Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1999, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1999, Qupperneq 8
Útlönd Bandaríkjamenn fagna sameiginlegri mynt ESB: Ottast ekki að dollara verði velt úr hásætinu Bandarísk stjórnvöld lýstu í gær ánægju sinni meö nýju sam- eiginlegu mynt Evrópusambands- ins og gerðu um leið lítið úr ótta sumra um að evran gæti velt doll- aranum úr sessi sem eftirsóttasti gjaldmiðill heimsins. „Við fögnum tilkomu evrunnar, sögulegu skrefi sem ellefu þjóðir í Evrópu hafa tekið í átt til frekara efnahags- og myntsamstarfs," sagði Bill Clinton Bandaríkjafor- seti i yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. „Sterk Evrópa þar sem stöðug- leikinn ríkir, með opnum mörk- uðum og góðum hagvexti, er til hagsbóta fyrir Ameríku og fyrir heiminn," sagði Bandaríkjaforseti enn fremur. Evrunni var vel tekið á fjár- málamörkuðum í gær, á fyrsta degi viðskipta með hana. Henni tókst að lokka fjárfesta frá doll- Efnt var til mikils fagnaðar í kauphöllinni í París í gærkvöld til aö fagna tilkomu evrunnar, sameiginlegrar myntar 11 ESB-landa. Myndum af tákni hinnar nýju myntar var varpað á veggi kauphallarinnar af því tilefni. arnum og lækkaði gengi hans gagnvart japanska jeninu. Evran gaf þó eitthvað eftir undir lok við- skipta í New York. Jacques Santer, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, sagði í gær að hann heföi mikla trú á þvi að evran mundi keppa við dollarann og jen- ið sem helsti gjaldmiðiU heims- ins. Löndin eUefu sem tóku upp evr- una, Austurríki, Belgía, Finnland, Frakkland, Þýskaland, írland, Ítalía, Lúxemborg, HoUand, Portúgal og Spánn, eru nú orðin efhahagsveldi sem er næstum því jafnöflugt Bandaríkjunum. Hlutabréf í Þýskalandi, Frakk- landi, á Ítalíu og Spáni hækkuðu um að minnsta kosti fimm pró- sent vegna væntinga manna um að evran muni efla hagvöxt og auka veldsæld í löndunum eUefu. ESB rekur gagn- rýninn endur- skoðanda Embættismanni framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins, ESB, hefur verið vikið tímabund- ið úr starfi í kjölfar skýrslu hans til Evrópuþingsins um svindl og fjársvik framkvæmdastjórnar- innar. Belginn Paul van Buit- enen, sem starfaði við fjármála- eftirlitsdeUd framkvæmdastjórn- ar ESB, afhenti Evrópuþinginu skýrslu sína um miðjan desem- ber. í skýrslunni er meðal annars greint frá því að starfsmenn hafi látið greiða mökum sínum laun fyrir vinnu sem aldrei var innt af hendi. Embættismönnum ESB hefur áður verið sagt upp vegna brota á reglum sambandsins. Sam- kvæmt reglunum er starfsmönn- um bannað að gagnrýna vinnu- veitendur sína og opinbera mál- efni sambandsins án samþykkis yfirmanna. Samgönguráð- herra Finnlands segir af sér Matti Aura, samgönguráð- herra Finnlands, sagði af sér í gær klukkustund eftir að Pekka Vennamo var látinn víkja úr for- stjórastól fjarskiptafyrirtækisins Sonera. Vennamo hafði tryggt sér 46.931 hlutabréf þegar 20 pró- sent af fyrirtækinu voru sett á al- mennan markað í nóvember síð- astliðnum. Enginn annar Finni fékk fleiri en 820 hlutabréf. Það var stjóm Sonera sem rak Vennamo. Sjáifum þykir honum hann ekki hafa gert neitt rangt. Aura varði Vennamo þangað til hann fékk vitneskju síðustu helgi um athæfi hans. Kvaðst Aura segja af sér þar sem hann hefði haft rangt fýrir sér varð- andi heilindi hans. Öryggisráðið þrýstir á UNITA Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna fordæmdi í gær árás á flutningavélar samtakanna í An- gola og hvatti skæruliða UNITA til að hjálpa viö leit að þeim sem kunna að hafa komist lífs af. 14 manns voru í flutningavél sem var skotin niður 26. desember en 8 i vélinni sem árás var gerð á síðastliðinn laugardag. John Bayles, meintur félagi í sértrúarsöfnuði meö aðsetur í Bandaríkjunum, var leiddur fyrir rétt í ísrael f gær. Stjórnvöld í ísrael vísuðu í gær ellefu félögum safnaöarins úr landi fyrir að hafa skipulagt ofbeldisverk á götum Jerúsalem um aldamotin til að flýta fyrir endurkomu Krists. Símamynd Reuter Repúblikanar deila um lengd réttarhaldanna Leiðtogar öldungadeildar Banda- ríkjaþings reyndu í gær að komast að samkomulagi um hvemig