Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1999, Blaðsíða 29
4 i LAUGARDAGUR 2. JANÚAR 1999 ferðir 33 \. Með neyðarhnapp um hálsmn Höfðaborg í Suður-Afríku hefur mátt þola fækkun ferða- manna undanfarið og ástæðan helst sú að borgin þykir ekki örugg. Fyrir skemmstu létust tveir ferðamenn og 27 slösuð- ust á vinsælum ferðamanna- stað 1 borginni. Nú ætla borg- aryfirvöld að koma upp eftir- litsmyndavélum úti um alla borg og einnig hefur komið til tals að bjóða ferðamönnum að bera hálsfesti sem á er festur neyðarhnappur. Þegar ferða- maðurinn ýtir á hnappinn hringir hjá lögreglu sem hrað- ar sér væntanlega á vettvang. Hvort ferðamönnum hugnast siðastnefndi kosturinn á eftir að koma i ljós. , Feneyjar sökkva inn- an alnar Itölsk þingnemd sem hefur fjallað um vanda Feneyja und- anfarið hefur afturkallað áætl- un upp á rúmlega hundrað milljarða. í áætluninni fólust margháttaðar björgunarað- gerðir til að bjarga borginni frá því að sökkva í sæ. Á fyrra helmingi aldarinnar voru flóð fremur fátíð, aðeins nokkur á ári en nú eru þau ekki undir 80. Breskir flóðasérfræðingar segja að árið 2050 megi reikna með flóðum á degi hverjum og i lok næstu aldar verði borgin að eilífu sokkin í sæ. Hrikaleg lífsreynsla Nýjasta vetrarsportið í Bandaríkjunum er risavaxinn plasthnöttur sem rúmar einn mann. Hnettinum er komið fyr- ir á fjallsbrún þar sem farþeg- inn kemur sér fyrir. Síðan er hann einfaldlega látinn gossa. Mikil eftirsókn er í hnettina og fara sögur af því að niðurferð- in sé engu lík og tala sumir far- þeganna um hrikalega lífs- reynslu. Það er hins vegar ekki mælt með þungri máltíð á und- an því veltingurinn getur orðið óviðráðanlegur. Týnda borgin á sýningu Týnda borgin Petra í Jórdaníu er efhiviður stórrar sýn- ingar sem nýverið var opnuð í Washington í Bandaríkjunum. Jórdanir hafa sett í gang tveggja ára áætlun til þess að fá fleiri ferðamenn til landsins. Týnda borgin Petra hefur verið aðal- aðdráttarafl landsins og þang- að hafa 1,4 milljónir ferða- manna lagt leið sína árlega, Á sýningunni er saga borgarinn- ar rakin í myndum og máli. Þar er einnig að finna fjöl- marga listmuni, bronsstyttur, keramik, olíulampa og margt fleira sem fornleifafræðingar hafa grafið upp. Bandaríkja- menn þekkja;borginni aðallega úr kvikmyndinni vinsælu um Indiana Jones og er sýning- unni ætláð að ýta enn frekar undir áhugann. Þýskaland - hátíðir í anda miðalda og Goethe minnst fótspor riddara og prinsa Þjóðverjar leggja mikla áherslu á að taka vel á móti ferðamönnum og víst er að þetta ár verður engin und- antekning frá því. Þýska ferðamála- ráðið kynnti nýverið nýja ferðabæk- linga fýrir árið 1999 og þar kennir margra grasa. Samband þýskra kastala fagnar aldaraönæU í ár og þess vegna hef- ur ferðamálaráðið útnefnt árið 1999 Ár þýskra kastala. Af því tilefhi verða um það bil 200 kastalar opnir gestum og gangandi. Megináherslan verður lögð á menningu og líf mið- alda. í bæklingnum „í fótspor ridd- ara og prinsa" er stiklað á dag- skránni sem hvert hérað stendur fyrir. Það er von ferðamálaráðsins að ár þýskra kastala fari ekki fram hjá nokkrum ferðamanni. Þýsku kastalarnir eiga sér allir langa og merka sögu sem best er að kynna sér með heimsókn á staðinn. Þá verða fjölmargar kastala- eða mið- aldahátíðir sem ferðamenn geta sótt. Á þessum