Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1999, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1999, Qupperneq 30
34 ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1999 Afmæli Jóhanna Guðjónsdóttir Jóhanna Guðjónsdóttir, húsmóðir og verkakona, er nú dvelur á Dval- arheimilinu Höfða á Akranesi, varð áttatíu og fimm ára á miðvikudag- inn var, 30.12. sl. Starfsferill Jóhanna fæddist í Hrauntúni í Leirár- og Melasveit en flutti ung að árum með foreldrum sínum að Mel- koti í sömu sveit þar sem hún ólst upp. Jóhanna stundaði ýmis störf en lengst af var hún við fiskvinnu hjá Heimaskaga hf. á Akranesi. Fjölskylda Jóhanna giftist 22.11. 1942 Gunn- ari Jörundssyni, f. 10.11. 1915, d. 25.12. 1992, vélstjóra sem m.a. starfaði lengi við Sementsverksmiðjuna á Akranesi. Hann var son- ur Jörundar Ebenesar- sonar og Sigríðar Áma- dóttur. Börn Jóhönnu og Gunnars eru Ólöf Gunn- arsdóttir, f. 23.12. 1943, bankastarfsmaður á Akranesi, gift Viðari Ein- arssyni lögregluvarð- stjóra og eiga þau fimm börn; Reynir Gunnars- son, f. 24.1. 1948, kranamaður á Akranesi, kvæntur Sigríði Gunn- arsdóttur bankastarfsmanni og eiga þau þrjár dætur. Systkini Jóhönnu: Þorgrímur, f. 11.9. 1909, d. 17.8. 1910; Sigríður Þor- gerður, f. 10.10. 1910, d. 14.4. 1996;Ágúst Sigurð- ur, f. 28.8. 1912, d. 3.9. 1995; Þorbergur, f. 20.9. 1911; Auður Kristín, f. 29.5. 1916, d. 4.2. 1996. Foreldrar Jóhönnu vora Guðjón Jónsson, f. 13.1. 1873, d. 26.10. 1960, bóndi að Melkoti í Leirár- og Melasveit, og k.h., Ólöf Þorbergsdóttir, f. 3.5. 1873, d. 9.8. 1954, hús- freyja. Ætt Guðjón var sonur Jóns, b. í Belgs- holtskoti, hálfbróður, sammæðra, Jóns Borgfirðings, föður Klemensar, landritara og fræðimanns, föður Agnars Klemensar, fyrrv. sendi- herra. Jón var sonur Jóns, b. á Stað- arhóli, Þórðarsonar, í Lundi, Þórð- arsonar. Móðir Jóns á Staðarhóli var Guðríður Jónsdóttir. Móðir Jóns í Belgsholtskoti var Guðríður Jónsdóttir, Vilhjálmssonar. Móðir Guðjóns i Melkoti var Sig- ríður Sigurðardóttir, í Tungutúni í Andakíl, Ólafssonar og Guðríðar Sumarliðadóttur. Ólöf var systir Guðlaugs, fóður Þorbergs veggfóðrara, fóður Guð- mundar Inga eðlisfræðings og Ágústu málfræðings. Annar bróðir Ólafar var Guðni á Leirá, afi Gísla Jónssonar, prófessors og verkfræð- ings. Ólöf var dóttir Þorbergs, b. á Am- arstöðum í Flóa, Helgasonar og Jó- hönnu Guðnadóttur. Jóhanna Guðjóns- dóttir. Birgir Sigurfinnsson Birgir Sigurfinnsson, verktaki hjá AGA, Hæð- arenda, og bóndi að Hæð- arbrún í Grímsnesi, varð fertugur á laugardaginn v£ir, 2.1. sl. Starfsferill Birgir fæddist að Hæð- arenda í Grímsnesi og ólst þar upp. Hann var í bamaskóla að Ljósafossi i Grímsnesi, stundaði