standa eigi að réttarhöldum yfir Biil Clint- on Bandaríkjaforseta. Öldungadeild- in kemur saman á morgun og mun þá taka fyrir ákærur fulltrúadeild- arinnar á hendur forsetanum. Eftir margra mánaða stríð við demókrata deila repúblikanar nú innbyrðis. Leiðtogi þeirra í öld- ungadeild, Trent Lott, getur vænst andstöðu frá eigin mönnum vegna áætlunar um stutt réttarhöld. Hann vill koma í veg fyrir mánaðarlöng réttarhöld með pínlegum vitna- leiðslum og sóðalegum lýsingum. Flestir demókratar í öldungadeild styðja áætlun Lotts sem óttast að löng réttarhöld skaði Repúblikana- flokkinn. Spumingum um hvort öldunga- deildin geti ávítt Clinton verði hcmn Bill Clinton Bandaríkjaforseti. Símamynd Reuter ekki sakfelldur hefur enn ekki verið svarað. Óljóst er einnig hvort sam- komulagi geti náðst sem bæði repúblikanar og demókratar sætta sig við. Auk þess velta menn því fyrir sér hvort Clinton eigi að fresta stefnuræðu sinni sem fyrirhugað er að hann flytji 19. janúar. Clinton þarf nú ef til vill að berj- ast á fleiri vígstöðvum. Breska blað- ið The Times greinir frá því að 13 ára sonur svartrar vændiskonu í Arkansas bíði nú niðurstöðu DNA- prófs. Móðir drengsins mun lengi hafa haldið því fram að Clinton sé faðir barns hennar. Talið er að full- trúar blaðsins The Star hafi talið móður drengsins á að leggja fram sýni úr drengnum til að bera saman við sýni Clintons. Ekki er vitað hvort blaðið hafi komist yflr sýni úr forsetanum eða noti genaupplýsing- ar úr skýrslu Starrs saksóknara. ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1999 Stuttar fréttir i>v Engin endurskoðun Bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að setja ekki á laggirnar nefnd beggja flokka til að endur- skoöa stefnuna gagnvart Kúbu. Þess í stað verður þegnum land- anna gert auðveldara að eiga sam- skipti sín í milli. Erfitt hjá Netanyahu ísraelska þingið ákvað í gær að þingkosningar skyldu haldnar í landinu 17. maí næstkomandi. Skoðanakann- anir benda til að Benjamin Netanyahu for- sætisráðherra muni eiga í hinu mesta basli með að ná endurkjöri. Fast er sótt að Netanyahu úr öllum átt- um. Meiri snjór vestra Mikill snjór féll við vötnin miklu og í vestanverðu New York ríki í gær og urðu miklar truflan- ir á samgöngum af þeim sökum. Þá blés ískaldur vindur á þessum sömu svæðum. Fé í kosningar Indónesísk stjórnvöld ætla að veija sem svarar um þrettán milljörðum króna í þingkosning- amar sem verða haldnar í júní. Skæruliði drepinn Albanskur skæruliöi var drep- inn í norðurhluta Kosovo í gær. Serbneskur embættismaður sagð- ist ætla að krefjast þess að skæru- liðar yrðu teknir úr umferð í hér- aðinu. Þrátt fyrir þetta atvik er ekki að sjá annað en að vopna- hléið haldi. Ekki eðlilegt líf Breski rithöfundurinn Salman Rushdie sagði í gær að hann liföi ekki enn eðli- legu lifi þótt stjómvöld í ír- an hefðu aflétt tíu ára gömlum dauðadómi yfír honum. Rushdie, sem klerkaveldið í íran dæmdi til dauða fyrir bókina Söngva satans árið 1989, sagðist hafa áhyggjur af rithöfúndum í Alsír og íran sem hafa horfið eða verið drepnir. Hittu uppreisnarmenn Bandarískir embættismenn hittu fulltrúa helstu skæmliða- hreyfingarinnar í Kólumbíu í Kostaríku í síðasta mánuði í við- leitni sinni til að koma á friði. Gegn kynlífsþrælkun Áströlsk stjómvöld tilkynntu í morgun að þau ætluðu að auka við fyrirhuguð ný lög gegn þrælk- un sem sérstaklega er beint gegn vaxandi verslun með kynlifs- þræla. Leyniskytta á þjóövegi Tveir særðust, þar af annar lífs- hættulega, þegar leyniskytta hóf skothríð á bíla á þjóðvegi í Nevada í Bandaríkjunum. Styðja SÞ Rúm 70 prósent bandarísku þjóðarinnar em hliðholl Samein- uðu þjóðunum, þótt nærri helm- ingur viti ekki hvað þær aðhafast annað en friðargæslu. Ventura tekinn við Jesse Ventura, fjölbragðaglímu- kappinn fyrrverandi sem gerðist stjórnmálamað- ur, tók við emb- ætti ríkisstjóra í Minnesota í gær. Hann lof- aði heiðarlegu stjómarfari og að hinn al- menni borgari myndi eiga hauk í homi þar sem yfírvaldið væri, einkum þó hinir ungu og þeir sem stjómmálamenn hafa ekki sinnt fram að þessu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.