Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1999, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 1999 Fréttir Samfylkingin á Norðurlandi eystra: Framboðsmálin í algjörum hnút - engin uppstillingarnefnd og logandi ósætti og óánægja mánuði eftir prófkjör Sigbjörn Gunnarsson situr ekki á friðar- Svanfríður Jónasdóttir vill ekkert tjá sig stóli þessa dagana. um málið. DV, Akurcyn: Framboðsmál Samfylk- ingarinnar á Norðurlandi eystra eru í algjörum hnút og engin lausn sjáanleg, þrátt fyrir að forsvars- menn Alþýðuflokks og Al- þýðubandalags hafl mikið rætt þau mál að undan- fomu, hvemig hægt sé að koma sarnan lista fyrir kosningamar í vor. Margir þeirra taka reyndar þannig til orða að málið verði ekki leyst nema með „stórvirk- um aðgerðum" sem muni, hverjar sem þær verða, skaða framboð fylkingar- innar. Strax aðfaranótt 14. febr- úar, þegar úrslit prófkjörs- ins lágu fyrir, þar sem Sig- björn Gunnarsson, sveitar- stjóri í Mývatnssveit og fyrrum alþingismaður, hlaut 1. sætið og sigraði Svanfríði Jónasdóttur alþingismann i „hólfi" Alþýðuflokksins með 10 atkvæða mun, logaði ailt í óánægju og áhrifa- menn í báðum flokkunum höfðu strax á orði að þeir myndu aldrei styðja framboðslista með Sigbjöm í efsta sætinu og hnekkja yrði þessari niðurstöðu með öllum tiltækum ráð- um. Var m. a. mikið um það rætt að Sigbjöm og stuðningsmenn hans hefðu „smalað" mönnum úr öðmm flokkum á kjörstað til að styðja Sig- björn í prófkjörinu. M.a. voru nefndir til sögunnar menn sem sitja i nefndum á vegum Akureyrarbæjar fyrir Framsóknarflokkinn og fullyrt að myndu aldrei kjósa Samfylking- una. Bindandi niðurstaða Niðurstaða prófkjörsins var bind- andi fyrir fjögur efstu sætin. Örlyg- ur Hnefill Jónsson, lögmaður á Húsavík og frambjóðandi Alþýðu- bandalagsins, fékk 2. sætið vegna prófkjörsreglna og Svanfríður hafn- aði því í 3. sæti en i fjórða sæti varð Kristín Sigursveinsdóttir frá Al- þýðubandalagi. Örlygur var ekki mjög óánægður með niðurstöðuna enda fékk hann ágæta kosningu. Svanfríður hefúr sagt að hún sé bundin í 3. sætinu en þó verið var- kár i yfírlýsingum og þannig ekki lokað á neitt en Kristín sagði í sjón- varpsviðtali að hún væri „nógu langt frá Sigbimi á listanum“ og gaf þannig í skyn að hún myndi ekki vinna með honum þótt hún tæki sætið. Svanfríður vildi ekkert tjá sig um þetta mál þegar DV ræddi við hana í gær. Þrátt fyrir mikil fundarhöld hafa menn ekki fundið neina lausn á þessu máli. DV hefur fyrir því ör- uggar heimildir að langflestir ef ekki allir sem rætt hefúr verið við um að taka sæti á listanum hafi gef- ið við því afsvar og sagst ekki verða á lista með Sigbimi. Einn áhrifaað- ili í öðrum flokknum sem DV ræddi við orðaði það reyndar þannig að málið væri „gjörsamlega strandað" og engin lausn í sjónmáli. Ekki spyrja mig „Við emm ekki alveg patt en ekki spyrja mig meira um þetta mál,“ sagði Heimir Ingimarsson, formað- ur Kjördæmisráðs Alþýðubanda- lagsins, þegar DV ræddi viö hann í gær og Finnur Birgisson, formaður Kjördæmisráðs Alþýðuflokksins, sagði: „Það er í bígerð að halda fund um málið um næstu helgi þar sem eitthvað mun gerast". Að öðru leyti vildi Finnur ekki tjá sig um málið. Sigbjöm Gunnarsson, sem sat á þingi fyrir Alþýðuílokkinn kjör- tímabilið 1991-1995, hefur aldrei „gengið í takt“ við forastu flokksins í kjördæminu og ekki farið leynt með það sjálfúr að hann hafl aldrei átt vinsældum að fagna meðal for- ustumanna flokksins. Þetta ósam- komulag, ósætti eða hvað á að kalla það sýndi sig einnig þegar beðið var Heimir Ingimarsson, formaður kjördæmis- ráðs Alþýðubandalagsins: „Ekki spyrja mig meira um þetta mál.