Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1999, Page 27
.... _ ...... ■ . ..... ■ ■ .... .... .... .... . ... .. ..... . .... ..... t . ...... . . - . . .
★ ■* 4-- ,*r
26
vlðtal
LAUGARDAGUR 2. JANUAR 1999
LAUGARDAGUR 2. JANÚAR 1999
* .
- ★
mðtal
x~k*
31
Magnús Leópoldsson sár loks fram á að nafn hans verði hreinsað:
Það er auðvitað svo að ef rannsókn
sem þessi byrjar vitlaust þá geta
mál orðið mjög flókin. Það skiptir
miklu máli að það voru allir famir
að rannsaka. Það skiptir verulegu
máli þegar þingmenn halda þrum-
andi ræðu og nánast sakfella menn
í beinni útsendingu. Það gerir það
að verkum að lögreglan telur sig
eiga tryggara bakland.
Auðvitað eiga menn að fá frið til
að vinna að slíkum málum og fara
varlega í það að taka saklaust fólk
úr umferð. Ég held að betra sé að
einn og einn sekur sleppi en að far-
ið verði út í svona aðgerðir aftur.“
legt mál. Það er mjög alvarlegt að
búa til sönnunargögn."
Var um að rœóa samsœri gegn
þér?
„Ég myndi segja að það væri
hægt að orða það þannig.“
Samsœri hverra?
„Það kemur allt fram þeg-
ar það verðm- rannsakað.
Það er í þessu pólitík og
öfund og það tengist fólki
sem var ekki í lagi með.
Við vissar kringum-
stæður virðist vera
hægt að ná upp ákveð-
inni stemningu. Það
hefur gerst hér áðm-
en ekki á jafn alvarleg-
an hátt. Ég er á þessu
stigi ekki tilbúinn að
nefha nein nöfh. Málið
er komið í ákveðinn farveg
og það verðm að halda
áfram. En það þarf ekki að
vera mjög mikið inni í málinu
til að sjá hvar menn koma til
með að drepa niðm fæti. Það
skiptir máli hvernig svona rann-
sókn byrjar og þar eru mistökin."
Þar ert þú að vísa til rannsókn-
arinnar í Keflavík?
„Já, meðal annars.“
Aldrei orðið alveg frjáls
Hafa þessir atburðir veikt þig
meira en styrkt?
„Þeir hafa auðvitað styrkt mig
meira í seinni tíð en ég var mörg ár
að ná mér á strik aftm. Ég hef glímt
við mikla fordóma og þetta er
ákveðin fótlun af völdum hins opin-
bera. Að því leyti hefm þetta veikt
Þaö er örugglega erfitt
aö lifa meö þaö á samvisk-
unni aö hafa eyöilagt mann-
orö fólks og rústaö heilar
fjölskyldur. Aö mínu mati
flokkast þetta undir þaö
aö slíkir menn séu veikir
eða vanþroska.
mig og komið í veg fyrir að ég fái
sömu möguleika og aðrir í þjóðfé-
laginu.
Það virðist vera að fólk hafi ver-
ið búið að afgreiða mig sem morð-
ingja og það er eflaust erfitt að
segja skilið við það.
Þetta var mikil reynsla. Ég
horfi öðruvísi á lífið og velti
öðrum hlutum fyrir mér. Ég
eltist um mörg ár við þessar
aðstæður. Fólk gerir sér
ekki grein fyrir þessu og
getm ekki sett sig í mín
spor.“
Hefuróu einhvern
tímann oröiö al-
ferð og það tók þennan tíma að
finna þær. Menn sem eru valdir að
slíku athæfi sem þessu reyna
auðvitað í lengstu lög að
vernda hver annan. En það
er örugglega erfitt að lifa
með það á samviskunni að
hafa eyðilagt mannorð
fólks og rústað heilar
fjölskyldur. Að mínu
mati flokkast þetta
undir það að slíkir
menn séu veikir eða
vanþroska."
