Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1999, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJTJDAGUR 5. JANÚAR 1999 Fréttir Fjölmargir landsmenn hefja viðbótarllfeyrissparnað: Milljarðar í nýja sjóði Alls eru rúmir 5 milljarðar króna í pottinum Um fátt er meira rætt á vinnu- stöðum fyrstu daga ársins en við- bótarlífeyrissparnað sem bankar og fjármálastofnanir auglýsa ákaft um þessar mundir. Stjórnvöld og fjármálafyrirtæki hvetja til aukins spamaðar abnennings og leggja til 2% frádrag af brúttólaunum sem renni til viðbótar lífeyrisspamaðar sem svo er kallaður. Sparnaðurinn getur þó verið minni eða meiri. Vinnuveitendum er gert að greiða 0,2% ofan á þá inngreiðslu. Hér er verið að tala um 5-5,5 milljarða ár- legan sparnað þjóðarinnar ef cillir taka þátt. Kristján Guðmundsson hjá markaðsdeild Landsbanka íslands sagði í gær að hugmyndum um aukinn sparnað væri greinilega vel tekið af þorra fólks strax í upp- hafi. Fjölmargir létu skrá sig sem þátttakendur hjá bankanum og hjá Landsbréfum. Hjá öðrum söluaðil- um mun svipaða sögu að segja. „Þetta er þjónusta sem við kom- um með i kjölfarið á breytingum á lögum um lífeyrisspamað þar sem svo er kveðið á um að einstakling- ar geti með frjálsum viðbótar- sparnaði nýtt sér fleiri möguleika heldur en áður hafa staðið til boða. Fram til þessa hefur lífeyrisspam- aður verið í varðveislu sameignar- lífeyrissjóða og svo aftur séreign- arlífeyrissjóða. Nú geta fleiri aðil- ar komið inn á þennan markað og boðið upp á að taka við frjálsum viðbótarsparnaði upp á 2,2%,“ sagði Kristján. Mismunandi áhætta Einstaklingar geta valið um mis- munandi leiðir, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum og hversu mikla áhættu menn vilja taka. Menn geta til dæmis fest fé sitt í innlendum eða erlendum bréfum. Landsbréf bjóða fjárvörslureikninga og þar er hægt að velja um þrjá mis- munandi verðbréfasjóði sem er stýrt af Landsbréfum en em reknir af fyrirtæki Landsbankans í Guemsey á Ermarsundi. Arður líf- eyrisþega byggist á því hvemig til tekst. Vinnuveitendur greiða 0,2% á móti 2% spamaði launþeganna. Það er samkvæmt ákvörðun stjómvalda og kom þannig til að þessi greiðsla kemur á móti niðurfellingu á trygg- ingagjaldi á síðasta ári. Gömlu sameignarsjóðimir, sem þorri landsmanna hefur lagt fé til, hafa reynst skammta naumt til líf- eyrisþega og tæplega nóg til að framfleyta fólki þannig að það lifi með reisn. Séreignalífeyrissjóðir hafa því náð sér á strik á síðustu ámm og náð vinsældum. Núna ger- ist það að allir verða skyldaðir með lögum til að greiða minnst 10% í líf- eyrissjóð, meðcd annars sjálfstæðir atvinnurekendur. -JBP Frá Raufarhöfn þar sem íbúum hefur fjölgað að undanförnu. Fólksfjölgun á Raufarhöfn íbúar á Raufar- höfn sam- kvæmt tölum Gunnlaugur A. Júlíusson: „Við erum ánægðir með fólksfjölgun hér.“ Hagstofunnar en 1. desember sl. vom íbúar 415 og höfðu þá ekki ver- ið jafnmargir í ríflega áratug. Gunn- laugur sveitarstjóri segir atvinnuá- stand hafa verið gott á Raufarhöfh og þar vom t.d. fjórðu hæstu út- svarstekjur á landinu árið 1997. „Hingað hafa fleiri flutt en héðan hafa farið og því fognum við auðvit- að,“ segir Gunnlaugur. -gk DV, Akureyri: Fólksfjöldi fór hér á síðasta ári í fyrsta skipti í tíu ár yfir 400 sem við erum skiljanlega ánægðir með,“ segir Gunnlaugur A. Júlíusson, sveitarstjóri á Raufarhöfn, en Rauf- arhöfn var einn fárra staða á lands- byggðinni þar sem fólksfjölgun varð á síðasta ári. Þann 1. desember 