Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1999, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 2. JANÚAR 1999 JjV
Vestfirskur skelfiskur á Flateyri:
Reksturinn tryggður
Gjörbreyting verður eftir áramót-
in í rekstri fyrirtækisins Vestfirsk-
ur skelfískur á Flateyri sem stund-
að hefur tilraimaveiðar og vinnslu á
kúskel. Reksturinn hefur verið erf-
iður lengst af, en eftir áramótin
kemur Nýsköpunarsjóður inn í
reksturinn með nýtt hlutafé. Einar
Oddur Kristjánsson, stofnandi og
stjómarmaður, staðfesti þetta í sam-
tali við DV í gærkvöld. Hann sagði
að aðalfundur yrði haldinn í hluta-
félaginu á þriðjudag, þann 5. janúar,
og þá myndu málin skýrast. Hann
óskaði ekki eftir að gefa frekari upp-
lýsingar fyrr en eftir aðalfundinn.
Vestfirskur skelflskur stundar
veiðar og vinnslu á kúskel, en ör-
uggur markaður er talinn vera fyr-
ir afurðirnar í Bandaríkjunum.
Reksturinn hefur þó lengst af verið
erfiður og alvarleg áföll dunið yfir.
Þeirra verst var þegar skelbáturinn
Æsa fórst í Amarfirði í blíðskapar-
veðri þann 25. júlí 1996. Starfsemi
fyrirtækisins stöðvaðist í kjölfar
slyssins og fyrirtækið fékk greiðslu-
stöðvun og nauðasamningar vom
síðan gerðir í kjölfarið við lánar-
drottna. Starfsemi hófst síðan á ný
eftir að nauðasamningar höfðu tek-
ist og tekist hafði að útvega og fjár-
magna kaup á nýju veiðiskipi í stað
Æsu, 400 tonna skipi sem hlaut
nafhið Skel ÍS.
Samkvæmt heimildum DV hefur
IRækjuskorturinn:
Verksmiðju
lokað
BásafeO lokaði um áramótin
annarri af tveimur rækjuverk-
smiðjum félagsins á ísafirði
vegna skorts á rækju til vinnslu.
ÍRækjuvinnsla verður þar með
þriðjungi minni en hún var á ný-
I liðnu ári á vegum fyrirtækisins.
Bolfiskvinnsla á vegum Bása-
■ fells á Flateyri og Suðureyri
I verður aukin og því þarf ekki að
segja upp fastráðnu starfsfólki að
r því er segir í frétt frá BásafeUi.
Lausráðnum starfsmönnum sem
störfuðu í rækjuverksmiðjunni í
; hlutastörfum hefur hins vegar
I verið sagt upp. -SÁ
■HBBMMBBáaHnaRÉnaBaaawMBBBC
Jónas Haraldsson.
Jónas
son aöstoöar-
ritstjóri
Jónas Haraldsson hefur verið
| ráðinn aðstoðarritstjóri DV.
Hann hóf störf sem blaðamaður
j við Dagblaðið 1977, varð aðstoð-
Iarfréttastjóri 1979 og siöan frétta-
stjóri DV frá 1982. Hann er fædd-
ur 1952, félagsfræðingur að
menntun frá Háskóla íslands.
Foreldrar hans eru Haraldur
Jónasson rafvirkjameistari og
SvanhUdur Ólafsdóttir skrifstofu-
maður.
Jónas er kvæntur HaUdóru
Teitsdóttur og eiga þau fjögur
böm. -JK
Haralds-
Nýsköpunarsjóður tU liðs við fyrirtækið
rekstur Vestfirsks
skelfisks verið erf-
iður að undanfórnu
og róinn hefur ver-
ið lifróður tU að út-
vega fjármagn.
