Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1999, Blaðsíða 15
33 "V LAUGARDAGUR 2. JANÚAR 1999 15 „Þú reykir of mikið, ert of þungur og vöðvarnir nánast farn- ir. Það er dagljóst að þú verður að gera eitthvað í þínum málum áður en verr fer. Ef þú værir hundur lægi leið þín beint til dýralæknisins, aðra leið,“ sagði læknirinn við sjúklinginn sem sat fyrir framan hann, hnípinn undir ræðunni sem gekk út á það að líf hans væri undirlagt af þeirri óhollustu sem hafði veitt honum ómældar unaðsstimdir í gegnum tíðina. Þetta var milli hátiða og öndunarerfiðleikar og hjartslátt- artruflanir höfðu orðið til þess að hann brá sér til læknisins i leit að snöggri lækningu. Tveir pakkar á dag Tipparillo vindlar á góðum stundum en þess á milli 2 pakkar af filterslausum Kamel á dag. Kamelinn var nauðsynlegur til að undirstrika karlmennsku og þor og í auglýsingum sveif yflr vötn- um ímynd hins hrausta kúreka sem lýsti því að hann „hefði geng- ið heila mílu eftir Kamelpakkan- um“. Hvergi var minnst á að kúrekinn hefði orðið móður á göngu sinni sökum stórreykinga. Þá hefur ekkert frést af kúrekan- um góða síðan seint á sjöunda áratugnum þegar auglýsingin var gerð en ætla mátti miðað við öfga- fulla niðurstöðu heimilislæknis- ins að kúrekinn með kamelinn væri nú annaðhvort dauður eða á hæli með súrefniskút viðloðandi. Sjúklingurinn var í þungum þönkum þar sem hann ók heim- leiðis eftir úttektina á heilsufari hans. Hann teygði sig í Kamel- pakkann og tendraði í einni filt- erslausri og andaði djúpt að sér ómenguðum blásýrureyknum. Það hríslaðist um hann sæluhroO- ur en siðan brast á andarteppa þar sem öndunarvegur og limgu gerðu uppreisn gegn reyknum. Hann roðnaði af átökunum við að ná fram hóstanum en síðan losnaði um og hann hóstaði með tilheyrandi sogum þar sem lík- aminn reyndi að gera það sem lömuð bifhárin voru ekki leng- ur fær um. Það var kraftaverki næst að hann skyldi ekki lenda í árekstri þarna á Miklubraut- inni meðan á þessu stóð. Þegar hóstakastið var afstaðið tók hann ákvörðun. Nýtt lif skyldi hefjast á nýju ári. Reykinga- bindindi og almennt heilsuá- tak yrði hér eftir í öndvegi. Hann leit á gula frngur sér, hóstaði aftur og hugsaði með sér hversu notalegt líf tæki við þegar liði á áætlunina um betra líf. Hann ákvað að byrja heilsuátakið þeg- ar fyrir áramótin í vinn- unni þar sem nokkrir áhugamenn um betri heilsu höfðu fundið sam- hljóm og stofnað með sér súpuklúbb fyrr á árinu. Súpuklúbburinn Félagamir höfðu starfað saman undir merkjum súpuklúbbsins í nokkra mánuði og meginþungi starfsins fólst í því að kaupa til skiptis inn birgðir af hinum ýmsu súputegundum í eitt aUsherjar samlag. Félagarnir sem aUir voru óralangt yfir kjörþyngd tóku hin- um nýja farlama félaga fagnandi og formaðurinn, guðfræðingur á sextugsaldri, tók sérstaklega fram að tími væri tUkominn að sneri af viUu síns vegar. Súpuklúbburinn átti sér þegar nokkra sögu og ófá- ar vinnustundir fóru í það að fé- lagarnir skiptust á reynslusögum frá langri ævi miUi þess að þeir sötruðu súpur sínar úr kaffiboU- um. Það vakti nokkra undrun vinnufélaganna að þrátt fyrir heUsuátakið var ekki að merkja að megruninni miðaði neitt að gagni. Reyndar var það tilfinning manna að formaðurinn hefði