Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1999, Blaðsíða 25
I '3~%í- LAUGARDAGUR 2. JANÚAR 1999
\
fréttir
Mafíósinn frá Moskvu
Rússinn Sergej Mikhas hrósaði sigri við komuna til Moskvu eftir að hafa ver-
ið sýknaður í Genf. Mikhas er talinn vera foringi rússnesku Solntsevomafí-
unnar í Moskvu. Símamynd Reuter
„Hjarta mitt er fullt af þakklæti.
Ég elska ykkur, ég elska ykkur, ég
elska ykkur.“ Þetta voru orö
Sergejs Anatolievitchs Mikhailovs,
sem talinn er vera foringi rúss-
nesku Solntsevomafíunnar, þegar
kviðdómur í Genf sýknaði hann nú
í desember vegna ónógra sannana.
Lögreglumenn og saksóknarar í
Sviss voru ekki jafn ánægðir og
Mikhailov yfir sýknudóminum.
Mikhailov, sem kallaður er Mik-
has, hafði setið tvö ár í gæsluvarð-
haldi í Sviss þegar réttarhöld hófust
yfir honum í Genf 30. nóvember.
Sjálfur hélt hann því fram að hann
væri sjálfstæður kaupsýslumaður
sem útvegaði mönnum viðskipta-
sambönd. Saksóknarar fúllyrtu að
Mikhas væri foringi mafiunnar sem
kennd er við Solntsevohverfið í
Moskvu.
Samkvæmt rússnesku lögreglunni
ræður Solntsevomafían yfir þriðj-
ungi viðskipta í Moskvu auk þess
sem hún er í nánu sambandi við
mafiusamtök úti á landsbyggðinni í
Rússlandi.
Réttarhöldin yfir Mikhas þóttu for-
vitnileg fyrir alla sem hafa áhuga á
viðskiptum við Rússa. Meðal þeirra
sem komu fyrir réttinn var kaup-
sýslumaðurinn Alexander
Abramovitch. Að sögn
Abramovitch, sem kviðdómur sá
reyndar einungis á myndbandi,
skiptir ekki máli hvort menn
stunda viðskipti með skó, lækninga-
tæki eða skartgripi í Moskvu. Ailir
verða að greiða mafiunni verndar-
tolla og mútur.
Á fund foringjans
Árið 1993 opnaði Abramovitch
skartgripaverslun ásamt Austurrík-
issmönnum. Austurríkismennirnir
reyndu að bola honum frá með að-
stoð Tanganomafíunnar. Kunningi
Abramovitch gaf honum símanúm-
er sem hann gæti hringt í vildi
hann fá aðstoð. Abramovitch fékk
þá aðstoð sem hann bað um. í
Moskvu eru það greinilega sambönd
eða skúrkar eða vinir en ekki lög-
fræðingar sem leysa deilur þeirra
sem eiga i viðskiptum. í þessu til-
felli voru það félagar í Solntsevoma-
fiunni sem þjörmuðu að Austurrík-
ismönnunum.
Abramovitch var ákaflega þakklát-
ur og fékk stuttu seinna að koma á
fúnd leiðtoga Solntsevomafiunnar,
Sergejs Mikhas.
----^---------------------
Erlent
fréttaljós
„Hann var foringinn. Það lék eng-
inn vafi á því. Það var hann sem tók
ákvarðanirnar," sagði Abramovitch
við yfirheyrslumar í Genf.
Mikhas var vingjarnlegur og
spurði Abramovitch, sem var með
hjartakvilla, hvernig hann hefði
það. „Ég hélt að hann væri björgun-
armaður minn.“ En það var áður en
reikningurinn kom.
Fyrst krafðist Solntsevomafían 30
prósenta af viðskiptagróða
Abramovitch. Síðan hækkaði kraf-
an upp í 40 prósent. Að lokum krafð-
ist mafian ekki bara prósenta af
gróðanum heldur af veltunni. Farið
var að þjarma að Abramovitch og
hann var þvingaður til aö taka
ónauðsynleg lán.