Út frá sálar-
tetrinu
OP:
’TV'Ö
Hausttv-
worð-
Leirfinnur og merkingin á pappa-
kassanum sem hann hefur verið
geymdur í. DV-mynd Pjetur
meðferð. Eg geri mér grein fyrir því
að brotin eru fymd og ég er ekki að
reyna að ná mér niðri á einum eða
neinum.
Ég hef verið spmður af hverju ég
fer af stað núna. Það helgast af því
að ég hef verið á vaktinni allan tím-
ann. Ég þurfti ákveðnar upplýsing-
ar til að ná fram réttlátri málsmeð-
Þú hefurfrá byrj-
un safnaö öllum
gögnum sem varða
þig og Geirfinnsmálið.
Hefur málið ásótt þig?
„Þetta hefur auðvitað
truflað mig meira og minna
en ég hef reynt eins og ég get
að einangra þetta. Ég hef alltaf
orðið fyrir miklu áreiti frá fólki
og mér hefm stöðugt verið haldið
við efnið. Það var skást þann tíma
sem ég var bóndi.
En þetta
snýst ekki bara
um mig heldur
líka fjölskyldu
mína. Þetta
hefm haft
gífúrleg
áhrif á
hana.
Upp á
síðkastið
hef ég litið
þannig á málin að ég tel
að þetta verði til þess að menn fari
varlegar í mál af þessu tagi. Fólk
gjörlega frjals?
„í raun? Nei,
það verðm það
enginn eftir
slíkar hremm-
ingar.
í mínum
huga geng- £
ur þetta út %
á að ég er
að biðja
um rétt-
láta máls-
En þetta snýst ekki bara um
mig heldur líka fjölskyldu
mína. Þetta hefur haft
gífurleg áhrif á hana.
Upp á síökastiö hef ég litið
þannig á málin aö ég tel aö
þetta veröi til þess að menn
fari varlegar í mál af þessu
tagi. Fólk kærir sig ekki um
yfirgang og þarf aðfinnast
þaö vera öruggt.
kærir sig ekki um yfirgang
og þarf að fínnast það
vera öruggt. Ég er
ekki frá því að mik-
il réttarbót hafi
orðið. í um-
ræðuþætti á eft-
ir þætti Sigm-
steins Másson-
ar um Geir-
finnsmálin
lögðu menn
mikið upp úr
því að svona
lagað gæti ekki
gerst aftm. Það
er út af fyrir sig
ágætt en dugar
ekki eitt og sér
fyrir mig.“
Ertu bitur?
„Auövitað verð ég stund-
um ósáttm. Ég hef reynt eins og
ég get að fyrirgefa mönnum. Ég hef
auðvitað átt glaðar stundir en ég er
ósáttm við að hafa ekki fengið eðli-
lega málsmeðferð. Ég reyni að
vinna úr þessu eins og ég get og hef
lagt meiri vinnu í það hin seinni ár.
Fyrstu árin reyndi ég meira að vera
harður af mér og ýta þessu frá mér.
Ég hef skoðað þetta mun meira út
frá sálartetrinu. Maður neyðist til
að gera það.“
Ahrifamenn í
dómarasæti
Nú sér loks fyrir end-
ann á baráttu þinni
fyrir réttlœti og aö
frumvarp sem gerir
rannsókn málsins
mögulega verði lagt
fram. Hvernig líður
þér eftir aö fá slíkt
svar frá yfirvöld-
um?
„Það liggur alveg fyrir að ég er saklaus og sumir hafa spurt hvort það sé
ekki nóg. Það dugir mér ekki alveg. Mér finnst það eðlileg krafa að ég fái
réttláta málsmeðferð og það komi í Ijós hvað raunverulega gerðist. Og það
mun koma í Ijós. Það er ekkert sem stoppar það úr þessu.“
DV-mynd Hilmar Þór
mynd, að sagt var eftir lýsingu sjón-
arvotta. Þeirri leirmynd svipaði
mjög til Magnúsar og sagði hann
einhverju sinni í viðtali að sér hefði
brugðið þegar hann hafi fyrst séð
myndir af styttunni.
