Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1999, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1999, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 1999 Fréttir Upplýsingar um fegrunarlækningar Áma Björnssonar: Ætlar að standa vorð um læknaskýrslurnar „Ég tel að þama sé um brot á mannréttindum að ræða, og það er reyndar aillur þessi lagabálkur um erfðagreininguna" segir Ámi Bjöms- son, fyrrverandi yfirlæknir í lýta- lækningum við St. Jósepsspitalann í Hafnarflrði um áratuga skeið. Hann hefur skrifað stjórn sjúkrahússins bréf þar sem hann krefst þess að sjúkraskrár um fegrunarskurðlækn- ingar, sem hann framkvæmdi á árun- um 1966 til 1994, verði ekki látnar af hendi í miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði. Lögfræðingar spít- alans spá í stöð- una, enda segist Ámi fara lengra með málið ef spit- alinn getur ekki varið læknaskrár sínar. Ámi segir að allar upplýsingar um fegrunarskurðlækningar séu við- Árni Björnsson, fyrrverandi yfir- læknir í lýtalækn- ingum, vill trygg- ingu fyrir að upp- lýsingar um sjúk- linga sína fari ekki í gagnagrunn. kvæmar. Þvi vilji hann standa vörð úm læknaskýrsl- ur sínar. Honum beri að gera það, ella eigi hann á hættu að verða lögsóttur af sjúk- lingum, rétt eins og Esra Pétursson geðlæknir fyrir skemmstu, sem birti trúnaðarmál um sjúkling. Ámi segir að gagnagrunnurinn sé í besta falli gagnslaus, en í versta falli skaðlegur. Hann breyti engu um það að hægt sé að framkvæma allar þær vísindarannsóknir sem hugsan- legt er að gera á íslendingum án þess að hann komi til. Sjálfur hafi hann tekið þátt í slíkum rannsóknum. „Það að hafa ekki miðlægan gagnagrunn hefur aldrei verið okkur fiötur um fót,“ sagði Ámi Bjömsson við DV. -JBP Sýslumaður misskilinn Vegna misskilnings við vinnslu fréttar um snjóflóð á ísafirði, sem birtist í DV í gær, skal tekið fram að Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður ítrekaði aldrei fyrri ummæli sín um að hann hefði varað bæjarstjóm- ina á ísafirði við að endur- reisa skíða- svæðið á Seljalands- dal. Þær viðvaranir eru frá ár- inu 1995 og voru ekki endur- teknar í fréttaviðtali sem átt var við sýslumann. Er beðist velvirðingar á þessum mis- skilningi. Ólafur Helgi Kjartansson. TO.W.SBEKZ Brotist var inn í úra- og gullsmíðaverslunina Jón og Óskar á Laugaveginum í fyrrinótt. Talsverðum verðmætum var stolið úr giugga. Sá sem þarna var að verki braut gat í rúðuna og teygði sig síðan inn. DV-mynd Sveinn „Stolni“ billinn reyndist á verkstæöi DV, Dalvík: Nú í vikunni var tilkynnt til lögregl- unnar á Dalvík að bíl heföi verið stolið í norðurbæ Dalvíkur. Lögreglan brá skjótt við og hóf leit. Fór hún um allar götur á Dalvík og inn á Árskógsströnd og tilkynnti auk þess atburðinn til lög- reglu á Akureyri og Ólafsfirði. Þrátt fyrir víðtæka eftirgrennsl- an spurðist ekkert til bílsins. Eig- andi hafði beðið foður sinn, sem var á leið til Akureyrar, aö svipast um eftir bílnum. En áður en hann fór af stað þurfti hann að koma við á Vélaverkstæði Dalvíkur. Og viti menn. Þar stóö bíllinn fyrir utan. Eigandinn snaraði sér á verk- stæðið og krafðist skýringa á vem bílsins þar. Runnu