Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1999, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1999, Page 5
MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1999 5 Fréttir DV Umferðarskilti sem eru beinlínis hættuleg: Milljarða umferðarklúður - segir Sigurður Gíslason ökukennari sem messaði yfir Vegagerðarmönnum „Umferðarmerkingar eru ekkert smámál, við getum stórfækkað um- ferðarslysum með betri og markviss- ari merkingum í umferðinni. Þetta er stórmál og getur leikið á 10 til 15 millj- örðum á næstu árum, ef ekki verður aðhafst," segir Sigurður Gíslason öku- kennari, en hann hélt fyrir helgi hálfs annars tíma fyrirlestur á fjölmennum fundi með fulltrúum Vegagerðarinn- ar. Fundarmenn kunnu Sigurði þakk- ir fyrir framlag hans og létu það í ljósi í lok fundar, jafnvel þótt hann beindi á köflum spjótum sínum að fyrirtæk- inu, sem og Gatnamálastjóranum í Reykjavik, sem ekki átti fulltrúa á fundinum. Sigurður sagði í gær að sér kæmi ekki á óvart að almennir borg- arar myndu senn stefna ríkisvaldinu fyrir vanrækslu í þessum efnum, sem leitt hafa til stórtjóna í umferðinni, stundum til dauða. Jónas Snæbjöms- son, verkfræðingur Vegagerðarinnar, sagði í gær að ræðumanni hefði um sumt mælst vel, en annað væri hans skoðun en ekki starfsmanna fyrirtæk- isins. Leitt út í opinn dauðann? Eitt fór kannski mest fyrir brjóstið á fundarmönnum, en það var þegar Sigurður Gíslason ökukennari heldur hálfs annars tíma fyrirlest- ur um umferðarmerkingar sem hann segir að geti stórlega fækk- að slysum, ef rétt er að málum staðið. DV-mynd E.ÓI. Sigurður talaði um að verið væri að leiða fólk út í opinn dauðann þegar leyfður er framúrakstur nánast alveg að blindhæðum. Sigurður stendur fast á því að viða þurfi að endurskoða þessa hluti og ýmsa aðra. „Umferðar- merkingar eru í hryllilegum ólestri. Það er ekki hægt að draga fram einn ákveðinn sökudólg. Hér er um að ræða handvömm í vinnubrögðum, áhugaleysi og ófullkomnar og óná- kvæmar reglur," sagði Sigurður Gíslason í gær. „Það sem er að drepa okkur, bæði í þessu og ýmsu öðru, eru óskýrar, ófullkomnar og illa unnar reglugerðir. Ef við höld- um okkur við umferðar- merkin, þá er sagt í reglu- gerð að þau eigi að vera sýnileg og gengið frá þeim á jarðfastri stöng. Reglugerðarsmið- irnir hafa auðvitað hugsað sér að stöngin væri sjálfstæð stöng, gul á lit- inn, en þá koma þeir með útúrsnún- Undarlegar leiðbeinlngar í Reykjavík. Vegafarendum á leið vestur Miklubraut, á greiðri leið í miðborgina, er bent á hægri beygju til norðurs - beint á Esj- una - og síðan ekki söguna mg og spyrja hvort ljósastaur sé ekki jarðfóst stöng. Síðan er biðskyldu- merkjum hent hist og her upp í ljósastaura og enginn sér þeg- ar hann keyrir fram hjá gatna- mótunum hvort hann á forgang eða ekki. Það veit það ekki nokkur maður nema hann þekki Reykja- víkurborg út og inn,“ sagði Sig- urður í gær. meir. DV-mynd Teitur 27 Skilti - tvö rétt staösett Sigurður bendir á að á leiðinni frá Reykjavík til Akureyrar séu 27 aðalbrautarskilti - og aðeins tvö þeirra séu rétt staðsett. „Það stendur skýrt í reglugerðinni hvemig á að ganga frá þessu. Aðalbrautar- merkið á að þjóna þessum tvíþætta til- gangi, bæði að segja til um að við erum að nálgast gatnamótin og undir- strika það um leið að við eigum for- gang í gegnum þau,“ sagði Sigurður. „Þetta ófremdarástand er slæmt fyrir unga ökumenn sem eru að reyna að læra á þetta. Gott dæmi um þetta er þegar keyrt er gömlu leiðina upp með Vífllsstöðum. Þegar þú ert rétt kominn fram hjá spítalanum blasir við merki, þéttbýli lokið, síðan ekkert annað merki. Svona merki þýðir í raun að kominn er 90 kílómetra há- markshraði. Fram undan er þó blind- hæð og víkja skal fyrir umferð frá hægri eftir stuttan spöl,“ sagði Sigurð- ur Gíslason. Sigurður ræddi fjölmörg vandamál í umferðinni og slæmar merkingar, meðal annars við einbreiðar brýr þar sem alvarleg slys hafa iðulega orðið. Víða erlendis er merki þar sem tekin eru af öll tvímæli um hvor bílanna eigi að víkja. Önnur akreinin á allan rétt, hin á að stoppa. Slík merking er á einum stað á landinu, á brú við Elliðaár. -JBP sparar pú verulega kæfisftáoum ■ nokkra daga! EDC340 «!l,JIU!U.|llil..yB!l» Verð áður kr. 84.900. Þú sparar kr. 15.000. Tvær hurðir, tvær pressur. 180x59,5x58 cm EDD230 jjámnilll'iám tferð áður kr. 59.900.- Verð nú kr. 43.900.- Þú sparar kr. 10.000 L Tvær hurðir, 146x59,8x58,8 cm JÉÍMfcáit J w m Jvær hurðir Tvær hurðir 70x59,8x 146x55x58 cm 58,8 cm Verð nú kr. 41.900.- Þú sparar kr. _ 10.000. DC336 Verð áður kr. 79.900. kæliskápur m/frysti Verð nú kr. Einnig á frábæru vefði: EdesaS115 undirborðsskápur 85x55#3x57cm Verð nú kr. 24.900.- Verð áður kr. 32.900.- Þú sparar kr. 8.000.- Edesa S223 Kæli/frystisk.1 hurð 109x55x58 cm Verð nú kr. 34.900.- Verð áður kr. 42.900.- Þú sparar kr. 8.000.- Edesa C337 Kæli/frystisk. 2 hurðir/2pressur 170x59,8x58 cm Vetð nú kr. 59.900.- Verð áður kr. 79.900.- Þú sparar kr. 20.000.- . EDD-226 iiyiUIU.IHInMJMIfc Verð áður kr. 48.900.- .rvdiOo Þú sparar kr. _ 30.000 ÞÚ L uu.uu sparar kr «#■ rkálf1 m i . Ein h 123x iurð 55x58 ^/kið Kæliskápur m/frysti 170x59,5x58 cm Ath. Öl verð eru staðgreiðsluverð RílFTíEKOflPERZLUN ÍSLílNDSEE - AN NO 1 929 - Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.