í apríl 1997 kom fram teiknari
sem hafði verið beðinn um að
teikna „manninn í Hafnarbúðinni".
Til að styðjast við var honum feng-
in mynd af Magnúsi Leópoldssyni.
Sama mynd var einnig notuð til að
„fríska upp á“ minni vitnis í Hafn-
arbúðinni. Listakonan hefur neitað
því að hafa haft annað en lýsingu
sjónarvotta til að styðjast við.
meðferð og þá verður væntanlega
mörgu svarað.“
Hvenœr kom nafn þitt fyrst vió
sögu?
„Það er einmitt stóra spumingin
sem við erum að fást við núna. Á
fyrstu dögum gerði ég mér ekki
fulla grein fyrir því hve alvarlegt
þetta var. í undirmeðvitundinni var
ég samt sem áður viss um að at-
burðir sem þessir gætu ekki átt sér
stað nema einhverjir hefðu rangt
við. Ég vil ekki fullyrða um hvaða
hvatir lágu þar að baki. Klúbburinn
var vinsæll og þegar vel gengur
myndast öfund. Við verðum líka að
Styttan gaf tilefni til aö
spá í mig og auövitaö
fannst mér þaö alltaf skrýt-
iö. Núna liggja fyrir heil-
miklar upplýsingar og
ákveönar staöreyndir sem
menn átta sig ekki á. Þetta
er grafalvarlegt mál. Þaö er
mjög alvarlegt aö búa til
sönnunargögn.
Magnús Leópoldsson sat saklaus í
gæsluvarðhaldi í 105 daga. Síðan
hefur hann, þrátt fyrir að vera fund-
inn saklaus, þurft að berjast gegn
fordómum og ranghugmyndum. All-
an tímann hefur hann safnað gögn-
um um málið en það er ekki fyrr en
nú, 23 árum síðar, að hann sér fram
á að nafn hans verði hreinsað. Bar-
átta hans hefur orðið til þess að
dómsmálaráðherra mun á næstunni
leggja fram stjómarfrumvarp sem
gerir rannsókn mögulega á tildrög-
um þess að Magnús, þá fram-
kvæmdastjóri Klúbbsins vinsæla,
dróst inn í Geirfinnsmálið.
Maðurinn í
Hafnarbúðinni
Kvöldið sem allt snýst um í máli
Magnúsar er 19. nóvember 1974 þeg-
ar Geirfinnur Einarsson hvarf. Þá
lýsti vitni í Hafnarbúðinni í Kefla-
vík ókunnum manni sem hringdi úr
síma á staðnum um hálfellefu um
kvöldið. Listakona, þáverandi eigin-
kona lögreglumanns, gerði leir-
Aldrei heyrt um Geirfinn
Þú hafðir aldrei heyrt minnst á
Geirfmn og þekktir ekki ungmennin
fjögur sem bentu á þig. Er þér kunn-
ug ástœöa þess aó þau bentu á þig?
„Ég get í raun ekki svarað þessari
spumingu alveg beint. Það er ef-
laust dálítið flókið og hluti af því
máli sem ég er nú að reyna að fá
fram. Þaö er ljóst ef litið er lengra
í apríl 1997 kom fram
teiknari sem haföi veriö beö-
inn um aö teikna „manninn í
Hafnarbúöinni“. Til aö styðj-
ast viö var honum fengin
mynd af Magnúsi Leópolds-
syni. Sama mynd var einnig
notuö til aö ,Jríska upp á“
minni vitnis.
til baka að gmnur beinist ekki að
saklausu fólki nema að einhver hafi
óhreint mjöl í pokahominu.
í ferlinu sem vonandi fer af stað
núna fær málið vonandi eðlilega
Allt málið illa unnið
Yfirbragð „Geirfinnsmála “ er líkt
glœpasögu. Varð spenna málsins til
þess aö fólk datt úr tengslum vió
raunveruleikann og lenti inn í kvik-
mynd?
