Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1999, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 1999 19 DV Fréttir Nýkjörin forysta Sjálfstæðisflokksins: Davíð Oddsson formaður og Geir H. Haarde varaformaður. DV-mynd JAK Rætt við fulltrúa á landsfundi Sjálfstæðisflokksins: Flokkur sem fer ekki á taugum Sjávarútvegsmálin trónuðu upp úr öllum öðrum málaflokkum á 33. landsfundi Sjálfstæðisflokksins. En hvað sögðu nokkrir landsfundarfull- trúar sem blaðamaður tók tali á fundinum á sunnudag, um málefni 33. landsfundar flokksins, sem var einn af þeim rólegustu sem elstu menn muna? Arni Ragnar Árnason: Mikil sátt í sjávarút- vegsnefndinni. Mikill einhugur „Ég held að menn séu í fullri al- vöru að skoða þessi mál frá grunni og hafa ekki útilok- að breytingar, menn vilja ganga í þessa endurskoðun á sjávarútvegsmál- um með opnum huga,“ sagði Árni Ragnar Ámason al- þingismaður um þau ummæli Davíðs Oddssonar að flokk- urinn muni kanna breytingar á fisk- veiðisfiómunmni. „í aðalatriðum hafa lögin um stjórn fiskveiða og allt stjórnkerfið verið óbreytt frá 1983. Við vitum að það er vaxandi þungi í þessari um- ræðu, að menn vilja sjá annað form. Við verðum að leyfa þeirri umræðu að hafa áhrif á ákvarðanirnar," sagði Árni Ragnar. - Varla er mikill einhugur í sjáv- arútvegsnefndinni? „Mér fannst merkilegt hvað það var mikil sátt í sjávarútvegsnefnd- inni, þar sem á annað hundrað manns mættu, og um þær tillögur sem hún lagði fyrir landsfundinn," sagði Árni Ragnar. við greinina heldur byggðarlaga og landsins í heild. Það hafa margar hugmyndir verið á lofti og engin sátt. Hér er lögð höfuðáhersla á að hnýta nú upp og hafa forystu um þjóðarsátt. Við munum leita að nið- urstöðu og fylgja henni eftir,“ sagði Árni. Þröng leiga er hættuleg „Ég hef viljað rýmka framsals- heimildina aftur þannig að veiði- skyldan, sem er núna helmingur á hverju ári, verði minnkuð þannig að framboð á leigu- markaði aukist. Það er það sem er núna að drepa flot- ann sem kvartar mest, hann vantar meiri fisk og hann kemur ekki öðru- vfsi en að hægt sé að leigja hann,“ segir Kristján Pálsson alþingismað- ur. Hann segir þrengingu á leigunni og aukningu veiðiskyldu hafa leitt til þess aö stór skip sem voru áður meira og minna á úthafinu eru kom- in á grunnslóð til að skrapa upp kvótann sinn og þar með minnkar úthafsveiðin vegna þess að menn hafa ekki tíma. „Þetta skapaði auka- tekjur, menn gátu verið í smátil- raunastarfsemi og leitað fyrir sér. Þetta leiddi líka til þess að fyrirtæki seldu frá sér óhemju magn af fiski og það bætti fjárhagsstöðu fyrir- tækja sem voru í miklum skuldum. Nú er tekið fyrir þessar tekjur," sagði Kristján Pálsson. Kristján Páls- son: VIII rýmka framsalsheim- ildir að nýju. Forysta um þjóðarsátt „Það sem er athyglisverðast er viljinn fyrir því að ná sátt í sjávar- útvegsmálunum. Það er nokkuð sem þjóðin kallar á og tímabært að hnykkja á núna,“ sagði Ámi Johnsen alþingismaður á landsfundinum um sjávarútvegsmálin. - En var Sjálf- stæðisflokkurinn núna fyrst að skilja það? „Nei, nei. Þetta