Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1999, Blaðsíða 12
12 *! trir 15 árum LAUGARDAGUR 2. JANUAR 1999 ' * ir Fyrsta barn ársins fyrir fimmtán árum: Fær bílprófið snemma árs Fyrir fimmtán árum fór ljós- myndari DV á stúfana þegar vitnað- ist að fyrsta barn ársins væri kom- ið í heiminn. Þetta er árviss við- burður en árið 1983 lá leið ljósmynd- arans til Keflavíkur þar sem hann myndaði stolta móður, Ragnheiði Ragnarsdóttur úr Njarðvík, með ný- fædda 15 marka dóttur sína. Helgar- blaðið ákvað að grennslast fyrir um hvernig mæðgunum hefur reitt af en dóttirin, sem fyrir Fmuntán árum hafði enn ekki fengið nafn, heitir Berglind og er Ólafsdóttir. „Mér var bara sagt að von væri á barninu 1 byrjun janúar, ég fékk aldrei neinn ákveðinn dag sem ég var skráð á. Þetta var eitthvað skrýtið, allir fengu dag nema ég," segir Ragnheiður, móðir fyrsta barns ársins fyrir fimmtán árum, sem enn býr í Njarðvik, þó þar heiti víst Reykjanesbær nú. „Ég veiktist um sex á nýársmorgun og allt gekk svo vel að stelpan kom í heiminn klukkan korter í tíu. um ekkert að spá í að barnið gæti verið fyrsta barn ársins en það var ægileg spenna á sjúkrahús- inu í Keflavík því það voru einmitt tíu ár síðan fýrsta barn ársins hafði fæðst þar en það bjó líka í Njarð- vík." í viðtalinu við Ragnheiði fyrir fimmtán árum kemur fram að fyrir áttu þau hjónin einn dreng og voru að vonum ánægð með stúlkuna. Síðan hafa þau átt þriðja barnið, stúlku sem nú er fimm ára. Uppeldið á Berglindi hefur að sögn gengið ljómandi vel. Hún er í níunda bekk og mamman segir að hana gruni að , ._ dóttirin ,tó\Kuna 100) (wMM1 Mæðgurnar Ragnheiður Ragnarsdóttir og Berglind Ólafsdóttir fimmtán árum eftir fæðinguna. DV-mynd Arnheiður . ^W-" . >; ^^S^-^ viljieftilvill verða arkitekt þegar fram líða stundir. Samt er ekkert víst í þeim efhum og ósennilegt að Berg- lind vilji láta slá því á fast fyrir al- þjóð hvað hún ætlar að gera að ævistarfi sínu. Enn er langur tími til þess að ákveða sig en fyrir öllu er að stúlkunni gengur vel í námi og hún er staðráðin í því að halda áfram í skóla. Berglind man vitaskuld ekkert eftir fréttinni sem birtist fyrir fimmtán árum og þegar DV heyrði í henni hljóðið kom í ljós að henni er engin upphefð í því að hafa verið fyrsta barn ársins 1983. í raun hefur það ekki skipt hana neinu máli í lífmu. Að- spurð um af- mælisdag- inn segir hún að hann hafi bæði sína kosti og galla. Gallarnir eru þeir að afmælið vill, þrátt fyrir góðan vilja, týnast í jóla- og áramótagleði. Það eru líka allir fullir af smákökum og steikum og lítil tilbreyting í því þó að haldin sé afmælisveisla. Ekki hefur hún samt lent í því sem mörg jólabörn kvarta yfir, að slegið sé saman í jóla- og afmælisgjöf ættingj- um til hægðarauka en afmælisbarn- inu til sárra vonbrigða. Kostina seg- ir Berglind vera að gott sé að fá bíl- prófið svo snemma ársins en það má hún taka eftir tvö ár, fyrst allra jafnaldra sinna. -þhs %nm breytingar Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í rjós að á mynd- inni til hægri hefur fimm atrið- um verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafhi þínu og heimilis- fangi. Aö tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegaranna. 1. verðlaun: Akai-útvarpstæki með segulbandi og vekjara frá Sjónvarpsmiðstööinni, Síðumúla 2, að verðmæti kr. 3.990. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og Kólibrísúpan eftir David Parry og Patrick Withrow. Vinningarnir veröa sendir heim. Merklð umslagið með lausnlnni: Finnur þú fmim breytingar? 