“ talna úr prófkjörinu á dögunum. Þá hittust frambjóðendur og stuðnings- menn þeirra á kosningavöku en Sig- bjöm fagnaði sigri á öðrum stað i bænum. Kjördæmisráð Alþýðuflokks og Alþýðubandalags áttu aö skipa sam- eiginlega uppstillinganefnd í kjölfar prófkjörsins til að gera endanlega tillögu um skipan framboðslista Samfylkingarinnar. Það hefur ekki tekist þrátt fyrir að rúmur mánuður sé liðinn síðan prófkjörið fór fram og því sennilegast að boðað verði til almennra félagsfunda í flokkunum þar sem sennilega mun sverfa til stáls og reynt að flnna einhverja leið til að koma saman lista en frest- ur til þess er til 2. apríl. Miðað við hljóðið í viðmælendum DV má eiga á öllu von á þeim fundum. Haft hefur verið samband við Sig- bjöm Gunnarsson vegna þessa máls en hann vildi ekki ræða það eða aðra hluti við blaðamann DV. -gk Aumingjagóður flokkur Fyrir utan samkenndina og samhuginn og samstöðuna á landsfundi Sjálfstæðisflokksins stóð upp úr hvað formaður flokksins var góður við aumingj- ana. Dagfari gat þess í gær hvemig öryrkjar hefðu fjöl- mennt fyrir utan Laugardalshöll- ina til að þakka fyrir sig og flokkurinn tók vel þeim þökkum með því að minna á að íslenskir öryrkjar hefðu það mikið, mikið betra heldur en útlenskir öryrkj- ar og dóttir Ólafs Thors, sem þama stóð í hópi öryrkja, hlýtur að hafa verið stolt af sporgöngu- mönnum foður síns og því hlýja samkenndarþeli sem andaði í garð öryrkja meðan á fundinum stóð. Flokkurinn var líka góður við gömlu aumingjana og sagt var að Páll Gíslason læknir hefði verið að kvarta undan því að flokkurinn væri vondur við gamla fólkið en það var rekið ofan í hann og bent á að gamalt fólk á íslandi hefði það mikið, mikið betra en gamalt fólk í útlöndum. Ekki má heldur gleyma því útspili ríkisstjóm- arinnar og flokksins, að frumkvæði formannsins, að láta þrjá milljarða renna til landsbyggðarinn- ar en á landsbyggðinni era margir aumingjar sem eiga um sárt að binda og flokkurinn vill fyr- ir alla muni að þessir landsbyggðaraumingjar skrimti áfram í sinni landsbyggð og hrekjist ekki suður á mölina. Þess vegna vill flokkurinn vera góður við þá með myndarlegum ölmusustyrk.. Mesta athygli vakti þó að Davíð formaður ákvað i setningarræðunni að nú ætti flokkurinn að snúa við blaðinu og vera góður við þá aum- ingja sem sífellt eru að hafa aðrar meiningar heldur en flokkurinn og átti þá sérstaklega við þá aumingja sem era að rífast út af fiskveiðistjómunarkerfinu. Formaðurinn bað um að lands- fundurinn tæki þessum aumingj- um með opnum hug, jafnvel með opnum örmum, og eru slík við- brögð fátíð manngæska og um- burðarlyndi sem sannar í eitt skipti fyrir öll að Sjálfstæöis- flokkurinn hefur ákveðið að hlusta og skoða og kanna allar hugmyndir, hversu vitlausar sem þær era. Þetta verður gert með opnum huga og opnum örmum og þannig munu aumingjar allra sjónar- miða, byggða og aldurshópa fall- ast í faðma, til að undirstrika samkenndarþelið, samstöðuna og samhuginn sem flnnur sér farveg í þessum aumingjagóða flokki. Það verður alveg sama hvar fólk býr, hvað það er gamalt, hvaða dellu það hefur fram að færa, hvaða ör- orku það býr við. Davíð