekist að einrækta mannlegan fóst- urvísi með því að nota mannsfrum- ur. Tilraun þeirra er ein sú fyrsta sem gerð hefur verið í heiminum. Það sem þeir gerðu var að rækta fósturvísi með því að blanda saman ófrjóvguðu eggi og venjulegri lík- amsfrumu, þ.e. ekki kynfrumu. Kynfruman var fengin úr líkama konu á fertugsaldri. Lee Bo-yon, einn rannsakendanna, sagði að fóst- urvísirinn hefði sést skipta sér í fjórar frumur skömmu áður en rannsókninni var hætt. „Ef fósturvísinum hefði verið komið fyrir í legvegg konu gerum við gert ráð fyrir að barn hefði þroskast og að það hefði haft sömu genauppbyggingu og sá sem frumuna gaf,“ segir Bo-yon. Aðferð- in sem hann notaði var sú sama og hafði verið áður notuð á mýs við há- skólann á Hawaii. Þá voru einrækt- aðar um 50 mýs sem allar voru ná- kvæm eftirmynd af upprunalegu músinni. Lee Bo-yon sýnir blaðamönnum hvernig tilraunin með einræktun mannlegs fósturvísis var framkvæmd. Lee Bo-yon tók jafnframt fram sínum fyrr en almennt lagalegt og að rannsóknarhópur sinn myndi siðferðilegt samþykki fengist fyrir ekki ganga lengra í rannsóknum slíku. 43 ' Sokkabuxur c Vift álnrsíjuiusl amincíssant iia i 1«i«»u llUMll* ISO 9002 30 ileii Söluaðilar: Kcykjavík: Grœna línan, Laugavegi 46. Snyrtivöruverslunin Spes, Háaleitisbraut 58-60, Tískuhúsið Gala, Laugavegi 101, Hárgreiðslust. Brúskur, Höföabakka 1, Ilársnyrtistofan Særún, Grand Hótel, Hárgeiðslust. Manda, Hofsvallagat 46, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ. llársnyrtist. Dóra, Langholts- vegi, Regnhlífabúðin, Laugavegi, Tískuvöruverslunin Tess, Dunhaga. Kópavogur: Snyrtivöruverslun- in Sandra, Smáranum.Rós, Engihjalla 8 Hafnarfjörður: Snyrtivöruv. Dísella Garðabær: Snyrtihöll- in, Förðun hf. Garðatorgi 3. Mosfellsbæ: Snyrtivöruverslunin Fína. Stykkishólmur: Heimahornið Vestmannaeyjar Klettur, Strandvcgi 44. Akureyri: Vcrslunin Ynja. Suðurland: Olabúð, Eyrarbakki. Tískuhúsið, Selfossi. Austurland: Lónið, Höfn Hornafirði. Newco Pöntunarsími 520-6144 -C *v
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.