Þannig hefur félag-
ið fengið styrktarfé
úr sérsjóði iðnaðar-
ráðherra tU þróun-
arverkefna. Ráð-
herra veitti fyrir- Guölaugur Pálsson, fram-
tækinu 1,8 miUjónir kvæmdastjóri Vestfirsks skel-
í fyrra tU að koma fisks. Setur nýjan framkvæmda-
af stað vöruþróun- stjóra inn í málin.
arverkefni með Lýsi
hf. sem miðaði að
því að nýta soð-
kjama tU súpugerð-
ar o.fi.
Vegna fjárskorts
hefur ekki tekist að
endumýja veiðar-
færi skipsins, né
tæki í vinnslunni
sjálfri. Þannig hef-
ur fyrmefndur soð-
kjami, sem er verð-
mætt hráefni tU
matvælafram-
leiðslu, runnið ónýttur í sjó fram.
Hvort tveggja verður nú endumýjaö
og binda Flateyringar miklar vonir
við þá endumýjun lifdaganna sem
fyrirtækið gengur í á nýju ári. End-
urfjármögnun félagsins sé sem
vítamínsprauta fyrir byggðarlagið.
Samkvæmt heimUdum DV hafði
Guðlaugur Pálsson, sem verið hefur
framkvæmdastjóri Vestfirsks skel-
fisks, ætlað að hætta störfum um
áramótin. Hann muni hins vegar
starfa við hlið nýs forstjóra sem ráð-
inn verður á aðaffundinum á þriðju-
dag. -SÁ
Jim Rogers ævintýramaöur og Paige Parker við sérsmíöaöan jeppasportbíl sinn sem þau munu næstu þrjú árin ferö-
ast í umhverfis jörðina. DV-mynd E.ÓI.
Heimsreisa hafin á íslandi:
Á Benz umhverfis jörðina
„Við hefjum þriggja ára heims-
reisu á íslandi og ætlun okkar
Paige Parker er að skrá á leiðinni
hvemig heimurinn er við árþús-
undaskiptin. Það hefur ekki verið
gert fyrr. Enginn skráði, eftir því
sem við best vitum, hvernig heim-
urinn var við síðustu árþúsunda-
skipti,“ sagði Jim Rogers þegar
hann kynnti 150 þúsund kílómetra
langa heimsreisu sína sem hefst á
nýársdag. Jim Rogers sagði að ís-
land væri rétti staðurinn til að
hefja fórina því að á íslandi mætast
meginlandsflekar Ameríku og Evr-
ópu og því hægt að aka í einum og
sama bíltúmum milli tveggja
heimsálfa.
Heimsferð þeirra Rogers og Paige
Parker hófst á Þingvöllum í gær, á
nýársdag þaðan sem þau lögðu á
hringveginn umhverfis ísland. För-
in endar svo í New York 31. desem-
ber 2001. Þau hyggjast aka yfir eins
mörg lönd og mögulegt verður í öll-
um heimsálfunum. Til fararinnar
hefur verið smíðaður sérstaklega
tveggja sæta jeppi af Mercedes Benz
gerð. Hann er settur saman úr und-
irvagni gamla og vel þekkta Benz-
jeppans. Yfirbyggingin er af
Mercedes SLK sportbíl og vélin sex
strokka túrbínudísilvél.
í för verður fylgdar- og tæknifólk
í sérstökum fylgdarbil. Fólkið að-
stoðar við útsendingar i sjónvarpi,
útvarpi og um Intemetið. Útsend-
ingar verða um sögu, menningu,
efnahag og daglegt líf fólks sem þau
hitta á leiðinni. Þannig mun efni
birtast jafnharðan á Netinu og sjón-
varpsútsendingar verða m.a. frá ís-
landi á CNBS-sjónvarpsstöðinni
strax eftir áramótin. Ætlunin er að
taka viðtöl við fólk í hverju landi,
allt frá þjóðhöfðingjum til fjárhirða,
eins og Rogers orðaði það. Næsti
áfangi ferðarimiar er Bretland en
Eimskip og Flugleiðir sjá um að
flytja fólk og búnað þangað.