ætlar að hlusta á þá alla, faðma þá og kyssa og vera góður við þá fram yfir kosningar. Enda féllu menn í stafl yfir því hvað Daviö var góður og Einar K. Guðfinnsson, þingmaður að vestan, segir þetta mikil tíðindi. Mikil tíðindi. Einar hefur aldrei vitað til þess fyrr að flokkur- inn opni sig svona. Dagfari Stuttar fréttir i>v Vantar hjúkrunarfrasðinga Ásta Möller, formaður Félags íslenskra hjúkr- imarfræðinga, segir að um 300 hjúkrunarfræð- inga vanti til að hægt sé að fylla stöðugildi hjúkr- unarfræðinga við heilbrigðisstofn- anir hér á landi. Börðu og rændu Tveir menn um þrítugt réðust i gær inn á heimili manns á fimm- tugsaldri í Hafnarfirði í gær, neyddu hann til að undirrita afsal fyrir bíl sínum, tóku fjármuni hans, námu hann síðan á brott, misþyrmdu hon- um og skildu síðan eftir í austurbæ Reykjavíkur. RÚV sagði frá. Hugsa sitt ráð Bæjaryfirvöld á ísafirði ætla að taka sér góðan tíma í að ákveða hvort skíðasvæðið í Seljalandsal, sem skemmdist illa í snjóflóði í fyrradag, verði endurreist. Báðar skíðalyftumar á svæðinu eru ónýtar eftir flóðið, en þær voru nýlega end- urreistar eftir snjóflóð sem féll á þær árið 1995. Bylgjan sagði frá. Rauði krossinn til Mósambík Rauði kross íslands undirbýr nú að taka þátt í viðamiklu heilsu- gæsluverkefhi í Mósambík, en hann hefúr undanfarið varið 25 milljónum króna til forvama og aðstoðar við fómarlömb jarðsprengna í Bosniu og trak. RÚV sagði frá. Hafnargarður sígur Hægt hefur verið á framkvæmd- um við nýjan hafnargarð í Hafhar- firði, vegna þess aö hann hefúr sigið töluvert meira en reiknað haíði ver- ið með. Verklokum við hafhargarð- inn mun trúlega seinka nokkuð vegna þessa. RÚV sagði frá. Pólitík á Laugarvatni Fyrsti kynningarfúndurinn vegna komandi alþingiskosninga verður haldinn í íþróttahúsi KHÍ að Laug- arvatni á laugardaginn. Þar koma formenn eða varaformenn allra helstu stjómmálaflokka landsins og verður fúndurinn sýndur í beinni og ólæstri dagskrá Stöðvar 2. Fréttavef- ur Morgunblaðsins greindi frá. Djöflaeyjan rómuð Kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Djöflaej’jan, fékk lofsamlega dóma í stórblaðinu New York Times síð- asfliðinn fóstu- dag. Fréttavefur Morgunblaðsins sagði frá. Nýtt hlutverk Bæjarstjóm Hveragerðis sam- þykkti á fúndi sínum sl. fimmtudag að beina því til ríkisstjómarinnar að hún taki til athugunar hvort ekki væri heppilegt að gera húsnæði Listaskálans í Hveragerði að menn- ingarhúsi á landsbyggðinni. Frétta- vefur Morgunblaðsins sagði frá. Vildu ekki boxið Tillaga æskulýðs- og íþróttaneftid- ar Sjálfstæðisflokksins um að ólympískir hnefaleikar verði leyfðir á ný, var felld á landsfundi flokksins sem lauk á sunnudag. Breytt í Dómkirkjunni Húsfriðunamefnd hefur veitt end- urbótanefhd Dómkirkjunnar í Reykjavík heimild til að leggja stein- gólf úr íslensku hparíti á gangvegi og framan við kór kirkjunnar og jafn- framt taka af endum hvers bekkjar th að búa til gangveg meðfram útveggj- um. Morgunblaðið greindi frá. Kosningaskrifstofa Vinstri hreyf- ingin - Grænt framboð opnaði um helgina fyrstu kosningaskrifstof- una fyrir alþingis- kosningamar í vor, að Suðurgötu 7 í Reykjavík. Kolbeinn Óttarsson Proppé, fyrrv. formaður Alþýðu- bandalagsfélags Reykjavíkur, hefur verið ráðinn kosningastjóri hreyf- ingarinnar. Hann er 26 ára gamah, sagnfræðingur að mennt. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.