Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1999, Blaðsíða 26
26 Wðtal LAUGARDAGUR 2. JANUAR 1999 Magnús Leópoldsson sér loks fram á að nafn hans verði hreinsað: Var afgreiddur sem morðingi Magnús Leópoldsson sat saklaus í gæsluvarðhaldi í 105 daga. Síðan hefur hann, þrátt fyrir að vera fund- inn saklaus, þurft að berjast gegn fordómum og ranghugmyndum. AU- an tímann hefur hann safnað gögn- um um málið en það er ekki fyrr en nú, 23 árum síðar, að hann sér fram á að nafn hans verði hreinsað. Bar- átta hans hefur orðið til þess að dómsmálaráðherra mun á næstunni leggja fram stjórnarfrumvarp sem gerir rannsókn mögulega á tildrög- um þess að Magnús, þá fram- kvæmdastjóri Klúbbsins vinsæla, dróst inn í Geirfinnsmálið. Maðurinn í Hafnarbúðinni Kvöldið sem allt snýst um í máli Magnúsar er 19. nóvember 1974 þeg- ar Geirfinnur Einarsson hvarf. Þá lýsti vitni í Hafnarbúðinni í Kefla- vik ókunnum manni sem hringdi úr síma á staðnum um hálfellefu um kvöldið. Listakona, þáverandi eigin- kona lögreglumanns, gerði leir- Aldrei heyrt um Geirfinn Þú haföir aldrei heyrt minnst á Geirfinn og þekktir ekki ungmennin fiögur sem bentu á þig. Erþér kunn- ug ástœöa þess að þau bentu á þig? „Ég get í raun ekki svarað þessari spurningu alveg beint. Það er ef- laust dálítið flókið og hluti af því máli sem ég er nú að reyna að fá fram. Það er ljóst ef litið er lengra / apríl 1997 komfram teiknari sem hafói verió beö- inn um aö teikna „manninn í Hafnarbúöinni". Til að styoj- ast viö var honumfengin mynd afMagnúsi Leópolds- syni. Sama mynd var einnig notuö til aö ,/ríska upp á" _______minni vitnis._______ til baka að grunur beinist ekki að saklausu fólki nema að einhver hafi óhreint mjöl í pokahorninu. í ferlinu sem vonandi fer af stað núna fær málið vonandi eðlilega „Það liggur alveg fyrir að ég er saklaus og sumir hafa spurt hvort það sé ekki nóg. Það dugir mér ekki alveg. Mér finnst það eðlileg krafa að ég fái réttláta málsmeðferð og það komi í Ijós hvað raunverulega gerðist. Og það mun koma í Ijós. Það er ekkert sem stoppar það úr þessu." DV-mynd Hilmar Þór mynd, að sagt var eftir lýsingu sjón- arvotta. Þeirri leirmynd svipaði mjög til Magnúsar og sagði hann einhverju sinni í viðtali að sér hefði brugðið þegar hann hafi fyrst séð myndir af styttunni. í april 1997 kom fram teiknari sem hafði verið beðinn um að teikna „manninn 1 Hafnarbúðinni". Til að styðjast við var honum feng- in mynd af Magnúsi Leópoldssyni. Sama mynd var einnig notuð til aö „fríska upp á" minni vitnis í Hafn- arbúðinni. Listakonan hefur neitað því að hafa haft annað en lýsingu sjónarvotta til að styðjast við. meðferð og þá verður væntanlega mörgu svarað." Hvenœr kom nafn þitt fyrst við sögu? „Það er einmitt stóra spurningin sem við erum að fást við núna. Á fyrstu dögum gerði ég mér ekki fulla grein fyrir því hve alvarlegt þetta var. í undirmeðvitundinni var ég samt sem áður viss um að at- burðir sem þessir gætu ekki átt sér stað nema einhverjir hefðu rangt við. Ég vil ekki fullyrða um hvaða hvatir lágu þar að baki. Klúbburinn var vinsæll og þegar vel gengur myndast öfund. Við verðum líka að horfast í augu við það að úti í þjóð- félaginu er fólk sem er ekki heil- brigt; fólk sem kemur orðrómi af stað og er duglegt að „fóðra" menn. Það létu margir plata sig og margir bitu á agnið." Af hverju nafn Magnúsar? Hver heldurðu að hafi orðió afdríf Geirfinns? „Ég veit ekkert um það en held að það sé tímabært að það sé skoðað sérstaklega. Það er eflaust ekki úti- lokað að finna út úr þvi ef það væri gert á vísindalegan hátt." Hefurðu einhverja skoðun á því hvort ungmennin fiógur eru sek eöa saklaus hvað varðar hvarf Geir- finns? „Ég hef verið þeirrar skoðunar að þau hafi hlotið