Jimmy Rogers auðgaðist á verð-
bréfaviðskiptum í New York. Hann
hætti verðbréfaviðskiptum 37 ára
gamall og lagði í ferðalag umhverf-
is jörðina á mótorhjóli og greindi
frá ferð sinni jafnharðan í fjölmiðl-
um. Hann hefur síðan starfað sem
dálka- og pistlahöfundur, m.a. á
CNBC-sjónvarpsstöðinni, sem fyrir-
lesari og prófessor. -SÁ
Miskabætur dæmdar vegna athafna lögreglu á Austurvelli í útsendingu ABC:
Ólögmæt handtaka
Lögreglan í Reykjavík fór ekki aö
lögum þegar hún handtók átta
menn, mótmælendur, á AusturveUi
þegar bein sjónvarpsútsending stóð
yfir á vegum ABC-sjónvarpsstöðvar-
innar, Good moming, America,
þann 16. maí 1997. Héraðsdómur
Reykjavíkur hefur dæmt ríkið tU að
greiða einum mannanna 50 þúsund
krónur í miskabætur vegna þessa.
Dómurinn komst að þeirri niður-
stöðu að maðurinn hefði verið að
notfæra sér stjómarskrárbundinn
rétt sinn tU aö koma skoðunum sín-
um á framfæri. Kjami málsins var
sá að lögreglan sýndi ekki fram á að
athafnir mannsins og félaga hans
væm „til þess fallnar að valda
hættu á óspektum“.
Umræddur maður byggði mál sitt
á því að hann heföi ætlað að hafa
uppi friðsamleg mótmæli á meðan
útsending Good moming, America
stóð yfir á AusturveUi. Hann hafði
með sér spjald með áletruninni
„Free Muma Abu Jarnal". Fyrir-
mæli aðstoðaryfirlögregluþjóns til
sinna manna vom þau að fjarlægja
skyldi aUa sem upphæfu mótmæli
og væra með óæskUega háreysti. Á
AusturveUi var saman kominn
nokkur fjöldi fólks, aðaUega Banda-
ríkjamenn af KeflavíkurflugveUi og
fjölskyldur þeirra. Þegar viðtal stóð
yfir komu áttmenningamir hróp-
andi með áróðursspjöld og fána, að
sögn lögreglumanns. Einn var vaf-
inn fána Bandaríkjanna og kaðli en
með snöm um hálsinn. Einn bar
fána Kúbu. Lögreglan handók
mennina og færði á lögreglustöð.
Stelhandi í málinu byggði á því
að lögreglunni hefði verið öldungis
óheimUt að grípa tU handtökunnar
og skerða þannig tjáningarfrelsi
hans. Engar aðstæður hefðu verið
fyrir hendi sem stefnt gátu öryggi
íslenska ríkisins í hættu. Hann
hefði síðan sætt ólögmætri frelsis-
skerðingu í þrjár og hálfa klukku-
stund - stolt hans sem þegns i lýð-
frjálsu landi hefði beðið stórkostleg-
an hnekki. Hann krafðist 300 þús-
und króna í miskabætur.
í dómi Hjartar O. Aðalsteinssonar
héraðsdómara segir að tjáningar-
frelsi megi aðeins setja skorður með
lögum í þágu aUsherjarreglu eða ör-
yggis ríkisins.
Héraðsdómur komst að þeirri
niðurstöðu að ekki hefði verið upp-
lýst af hálfu lögreglu að Austiu'vöU-
ur hefði veriö girtur af vegna sjón-
varpsútsendingarinnar eða að lagt
hafi verið aö fólki að halda sig
fiarri. Þá hefði heldur ekki verið
sýnt fram á að athafhir mannsins og
félaga hans væm tU þess fallnar að
valda hættu á óspektum.