frek- ar bætt á sig undanfama mánuði en hann þvertók fyrir að nein brögð væra i tafli af sinni hálfu. Það var vani oddvita klúbbsins að endurnýja í súpuskúffunni í há- deginu og fá sér um leið labbitúr tU að styrkja fótvöðvana. í seinni tíð hafði formaðurinn verið meira en fús að leggja út fyrir súpunni og ganga þann spöl sem þurfti út í kjörbúðina. Þegar félagamir buðust tU að fara þá eyddi hann því jafnan og sagði súpumar ódýrar auk þess að göngu- ferðirnar gerðu sér gott. Það hafði því orðið regla að hann færi eftir birgðun um en byði síð- an hinum upp á súpu með sér. Eitt hafði þó vakið tor- samverustundin þar sem hver sötraði sína súpu og muldi hrökk- brauð í þeirri sælu sem fylgdi væntingum um betra heUsufar. Hinn nýi félagi smaU inn í súpu- klúbbinn og þótti hagur sinn vænkast. Góðar fráttir og... Að kveldi dags þegar hann kom heim frá vinnu lýsti hann við- burðum dagsins sem fólust í bæði góðum og slæmum fréttum: „Slæmu fréttirnar eru þær að ég er á grafarbakkanum að mati heimilislæknisins,“ sagði hann með trega við konu sína og böm. Góðu fréttirnar era þær að ég er kominn í megrun og ætla að hefja líkamsrækt. Þá áforma bindindi strax þar sem áramótafUliríinu sleppir. Það eru brostnir á nýir tím- ar,“ sagði hann og blés frá sér Reynir Traustason upp um að honum tækist megran- in. Næstyngsta barnið benti á að hann hefði nokkrum sinnum reynt en án árangurs að neinu marki. „Þú getur þetta aldrei,“ sagði drengurinn við föður sinn. Það þykknaði í honum vegna van- trúar barnsins á það að hann gæti sett sér markmið og staðið við þau. Við skulum nú sjá tU með það hver getur hvað. „Þú vilt kannski koma með mér út að trimma og við skulum sjá hver getur meira,“ sagði hann með þjósti. Drengur- inn tók hann á orðinu og feðgarnir fóru í tilheyr- andi trimmgaUa. Sá eldri velti fyrir sér hvort hann ætti að taka með sér Kamel- pakkann en hætti við þar sem ekki voru vasar á g a 11 a n u m . Hann leit á son sinn sem var á níunda aldursári og sagði best að leggja upp. Þeir s k y 1 d u hlaupa góð- an hring um hverf- ið og e n d a síðan tryggni en það var að sést hafði tU hans með tvo poka úr leiðangrinum en hann vildi ekkert gefa út á seinni pokann annað en það að hann væri að kaupa inn fyrir heimili sitt. Siðan hvolfdi hann úr rétta pokanum með stæl ofan í súpuskúffuna góðu svo aUir mættu sjá að þar væri ekki annað en tómat- súpur, kjúklingasúpur, sveppasúpur og á góðum degi fylgdi hrökkbrauð með: „Þaö er svo gott fyrir meltingarveginn," var viðkvæði hans. Síðan hófst Sést hafði til formannsins með tvo innkaupapoka úr leiðangrinum en hann vildi ekkert gefa út á seinni pokann annað en það að hann væri að kaupa inn fyrir heimili sitt. Síðan hvolfdi hann úr rétta pokanum með stæl ofan í súpuskúffuna góðu svo allir mættu sjá að þar væri ekki annað en tómatsúpur, kjúklingasúpur, sveppasúpur. kamel- r e y k y f i r börnin og konuna sem sátu sem steini lostin undir fréttunum af bágbomu heUsufari húsbóndans og yfirvof- andi endurreisn. Efasemdir komu sama stað. „Þú lætur mig bara vita ef þú þreytist og ég lofa að stinga þig ekki af,“ sagði faðirinn og var góðsemin uppmáluð. Svo hlupu þeir af stað sem áætlun gerði ráð fyrir. Drengurinn fór fram úr honum þegar á fyrstu 50 metranum og síðan dró í sundur með þeim jafnt og þétt. Faðirinn sá út undan sér andlit í eldhús- glugga sem hvarf jafnskjótt. Hann kaUaði á eftir drengnum og bað hann að hinkra aðeins eftir sér. „Ég er eitthvað slæmur í fætin- um,“ bætti hann við, másandi og hvásandi. Drengurinn hægði á sér og þegar faðir hans var kominn á hæla honum bætti hann í hrað- ann og aftur dró.