„Ég er ekki frá því. Það fer ekki á
milli mála að þetta var vel „fóðrað"
og þróunin var þannig að áhrifa-
menn drógust inn í leikinn; menn
sem réðu fjölmiðlum, menn í opin-
bera geiranum og inni á Alþingi. Ef-
laust blandaðist pólitík inn í málið.
Þetta er mjög flókið og ráðgátan um
þetta verður ekki leyst sisona. Það
mun hins vegar skýrast ef menn at-
huga málið vel.
Nú liggja ákveðnar upplýsingar
fyrir og ég hef fylgst náið með. Ég
hef safnað öllu sem að málinu lýtur
og fylgst vel með því sem menn
segja, sérstaklega þeir sem komu að
málinu á sínum tíma. Menn segja
eitt þetta árið og annað hitt.
Þegar maður veit að einhver hef-
ur rangt við fylgist maður eðli máls-
ins samkvæmt vel með. Ég var
aldrei sáttur. Það getur enginn ver-
ið sáttur við að vera tekinn af lífi
mannorðslega séð og láta rústa líf
fólks síns eins og ákveðnir aðilar
gerðu.
Ég er þeirrar skoðunar að þetta
mál sé allt mjög illa unnið og sér-
stakt verkefni að fara í það aftur."
horfast í augu við það að úti í þjóð-
félaginu er fólk sem er ekki heil-
brigt; fólk sem kemur orðrómi af
stað og er duglegt að „fóðra“ menn.
Það létu margir plata sig og margir
bitu á agnið."
Af hverju nafn
Magnúsar?
Hver helduröu að hafi orðiö afdrif
Geirfinns?
„Ég veit ekkert um það en held að
þaö sé tímabært að það sé skoðað
sérstaklega. Það er eflaust ekki úti-
lokaö að finna út úr því ef það væri
gert á vísindalegan hátt.“
Hefurðu einhverja skoöun á því
hvort ungmennin fjögur eru sek eða
saklaus hvaó varöar hvarf Geir-
finns?
„Ég hef verið þeirrar skoðunar að
þau hafi hlotið ófullkomna og órétt-
mæta málsmeðferð og að það sé
mikil ástæða til að kanna þeirra
mál. En ég þekki þetta fólk ekkert
og veit ekki hvað þau hafa aðhafst.
Ég var í gæsluvarðhaldi á sama
tíma og þau og gerði mér grein fyr-
ir því að það var eitthvert ófremdar-
ástand þar. Það er ljóst að fólk var
pínt, barið og lamið. Þetta var í alla
staði mjög óeðlilegt.
Þegar ég horfi á málið í heild sé
ég að það þarf að skoða það betur.
Ég er sérstakur áhugamaður um
hvernig það atvikaðist að þau
nefndu nafn mitt. Ég hef skoðað það
í yfir 20 ár. Ég er ansi hræddur um
að þar sé pottur brotinn og málið
sé ekki eins og það hefur verið
sett fram.“
Teluröu að svipuð saga gœti
verið á bak viö ábendingu þeirra
og á bak viö gerð Leirfinns?
„Ég hef ekki lagt eins mikla
áherslu á þetta atriði en, já, ég ,
er ansi hræddur um að þau hafi ]
verið aðstoðuð."
„Það gefur augaleið að menn væru ekki komnir af stað með þetta núna ef
ekki lægju fyrir upplýsingar. Menn eru ekki að þessu í gríni. Þetta á eftir að
fara í gegnum þingið og ég fer því varlega í að fagna sigri. Þetta er auðvitað
mikill áfangi og gjörbreyting hefur orðið á viðhorfi fólks. Menn vilja vera í
vinningsliðinu og árið 1976 voru ekki margir í mínu liði. Þeir voru mjög fáir.
Núna hefur það snúist við.“ DV-mynd Hilmar Þór
Sumir þeirra lögreglumanna sem
haröast gengu í aðförinni að þér eru
nú hátt settir innan lögreglunnar.
Hvaö finnst þér um það?
