Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1999, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1999, Blaðsíða 52
Tvcfjald 1. wnriifip jyf'srlú.z'jzi!) á luuyuril'M} FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 LAUGARDAGUR 2. JANUAR 1999 Ingvar Helgason, forstjóri. Brenndust í andliti Tveir drengir voru fluttir á sjúkrahúsið í Keflavík á gamlárs- kvöld eftir að kínverji sprakk rétt ^, hjá þeim við heimahús í Njarðvík. Drengirnir voru að leika sér með flugelda á ellefta tímanum þegar kínverji sprakk í nánd við útikerti þannig að kertavax skvettist á hend- ur þeirra og andlit. Þeir voru fluttir á sjúkrahús þar sem gert var að sár- um þeirra. Þeir hlutu fyrsta stigs þrunasár en fengu að fara heim að aðhlynningu lokinni. -hb Fálkaorðan: Ellefu heiðraðir m Forseti íslands sæmdi í dag ellefu íslendinga heiðursmerkjum hinnar íslensku fálkaorðu. Tveir hlutu stór- riddarakross: Haraldur Ásgeirsson, verkfræðingur í Reykjavik, fyrir rannsóknar- og þróunarstörf i þágu bygginga- iðnaðar, og Ólaf- ur Ólafsson, fyrr- verandi land- læknir, fyrir læknisstörf. V>* Níu hlutu riddarakross: Einar Egilsson, Kópavogi, fyrir fræðslu um náttúru landsins; Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri í Reykjavík, fyrir störf að fræ'ðslu- og skólamálum; dr. Guð- mundur Guðmundsson, verkfræð- ingur á Akranesi, fyrir rannsóknar- og þróunarstörf í þágu sementsiðn- aðar; Helga Ögmundsdóttir, læknir í Reykjavík, fyrir vísindastörf; Ingvar Helgason, forstjóri í Reykjavík, fýrir störf að atvinnu- og líknarmálum; dr. PáU Skúlason, rektor Háskóla ís- lands, fyrir fræðistörf; Sigrún Gísla- dóttir, skólastjóri í Garðabæ, fyrir störf að málefnum grunnskóla; Svan- .j. hildur Hermannsdóttir, skólastjóri Barnaskóla Bárðdæla, fyrir störf að æskulýðs- og menningarmálum í dreifbýli; Þórunn Pálsdóttir, hjúkr- unarforstjóri í Reykjavík, fyrir störf í þágu geðfatlaðra. -sm Vesturlandsvegur: fór út af BUl fór út af Vesturlandsvegi við af- leggjarann þar sem keyrt er til Akra- ness á áttunda timanum í gærmorgun. Mikil hálka var á veginum en nóttina áður hafði gert isingu. Bíllinn rann til á veginum og endaði á steinsteyptum kanti utan vegar. Ökumaður var einn í bílnum og slasaðist ekki en bíllinn er ¦ mikið skemmdur. -hb /fer alfreð ekki á\ l FRIPARINS VEGUM? J r Hin hamingjusömu Óttar Jónsson og Berglind Valberg sem eignuðust fyrsta barn ársins 1999 - um það leyti sem höfuðborgin lék á reiðiskjálfi í öllum sprengingunum laust upp úr miðnætti á gamlárskvöld. Þau létu fara vel um sig með litla drengnum sínum uppi í rúmi á fæðingardeildinni þegar DV kom í heimsókn á nýársdag. DV-mynd Pjetur Fyrsta barn ársins fæddist á fæðingardeild Landspítalans klukkan 00.50: Pabbi á gamlársdag en barnið á nýársdag - foreldrarnir höfðu undirbúið aönæli föðurins á gamlársdag þegar hriðir hófust „Hann var dálítið að flýta sér að koma í heiminn því ég átti ekki að fæða fyrr en 5. janúar. Það munaði reyndar ekki nema tæpri klukku- stund að drengurinn ætti sama af- mælisdag og pabbinn því hann átti afmæli á gamlársdag," sagði Berg- lind Valberg, 25 ára, úr Reykjavík, sem fæddi fyrsta barn ársins 1999 þegar fimmtíu mínútur voru liðnar af árinu. Óttar Jónsson, sendibil- stjóri hjá ístaki og nemi í rafeinda- virkjun, er faðir barnsins. Hann er líka áramótabarn - fæddist klukkan sex, um það leyti sem messað var, á gamlársdag fyrir 26 árum. Óttar og Berglind, sem starfaði hjá Júmbósamlokum áður en hún tók sér barneignarfri, áttu von á sínu fyrsta barni og voru eiginlega að búa sig undir að halda upp á af- mæli hins tilvonandi föður þegar konan fór að fá fæðingarhríðir. „Það var búið að gera ráðstafanir meðal annars með því að kaupa tívolíbombur. Við áttum ekki von á því að eyða gamlárskvöldi á