hátíðum verður lífið á miðöldum í brennidepli. Ferðalanqur- inn Goethe Þótt árið 1999 sé helgað sögu kastala í Þýskalandi verður annarrar merkrar ártíðar minnst. I ár eru nefnilega liðin 250 ár frá því höfuð- skáld Þjóðverja, Jo- hann Wolfgang von Goethe, fæddist í Frankfurt. Margt verður gert til að minnast skáldsins sem sjálfur férðaðist mikið og hafði unun af. í 20 borgum Þýskalands verða viðburðir Goethe til heiðurs; svo sem tónleikar, leiksýn- ingar, upplestrar, ráðstefnur og margt fleira. Goethe ólst upp í Frankfurt og hafði Nú eru 250 ár liðin frá fæðingu þýska skáldsins Goethe. Þess verður minnst með veglegri dagskrá vfða um Þýskaland. Arið 1999 er helgað þýskum köstul- um og verða 200 þeirra opnir gest- um og gangandi þetta árið. alla tíð dálæti á borginni. Á afmæl- isdegi skáldsins þann 28. ágúst verð- ur haldin gríðarmikil hátið um gjörvalla Frankfurt. Hápunktur af- mælisdagsins verður síðan þegar Goethe-verðlaunin verða afhent í Pálskirkjunni um kvöldið. Þýska ferðamálaráðið hefur geflð út sér- stakan bækling, tileinkuðum minn- ingu Goethes og þar má lesa nánar um dagskrárliði hverrar borgar. Ferðamenn eygja því marga möguleika þegar Þýskaland er ann- ars vegar. Fyrir Islendinga verður æ auðveldara að komast til Þýska- lands en Flugleiðir fljúga nú fjórtán sinnum í viku til Hamborgar og í sumar er gert ráð fyrir daglegu flugi til Frankfurt. Þeir sem vflja kynna sér nánar ferðamöguleika í Þýsklandi geta far- ið á slóð þýska ferðamálaráðsins www.germany-tourism.de á Netinu. aþ OshBCosk FltONI BARNAFATAVERSLUN Laugavegi 35, sími 5521033 Hverafold 1-3, sími 567 6511 Brotthvarf Akraborgar breytir engu: Fleiri hópar heim- sækja Skagann DV, Akranesi:______________________________ Mynstur þeirra ferðamanna sem koma til Akraness hefur breyst eftir að Akraborgin hætti að ganga imlli Akra- ness og Reykjavíkur, að sögn Björns S. Lárussonar, markaðs- og atvinnumála- fulltrúa Akraneskaupstaðar. Áður fóm margir ferðalangar í dags- ferðir til Akraness og nýttu sér Akra- borgina. Nú bregður svo við að er- lendu ferðamennirnir koma i hópum með rútum og eru þeir hópar mun fleiri en áður. Minna er um ferðalanga á eigin vegum. „Ástæðan fyrir þessum aukna áhuga hópa er auðvitað sú að hér er margt að skoða og dugar vart dagurinn til. Einnig eru göngin enn þá forvimileg. Ástæðan fyrir fækkun er- lendra ferðamanna á eigin vegum er sú að Akraborgin hafði mikið aðdrátt- arafl og hún siglir ekki lengur. Það sem er hvað ánægjulegast er að hópum íslenskra ferðamanna hefur fjölgað til muna og þar er um að ræða starfs- mannahópa, klúbba og felagasamtök. Mest er umferðin um helgar þegar þrir til fjórir hópar hafa komið sama dag- inn. Við þurfum að einbeita okkur að því að þeir ^em sjá um að taka á móti þessum hóþum, þ.e. söfti, veitingastað- ir og gististaðir, herði enn á samstarfi í kynningarmálum ásamt Akranes- bæ," sagði Björn S. Lárusson í samtali viðD\ -DVÓ Utsolo á hanclhnýttum, austurlenskum gaeðateppum q Grancl Hótel ReykjQvík xto 3fr ot 4? ^ttí v HÓTE^ REYKJAVIK Verðdæmi Stærð Verð áður Nú staðgreitt Pakistan sófaborðastærð Chachun, Afghanistan Balutch, bænamottur ca 25x175-200 196x169 36-42.600 84.900 10-16.200 28.300 52.400 8.900 jOg margt, margt fleira -J Raðgreíðslur töfrateppiár 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.