Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1999, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1999, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 2. JANÚAR 1999 47 V lil hamingju með afmælið 3.janúar 85 ára Þorsteinn Ketilsson, Hæðargarði 35, Reykjavík. 75 ára Guðrún Benediktsdóttir, Heiðargerði 55, Reykjavík. 70 ára Eyjólfur Bjamason, Víðivangi 8, Hafnarfirði. Halldóra Hjaltadóttir, Seljavöllum, Hööi. Kristín Brynja Ámadóttir, Rauðagerði 30 B, Reykjavík. Sigurður Jensson, Hraunbæ 83, Reykjavík. Viggó Haraldsson, Víkurbraut 18, Grindavík. Þórunn Gottliebsdóttir, Heiðargerði 16, Vogum. 60 ára Áslaug Torfadóttir, Heiðarbraut 8, Sandgerði. Einar Gíslason, Laufási 1, Garðabæ. 50 ára Ármann Gunnarsson, Amartanga 7, Mosfellsbæ. Friðrik Elvar Yngvason, BarmaMð 4, Akureyri. Guðríður Bima Jónsdóttir, Eyri, Vesturbyggð. Halldóra Böðvarsdóttir, Dalbraut 15, Akranesi. Halldóra Marla Níelsdóttir, Ekrusmára 25, Kópavogi. Kristín Á. Ólafsdóttir, Flókagötu 67, Reykjavík. Ragnar Bjömsson, Efri-Reykjum, MosfeUsbæ. Ragnheiður K. Benediktsdóttir, Grænabakka 7, Bíldudal. Svandís Magnúsdóttir, Skagaseli 11, Reykjavlk. 40 ára Anna María Guðlaugsdóttir, Sunnubraut 6, Keflavík. Ásdis Sól Gunnarsdóttir, Maríubakka 18, Reykjavík. Elín Guðmundsdóttir, Jörfalind 17, Kópavogi. Guðríður I. Sigmjónsdóttir, Vogalandi 2, Reykjavík. Guðrún Matthíasdóttir, Fífuseli 18, Reykjavík. Gunnhildur V. Hlöðversdóttir, Grímshaga 5, Reykjavík. Helgi Hilmarsson, Skaftahlíð 9, Reykjavík. Víglundur Rúnar Pétursson, Birkimel 18, Varmahlíð. ---7---------- {Jrval - 96() síður á ári - foóðleikur og skemmtun semlifírmánuðumog árumsaman ★ ★ Guðmundur Ketilsson Þorsteinn Ketilsson, fyrrv. vatns- kassasmiður, Hæðargarði 35, Reykjavík, verður áttatíu og fimm ára á morgun. Starfsferill Þorsteinn fæddist að Fossi, Hrunamannahreppi, og ólst þar upp. Hann flutti með foreldrum sín- um að Jötu 1935 og vann sem fisk- verkamaður í Keflavík og vinnu- maður í Hrunamannahreppi. Þorsteinn flutti til Reykjavíkur 1940 og starfaði sem vatnskassa- smiður í Blikksmiðjunni Gretti 1940-85. Fjölskylda Þorsteinn kvæntist 29.12. 1945 Guðrúnu Sveinsdóttur, f. 24.7. 1912, húsmóður. Foreldrar Guðrúnar voru Sveinn Sveinsson, bóndi í Dalskoti og Stórumörk í Vestur- Eyjafjallahreppi, og k.h., Guðleif Guðmundsdóttir húsfreyja. Böm Þorsteins og Guðrúnar eru Leifur Dalberg Þorsteinsson, f. 29.4. 1949, líffræðingur, kvæntur Sigríði S. Friðgeirsdóttur og eiga þau tvö böm, Steinunni, f. 1979, og Eymund, f. 1985; Sturla Dalberg Þorsteinsson, f. 15.5. 1951, kennari, kvæntur Ingi- björgu HaraldouL/uiui bókara og eiga þau þrjú böm, Andra Þór, f. 1984, Guðrúnu Ömu, f. 1987, og Baldvin, f. 1989; Ás- hildur Dalberg Þor- steinsdóttir, f. 6.12. 1952, húsmóðir, gift Lúðvík Friðrikssyni verkfræð- ingi og eiga þau þrjú börn, Kristínu Guð- rúnu, f. 1980, Önnu Siggu, f. 1983 og Þor- stein Lúðvík, f. 1987. Albróðir Þorsteins var Guðlaugur Ketils- son, f. 15.12.1912, d. 8.12. 1993, trésmíðameistari í Reykjavík, kvæntur Sigriði Hinriksdóttur kjólameistara. Systkini Þorsteins, sammæðra, era Ketill Ingimarsson, f. 5.12. 1923, jámsmiður; Inga Jóna Ingimars- dóttir, f. 14.11. 1924, húsmóðir í Reykjavik, gift Leifí Eirikssyni og eiga þau tvo syni; Oddbjörg Ingi- marsdóttir, f. 9.19. 1927, húsmóðir á Akranesi, gift Einari Hjartarsyni og eiga þau tvo syni; Kjartan Ingimars- son, f. 31.10. 1932, afgreiðslumaður í Reykjavík, kvæntrn- Jóhönnu Al- bertsdóttur og eiga þau eina dóttir. Foreldrar Þorsteins vora Ketill Guðlaugsson, f. 8.11. 