nám við Hér- aðsskólann á Laugarvatni og lauk þaðan gmnnskólaprófi 1976. Birgir stundaði ýmis almenn störf fram til 1981, s.s. við akstur, trésmiðar, blikksmíðar og fleira. Birgir hefur lengst af verið búsettur að Hæðar- enda frá 1981 en starfað annars staðar til 1988. Þá hóf hann störf sem fastur starfsmaður og síðar verktaki við kolsýru- framleiðslu hjá AGA á Hæðarenda. Birgir Sigurfinnsson. Fjölskylda Birgir kvæntist 26.12. 1980 Maríu Svövu Andrésdóttur, f. 27.2.1960, að- stoðarstúlku í eldhúsi Grunnskól- ans að Ljósafossi. Hún er dóttir Andrésar Friðmars Óskarssonar, verkamanns á Seyðisfirði, og Svein- fríðar Sigmarsdóttur verkakonu. María Svava veir alin upp hjá móð- urforeldrum sínum, Sigmari Frið- rikssyni bakara og Svövu Svein- björnsdóttur húsmóður. Böm Birgis og Maríu era Guð- mundur Friðmar Birgisson, f. 1.5. 1981; Birgir Svavar Birgisson, f. 30.8. 1990; Ingi Sveinn Birgisson, f. 4.8. 1995; Maren Rannveig Birgis- dóttir, f. 19.6. 1996; Alfreð Logi Birg- isson, f. 2.4. 1998. Dóttir Mariu frá fyrri sambúð og uppeldisdóttir Birgis frá tveggja ára aldri er Guðný Lára Gunnarsdóttir, f. 3.11. 1977, en maður hennar er Símon Edmund Roy og er sonur þeirra Ingimundur Bjami Roy Sim- onarson, f. 22.8. 1998. Systkini Birgis eru Svanhildur Helga Sigurfinnsdóttir, verslunar- maður í Reykjavík; Eyvindur Karl Sigurfinnsson, húsasmiður í Reykjavík; Guðmundur Rafn Sigur- finnsson, bóndi að Hæðarenda í Grímsnesi; Laufey Sigurfinnsdóttir, starfsmaður í Odda hf. í Reykjavík. Foreldrar Birgis vora Sigurfmn- ur Guðmundsson, f. 23.7. 1906, d. 21.4. 1984, bóndi að Hæðarenda í Grímsnesi, og Maren Eyvindardótt- ir, f. 9.5. 1915, d. 26.2. 1988, bóndi og húsfreyja að Hæðarenda. Eygló Jónasdóttir Eygló Jónasdóttir, starfsmaður við Veisluþjónustu Osta- og smjör- sölunnar, til heimilis að Hraunbæ 66, Reykjavík, er sextug í dag. Starfsferill Eygló fæddist i Reykjavík og ólst þar upp. Auk húsmóðurstarfa vann hún hjá Hagkaupi í fimmtán ár. Hún hóf störf hjá Osta- og smjörsölunni 1995 og er nú starfsmaður við Veislu- þjónustu Osta- og smjörsölunnar. Fjölskylda Eygló giftist 10.12. 1960 Kristjáni Gunnarssyni, f. 1.9. 1932, prentara 1 Reykjavík. Hann er sonur Gunnars Kristjánssonar, f. 8.4. 1898, d. 15.4. 1980, vélsmiðs í Reykjavík, og k.h., Elinar Pálsdóttur, f. 9.11. 1900, d. 24.10. 1983, húsmóður. Börn Eyglóar og Kristjáns eru Gunnar, f. 27.5.1960, stýri- maður í Vestmannaeyj- um, kvæntur Oddnýju Bára Ólafsdóttur; Unnur, f. 11.3. 1962, leikskóla- stjóri í Reykjavík; Sigríð- ur, f. 4.8.1963, húsmóðir í Hafnarfirði, gift Guð- mundi Óðni Hilmarssyni, íþróttafréttamanni við DV; Páll, f. 17.6. 