496 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Finnur þú fimm breytingar? 496 Nei, herra minn. Ég kannast ekki við að landlæknir hafi skilgreint áramótaþynnkuna sem langtímaveikindi. Nafn: Heimili: Vinningshafar fyrir getraun númer 494 eru: 1. verðlaun: 2. verðlaun: Erla Franklínsdóttlr, Sólrún Jónsdóttir, Grýtubakka 16, Arnartanga 47, 109 Reykjavík. 270 MosTellsbæ. METSÖLUBÆKUR BRETLAND SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. John Grisham: The Street Lawyer. 2. Louis de Bernléres: Captains Corelli's Mandolin. 3. Dlck Francls: 10-lb Penalty. 4. Terry Pratchett: Jingo. 5. Danlelle Steel: Ghost. 6. Catherine Cookson: The Lady on My Left. 7. Andy McNab: Remote Control. 8. Robert Goddard: Caught in the Light. 9. Susan Sallls: Come Rain or Shine. 10. Patrlcla Scanlan: City Girí. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Dlckle Blrd: My Autobiography. 2. Blll Bryson: A Walk in the Woods. 3. Frank Mulr: A Kentish Lad. 4. Paul Wllson: The Little Book of Calm. 5. Lillan Too: The Little Book of Feng Shui. 6. Blll Bryson: Notes from a Smatl Island. 7. Frank Mccourt- Angela's Ashes. 8. John Gray: Men Are from Mars, Women Are from Venus. 9. Linehan & Mathews: Craggy Island Parish Magazines. 10. Matt Groening: The Simpson's Guide to Springfield. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: JL Terry Pratchott: Carpe Jugulum. 2. Maeve Blnchy: Tara Road. 3. Robert Harris: Archangel. 4. Patricla Cornwell: Point of Origin. 5. Tom Clancy: Rainbow SiX. 6. Dlck Francis: Field of Thirteen. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. David Attenborough: The Life of Birds. 2. Bill Bryson: Notes from a Big Country. 3. Richard Curtis: Blackadder: The Whole Damn Dynasty. 4. Tony Adams & lan Ridley: Addicted. 5. lan Hislop: The Private Eye Annual 1998. 6. Francis Gay: The Frlendship Book 1999. (Byggt á The Sunday Times) BANDARIKIN SKALDSOGUR - KIUUR: J, Nora Roberts: The Inner Harbour. 2. Billie Utts: Where the Heart Is. 3. Dean Koontz: Fear Nothing. 4. Chris Bohjalin: Midwives. 5. Danlelle Steel: The GhosL 6. Rebecca Wells: Divine Secrets of the Ya-Ya Sisterhood. 7. Tom Clancy & Martln Greenberg: Tom Clancy's Power Plays: Ruthless.com. 8. Charies Frazier: Cold Mountain. 9. Davld Baldaccl: The Winner. 10. Jonathan Kelierman: Survival of the Fittest. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1_ Sebastlan Junger: The Perfect Storm. 2. Monty Roberts: The Man Who Listens to Horses. 3. Jonathan Harr: A Civil Actions. 4. Jon Krakauer: Into Thin Air. 5. Nsync & K.M. Squlres: Nsync: The Official Book. 6. Stanley & Danko: The Millionaire Next Door. 7. Stephen Ambrose: Undaunted Courage, 8. Frances Mayes: Underthe Tuscan Sun. 9. Browne & May: Adventures of a Psychic. 10. Stephen Ambrose: Citizen Soldiers. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Tom Wolfe: A Man in Full. 2. Stephcn Klng: Bag of Bones. 3. Davld Baldaccl: The Simple Truth. 4. Danlelle Steel: Mirror Image. 5. Tom Clancy: Rainbow Six. 6. Barbara Kingsolver: The Poisonwood Bible. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Tom Brokaw: The Greatest Generation. 2. Jennlngs & Brewster: The Century. 3. Mltch Albom: Tuesdays with Morrie. 4. Sontag & Drew: Blind Man's Bluff. 5. Slmon Winchester: The Professor and the Madman. 6. Harold Evans: The American Century. (Byggt á The New York Times).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.