„Ég missti tökin á versluninni
minni. Þegar ég fór að heiman á
morgnana var ég ekki að hugsa um
viðskipti heldur um hvort ég kæm-
ist heim lifandi um kvöldið."
í október 1995 brotnaði
Abramovitch saman. Fyrir sparifé
sitt keypti hann farmiða fyrir sig og
fjölskylduna til Bandaríkjanna. En
mafían lét hann ekki í friði þar og
krafðist greiðslu. Abramovitch telur
að hann hafi á tveggja ára tímabili
greitt mafíunni tvær milljónir doll-
ara.
Abramovitch er meðal fjölmargra
vitna sem Robert Levinson í banda-
rísku alríkislögreglunni, FBI, hefur
yfirheyrt vegna rannsóknar sinnar
á starfsemi rússneskra mafiusam-
taka.
Annað vitni, majórinn Nikolaj Ou-
porov, skýrði fyrir dómstólnum í
Genf frá uppbyggingu Solntsevoma-
fiunnar. Efst er ráð um 20 manna
sem sjá um sameiginlegan sjóð.
Undir þeim eru 20 deildir sem njóta
talsverðs sjálfstæðis. Þær greiða
gjöld í sjóðinn. Undir deildunum 20
er 65 undirdeildir og eru 20 manns í
hverri þeirra. Samtcds eru starfs-
menn Solntsevomafhmnar um 1500.
Ouporov greindi frá því að Solnt-
sevomafian hefði verið stofnuð 1987
í samnefndu úthverfi Moskvu. Mik-
has var sagður vera foringinn.
Hann hafði árið 1984 fengið skil-
orðsbundinn dóm fyrir trygginga-
svik og misst starf sitt í hótelbrans-
anum. Það var þá sem Mikhas hitti
manninn sem nú er sagður vera
hægri hönd hans, Viktor Averine.
Frá 1992 hefur Solntsevomafian sett
það fé sem hún græddi á svindli og
fjárkúgun í lögleg fyrirtæki, að sögn
Ouporovs.
Svissnesk blöð hafa greint frá því
að Mikhas sé vinur borgarstjóra
Moskvu, Iouris Loujkovs, sem tal-
inn er mögulegur eftirmaður Borís
Jeltsíns Rússlandsforseta. Vegna
tengsla sinna við borgarstjórann gat
Mikhas gefið í skyn við svissneska
fyrirtækið SCFI Holding að það
gæti fengið að endurnýja vatns-
leiðslur Moskvuborgar. Annað
mögulegt verkefni, að sögn Mikhas,
var lagning gasleiðslu mill Túrk-
menistans og Úkraínu.
Ekki eru nema nokkrar vikur síð-
an fyrrverandi forsætisráðherra
Úkraínu, Pavlo Lasarenko, var
handtekinn í Sviss. Hann er grunað-
ur um spillingu, um að hafa dregið
að sér opinbert fé og hvítþvegið
svarta peninga. Lasarenko er sagð-
m- hafa hug á að verða forsætisráð-
herra Úkraínu næsta sumar.
Mikhas fékk ekki frið fyrir rúss-
nesku lögreglunni. Hann var hand-
tekinn 1989 vegna fjárkúgunar en.
látinn laus eftir 19 mánaða gæslu-
varðhald. Árið 1993 var hann enn á
ný handtekinn í Moskvu. í þetta
sinn var hann grunaður um aðild á
moröinu á spilavítisforstjóranum
Valeri Vlassov. Mikhas var sleppt
eftir íhlutun háttsetts aðila í innan-
ríkisráðuneytinu.
Flúði frá Rússlandi
1 árslok 1993 hélt Mikhas til Ung-
verjalands þar sem vinur hans Sem-
ion Mogilevitch tók á móti honum.
Talið er að Mogilevitch sé foringi
úkraínsku mafíunnar í Mið-Evrópu.