þá tvær grímur á starfsmenn. Tjáðu þeir eigandan- um að um morguninn hefði verið hringt og óskað eftir að sóttur yrði straumlaus bíll í norðurhluta bæj- arins og honum komið í ökuhæft ástand. Þeir sóttu bílinn og fannst reyndar undarlegt að hann skyldi rjúka í gang. En niður á verkstæðið var farið þar sem skipt var um kerti og plat- ínur og bíllinn yfirfarinn hátt og lágt. Eigandi bílsins varð hálf- klumsa við en það hýmaöi yfir hon- um þegar honum var tjáð að hann þyrfti ekkert að borga. -HIÁ Niðurskurður aukavinnu hleypir illu blóði í lögguna - lögreglufélagið krefst svara frá Georg Lárussyni varalögreglustjóra „Sífelldar uppákomur hjá Lögreglunni í Reykjavík á undanfömum misserum hafa ekki verið til þess falln- ar að bæta starfsandann hjá lögreglumönnum i Reykja- vík. Hugsanlegur niður- skurður á aukavinnu hjá lögreglunni, vegna hins mikla fjárhagsvanda sem við er að glíma i dag, hefur hleypt illu blóði í lögreglu- menn, ekki síst vegna þess hvernig hann er tilkominn," segir Óskar Bjartmarz, for- maður Lögreglufélags Reykjavíkur, í harðorðu bréfi til Ge- orgs Kr. Lárussonar varalögreglu- stjóra. Lögreglumenn krefjast svara af Georg Kr. Lárussyni vegna viðtals við hann í DV 25. febrúar síöastlið- inn, um 120 milljóna króna yfir- keyrslu embættis Lögreglustjórans í Reykjavik á síðasta ári. Þeir segja að Georg hafi með orðum sínum valdið úlfúð hjá lögreglumönnum svo ekki sé meira sagt. Lög- regluféjag Reykjavíkur skrifaði. Georg bréf strax daginn eftir, á laugardegi, og vildi svör við tveim atriö- um sem fram komu. Engin svör hafa borist enn, þrem vikum síðar. „Hinn almenni lögreglu- maður í Reykjavík kannast ekki við „sjálfvirka út- keyrslu aukavinnu“,“ segir Óskar Bjartmarz í bréfi sínu. Hann segir að Georg skuldi þeim lögreglumönn- um svar, „sem á síðasta ári stóðu í ströngu niöri í miðbæ á helgamótt- um, sem áttu ekki nema örfáa frí- daga í hverjum mánuði meðan álag- ið var sem mest á síðasta ári vegna mannfæðar, sem með mikilli vinnu og dugnaði héldu uppi öflugri lög- gæslu í borginni, sem af mikilli ár- vekni í starfi stuðluðu að fjölgun upplýstra afbrota," eins og segir orð- Óskar Bjart- marz, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur, stór orð. rétt i bréfi Óskars. Óskar segir það vekja furðu sína að eftir að Ríkisendurskoðun gerði úttekt á embættinu í maí í fyrra, og uppgötvaði að þar vant- aði 115 milljónir í reksturinn, að þá virðist ekki hafa veriö tekið til- lit til launahækkana og ógreiddra reikninga frá fyrra ári og fleiri at- riða. Óskar segir að þegar umræddar 115 milljónir hafi borist frá ríkis- sjóði, þá hafi Georg sagt sjálfur að fjárhagsvandi emb- ættisins væri leyst- ur. „Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, sem á þessum tíma var eins og „grár köttur" á lögreglu- stöðinni nær dag- lega, hafði uppi stærri orð um sama efni sem ekki verða eftir honum höfð hér.