fæðing- ardeildinni," sagði Óttar. „Þetta byrjaði eiginlega ekki af alvöru hjá Berglindi fyrr en klukkan hálfeitt um nóttina. Svo var hún bara búin klukkan tiu mínútur fyrir eitt. Við fréttum síðan um morguninn að þetta væri fyrsta barn ársins," sagði faðirinn sem hélt stoltur á frum- burði sínum, myndarstrák, uppi í -fumi hjá mömmunni. Fjölskyldan hafði sofið nánast í einum faðmi þegar foreldrarnir tóku góðfuslega á móti DV í gær. En var það ekki skrýtin tilfinning að eiga stutt eftir í að eiga barn - þegar allt er á öðrum endanum? „Jú, það var verið að sprengja á fullu. En við reyndum bara að taka sem mest af efni upp á myndband út um gluggann fyrir Berglindi þannig að hún gæti séð þetta síðar," sagði Óttar. „Þegar ég var með sem mestar hríðir varð ég varla vör við þetta - heyrði bara ' smásprengingar. Ég held ég hafi verið að hugsa um eitt- hvað annað. Síðan gekk fæðingin eins og í sögu," sagði Berglind. Drengurinn, sem svipar óneitanlega mjög til föðurins, reyndist vera 13 merkur að þyngd og 49 sentímetra langur. Hann hefur ekki verið nefndur enn þá. -Ótt Veðrið á morgun og mánudag: Norðaustlæg átt í byrjun árs Á morgun og mánudag er gert ráð fyrir norðaustlægri átt. Víða er búist við kalda en stinnings- kaldi eða allhvasst verður á Vestfjörðum. Gert er ráð fyrir rigningu eða slyddu í flestum landshlutum, einkum austan til. Hiti verður yflrleitt á bilinu 0 til 5 stig. Veðrið í dag er á bls. 49. Stórslysa- laus áramót Erill var hjá lögreglu víða um land á gamlárskvöld og aðfaranótt nýársdags og fram undir morgun. Um sex þúsund manns voru saman komin í miðborg Reykjavíkur og annars staðar safnaðist fólk einnig saman í hópum. Hátíðin gekk stór- slysalaust að sögn lögreglu en ölvun var mikil. Tiu ökumenn voru grun- aðir um ölvun við akstur í Reykja- vík og þrir í Kópavogi. Lögreglan í Reykjavík segir fjölda útkaua svip- aðan og um síðustu áramót. Einn flugeldur braut rúðu í Hafharfirði og olli skemmdum og þá var póst- kassi í Garðabæ sprengdur upp. Þar kviknaði í flugeldum á pallbíll sem skemmdist töluvert. Þá var Akur- eyringur búinn með flugeldana og skaut úr haglabyssu upp í heiðskír- an himininn. -hb Framsókn í Reykjavík: Ólafur Örn og Alfreð berjast Blóðugur próf- kjörsslagur er haf- inn í Framsóknar- flokknum í Reykjavík. Hann hófst þegar Alfreð Þorsteinsson borg- arfulltrúi lýsti því yfir að hann gæfi kost á sér í annað ólafur örn Har. sætið gegn Olafi a|dsson alþingis- Erni Haraldssyni maður. alþingismanni. Al- freð Þorsteinsson tilkynnti formlega um þátttöku sína í prófkjörinu skömmu fyrir kl. 17 þann 30. desem- ber og lagði jafh- framt fram inn- tökubeiðni 396 manns í Fram- sóknarfélag Reykjavíkur. Stuðningsmenn Ólafs Arnar Har- aldssonar hafa einnig unnið hörðum höndum undanfarna daga. DV hefur ekki nákvæmar upplýsingar um hversu marga nýja félagsmenn þeir hafa krækt í, en eftir því sem næst verður komist er fjöldinn svipaður. Stuðningsmenn Ólafs Arnar er eink- um að fmna meðal náttúruverndar- sinna og útivistarfólks, en Ólafur gekk sem kunnugt er gegn samþingmanni sínum Páh Péturssyni og barðist gegn hálendiskafla nýju sveitarstjórnarlag- anna. Samkvæmt heimildum DV eru hinir nýju framsóknarmenn Alfreðs að stórum hluta starfsmenn hjá veitu- stofhunum borgarinnar og lögreglu- menn. Það er rakið til þess að veitu- stofnanir keyptu af félagi lögreglu- manna jörðina Hvammsvík í Kjós sem var felaginu þung byrði. -SÁ Alfreð Þorsteins- son borgarfulltrúi. MERKILEGA MERKIVELIN brother PT-22onývéi (slenskir stafir Taska fylgir 8 leturgeröir, 6 stærðir 6, 9, 12,18 mm borðar Prentar (4 linur Aðeins kr. 10.925 Jl Nýbýlavegi 28 Sfmi 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport Maggi -gœði, úrval og gott verð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.