„Verður því að telja að lögreglu
hafi skort lagaheimUd til handtöku
stefnanda sem nýtti sér stjórnar-
skrárbundinn rétt sinn tU þess að
koma skoðunum sínum á framfæri “
segir í niðurlagi dómsins. -ótt
‘ stuttar fréttir
Andrés Björnsson látinn
Andrés Björnsson, fyrrverandi
j útvarpsstjóri,
jlést aðfaranótt
; 30. desember.
j Andrés fæddist
þann 16. mars
1917 á Krossa-
nesi í Skaga-
j firði. Foreldrar
j hans voru
j Bjöm Bjamason og Ingibjörg Stef-
j anía Ólafsdóttir. Andrés var út-
| varpsstjóri frá 1968 tU 1984.
Fimm íslandsmet
Örn Amarson, sundmaður í SH
í og íþróttamaöur ársins, setti
í fimm íslandsmet á Jólasundmóti
j Sundfelags Hafharfjarðar á mið-
vikudag. Metin vora í 400 m skrið-
sundi, 400 m baksundi, 50 m skrið-
j; sundi, 8x50 m skriðsundi og 10x50
| m skriðsundi.
Morgunblaðiö greindi frá.
Ósýningarhæf mynd
Einar Benediktsson, sendUierra
i og bamabam þjóðskáldsins, hefur
j ser>t Markúsi Emi Antonssyni út-
I varpsstjóra bréf þar sem hann fer
j fram á að þeir sem hafi orðið fyr-
p ir því að minning ættfólks þeirra
| sé gróflega svert verði beðnir af-
j sökunar opinberlega. Einar talar
j meðal annars um Dómsdag sem
Iósýningarhæfa sjónvarpsmynd.
Morgunblaðið greindi frá.
Samstarfsráö aldraðra
Davíð Oddsson forsætisráð-
herra greindi frá því í áramóta-
ávarpi sínu aö á árinu yrði stofti-
að samstarfsráð aldraðra.
Finnbogi forstjóri ÍS
Finnbogi Jónsson, forstjóri
SUdarvinnsl-
unnar í Nes-
kaupstað, verð-
ur næsti for-
stjóri ÍS og tek-
ur við störfum í
mars næstkom-
andi. Finnbogi
tekur við af
Benedikt Sveinssyni. RÚV
greindi frá.
NETsíminn lækkar gjöld
NETsíminn hefur lækkað sím-
gjöld til Bandarikjanna og Kanada
um 16%. Mínútusímtal tU Banda-
rikjanna kostar nú 32 krónur.
Kosningaskrifstofa opnuð
Frjálslyndi flokkurinn hefur
opnað flokksskrifstofu að Hlíða-
smára 10 í Kópavogi. Landsþing
Frjálslynda flokksins verður hald-
ið helgina 23. og 24. janúar.
Tækníval selur Hug
Tæknival hf. hefur selt hlut
sinn í Hug-forritaþróun en fyrir-
tækið átti um 15% í fyrirtækinu.
Salan er hluti af endurskipulagn-
ingu og mun fyrirtækið einbeita
sér að því að selja eigin hugbúnað
og hugbúnaðarlausnir.
Ólafur maður ársins
Hlustendur rásar 2 völdu Ólaf
Ragnar Grímsson mann ársins
1998. í öðru sæti varð Valdimar Jó-
hannesson, í þriðja Kári Stefáns-
son og í því fiórða Ástþór Magnús-
son. Sverrir Hermannsson lenti í
sjöunda sæti en Jóhanna Sigurðar-
1 dóttir í því áttunda.
INýr forstjóri
Friðrik Sophusson er tekinn
við stjórnartaumunum hjá Lands-
virkjun af Halldóri Jónatanssyni.
Fær heiðursverðlaun
í Ólafur Ólafsson, fyrrverandi
j landlæknir,
i hlaut heið-
:j ursverðlaun
2 Ásusjóðs Vís-
e indafélags ís-
lands 1998.
; Hann fékk þau
| fyrir störf sín á
j sviði heilbrigð-
2 ismála og fyrir rannsóknir sínar á
sviði faraldsfræða. Sjóðurinn er
kenndur við Ásu Wright. -sm
I
I
I
(
(
(
(
1
(
<
(
(