“ Óskar spyr varalögreglustjór- ann hvort Georg hafi í maí í fyrra verið að blekkja lögreglumenn þegar hann fullyrti að fjárhags- Georg Kr. Lárusson, vara lögreglustjóri, þarf að svara sínum mönn- um. vandinn væri að baki, eða hvort honum öðr- um hafi orðið á í messunni, til dæmis í bókhaldi embættisins. -JBP Stuttar fréttir ðv Kveikt í skúr Eldur kom upp í „bílskúrsræfli", eins og lögreglan í Hafnarfirði orðaði það, við Álftanesveg seint í gærkvöld. Slökkviliði tókst allgreiðlega að slökkva eldinn. Talið er víst að kveikt hafi verið í. Vísir is. sagði frá. Arnþrúður ekki með Amþrúður Karlsdóttir, vara- þingmaður Fram- sóknarflokksins í Reykjavik, hafhaði í gærkvöld áskorun Fijálslynda "flokks- ins um að leiða list- ann á Norðurlandi eystra fyrir al- þingiskosningarnar í vor. RÚV greindi frá. Laun lægri á Akureyri Akureyringum hefúr fækkað að und- anfómu og laun þar eru allt að 15% lægri en í Reykjavík. Þetta kom fram á fundi á atvinnumálanefndar á Akur- eyri í gær. Sjónvarpið greindi frá. Burt með styrkina ísland lagði í gær fram yfirlýsingu um umhverfislegan og viðskiptalegan ávinning af því að afnema ríkisstyrki í sjávarútvegi á ráðstefnu alþjóðavið- skiptastofiiunarinnar WTO í Genf. Sjónvarpið sagði frá. Vilja endurbyggja Áhugamenn um skíðaiðkun á Isa- firði sem reistu skíðalyftur á Selja- landsdal í sjálfboðavinnu vilja end- urreisa þær. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á ísafirði, segir að menn muni gefa sér góðan tíma áður en ákvárðanir verða teknar um framtíð skíðasvæðisins á Seljalandsdal. Stöð 2 sagði frá. Á móti mismunun 54% þeirra sem þátt tóku í at- kvæðagreiðslu á Vísi.is vora and- snúnir því að fólk á landsbyggðinni greiddi lægri skatta og að afborgan- ir þess af námslánum yrðu minni. Yfir 4000 greiddu atkvæði. Einungis eitt atkvæði er talið frá hverri tölvu í atkvæðagreiðslu á Vísi.is. Kjósendur blekktir Alls engra breyt- inga er að vænta í stjóm fiskveiða nema kvótaflokk- amir sem fara með ríkisvaldið fái að- vöran sem þeir skilja t kosningun- um i vor. Ályktun landsfúndar SjáJf- stæðisflokks sé umbúðir ætlaðar til að blekkja kjósendur, segir i yfirlýs- ingu frá flokki Sverris Hermannsson- ar, Frjálslynda flokknum. Háskóli á Hvanneyri Bændaskólanum á Hvanneyri verður breytt í landbúnaðarháskóla samkvæmt lögum sem samþykkt vora á Alþingi rétt fyrir þingfrestun. Samkvæmt þeim verður boðið upp á almennt búnaðamám við skólann en meginhlutverk hans verður að útskrifa fólk með BS, MS, eða dokt- orsmenntagráður. RÚV greindi frá. Aöstoð viö fórnarlömb Rauði kross íslands hefúr sent 25 milljónir króna til starfs Alþjóða Rauða krossins í þágu fórnarlamba jarðsprengna í írak og Bosníu. Þá er ætlunin að verja 60 milljónum á næstu íjóram áram til að byggja heilsugæslustöðvar í Mósambík í samvinnu við Þróunarsamvinnu- stofnun íslands. Byggt viö háskóla Bjöm Bjamason menntamálaráð- herra, Geir H. Haarde fjármála- ráðherra og Þor- steinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, undirrit- uðu í gær sam- komulag um flármögnun bygginga- framkvæmda við skólann fyrir 400 milljónir króna næstu fjögur árin. Morgunblaðið greindi frá. Óku greitt Lögreglan í Kópavogi stöðvaði í gærkvöld og nótt 11 ökumenn fyrir of hraðan akstur, þeirra á meðal fimmt- án ára pilt sem hafði tekið fjölskyldu- bilinn ófijálsri hendi. Morgunblaðið greindi frá. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.