„Auðvitað er ég ósáttur við afdrif
þeirra og hef alltaf verið. Ég geri
mér grein fyrir því að ekki er auð-
velt fyrir þessa menn að þurðast
með þetta í farteskinu og þá sér-
staklega núna. Ég hafði ekki mörg
sóknarfæri til að byrja með og lang-
ur tími hefur liðið. Ég er ekki frá
því að þessi mál séu farin að hamla
þessum mönnum aðeins.
Ég hef sýnt mikla þolinmæði en
samstaðan hjá þessum mönnum
hefur brostið aðeins. Þeir hafa hing-
að til, meðvitað eða ómeðvitað, stutt
hver annan. Síðan koma auðvitað
brestir og menn gefast upp. Þar
myndast sóknarfæri fyrir mig. Mál-
ið væri ekki komið á þann rekspöl
sem nú er ef ekki væri sóknarfæri."
Helduróu
að allt málið
verði tekið upp
aó nýju?
„Það gefur auga-
leið að menn væru
ekki komnir af stað
með þetta núna ef
ekki lægju fyrir
upplýsingar.
Menn eru
ekki að
þessu í
gríni.
Þetta á eft-
ir að fara í
gegnum þingið
og ég fer því var-
lega i að fagna sigri.
Þetta er auðvitað mikill
áfangi og gjörbreyting hef-
ur orðið á viðhorfi fólks.
Menn vilja vera í vinningslið-
inu og árið 1976 voru ekki margir
í minu liði. Þeir voru mjög fáir.
Núna hefur það snúist við.“
Mistökin urðu við upp-
haf rannsóknarinnar
Voru undirheimar í Reykjavík átt-
unda áratugarins?
„Ég þekkti enga undirheima.
Menn voru eitthvað ringlaðir hvað
það varðar. Eflaust hafa einhverjir
atburðir átt sér stað en það var ekk-
ert í þá veru sem
lýst var.“
Betra að einn sekur
sleppi
Framganga lögreglunnar benti til
þess aó nokkur vissa vœri um sekt
þína. Hver helduröu aó sé ástœöa
þess?
„Ef farið er aftur til 1976
þegar ég var tekinn fastur
runnu fljótlega á menn
tvær grímur. Þeir
voru komnir í mik-
inn vanda. Það
var auðvitað
mjög alvarlegt
mál að loka
saklausa
w menn mni og
l menn reyndu
1 ýmislegt til að
bjarga sinu
skinni.
Ég held
■ að þeir
sem hafi
B staðið
næst
málinu
hafi fljótt
gert sér grein
fyrir því að
óhreint mjöl
var í poka-
hominu.
Þú hafðir lengi haft grun um aö
mynd af þér heföi verió notuö sem
fyrirmynd Leirfinns.
„Ég vissi fýrst í stað ekki ná-
kvæmlega hvemig þetta var. Ég
fékk ákveðnar vísbendingar en síð-
an hefur þetta verið að koma fram
smám saman.
Hafsteinn heitinn Baldvinsson,
hæstaréttarlögmaður og réttar-
gæslumaður minn, fór fram á það
1978 að tilurð þessarar styttu yrði
rannsökuð sérstaklega. Það var gert
lítillega en þá var andrúmsloftið
þannig að þrátt fyrir að fram kæmu
mjög sérkennilegir hlutir sköpuðust
engin sóknarfæri. Þjóðfélagið var
þannig að það skipti í raun engu
hvað maður hafði fram að færa.
Ég verð samt að segja að mér
fannst þetta ótrúlegt. Styttan gaf til-
efni til aö spá í mig og auðvitaö
fannst mér það alltaf skrýtið. Núna
liggja fyrir heilmiklar upplýsingar
og ákveðnar staðreyndir sem menn
átta sig ekki á. Þetta er grafalvar-
I vikunni sa Magnús Leirfinn i fyrsta
sinn. Ljósmyndari og blaöamaöur DV
voru viðstaddir. DV-mynd Pjetur
var afgreiddur
sem morðingi
„Mér líður ágætlega. Mér var
hugsað til þess sem fyrrverandi lög-
maður minn sagði þar sem ég sat
fyrir framan dómsmálaráðherra.
