Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1999, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1999, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 2. JANUAR 1999 Iðtal 31 C Það er auövitaö svo að ef rannsókn sem þessi byrjar vitlaust þá geta mál orðið mjög flókin. Það skiptir miklu máli að það voru allir farnir að rannsaka. Það skiptir verulegu máli þegar þingmenn halda þrum- andi ræðu og nánast sakfella menn í beinni útsendingu. Það gerir það að verkum að lögreglan telur sig eiga tryggara bakland. Auðvitað eiga menn að fá frið til að vinna að slíkum málum og fara varlega í það að taka saklaust fólk úr umferð. Ég held að betra sé að einn og einn sekur sleppi en að far- ið verði út í svona aðgerðir aftur." Styttan gaf tilefni til aö spá í mig og auóvitað fannst mér þaö alltafskrýt- ið. Núna liggjafyrir heil- miklar upplýsingar og ákveðnar staðreyndir sem menn átta sig ekki á. Þetta er grafalvarlegt mál. Það er mjóg alvarlegt að búa til sónnunargögn. Sumir þeirra lögreglumanna sem haröast gengu í aöförinni að þér eru nú hátt settir innan lögreglunnar. Hvaöfinnst þér um þaó? „Auðvitað er ég ósáttur við afdrif þeirra og hef alltaf verið. Ég geri mér grein fyrir því að ekki er auð- velt fyrir þessa menn að þurðast með þetta í farteskinu og þá sér- staklega núna. Ég hafði ekki mörg sóknarfæri til að byrja með og lang- ur tími hefur liðið. Ég er ekki frá því að þessi mál séu farin að hamla þessum mönnum aðeins. Ég hef sýnt mikla þolinmæði en samstaðan hjá þessum mönnum hefur brostið aðeins. Þeir hafa hing- að til, meðvitað eða ómeðvitað, stutt hver annan. Síðan koma auðvitað brestir og menn gefast upp. Þar myndast sóknarfæri fyrir mig. Mál- ið væri ekki komið á þann rekspöl sem nú er ef ekki væri sóknarfæri." Mistökin urðu við upp- haf rannsóknarinnar Þú haföir lengi haft grun um aö mynd af þér heföi verið notuð sem fyrirmynd Leirfinns. „Ég vissi fyrst í stað ekki ná- kvæmlega hvernig þetta var. Ég fékk ákveðnar vísbendingar en síð- an hefur þetta verið að koma fram smám saman. Hafsteinn heitinn Baldvinsson, hæstaréttarlögmaður og réttar- gæslumaður minn, fór fram á það 1978 að tilurð þessarar styttu yrði rannsökuð sérstaklega. Það var gert lítillega en þá var andrúmsloftið þannig að þrátt fyrir að fram kæmu mjög sérkennilegir hlutir sköpuðust engin sóknarfæri. Þjóðfélagið var þannig að það skipti í raun engu hvað maður hafði fram að færa. Ég verð samt að segja að mér fannst þetta ótrúlegt. Styttan gaf til- efni til að spá í mig og auðvitað fannst mér það alltaf skrýtið. Núna liggja fyrir heilmiklar upplýsingar og ákveðnar staðreyndir sem menn átta sig ekki á. Þetta er grafalvar- legt mál. Það er mjög alvarlegt að búa til sönnunargögn." Var um að rœöa samsœri gegn þér? „Ég myndi segja að það væri hægt að orða það þannig." Samsœri hverra? „Það kemur allt fram þeg- ar það verður rannsakað. Það er í þessu pólitík og öfund og það tengist fólki sem var ekki í lagi með. Við vissar kringum- stæður virðist vera hægt að ná upp ákveð- inni stemningu. Það hefur gerst hér áður en ekki á jafn alvarleg- an hátt. Eg er á þessu stigi ekki tilbúinn að nefna nein nöfn. Málið er komið í ákveðinn farveg og það verður að halda áfram. En það þarf ekki að vera mjög mikið inni í málinu til að sjá hvar menn koma til með að drepa niður fæti. Það skiptir máli hvernig svona rann- sókn byrjar og þar eru mistökin." Þar ert þú aö vísa til rannsókn- arinnar í Keflavík? „Já, meðal annars." Aldrei orðið alveg