Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1998, Qupperneq 48

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1998, Qupperneq 48
56 MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1998 Fréttir Framsóknarflokkurinn á Noröurlandi eystra: Prófkjörsbaráttan er hafin Valgerður Sverrisdóttir. Hún er talin líta svo á að hún „eigi“ 1. sætið. kvæmdum við veginn frá Húsavík til Þórshafhar eigi að flýta um 5 ár. Viðmælendur DV hölluðust frekar að því að Elsa stæði sterkari að vígi í baráttunni við Daníel um 2. sætið og því ylli fyrst og fremst að hún hefði verið mun virkari innan flokksins undanfarin ár. Hins vegar bentu sömu aðilar á að prófkjörsbaráttan væri öll eftir og Daníel væri t.d. að öll- um líkindum sterkari víða í dreifbýl- inu, t.d. í N-Þingeyjarsýslu. Fjögur sæti bindandi DV, Akureyri: Prófkjörsbarátta framsóknar- manna á Norðurlandi er formlega haf- in og stefnir greinilega í harða bar- áttu. Prófkjörið fer ffarn helgina 16. og 17. janúar en utankjörstaðaratkvæða- greiðsla er þegar hafin hjá trúnaðar- mönnum flokksins víða í kjördæm- inu. Margir höfðu reiknað með að þeir sem keppa um efstu sætin á lista flokksins myndu halda að sér hönd- um ffam yfir jól, en annað hefúr kom- ið á daginn. Tveir ffambjóðendanna hafa þegar opnað kosningaskrifstofur á Akureyri, þeir ijórir sem sækjast eftir að verða í ___________________ tveimur efstu sæt- unum eru þegar byrjaðir að kynna sig með auglýsing- um. Sumir þeirra hafa efht til sam- - koma og þá er a.m.k. einn fram- bjóðendanna búinn að opna heima- síðu á Netinu. Jakob Bjömsson, fyrrverandi bæj- arstjóri á Akureyri, sem sækist eftir 1. sæti listans, varð fyrstur til að opna kosningaskrifstofu á Akureyri, en Elsa Ffiöftnnsdóttir, lektor við Há- skólann á Akureyri, sem sækist eftir 2. sætinu, kom í kjölfarið og hún er komin með heimasíðu á Netinu. Aðr- ir sem taka þátt í prófkjörinu em Val- gerður Sverrisdóttir alþingismaður sem sækist eftir 1. sætinu, Daníel Ámason, ffamkvæmdastjóri Kexsmiðjunnar á Akureyri, sem sæk- ist eftir 2. sæti, Bemharð Steingríms- son, veitingamaður á Akureyri, sæk- ist eftir einu af efstu sætunum, sem og Axel Yngvason, bóndi á Merkigili í Eyjafjarðarsveit. Barátta Valgerðar og Jakobs Athyglin mun skiljanlega aðallega beinast að bar- áttu þeirra Val- _________________ gerðar og Jakobs um 1. sæti list- ans. Valgerður, sem var í 2. sæti á lista flokksins fyrir kosningam- ar 1995, eftir harða baráttu við Jóhannes Geir Sigurgeirsson, er talin líta svo á að 1. sætið sé hennar þar sem Guð- mundur Bjamason, sem þá skipaði 1. sætið, hverfur af Alþingi, en Jakob lít- ur hins vegar svo á að ekkert sé sjálf- gefið í þeim efnum. Það að Valgerður er sitjandi alþingismaður er vissulega talið henni til tekna, sem og það að anda þér 6 í/ímllm netleilcur á Vísi.is Vísir.is og Hagkaup bjóða gestum Vísis.is upp á skemmtilegan jólabóka- og geisladiskaleik. um eða undirrita stuðningsyfirlýs- ingu við flokkinn hafa rétt til þátt- töku. Þetta er talið geta komið Jakobi til góða, því á Akureyri þar sem fólk- ið er flest sé auðveldast að „smala“ ungu fólki og fá það til að kjósa. Málefni hafa enn ekki verið rædd í þessari kosningabaráttu, enda telja flestir að ekki sé um neinn umtals- verðan málefhaágreining milli Val- gerðar og Jakobs að ræða, þau fylgi auðvitað „línu flokksins" og þar sé ekki mikið rými fyrir aðrar skoðanir. Talið er að úrslitin í prófkjöri framsóknarmanna ráðist ekki síst á Akureyri. hún hefur komist til þeirra metorða innan flokksins að vera formaður þingflokksins. Framsóknarmenn sem DV hefur rætt við segja mjög erfitt að spá fyrir um hvemig barátta þeirra Valgerðar og Jakobs muni þróast og hver verði niðurstaðan. Eðlilega hefur verið litið svo á að sterkasta vígi Jakobs verði á heimavelli á Akureyri og þar gæti Ir hann haft umtalsverða