í sundur með þeim. í sömu svifum bar að lög- reglubíl sem ók upp að hlið trimmarans. „Era einhver vanda- mál,“ spurði lögreglumaðurinn . „Af hverju heldur þú það,“ spurði trimmarinn mUli soganna en sá sitt óvænna og skýrði út tengsl sín og drengsins sem leiddi hlaup- ið. „Við fengum nefnUega tilkynn- ingu um að rígfuUorðinn maður væri aö elta bam, að því er talið var í slæmum tUgangi," sagði löggan og lét gott heita og fór. Þeg- ar faðirinn náði heim eftir hlaup- iö mikla var drengurinn löngu kominn og raunar sofhaður uppi í rúmi. Uppnám Það var uppnám í súpuklúbbn- um. Ritarinn kom aö formannin- um úti á svölum að aflokinni súpustund þar sem hann úðaði jöfúum höndum í sig sviðasultu og suðusúkkulaði og drakk kókó- mjólk með. Þarna var um svo aug- ljóst agabrot að ræða að sálfræð- ingurinn sem haldið hafði dagleg- ar hvatningarræður átti engar varnir nema þær að reyna að lág- marka álitshnekkinn sem hann varð fyrir: „Ég sprakk,“ sagði hann þar sem hann stóð útkámaö- ur í framan með súkkulaði í annarri hendi en sviðasultu í hinni. Við fætur hans lá 10-11 innkaupapoki með fleira góðmeti sem ekki féll inn í neina þekkta megranarkúra. Ritarinn kallaði til neyðarfundar í klúbbnum og formaðurinn mátti sætta sig við yfirheyrslu af þriðju gráðu. Á endanum játaði hann brostnum rómi að allar götur frá því tveim- ur vikum eftir stofnun klúbbsins hefði hann lifað tvöföldu lífi sem í einföldu máli mátti skýra með þeim tveimur innkaupapokum sem vakið hóiðu upp spumingar áður. Annar með feitmeti í felum en hinn með megrunarfæði að hætti klúbbsins. Formaðurinn brast i grát og sagði af sér emb- ættinu umsvifalaust en bað um að fá að vera aukafélagi áfram gegn því að vera undir stöðugu eftirliti og lofaði jafnframt að halda sig viö hrökkbrauð og súpu framveg- is. Hinum kranka fjölskyldufööur leist illa á þessa þróun mála inn- an klúbbsins en ákvað þó að halda sínu striki. Hann hljóp á kvöldin en borð- aði hrökkbrauð og súpu á daginn. Um áramótin hætti hann síðan að reykja samkvæmt áætlun og lá næstu dagana í fósturstellingu milli þess að hann nartaði í megr- unarfóðrið og hljóp ásamt synin- um um hverfið án afskipta lög- reglunnar. Þetta var hábölvað puð en markmiðin voru skýr og und- anbragðalaust stefndi hann að betri heilsu. Hann sá fyrir sér Kamelmanninn i hjólastól og með súrefniskút lýsandi því að hann hefði farið mílu eftir Kamelpakk- anum. Það var runninn upp nýr tími og eftir því sem dagarnir liðu dró saman með honum og átta ára baminu á hlaupunum. Bifhárin höfðu tekið við sér eitt af öðra og hann fann þrek og þrótt. Ekki var verra að heimilislæknirinn haföi við skyndiskoðun lýst betra ástandi hans sem kraftaverki og líklega væri ástæðulaust að láta svæfa hann eftir allt saman. Það var runninn upp nýr tími með áramótaheitum sem staðið skyldi við.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.