Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1999, Blaðsíða 23
jLj'V LAUGARDAGUR 2. JANÚAR 1999
Hvtötal
Það verður eng-
inn hörkuvetur
Hefur Páll Bergþórsson, fyrrum
veðurstofustjóri, virkilega gaman af
því aö spá í veðrið, jafiit í virmurmi
sinni sem og í ffístundum? Er það
einhvers konar köllun?
Páll svarar því til að harrn geti
ekki annað. Að spá í veðrið sé hon-
um irmgróið. Kannski hafi það verið
köllun í upphafi, en nú sé það þó sér-
staklega vani. Og hann er þekktur
fyrir þetta. Að vita ýmislegt um veðr-
ið sem öðrum er huhð. Og Páll viður-
kennir að það sé algengt að fólk
hringi heim til hans og biðji hann að
spá. Þá eru það ef til vill bændur sem
hringja til þess að spyrja hvort þeir
eigi að hleypa seint eða snemma til
ánna. Hvort þeir eigi að láta bera
seint eða snemma að vori.
Páll hefúr það einnig fyrir sið í
upphafi hvers árs að spá fyrir um
veðurlagið á árinu og byggir þá
spána á ýmsum þáttum umhverfís-
ins. Þegar Helgarblað DV hafði sam-
band laust fyrir áramót var Páll treg-
ur til þess að segja nokkuð þar sem
hann er vanur að gera spána í enduð-
um janúar og taka þann mánuð í
reikninginn. Hann segist vera tregari
til þess að spá fýrir um eitt ár heldur
en næstu þrjú til fimm ár. Það sé
betra að spá meðalhitanum á
nokkrum árum, því milli einstakra
ára séu sveiflur. Hann fellst þó á að
spjcilla örlítið um horfumar fyrir
árið, alþýðuspár almennt og reyna að
gefa „loðin og teygjanleg svör“, eins
og hann orðar það sjálfur.
„Ég geri spána eftir rannsóknum
mínum á hitanum í höfunum norður
undan landinu," segir Páll. „Hitinn
hefúr verið góður í haust og sjórinn
er sæmilega hlýr norður fyrir landi
og því litlar líkur á hörkuvetri eða
vori. Hafisinn virðist vera ffekar lít-
ill og sjórinn að sama skapi heldur
mildur. Þetta fer
venjulega sam-
an. Ég er líka
bjartsýnn á
þorskveiði, en
hún fer einnig
eftir sjávarhit-
anum. Góðar
Spámaðurinn strýkur hökuna. Páll Bergþórsson spáir
fyrir um veðurlagið á árinu 1999. DV-mynd Hilmar Þór
Hafísröndin
Svalbaröi
Jan Mayen
ísland
Færeyjar
DV
Á þessu korti frá 20. desember má sjá að hafísinn liggur ekki nálægt landinu.
líkur eru á að
þorski fari að
fjölga við Græn-
land og síðan
þorskgöngur
þaðan sem auka
feiknarlega á
þorskveiðar hjá
okkur.“
Eru hlýindin
af hinu góða, eða
eru þetta gróður-
húsaáhrif og allt
að fara til fjand-
ans? Getur mað-
ur leyft sér að
vera glaður í
góða veðrinu?
„Það eru allar
líkur á að gróð-
urhúsaáhrif séu
orsök hlýind-
anna þessi síð-
ustu fimmtán
eða tuttugu ár.
Síðustu níu eða
tíu ár hér á landi hafa líka verið
sæmilega mild. Fyrir okkur íslend-
inga þýðir það ekkert nema gott. En
það getur vitaskuld haft ýmsar aðrar
afleiðingar. Til dæmis að það hækki
of mikið í sjónum og í löndum sem
eru mjög lágt yfir sjó gæti þetta orð-
ið hættulegt einhvem tíma á næstu
öld.“
Páll er spurður út í nokkrar hald-
góðar heimsendaspár sem gefnar
hafa verið út fyrir nýja árið, frá eigi
ómerkari spámönnum en
Nostradamusi. Páll hefúr enga trú á
slíkum spám og heldur ekki að
heimsendir verði á árinu, alla vega
ekki af veðurfræðilegum orsökum. í
raun segist hann halda að
Nostradamus hefði verið góður
blaðamaður í dag. Þeim þyki ekki
bragð að neinum spám nema þær séu
einhverjar hálfgerðar heimsenda-
spár.
En hvað með alþýðuspár almennt?
„Það er til skemmtileg alþýðuspá
sem er um veturinn eftir nýár. Hún
er á þá leið ef það koma þrisvar sinn-
um norðanrigningar á Breiöafirði og
Vestfjöröum fyrir jól verði mildur
vetur það sem eftir er. Ég held að
þetta hafi gerst núna, m.a. á Þorláks-
messu, þá var í Æðey kl. 6 um morg-
uninn norðanstormur og rigning.
Það er mjög sjaldgæft á þessum árs-
tíma, en bendir til þess að sjórinn
hljóti að vera sæmilega mildur fyrir
norðan. Þess vegna er svolítið að
marka þessa alþýðuspá, þó að yfir-
leitt séu þær heldur haldhtlar."
En hvað með gamimar? Er ekkert
gagn að innyflaspám?