yfirburði, enda vinsæll og þekktur maður í bæj- arfélaginu. I skoðanakönnun sem fram fór í bænum fýrir nokkm kom hins vegar á óvart að Jakob hafði þar ekki nema ríflega 10% fylgi umffarn Valgerði. Yrði niðurstaða prófkjörs- ins eitthvað á þeim nótunum telja menn að róðurinn verði mjög þungur fyrir Jakob og jafiivel vonlaus, því Valgerður muni vinna þann mun upp annars staðar og vel það. Hún sé mun þekktari annars staðar í kjördæminu en Jakob og víst er að stuðningsmenn hennar munu ekki láta sitt eftir liggja. Það sem veldur e.t.v. mestri óvissu tun niðurstöðuna er hvemig reglum- ar um prófkjörið era, en allir íbúar kjördæmisins sem náð hafa 16 ára aldri þegar prófkjörið fer fram og era flokksbundnir í Framsóknarflokkn- Síðustu dagana fyrir jól fá tugir gesta á Vísi.is geisladisk eða bók að gjöf fyrir það eitt að taka þátt í léttum og skemmtilegum leik. Þátttakendur fara inn á slóðina vísir.is og skoða netverslun Hagkaups@vísis. is og svara laufléttum spurningum. Aðalvinningurinn verður svo dreginn út á Þorláksmessu en hann er matarkarfa frá Hagkaupi að verðmæti 15.000 kr. Úrslit verða kynnt á Þorláksmessu á Vísi.is og vinningar sendir heim með fyrirtækjaþjónustu Póstsins. Mánudagur Sálin hans Jóns míns hefur starfað í ríflega tíu ár, þótt það sé erfitt að horfast í augu við það fyrir aðdáendur sveitarinnar sem fylgst hafa með frá byrjun. Á þessum tvöfalda diski er farið yfir ævintýralega sögu sveitarinnar og ný lög sanna það að ítrekaðar andlátsfregnir um hana eru uppspuni. HAGKAUP@lfisir.is www.visir.is Einnig barist um 2. sætið Elsa Friðfinnsdóttir, lektor við Há- skólann á Akureyri, keppir um 2. sæt- ið við Daníel Ámason, framkvæmda- stjóra Kexsmiðj- unnar á Akur- eyri. Daníel seg- ir í auglýsingum sinum sem birst hafa að hans að- albaráttumál séu nýsköpun á sviði atvinnumála, fjölskyldumál og byggðamál. Dan- íel var varaþing- maður flokksins í kjördæminu 1991-1995 en gaf ekki kost á sér fyrir kosning- amar 1995. Á heimasíðu sinni á Netinu undirstrikar Elsa að ekki sé um máleíhaá- greining að ræða meðal þeirra sem taka þátt í prófkjörinu en hún segir þá ekki takast á um stefnu. „Við höf- um öll gengist undir stefiiu Fram- sóknarflokksins í öllum meginatrið- um,“ segir Elsa þar og einnig að það sem greini frambjóðendur sé fýrst og fremst menntun, starfsreynsla og póli- tískar áherslur. Aðalstefhumál sín segir hún vera lifsgæði, þ.e. heilbrigð- ismál, menntamál og atvinnumál. Þá séu samgöngumál mikilvæg í kjör- dæminu og segir hún að gerð jarð- ganga milli Siglufjarðar og Ólafsfjarö- ar eigi að hefjast sem fýrst og fram- Þau fjögur sem hér hefur aðallega verið minnst á, Valgerður, Jakob, Elsa og Daníel, era talin öragg með að verða í fjórum efstu sætum prófkjörs- ins, en þeir Bemharð og Axel hafi þar nánast enga möguleika. Og þá er sjálfsagt að taka það fram að niðurstaða próf- kjörsins hvað varðár fiögur efstu sætin er bindandi bæði fyrir aukakjör- dæmisþing sem ákveður endan- lega framboðslist- ann og einnig fýr- ir þá einstaklinga sem lenda í fiór- um efstu sætun- um. Það hefur því að vonum vakið athygh að hvorki Jakob né Valgerð- ur hafa svarað þeirri spumingu afdráttarlaust hvort þau sætti sig við 2. sæti listans komi það í þeirra hlut. Bæði hafa talað um að þau hugsi ekki um annað en 1. sæt- ið, en ekki svarað spumingunni þannig að auðvitað hafi þau undir- gengist prófkjörsreglurnar sem segja niðurstöðuna bindandi fyrir fiögur efstu sætin. Þetta er e.t.v. lýsandi dæmi um þá hörku sem fram undan er í prófkjörsslagnum, hvoragt þeirra vill hugsa þá hugsun til enda að tapa, og því verður tekið á öllu í þeirri bar- áttu sem mun standa fram í miðjan janúar á næsta ári. Jakob Björnsson. Verður að sigra á afgerandi hátt á Akureyri til að eiga möguleika á 1. sætinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.