1865, d. 29.12. 1921, bóndi á Fossi í Hrunamannahreppi, og k.h., Margrét Þorsteins- dóttir, fj íO.3. 1884, d. 17.5.1967, húsfreyja. Ætt Ketill var sonur Guð- laugs, b. að Fossi í Hrunamannahreppi, bróður Lýðs, langafa Páls Lýðssonar sem vinnur að gerð ritsins Hranamenn. Guðlaug- ur var sonur Guðmund- ar, hreppstjóri í Skarfa- nesi á Landi, Þorsteinssonar, hrepp- stjóra í Skarfanesi, Halldórssonar, Bjamasonar, ættfóður Víkingslækj- arættar, Halldórssonar. Móðir Guð- laugs var Guðlaug, dóttir Gunnars, hreppstjóra í Hvammi á Landi, Ein- arssonar, hreppstjóra í Hvammi, Jónssonar, Vigfússonar. Móðir Ketils var Sigríður, systir Helga, afa Ólafs Ketilssonar, bif- reiðcirstjóra á Laugarvatni. Sigríður var dóttir Ólafs, hreppstjóra í Skál- holti, Helgasonar, á Grafarbakka í HranamannEihreppi, Einarssonar, lrm. að GaltafeUi í Hrunamanna- hreppi, Ólafssonar. Móðir Sigríðar var Ingiríður Einarsdóttir en hún Þorsteinn Ketilsson. var áður gift Katli Þorgrímssyni í Skálholti og er KetUsnafnið komið þaðan. Margrét var dóttir Þorsteins, b. í Breiðamýrarholti á Stokkseyri, bróður Guðrúnar, langalangömmu Geirs A. Gunnlaugssonar, forstjóra Marels, og Páls Jenssonar prófess- ors. Þorsteinn var sonur Þorsteins, garðyrkjub. í Vatnsdal og Úthlíð í Biskupstungum, bróður Þórunnar, langömmu Ástu Erlingsdóttur grasalæknis og Þuríðar, ömmu Eyj- ólfs Þorleifssonar, langafa Guð- mundar Franklíns Jónssonar, verð- bréfasala í New York. Þorsteinn í Úthlíð var sonur Þorsteins á Hvoli í Mýrdal Þorsteinssonar, hálfbróður Bjama Thorsteinssonar amts- manns, foður Steingríms skálds. Þorsteinn á HvoU var sonur Þor- steins Steingrímssonar í Kerlingar- dal, bróður Jóns eldprests á Prest- bakka á Síðu. Móðir Þorsteins í Út- hlíð var Þórann eldri, dóttir Þor- steins Eyjólfssonar, b. á Vatns- skarðshólum i Mýrdal, forfoður Er- lends Einarssonar, fyrrv. forstjóra SÍS. Þorsteinn verður að heiman á af- mælisdaginn. f Erla Björg Sigurðardóttir Erla Björg Sigurðar- dóttir þjóðfélagsfræðing- ur, búsett í Bergen í Nor- egi, varð fertug í gær, á nýársdag. Starfsferill Erla fæddist í Reykja- vík og ólst upp i Kópa- voginum. Hún lauk stúd- entsprófi frá Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti 1983, BA-prófi í þjóðfé- lagsffæði frá HÍ 1989, stundaði nám í stjóm- sýslufræðum við Háskól- ann í Bergen 1993, stundaði nám í fjölmiðla- og markaðsfræðum við Markeds- og Mediaskolen AS i Bergen 1995, lauk cand. mag.-prófi í þjóðfélagsfræði frá Háskólanum í Bergen 1997 og stundar nú ffamhaldsnám i fé- lagsffæði við Háskól- ann í Bergen. Erla stunaði ýmis störf á árunum 1974-77, starfaði hjá Pósti og síma 1977-79, var starfsmaður á ýmsum deildum Kleppsspítal- ans í Reykjavík, við geðdeild Borgarspítal- ans og sjúkrastöð SÁÁ á árunum 1989-86, var áfengisráðgjafi á stofn- unum SÁÁ 1989-92 og 1994-95, í hlutastarfi við áfangahúsið Dyngjuna og í stjóm áfangahússins 1990-92, starf- aði við áfangahús Reykjavíkurborg- ar fyrir konur i vímuefnavanda 1997 og var ráðgjafi við Sudmanske for- eldre og bamsenter - greiningar- og meðferðarstöð ríkisins fyrir for- eldra í vímuefnavanda og böm þeirra í Bergen 1996-98. Fjölskylda Erla giftist 1981 Herði Þorsteins- syni. Þau skildu 1993. Synir Erlu og Harðar era Daníel Þór, f. 20.3.1974, byggingaverkamað- ur; Guðfinnur Ýmir, f. 29.1. 1988. Systkini Erlu era Bryndís Sigrún, f. 22.8. 1943, svæðanuddari; Ragn- heiður, f. 17.6. 