1969, byggingaverkamaður, bú- settur í Frakklandi, kvæntur Kristínu Schev- ■ Wáfk pwp m "1 - Eygló Jónasdóttir. ing Guðmundsdóttur. Eygló á þrjú systkini. Foreldrar Eyglóar: Jónas Guðmundsson, f. 15.6. 1920, d. 22.3. 1984, bílavið- gerðarmaður í Kópavogi, og k.h., Sigriður Álfsdótt- ir, f. 3.7. 1920, húsmóðir. Eygló og Kristján taka á móti ættingjum og vin- um að heimili sínu, föstudaginn 8.1. eftir kl. 20.00. staðgreiðslu og greiðslukortaafsláttur a\\t mil// him/ns og stighœkkandi birtingarafsláttur Smáauglýsingar 550 5000 Tll hamingju með afmælið 5. janúar 85 ára Hannes Jónsson, Austurbrún 4, Reykjavík. 80 ára Þórey Una Jónsdóttir, Læjargötu 10 B, Hafnarfirði. 75 ára Bjamheiður Rafnsdóttir, Norðurgötu 8, Seyðisfirði. Hallfríður Sigurðardóttir, Melasíðu 3 E, Akureyri. Helgi Sigurður Haraldsson, Skipholti 55, Reykjavík. Kristmundur Steinsson, Öldugötu 3, Reykjavík. 70 ára Ragnhildur Ársælsdóttir, Sunnubraut 1, Vik. 60 ára Guðbjörg R. Þorgilsdóttir, Skarðshlíð 13 E, Akureyri. Guðrún Guðmundsdóttir, Miklaholtshelli, Hraunghr. Jónas B. Erlendsson, Hjallabrekku 26, Kópavogi. Sigurrós Sigurðardóttir, Sunnubraut 17, Búðardal. Skjöldur Sigurðsson, Lindarseli 12, Reykjavík. 50 ára Anna Pálsdóttir, Bogahlíð 11, Reykjavík. Bima Dís Benediktsdóttir, Torfufelli 34, Reykjavík. Bjöm S. Pálsson, Kaplaskjólsvegi 31, Reykjavík. Edda K. Metúsalemsdóttir, Silungakvísl 25, Reykjavík. Erla Haraldsdóttir, Bústaðavegi 63, Reykjavík. Hilmir Hrafn Jóhannsson, Eyrarlandsvegi 14, Akureyri. Hreiðar S. Albertsson, Reyrengi 4, Reykjavík. Jenný Kristinsdóttir, Heiðmörk 7, Stöðvarfirði. Jón Bjargmundsson, Mýrarási 2, Reykjavík. Kristín Aðalsteinsdóttir, Snælandi 4, Reykjavík. Kristín S. Pétursdóttir, Hjallabraut 13, Hafnarfirði. Kristján S. Birgisson, Hrauntungu 41, Kópavogi. 40 ára Jóhanna Þ. Jóhannesdóttir, Túngötu 4, Grindavík. Eiginmaður hennar er Þórarinn Sigvaldason. Þau taka á móti gestum að heimili sínu þann 9.1. eftir kl. 15.00. Ásdís Elfa Aðalsteinsdóttir, Heiðarseli 4, Reykjavík. Hákon Jón Kristmundsson, Lyngbergi 7, Hafnarfirði. Jón Grétar Sigurðsson, Grundarsmára 4, Kópavogi. Jónas Yamak, Lundarbrekku 4, Kópavogi. Lúðvík Hjalti Jónsson, Lindarflöt 50, Garðabæ. Oddur Halldórsson, Álfaskeiði 36, Hafnarfirði. Sigríður Hallgrímsdóttir, Sæbólsbraut 26, Kópavogi. Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Fögrakinn 5, Hafnarfirði. Sigurður Jóhann Hafberg, Öldugötu 2, Flateyri. Sigurður Sveinsson, Þingási 25, Reykjavík. Sindri Már Bjömsson, Fagrahjalla 74, Kópavogi. Soffia Svava Adolfsdóttir, Laugamesvegi 118, Reykjavík. Stefán Jóhann Andrason, Skúlagötu 72, Reykjavik. Torfi Guðmundsson, Presthúsabraut 27, Akranesi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.