ófullkomna og órétt- mæta málsmeðferð og að það sé mikil ástæða til að kanna þeirra mál. En ég þekki þetta fólk ekkert og yeit ekki hvað þau hafa aðhafst. Ég var í gæsluvarðhaldi á sama tíma og þau og gerði mér grein fyr- ir því að það var eitthvert ófremdar- ástand þar. Það er ljóst að fólk var pint, barið og lamið. Þetta var í alla staði mjög óeðlilegt. Þegar ég horfi á málið í heild sé ég að það þarf að skoða það betur. Ég er sérstakur áhugamaður um hvernig það atvikaðist að þau nefndu nafn mitt. Ég hef skoðað það í yfir 20 ár. Ég er ansi hræddur um að þar sé pottur brotinn og rriálið sé ekki eins og það hefur veriö sett fram." Telurðu að svipuð saga gæti verið á bak við ábendingu þeirra og á bak við gerð Leirfinns? „Ég hef ekki lagt eins mikla áherslu á þetta atriði en, já, ég > er ansi hræddur um að þau hafi verið aðstoðuð." Allt málið illa unnið Yfirbragð „Geirfinnsmála" er líki glæpasögu. Varö spenna málsins til þess aö fólk datt úr tengslum viö raunveruleikann og lenti inn í kvik- mynd? „Ég er ekki frá því. Það fer ekki á milli mála að þetta var vel „fóðrað" og þróunin var þannig að áhrifa- menn drógust inn í leikinn; menn sem réðu fjölmiðlum, menn í opin- bera geiranum og inni á Alþingi. Ef- laust blandaðist pólitik inn í málið. Þetta er mjög flókið og ráðgátan um þetta verður ekki leyst sisona. Það mun hins vegar skýrast ef menn at- huga málið vel. Nú liggja ákveðnar upplýsingar fyrir og ég hef fylgst náið með. Ég hef safnað öllu sem að málinu lýtur og fylgst vel með því sem menn segja, sérstaklega þeir sem komu að málinu á sinum tíma. Menn segja eitt þetta árið og annað hitt. Þegar maður veit að einhver hef- ur rangt við fylgist maður eðli máls- ins samkvæmt vel með. Ég var aldrei sáttur. Það getur enginn ver- ið sáttur við að vera tekinn af lífi mannorðslega séð og láta rústa lif fólks síns eins og ákveðnir aðilar gerðu. Ég er þeirrar skoðunar að þetta mál sé allt mjög illa unniö og sér- stakt verkefni að fara í það aftur." „Það gefur augaleið að menn væru ekki komnir af stað með þetta núna ef ekki lægju fyrir upplýsingar. Menn eru ekki að þessu í gríni. Þetta á eftir að fara í gegnum þingið og ég fer því varlega í að fagna sigri. Þetta er auðvitað mikill áfangi og gjörbreyting hefur orðið á viðhorfi fólks. Menn vilja vera í vinningsliðinu og árið 1976 voru ekki margir í mínu liði. Þeir voru mjög fáir. Núna hefur það snúist við." DV-mynd Hilmar Þór Voru undirheimar í Reykjavík átt- unda áratugaríns? „Ég þekkti enga undirheima. Menn voru eitthvað ringlaðir hvað það varðar. Efiaust hafa einhverjir atburðir átt sér stað en það var ekk- ert i þá veru sem lýst var." Betra að einn sekur sleppi Framganga lögreglunnar benti til þess að nokkur vissa vœri um sekt þina. Hver heldurðu að sé ástœða þess? „Ef farið er aftur til 1976 þegar ég var tekinn fastur runnu fljótlega á menn tvær grimur. Þeir voru komnir í mik- inn vanda. Það var auðvitað mjög alvarlegt mál að loka saklausa menn inni og menn reyndu ýmislegt til að bjarga sínu skinni. Ég held að þeir sem hafi staðið næst málinu hafi fljótt gert sér grein fyrir því að óhreint mjöl V var i poka- horninu. I vikunni sá Mag sinn. Ljósmyndai voru viðstaddir. Heldurðu að allt málið veröi tekið upp að nýju? „Það gefur auga- leið að menn væru ekki komnir af stað með þetta núna ef ekki lægju fyrir upplýsingar Menn eru ekki að þessu í gríni. Þetta á eft- ir að fara í gegnum þingið og ég fer þvi var- lega í að fagna sigri. Þetta er auðvitað mikill áfangi og gjörbreyting hef- ur orðið á viðhorfi fólks Menn vilja vera í vinningslið- inu og árið 1976 voru ekki margir í mínu liði. Þeir voru mjög fáir. Núna hefur það snúist við."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.