mál hefur verið til umræðu á síð- ustu landsfundum og málið að þró- ast í þessa átt. Vandinn er auðvitað að hér er barátta um gífurlega hags- muni, ekki bara þeirra sem vinna Arni Johnsen: Forysta um þjóðarsátt í fiskveiðimál- um. Fer ekki á taugum „Ég held að það sem kemur fram hér um stöðu hópa og einstaklinga í l — mál eni afar mikif Ámi Sigfús- Væg, til dæmis son: Málin í menntamálin, en góðum farvegi. þau mál, eins og mörg önnur, eru í sterkum farvegi og lítil ástæða til að bæta neinu við,“ sagði Árni Sigfús- son, fyrrverandi borgarstjóri. Ámi segir að flokkurinn fari til kosninga afar rólegur. Sjálfstæðis- flokkurinn fari ekki á taugum, allra síst núna þegar staða flokksins sé afar sterk. Allt í góðri sátt „Það sem er best við þennan lands- fund er sú málefnalega samstaða sem hér ríkir og hvemig allt gengm- fram i góðri sátt,“ sagði Bjöm Bjamason menntamálaráð- herra. Hann sagði að fundurinn væri vel sóttur og um- ræður miklar. Bjöm sagði að landsfundurinn væri einstaklega vel heppnaður. Hann sagði að það sem upp úr stæði væri kjörið á vara- formanni sem fram undan var þegar rætt var við Bjöm. Björn Bjarna- son: Allt í góðri sátt. Hugsjónir yngri Jón Steinar Gunnlaugsson lögmað- ur sagði að ánægjulegast á landsfundi væri að ungir menn sem fundinn sæktu færu fram undir for- orðum einstaklings- frelsis og bæru fram tillögur í þeim anda þótt ekki hlytu þær allar náð fyrir aug- um fundarins, enda margir hagsmunir á ferðinni. „Það er ánægju- legt að sjá hugsjóna- starfið á fullri ferð. Það er ánægjuleg- ast við landsfundinn," sagði Jón Steinar. Jón Steinar Gunnlaugs- son: Hug- sjónastarf. Lítil breyting en mikilvæg „Ég er ánægður með þá litlu breyt- ingu sem varð í sjávarútvegsmálinu. Ég segi litlu breyt- ingu, sem er þó ákaf- lega mikilvæg. Nú geta menn ekki leng- ur látið það vera að ræða þær hugmynd- ir sem eru til stað- ar,“ sagði Pétur H. Blöndal alþingis- Pétur H. Blön- magur Hann segist dal: Lftil breyt- ^afa mikla trú á að ing en ánaegju- ut ur þessu komi ,e9- eitthvað markvert. „Hér er tekist á um ýmislegt í heil- brigðismálum, fjölskyldumálum og ályktunum um fleiri mál. En þeir sem verða undir i baráttunni sýnist mér að fylki sér engu að síður um til- lögurnar og þannig á það það vera,“ sagði Pétur H. Blöndal. -JBP eru okkar fag ; • Stórir og litlir veislusalir. • Fjölbreytt úrval matseöla. • Borðbúnaðar- og dúkaleiga. • Veitum persónulega ráðgjöf við undirbúning. Láttu fagfólk skipuleggja veisluna! Hafðu samband við Jönu eða Guðrúnu í síma 533 1100. BRO/SJDWA RADISSON SAS, HÓTEL ÍSLANDI Simi 533 1100 • Fax 533 1110 E-mail: broadway@simnet.is " * ' Verð 1.645 Laugavegi 40, sími 551 3577. Teygjubuxur sem halda vel við. Milli- og hátt skomar. Hvítt, húðlitt, svart. S-M-L-XL ómögulegt STRATA 3-2-1 Þjálfun & Greining '1 Lyfting I Styrking Siitmeðferð S* r-1 _i i _ . ' u.c.w. leirvafningur. Á aðeins 2 tímummun allur líkami þinn verða djúphreinsaður. Þjónustusíal 55D 5000 www.visir.is NYR HEIMUR A NETINU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.