1997 voru 386 Akranes: Halli á sjúkra- húsinu DV, Akrajiesi: Á fúndi stjómar Sjúkrahúss Akraness og heilsugæslustöðvar á dögunum var farið yfir rekstraryfir- lit SHA fyrir tímabilið janúar til ágúst 1998. Rekstrarhalli það tíma- bil var 10,8 milljónir króna eða 2,6%. Til samanburðar var rekstrar- halli fyrir sama tímabU árið 1997 samtals 8,1 milljón króna. Hallann á starfseminni í ár má helst rekja til nokkurra atriða. Má þar nefna hækkun á hlutdeiid SHA í eftirlaunum sem em nú 3,4 millj- ónir króna. Hækkun milli ára er 1,6 milljónir króna. Einnig lífeyris- greiðslna, vegna breytinga á A- og B- deildum lífeyrissjóðs ríkisstarfs- manna umfram launabætur er 2,8 milljónir króna. Breytingar á fyrir- komulagi launagreiðslna til heilsu- gæslulækna, kostnaöaraukning um 5 miUjónir króna. Launabætur hafa ekki borist og skil á virðisauka- skatti af virðisaukaskattsskyldri starfsemi til ríkissjóös er 2,9 millj- ónir króna án þess að gert hafi ver- ið ráð fyrir því. -DVÓ Svavar nennir ekki lengur var orðið alveg sama þótt Svavar sitji á þingi, enda gerði hann engum mein og hjálpaði frekar til að Davíð fengi fylgi meðan hann sat á þingi. En nú var svo komið að Davíð var alveg sama þótt Svavar sæti á þingi og af honum stafaði eng- in hætta og stuðningsmönnum Svavars stóð al- veg ásamt hvort hann hætti og flokkurinn hans var ekki til lengur og menn voru jafnvel famir að spyrja til hvers Svavar sæti enn á þingi og þetta var orðin spuming um það hvort einhver tæki eftir því hvort Svavar sæti á þingi. Þá var betra fyrir Svavar að halda blaða- mannafund og tilkynna að hann væri hættur áður en að menn hefðu alveg gleymt því að hann sæti enn á þingi. Og áður en að nokkur tæki eft- ir því að hann væri ekki lengur í framboði eöa áður en það kæmi í ljós að hann kæmist hvergi í framboð. Hvað Svavar ætlar að fara að gera? Það er al- veg óljóst, eins og jafnan gildir mn þá mektar- menn sem hætta á þingi, hvað þá ef þeir eru fyrr- verandi ráðherrar. Það liggur ekkert fyrir um það hjá Svavari frekar en hjá Friðriki eða Guð- mundi Bjamasyni eða Þorsteini Pálssyni, sem allir ákváðu að hætta án þess að hafa hugmynd um hvað tæki við. Svavar vill ekki vera minni maður. Hann verð- ur atvinnulaus eins og allir hinir, alveg þangað til það kemur honum sjáifum gjörsamlega á óvart að hann verði ráðinn í þægilegt starf, sem hann hefur ekki haft hugmynd um. Dagfari Ekki er maður hissa þótt Svavar vilji hætta í þinginu. Það er ekkert fútt í þessu lengur. Sov- ét fallið og gamla hug- sjónin farin veg allrar veraldar. Þjóðviljinn er löngu farinn og það er meira að segja búið að leggja flokkinn hans nið- ur og gömlu félagamir búnir að stofna nýjan flokk til höfuðs Samfylk- ingunni, sem Svavar hefúr stutt í orði en aldrei á borði. Og nú vilja þeir hann ekki lengur í framboð og kjósendur vilja hann ekki í framboð lengur. í raun og veru er Svavar orðinn einn eftir á þingi í sínum gamla flokki, því hinir fáu sem eftir era og era ekki nú þegar gengnir í Framsókn eða á mála hjá krötunum eru einskisnýtir og kunna lítið að meta byltingar- hæfileika Svavars Gestssonar. Ekki það að Svavar sé byltingarmaður lengur. Jafnvel þótt hann hafi reynt á stundum aö byrsta sig og bjóða íhaldinu birginn, er þetta vonlaus barátta og í rauninni hefur hann fyrh- löngu dag- að uppi sem náttröll í heimi þeirrar nýfrjáls- hyggju sem nú ríður húsum í alþingi. Satt að segja hafði Svavar hugsað sér að hætta fyrir löngu. En hann hefur verið að bíða