frjáls Hafa þessir atburðir veikt þig meira en styrkt? „Þeir hafa auðvitað styrkt mig meira í seinni tíð en ég var mörg ár að ná mér á strik aftur. Ég hef glímt við mikla fordóma og þetta er ákveðin fótlun af völdum hins opin- bera. Að því leyti hefur þetta veikt Þaö er örugglega erfitt að lifa meö það á samvisk- unni að hafa eyðilagt mann- orð fólks og rústað heilar fjölskyldur. Að mínu mati flokkast þetta undir þaö að slíkir menn séu veikir eða vanþroska. mig og komið í veg fyrir að ég fái sömu möguleika og aðrir í þjóðfé- laginu. Það virðist vera að fólk hafi ver- ið búið að afgreiða mig sem morð- ingja og það er eflaust erfitt að segja skilið við það. Þetta var mikil reynsla. Ég horfi öðruvísi á lífið og velti öðrum hlutum fyrir mér. Ég eltist um mörg ár við þessar aðstæður. Fólk gerir sér ekki grein fyrir þessu og getur ekki sett sig í mín spor." Hefurðu einhvern tímann orðið al- gjörlega frjáls? „í raun? Nei, það verður það enginn eftir slíkar hremm ingar. í mínum huga geng- ur þetta út á að ég er að biðja um rétt- láta máls- ferð og það tók þennan tíma að finna þær. Menn sem eru valdir að slíku athæfi sem þessu reyna auðvitað í lengstu lög að , vernda hver annan. En það Ék er örugglega erfitt að lifa ^ með það á samviskunni að hafa eyðilagt mannorð fólks og rústað heilar fjölskyldur. Að mínu mati flokkast þetta undir það að slíkir menn séu veikir eða vanþroska." Út frá sálar- tetrinu Leirfinnur og merkingin á pappa- kassanum sem hann hefur verið geymdur í. DV-mynd Pjetur meðferð. Eg geri mér grein fyrir því að brotin eru fyrnd og ég er ekki að reyna að ná mér niðri á einum eða neinum. Ég hef verið spurður af hverju ég fer af stað núna. Það helgast af því að ég hef verið á vaktinni allan tím- ann. Ég þurfti ákveðnar upplýsing- ar til að ná fram réttlátri málsmeð- i Magnús Leirfinn í fyrsta yndari og blaðamaður DV ádir. DV-mynd Pjetur Þú hefurfrá byrj- un safnaö óllum gögnum sem varöa þig og Geirfinnsmálið. Hefur máliö ásótt þig? „Þetta hefur auðvitað truflað mig meira og minna en ég hef reynt eins og ég get að einangra þetta. Ég hef alltaf orðið fyrir miklu áreiti frá fólki og mér hefur stöðugt verið haldið við efnið. Það var skást þann tima sem ég var bóndi. En þetta snýst ekki bara um mig heldur líka fjölskyldu j m mína. Þetta 61 hefur haft gífurleg ¦v avíV. • áhrif á hana. Upp á síðkastið hef ég litið þannig á málin að ég tel að þetta verði til þess að menn fari varlegar í mál af þessu tagi. Fólk En þetta snýst ekki bara um mig heldur líka fjölskyldu mína. Þetta hefur haft gífurleg áhrifá hana. Upp á síðkastið hefég litið þannig á málin að ég tel að þetta verði til þess aö menn fari varlegar í mál afþessu tagi. Fólk kœrir sig ékki um yfirgang og þarf að flnnast það vera óruggt. kærir sig ekki um yfirgang og þarf að finnast það vera öruggt. Ég er ekki frá því að mik- il réttarbót hafi orðið. í um- ræðuþætti á eft- ir þætti Sigur- steins Másson- ar um Geir- finnsmálin lögðu menn mikið upp úr því að svona lagað gæti ekki gerst aftur. Það er út af fyrir sig ágætt en dugar ekki eitt og sér fyrir mig." Ertu bitur? „Auðvitað verð ég stund- um ósáttur. Ég hef reynt eins og ég get að fyrirgefa mönnum. Ég hef auðvitað átt glaðar stundir en ég er ósáttur við að hafa ekki fengið eðli- lega málsmeðferð. Ég reyni að vinna úr þessu eins og ég get og hef lagt meiri vinnu í það hin seinni ár. Fyrstu árin reyndi ég meira að vera harður af mér og ýta þessu frá mér. Ég hef skoðað þetta mun meira út frá