Hann sagði að þetta myndi hafast
en það myndi taka það langan tíma
að ég væri alltaf að hluta til að ræða
við sömu mennina. Þó að Þorsteinn
Margir háttsettir menn
settust í dómarasœti á
þessum tíma. Ég hef reynt
að vorkenna þeim og
fyrirgefa og hugsaö sem
svo aö þeir hafi ekki vitaö
hvað þeir voru aö gera.
hafi ekki verið rannsóknaraðili þá
kom hann á vissan hátt að málinu
sem ritstjóri Vísis.
Þeir sem komu að málinu á sín-
um tíma hafa sumir vaxið með kerf-
inu og eru margir hverjir komnir
til áhrifa og beint og óbeint með
puttana í málinu ennþá. Landið er
svo lítið að þetta er vandratað. Nú
er reyndar að koma upp ný kynslóð
sem getur tekið á málinu án þess að
hægt sé að halda því fram að hún
hafi komið að málinu með einhverj-
um hætti.
Margir háttsettir menn settust í
dómarasæti á þessum tíma. Ég hef
reynt að vorkenna þeim og fyrirgefa
og hugsað sem svo að þeir hafi ekki
vitað hvað þeir voru að gera. Hins
vegar þræti ég ekkert fyrir það að
mér finnst þessir sömu menn ekki
trúverðugir þar sem þeir tala til
þjóðarinnar í dag. Ég er ekki frá því
að ég fylgist betur með þeim í dag.
Það er eins og þeir geri sér ekki
grein fyrir þvi að þeir voru stórir
áhrifavaldar í að rústa líf mitt. í
þeirra sporum hefði ég eftir slik
mistök dregið mig i hlé. En svona
er lífið.“
Með vindinn í fangið
Hefurðu aldrei veriö nœrri því aö
gefast upp?
„Oft. Ég hef oft hugsað með mér
að nú væri best að hætta þessu og
spá ekki frekar í málið. Samt hefur
það aldrei varað lengi. Mér finnst
ég hafa skyldum að gegna og að það
þurfi að ljúka þessu. Það er ekkert
launungarmál aö mynd Sigursteins
Mássonar ýtti mjög hressilega við
mér.
Þegar ég hef orðið fyrir miklu
mótlæti hef ég hugsað með mér að
ég verði að klára málið vegna þess
að hið rétta hefur ekki komið fram.
Ég hef ákveðnar skyldur við mitt
mál.
Ég held líka að kerfið hafi gott af
því sem forsætisráðherra kallaði
„hundahreinsun". Það leiðir vænt-
Það má velta því fyrir
sér hvort þeir megi ekki
vera í friöi þótt þeir hafi
eyöilagt mitt líf.
anlega af sér réttarbót og heldur
okkur vakandi.
Það er hins vegar sjónarmið að
öllum málum verði að ljúka. Bar-
átta mín beinist auðvitað að ein-
hverjum og þeir eiga fjölskyldur.
Það má velta því fyrir sér hvort
þeir megi ekki vera í friði þótt þeir
hafi eyðilagt mitt líf. Þau rök hafa
ekki átt upp á pallborðið hjá mér
ennþá þótt það hafi verið nefnt við
mig.“
Hvert er lokatakmarkiö?
„Ég hef haft vindinn í fangið og
menn hafa ekki tekið mér fagnandi.
Þessi barátta er erfið, sérstaklega
þegar kerfið var búið að loka á alla
möguleika mína. Á bak við barátt-
una er mikil vinna og peningar. Það
er ekki hægt að kasta til höndum
þegar svona er.
Ég vil auðvitað fá að vita um til-
urð þessarar styttu og það að ég var
handtekinn. Það liggur alveg fyrir
að ég er saklaus og sumir hafa spurt
hvort það sé ekki nóg. Það dugir
mér ekki alveg. Mér finnst það eðli-
leg krafa að ég fái réttláta málsmeð-
ferð og það komi í ljós hvað raun-
verulega gerðist. Og það mun koma
í ljós. Það er ekkert sem stöðvar það
úr þessu.“ -sm