Mikhas dvaldi á ýmsum stöðum
eftir komu sína til Ungverjalands
áður en hann flutti til Sviss. Hann
var meðal annars um skeið í Vínar-
borg. Hann fékk ísraelskt vegabréf
við sýndarhjónaband auk skilríkja
frá öðrum löndum. í Sviss settist
Mikhas að í bænum Borex skammt
frá Genf. Dætur hans tvær, 13 og 15
ára, voru innritaðar i rándýra
einkaskóla fyrir böm heldri manna
í Evrópu. Mikhas og eiginkona
hans, Ludmilla, eyddu um sem svar-
ar 700 þúsundum íslenskra króna á
mánuði í fatnað og ferðalög.
Svissneska lögreglan hleraði sím-
töl Mikhas stuttu eftir að hann flutti
inn í lúxusvillu sína. „Ég er númer
eitt eða tvö í Solntsevo," á Mikhas
meðal annars að hafa sagt við mann
að nafni Yanets í Grikklandi.
Skömmu seinna var Mikhas hand-
tekinn á flugvellinum í Genf fyrir
rúmum tveimur árum.
Örlög ungs svissnesks lögmanns
uröu hin sömu. Lögmaðurinn, sem
svissnesku blöðin kalla I., er kvænt-
ur rússneskri konu og talar rúss-
nesku. Fyrir rétti greindi I. frá því
að hann hefði orðið verjandi Mik-
has og heimsótt hann nær daglega í
fangelsið, fyrst með öðrum lög-
manni en síðan einn.
„Af mannúðarástæðum“ sam-
þykkti I. að smygla bréfum Mikhas
út úr fangelsinu til ástkonu hans,
Tatjönu, í Moskvu.
„Ég vorkenndi Mikhas. Hann var
þunglyndur í einangruninni," út-
skýrði lögmaðurinn ungi. Bréfa-
sendingamar urðu umfangsmeiri.
Mikhas sendi einnig nánustu sam-
starfsmönnum sínum símbréf og til-
kynningar. Meðal þeirra sem fengu
orðsendingu var rússneskur lög-
maöur sem svissnesk yfirvöld bönn-
uðu að koma inn í landið. Bréfa-
skriftirnir höfðu staðið yfir í eitt ár
áður en svissneska lögreglan hand-
tók lögmanninn unga.
I. sat 10 vikur í gæsluvarðhaldi.
Hann hefur nú skipt um starf. Sviss-
neskir saksóknarar fullyrtu að bréf-
in til Tafjönu væru á dulmáli og að
Mikhas stýrði enn Solntsevomafí-
unni úr fangelsinu.
Um 3 þúsund Rússar búa á Genfar-
svæðinu og þar er rússneskur
banki. Lögregla fjölda Evrópuríkja,
sem reynt hefur að fá sannanir fyr-
ir starfsemi rússneskra mafíusam-
taka, fylgdist spennt með réttarhöld-
unum í Sviss. Það gerði einnig
bandaríska lögreglan. Solntsevomaf-
ían er talin hafa verið í sambandi
við Rússann Vjacheslav Ivankov
sem dæmdur var í 115 mánaða fang-
elsi í New York í fyrra.
Eitt rússnesku lykilvitnanna, sem
saksóknaraembættið í Genf ætlaði
að kalla í vitnastúku, var skotið til
bana í Amsterdam í fyrra.
Sjálfur fullyrti Mikhas fyrir rétti
að hann hefði aldrei heyrt Solnt-
sevomafiunnar getið. Hann kvaðst
vera fómarlamb samsæris keppi-
nauta sinna i viðskiptum.
Byggt á Reuter, Tribune de
Genéve og Jyllands-Posten.
Ef þú þarft að létta á þér
komdu þa til Oauja litla
RÆKTIN
ScltjamanieáL
Góðir hlutir
taka tíma
y
Atta vikua
aðliald.s
nám.skeið
Gauja litla
beíja.sf 4. jan.
0« .stauda til
27. feb. 1999
'S
’Rgykjaaík
Kafnaijirði
Kynningar-
fundur í
Háskólabíói
2. janúar n.k.
kl. 13:00 14:00
jsai
©boo©
^^^þrótta fMHAÐUR
Skráning í síma 561 3434