sálartetrinu. Maður neyðist til að gera það." Ahrifamenn í dómarasæti Nú sér loksfyrir end- ann á baráttu þinni fyrir réttlœti og aö frumvarp sem gerir rannsókn málsins mógulega veröi lagt fram. Hvernig líöur þér eftir að fá slíkt svar frá yfirvöld- um? „Mér líður ágætlega. Mér var hugsað til þess sem fyrrverandi lög- maður minn sagði þar sem ég sat fyrir framan dómsmálaráðherra. Hann sagði að þetta myndi hafast en það myndi taka það langan tíma að ég væri alltaf að hluta til að ræða við sömu mennina. Þó að Þorsteinn Margir háttsettir menn settust í dómarasœti á þessum tíma. Ég hefreynt aö vorkenna þeim og fyrirgefa og hugsað sem svo aö þeir hafi ekki vitað hvaö þeir voru aö gera. hafi ekki verið rannsóknaraðili þá kom hann á vissan hátt að málinu sem ritstjóri Vísis. Þeir sem komu að málinu á sín- um tíma hafa sumir vaxið með kerf- inu og eru margir hverjir komnir til áhrifa og beint og óbeint með puttana í málinu ennþá. Landið er svo lítið að þetta er vandratað. Nú er reyndar að koma upp ný kynslóð sem getur tekið á málinu án þess að hægt sé að halda því fram að hún hafi komið að málinu með einhverj- um hætti. Margir háttsettir menn settust í dómarasæti á þessum tíma. Ég hef reynt að vorkenna þeim og fyrirgefa og hugsað sem svo að þeir hafi ekki vitað hvað þeir voru að gera. Hins vegar þræti ég ekkert fyrir það að mér finnst þessir sömu menn ekki trúverðugir þar sem þeir tala til þjóðarinnar í dag. Ég er ekki frá því að ég fylgist betur með þeim í dag. Það er eins og þeir geri sér ekki grein fyrir því að þeir voru stórir áhrifavaldar í að rústa líf mitt. í þeirra sporum hefði ég eftir slík mistök dregið mig í hlé. En svona er lífið." Meðvindinnífangið Hefurðu aldrei verið nœrri því að gefast upp? „Oft. Ég hef oft hugsað með mér að nú væri best að hætta þessu og spá ekki frekar í málið. Samt hefur það aldrei varað lengi. Mér finnst ég hafa skyldum að gegna og að það þurfi að ijúka þessu. Það er ekkert launungarmál að mynd Sigursteins Mássonar ýtti mjög hressilega við mér. Þegar ég hef orðið fyrir miklu mótlæti hef ég hugsað með mér að ég verði að klára málið vegna þess að hið rétta hefur ekki komið fram. Ég hef ákveðnar skyldur við mitt mál. Ég held líka að kerfið hafi gott af því sem forsætisráðherra kallaði „hundahreinsun". Það leiðir vænt- Það má velta þvífyrir sér hvort þeir megi ekki vera ífriði þótt þeir hafi eyðilagt mitt líf. anlega af sér réttarbót og heldur okkur vakandi. Það er hins vegar sjónarmið að öllum málum verði að ljúka. Bar- átta mín beinist auðvitað að ein- hverjum og þeir eiga fjölskyldur. Það má velta því fyrir sér hvort þeir megi ekki vera í friði þótt þeir hafi eyðilagt mitt líf. Þau rök hafa ekki átt upp á pallborðið hjá mér ennþá þótt það hafi verið nefnt við mig." Hvert er lokatakmarkiö? „Ég hef haft vindinn í fangið og menn hafa ekki tekið mér fagnandi. Þessi barátta er erfið, sérstaklega þegar kerfið var búið að loka á alla möguleika mina. Á bak við barátt- una er mikil vinna og peningar. Það er ekki hægt að kasta til höndum þegar svona er. Ég vil auðvitað fá að vita um til- urð þessarar styttu og það að ég var handtekinn. Það liggur alveg fyrir að ég er saklaus og sumir hafa spurt hvort það sé ekki nóg. Það dugir mér ekki alveg. Mér finnst það eðli- leg krafa að ég fái réttláta málsmeð- ferð og það komi í ljós hvað raun- verulega gerðist. Og það mun koma í ljós. Það er ekkert sem stöðvar það úr þessu." -sm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.