„Nei. Þær em tvenns konar al-
þýðuspámar. Sumar era hreinar bá-
biljur, en aðrar byggjast á reynslu og
það vora þær sem vora notaðar mest
hér áður fyrr. Hinar spámar era að-
allega f bókum. Til dæmis ef það er
eitthvert ákveðið veður á Pálsmessu,
þá ráði það árinu sem á eftir fer. Það
er ekkert nema vitleysa," segir spá-
maðurinn að lokum.
-þhs
Sænski leikarinn Reine Brynjolfsson:
Island býr yfir miklum krafti
Sænski leikarinn Reine Brynjolfs-
son lék meðal annars í mynd Hrafns
Gunnlaugssonar í skugga hrafnsins
og stórmyndunum Jerasalem og
Vesalingunum. Hann var hér á
landi fyrir skömmu við upptökur á
nýjustu mynd Guðnýjar Halldórs-
dóttur, Ungfrain góða og húsið.
Reine kom hér síðast árið 1987
þegar hann var við tökur á í skugga
hrafnsins. Það tók hann ellefu ár að
komast aftur til landsins og nú er
hann með unga dóttur sína með sér.
Þykir honum ísland hafa breyst?
„Það er erfitt að segja. Ég hef
mikið verið úti á landi við tökur. En
mér sýnist Reykjavík hafa breyst
nokkuö á þessum árum og stækkað
mikið.“
í skugga hrafnsins var sænsk-ís-
lensk framleiðsla og því var Reine
valinn til starfans.
um sem hann hefur unnið við hér á
landi?
„Nei, ég læri línumar mfnar og
skil það sem ég segi. Ég hef samt
aldrei lært tungumálið.“
Það var ekki mikill tfmi sem
Reine hafði til að skoða sig um í
þetta skiptið, aðeins einn dagur og
ekki bætti úr skák að dagurinn var
einn sá stysti á árinu. Feðginin ætl-
uðu samt að nota þann skamma
tíma til að fara í Bláa lónið og skella
sér á hestbak.
„íslensku hestamir era stórkost-
legir.“
Reine er mjög ánægður með sam-
starfið við íslenskt kvikmyndafólk
og hrósar því fyrir fagmennsku og
gæði.
„Sumir leikaramir vora líka f
myndinni hans Hrafns og það er
mjög gaman að hitta þá aftur. ís-
lendingar eiga marga góða leikara.
Það fékk mjög á
mig þegar Helgi
Skúlason dó. Ég
bar mikla virð-
ingu fyrir hon-
um, bæöi sem
manni og leik-
ara.“
Jafnvígur
á svið og
mynd
Reine er jcifn-
vígrn- á sviðið
og kvikmyndina
og er um þessar
mundir að leika
í farsa í Kon-
unglega leikhús-
inu í Stokk-
Lærir lín-
urnar
en kann
ekki ís-
lensku
Eins og áður
segir er Reine
sænskur en
hann hefur leik-
ið mikið í kvik-
myndum utan
heimalandsins.
Skyldi hann hafa
lært einhverja
íslensku á þeim
tveimur mynd-
Úr Vesalingunum.
Reine Brynjolfsson leikur f nýrri mynd Guðnýjar Hall-
dórsdóttur. Frægustu hlutverk hans eru líkast til í mynd-
um Bille August: Jerúsalem og Vesalingunum.
DV-mynd Hari
hólmi. Hann er
líka aö æfa ein-
leik sem gerist í
fangelsi og verð-
ur verkið sýnt í
fangelsi í Stokk-
hólmi. Leikstjóri og höfundur
verksins er hinn þekkti leikstjóri
Lars Norén. En hvort þykir honum
meira heillandi, sviðið eða kvik-
myndin?
„Það er spumingin," segir hann
kíminn. „En svarið er að ég vil fást
við hvort tveggja."
Reine hefur leikið í tveimur stór-
myndum Bille August, Jerúsalem
og Vesalingunum, en í þeirri síðar-
nefndu fer enginn annar en Liam
Neeson með aðalhlutverk.
„Við náðum strax að mynda góð
tengsl," segir Reine um Liam. „Mér
líkar mjög vel við hann. Hann er
mjög reyndur í kvikmyndaleik og
það er lærdómsríkt að fá að starfa
með slíkum mönnum. Hér á Norð-
urlöndunum verða leikarar að vera
bæði á sviði og í kvikmyndum.“
Reine ætlar ekki að flytja til
Hollywood. Hann segir að það hafi
verið mjög gaman að leika f Vesal-
ingunum en það verði að koma í
ljós hvað framtíðin ber í skauti sér.
Frábær saga
Reine leikur Hans búðareiganda í
mynd Guðnýjar Halldórsdóttur,
Ungfrúin góða og húsið, sem gerð er
eftir sögu Halldórs Laxness. Reine
segir aö hann hafi tekið hlutverkið
að sér þar sem honum hafi litist
mjög vel á söguna, í raun þótt hún
stórkostleg. Hann hefúr ekki lesið
mikið eftir Halldór Laxness en seg-
ir að löngunin til þess sé sterk
núna.
Tilfmningar Reine til íslands era
mjög sterkar og hann segist alltaf
hafa langað að koma aftur eftir að
hafa leikið í mynd Hrafns Gunn-
laugssonar.
„Landið býr yfir miklum krafti.“
Þrátt fýrir nafn sem gæti verið ís-
lenskt segir Reine að hann hafi ekki
fundið neina íslenska forfeður.
-sm