eftir því að Davíð byði honum jobb til að losna við hann, af því að Svavar hefur hcddið að Davíð vildi losna við hann og hefur ekki áttað sig á þvi að Davíð Stuttar fréttir i>v Hitaveíta Suðumesja Allt bendir til þess að í september geti Hitaveita Suðumesja bætt 30 megavatta afli inn á raforkukerfi landsmanna með nýrri gufúaflsvirkj- un sinni. Forsenda virkjunarleyfis er samningur sem Hitaveitan gerði við Landsvirkjun um áramótin. Ríkisút- varpið greindi fiá. Nýr upplýsingavefur Geir H. Haarde fjái'málaráöherra opnaði nýlega upp- lýsingavef á Netinu. Á vefsíðunni má finna allar helstu upplýsingar um skattamál, s.s. um skattareglur, eftirlit, skattskil og framtöl einstaklinga, fyrirtækja og sjóða. Morgunblaðið greindi fiá. Syntu nýárssund Fiórir lögreglumenn syntu nýárs- sund og stefiia að því að það verði ár- legur viðburður héðan í fiá. Þeir syntu í Nauthólsvík og var sjávarhiti mínus ein gráða. Moigunblaðið greindi ffá Grísabær stærstur Stærsti svinasláturleyfishafi lands- ins varð til um áramótin þegar félög- in Grisaból og Þríhymingur stofnuöu hlutafélagið Grísabæ. Nýja hlutafélag- ið hefur tekið á leigu sláturhús Grisa- bóls að Eirhöfða í Reykjavík og hyggst slátra þar um 20.000 svínum á ári. Um er að ræða um 40% af árlegri svína- kjötsframleiðslu á landinu. Ríkisút- varpið greindi frá. Vill samstarf Finnbogi Jóns- son, sem ráðinn hef- ur verið forstjóri ís- lenskra sjávaraf- urða, telur æskilegt að auka samstarf Söiumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og íslenskra sjávarafúrða á einstökum sviðum og mörkuðum. Finnbogi hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Síldar- vimislunnar hf. í Neskaupstaö frá 1986. Morgunblaöið greindi frá. Hlaut námsstyrk Árleg úthlutun úr minningarsjóði Karls. J. Sighvatssonar fór nýlega fram og hlaut Agnar Már Magnússon náms- styrkinn að þessu sinni. Minningar- sjóðurinn hefur undanfarin ár styrkt unga tónlistarmenn í orgel- og kirkju- tónlistamámi eða hljómborðsleik. Styrksupphæðin hækkaði að þessu sinni úr 200.000 krónum í 250.000 krón- ur. Morgunblaðið greindi fiá. Vilja ná samkomulagi Á þessu ári ætla þjóðir sem stunda veiðar á kolmunna og makríl að reyna að komast að samkomulagi um heildarkvóta á þessum stofnum. Báðir stofnamfr em taldir ofveiddir. Is- lenskir útvegsmenn em andvígir þvi að þjóðir við Noröur-Atlantshaf ákveði heildarkvóta á þessum fiskteg- undum. Sjónvarpið sagði frá. Norðlingaölduveita Ekki er gert ráð fyrir miðlun vatns úr Norðlingaölduveitu, syðst í Þjórs- árverum, í nýrri skýrslu um mat á umhverfisáhrifúm Vatnsfellsvirkjun- ar, milli Þórisvatns og Krókslóns. Að öðm leyti er ekki gert ráð fýrir mikl- um breytingum. Þó verður afl virkj- unarinnar ekki meira en 110 megavött í stað 140 vegna minni vatnsmiðlunar. Ríkisútvarpið greindi ffá. Fjölgar í Framsókn Skráðum ffam- sóknarmönnum í Reykjavík fjölgaði um meira en 1.000 í desember. Fiölgunin tengist því að próf- kjör verður haldið um miðjan mánuðinn. son ráðherra stefiiir á fyrsta sætið. Ríkisútvarpið greindi fiá. Metár í viðskiptum Heildarviðskipti á Verðbréfaþingi fslands námu rúmmn 301 milljarði króna í fyrra og vom þau mestu á einu ári í sögu þingsins, nærri því 60% meiri en á árinu 1997. Árið var metár í flestum viðskiptum. Mestu viðskipti á einum degi urðu 15. októ- ber, 4,5 miiljarðar króna, og mestu viðskipti í einum mánuði urðu í mars, 42,6 milljafðar. Morgunblaðið greindi frá. -SJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.