1949, starfsstúlka; Kristín Ámý, f. 15.6.1951; Svanhild- ur, f. 7.12. 1953, bóndi og starfs- stúlka; Lilja, f. 12.7.1960, garðyrkju- fræðingur; Einar, f. 7.7. 1963, fram- kvæmdastjóri; Amþór, f. 9.4. 1966, kjötiðnaðarmaður. Foreldrar Erlu Bjargar: Sigurður Ólafsson, f. 23.11. 1923, d. 2.5. 1998, fyrrv. jámiðnaðarmaður, og ísafold Guðmundsdóttir, f. 14.6. 1925, hús- móðir og fyrrv. starfsstúlka. Ætt Sigurður var sonur Ólafs Einars, verkamanns í Reykjavík, Bjamleifs- sonar, skósmiðs á Sauðárkróki og síðar í Reykjavík, Jónssonar. Móðir Ólafs Einars var Ólafía Magnúsdótt- ir. Móðir Sigurðar var Brandís Ámadóttir, b. í Kollabúðum í Reyk- hólasveit, Gunnlaugssonar, og k.h., Kristínar Hallvarðsdóttur. ísafold er dóttir Guðmundar, skó- smiðs í Reykjavík, Gíslasonar, og Sigrúnar Jónsdóttur. Erla Björg Sigurðardóttir. Gísli Þór Gunnarsson Gísli Þór Gunnarsson rithöfund- ur, Óðinsgötu 21, Reykjavík, varð fertugur á gamlársdag. Starfsferill Gisli fæddist í Champagne í Illin- ois í Bandaríkjunum en ólst upp í Berkley í Kalifomíu í Bandaríkjun- um. Hann lauk verslunarprófi frá VÍ 1977, stúdentsprófi frá VÍ 1980, lauk BA-prófi í sálfræði við Uni- versity og the State of New York 1986 og MA-prófi í sálfræði frá San Francisco State University 1988. Hann sótti ýmis námskeið um yfir- skilvitleg fyrirbrigði og dullestra Edgars Caycee við Association for Research and Enlightenment í Virg- inia Beach í Virginíu 1984, öðlaðist shiatsu og þrýstinuddsréttindi við Acupressure Institute í Berkley í Kalifomíu 1987 og stundaði leiklist- arnámskeið við American Conservatory Theatre ACT í San Francisco 1988. Gísli Þór starfaði á varahlutala- ger íslenska jámblendifélagsins á Grandartanga 1979, stundaði al- menn verkamannastörf hjá Hag- virki við Hrauneyjafossvirkjun 1980, starfaði við Meðferðarheimilið á Vífilsstöðum 1981, vann við eftirlit og jarðvegssýnatöku hjá Lands- virkjun við Sultartangastíflu 1982-83, sá um bókhald og gestamót- töku við Ambassador Hotel í Virg- inia Beach 1984-85, vann við rit- vinnslu og skráningu hljóðbóka- safns við Shared Vision i Berkeley í Kalifomíu 1986, var gæslumaður fatlaðra bama við Burt Children’s Center í Kalifomíu 1987, stundaði þýðingar og ritvinnslu hjá Fjölvaút- gáfunni í Reykjavík 1989-90, stund- aði verslunarstörf í Kalifomíu við The Phoenix Shop 1991 og við Post Ranch Inn 1992-93, var gæslumaður á geðdeild Holistic Community Care í San Francisco 1992, dagskrárgerðarmaður hjá Aðalstöðinni 1994 og stundaði þýðingar og skrif á vegum Trú- badorforlagsins í Reykjavík 1995-96. Auk þess sfrmdaði Gísli Þór sumarvinnu hjá Skógrækt Reykja- víkur, Rafmagnsveit- um ríkisins, viö Tog- araafgreiðsluna og hjá Bæjarútgerð Hafhar- fjarðar. Hann hefur skrifað fjölda greina i blöð og tímarit og samið dagskrárefni fyrir Ríkisútvarpið, Rót og Aðal- stöðina. Fjölskylda Gísli Þór kvæntist 29.12. 1986 Colette Burre, f. 29.6. 1942, tón- skáldi. Hún er dóttir Jos- eph Burre, læknis í Eureka 1 Kalifomíu, og Normu Burre húsmóður. Gísli Þór og Colette skildu 1992. Stjúpdóttir Gísla Þórs er Adriana Richards. Systur Gísla Þórs era Unnur Gunnarsdóttir, f. 2.2. 1957, lögffæðingur í Brússel; Áslaug Gunn- arsdóttir, f. 23.10. 1964, læknir í Osló; Ragnheið- ur Elín Gunnarsdóttir, f. 24.10. 1974, leikari í London. Foreldrar Gísla Þórs: dr Gunnar Sigurðsson, f. 5.4.1932, d. 9.11.1978, byggingarverkfræðingur i Reykjavík, og Helga Ólafsdóttir, f. 5.10. 1934, Iæknaritari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.