Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1999, Blaðsíða 16
16 L r Farfuglar koma til íslands á vorin og halda suður á bóg- inn á haustin. Mennskir íslenskir farfuglar halda suð- ur á bóginn á vorin og koma til baka á haustin. Sumir koma þó ekki aftur heldur ílengjast t suðlægum löndum. Fararstjórastarfið er Csumum tilfellum mikill órlagavaldur. Ævintýraþrá réð því að Davíð sótti um fararstjórastarfið. „Ég var 150% til í að gera þetta.“ DV-mynd Hilmar Þór Skjannahvít lygi Davíð Guðmundsson, háskóla- nemi og fararstjóri á Spáni á vegum Samyinnuferða- Landsýncir, var búinn að fá loforð um vel borgaða sumarvinnu í blikk- og stálsmiðju sumarið 1995. Skólafélagi hans hafði sótt um sem far- arstjóri á Spáni og fékk tvær stöður á sama tíma. Davíð hafði ein- ungis lært spænsku i einn vetur. „Félagi minn ákvað að taka aðra stöðuna og bauð mér að athuga hvort ég gæti fengið hina. Ég var spurður hvort ég hefði lært spænsku og játti ég því. Ég bjóst alltaf við að vera spurð- ur hvort ég talaði spænsku. En það kom aldrei að þvi. Ég fór því inn á hvítri lygi.“ Ævintýraþrá réð því að Davíð sótti um. „Ég var 150% til í að gera þetta. Vegna breyttra persónulegra aðstæðna fannst mér ég líka þurfa að breyta um umhverfi." Davíð hefur starfað á Benidorm þar sem fjöldi íslenskra ungmenna safnast saman á sumrin. „Strax í rútunni frá flugvellinum vörum við þau við algengustu hættunum. Við leggjum mesta áherslu á að benda þeim á að ferðast aldrei ein að nætur- lagi. Benidorm er stórt, alþjóðlegt skemmtanaum- hverfí. þar sem allt getur gerst og hefur þar af leiðandi sína kosti og galla.“ Davíð heldur til Benidorm í vor ásamt kærustu sinni sem vinnur með honum úti. Þegar háskólanám- inu lýkur langar hann í framhalds- nám á Spáni. Þegar spænska bý- flugan er búin að stinga verður ekki aftur snúið. -SJ Davíð á góðri stundu og í góðu veðri á ströndinni á Benidorm. ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 1999 Reykjavík versus Hunangslækurinn Jakobína Davíðsdóttir hóf störf sem fararstjóri á Costa del Sol fyr- ir 12 árum. Henni líkaði vel og er ekki enn flutt heim. Jakobína starfar nú sem fararstjóri hjá Heims- ferðum. Hún segir að Spánn búi yfir svo mörgu sem veiti henni lífsfyllingu. „Ég vil fyrst nefna loftslagið. Ég var alltaf þung á vetuma hér á íslandi, sérstaklega í skammdeginu. Þess vegna skiptir mig afskaplega miklu að hafa birtu í kringum mig. íbúðin sem ég keypti úti er tO dæmis mjög björt.“ íbúðin er í þorpinu Arroyo de la miel sem þýðir Hunangslækurinn. „í Andalúsíu er ekki eins mikið stress og ekki eins mikið lífsgæðakapphlaup og á íslandi. Andalúsíubúar hugsa meira um að lifa lífínu. Það heillaði mig. Mér finnst Spánn vera óskalandið til að búa í og þess vegna bý ég þar.“ Jak- obína segir að hún fái margt út úr því að vera fararstjóri sem hún myndi ekki fá í öðrum störfum. „Þetta er ekki rútínustarf og ég er ekki mann- eskja til að vinna frá 9-17. Ég er alltaf að hitta nýtt fólk og starííð er fjöl- breytt." Fararstjórastarfið er þó ekki galla- laust. „Mér fmnst röfl vera það nei- kvæðasta við starfíð. Við erum hópsál- ir og ef farþegi byrjar að tala um að eitthvað sé ómögulegt þá getur hann smitað út frá sér. Mér finnst erfíðast þegar fólk lætur smáatriðin skipta öllu máli. Það liggur við að það sé hægt að láta blett á veggnum eyði- leggja allt fríið." Jakobína fer í litla þorpið í Andalúsíu í næstu viku eftir stutta heimsókn á íslandi. „Ég ætla að búa á í Andalúsfu er ekki eins mikið stress og ekki eins mikið lífsgæðakapp- hlaup og á íslandi. Andalúsíubúar hugsa meira um að lifa lífinu. Það heillaði mig. DV-mynd Teitur Spáni í náinni framtíð en maður veit aldrei hvað gerist." Hún býr ekki ein í íbúðinni í Hunangslæknum því hún á spænskan maka. -SJ Jakobína í fjallaferð á Gran Canaria. Engin fæðing Rebekka Kristjánsdóttir vann hjá Landssímanum á átt- unda áratugnum þar sem hún var ein röddin í 02 og 03. Seinna vann hún í endurskoðun Pósts og síma. Hún fór nokkrum sinnum með fjölskyldu sinni til Mallorca á þessum árum. 1978 bað Guðni í Sunnu hana um að leysa af fararstjóra sem þurfti að fá frl. „Ég sló til og þetta var kveikjan að mín- um 20 ára ferli sem fararstjóri." Hún á fimm uppkomin böm. Fyrstu árin fylgdi yngsta dóttirin móður sinni til Mallorca. Hún segist alltaf hafa haft gaman að mannlegum samskiptum. Sólin og hitinn heilla líka. „Mallorca tók mig alveg með trompi. Þessi perla Miðjarðarhafsins hefur upp á svo margt að bjóða.“ I dag starfar Rebekka á söluskrif- stofu Úrvals-Útsýnar og mun i sum- ar vera fararstjóri í tveimur ferð- um til Mallorca, 24. apríl og 13. sept- ember. Hún sér um klúbbinn Úr- valsfólk sem er fyrir 60 ára og eldri. „Maður má ekki staðna og auðvitað Rebekka í hlutverki fararstjórans í Porto Ros fyrir tveimur árum. þarf ungt fólk að komast að. Það er gott að hafa þessa reynslu sem far- arstjóri við sölu á ferðum til Mall- orca og Kanaríeyja því ég þekki staðina." Mallorca á stað í hjarta Rebekku. Hins vegar hefur hún aldrei hugsað um að setjast þar að. „Mér finnst yndislegt að hafa átt öll þessi ár en mér finnst líka Mer finnst yndislegt að hafa att öil þessi ár en mér finnst líka óskaplega gott að vera komin heim.“ DV-mynd E.ÓI. þess fengið botnlangaköst, fótbrotn- að og fleira. Það eina sem hefur ekki gerst hjá mér er að taka á móti barni.“ Hún er ekki sein að svara þegar hún er spurð hvað hún væri að gera í dag ef Guðni í Sunnu hefði ekki boðið henni af- leysing- arstarf- ið. „Ætli ég væri ekki enn Sím an- um. óskap- lega gott að vera kom- in heim.“ Ýmis- legt hef- ur komið upp á á 20 ára ferlinum. „Það erfiðasta sem fararstjóri lendir í er þegar einhvc deyr. Farþegar hafa auk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.