Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1999, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 1999 17 Margrét hefur veg og vanda af mat- argerðinni í skólabúðunum. Matráðskonan Margrát Sigurðardóttir: Þýðir lítið að bjóða upp á kjötsúpu Margrét Sigurðardóttir er bóndi á bænum Úlfljóts- vatni en síðustu árin hefur hún annast matseldina bæði í sumar- búðunum og skólabúðunum. „Krakkamir fá hrisgrjónagraut í há- deginu og síðan verðum við með pasta í kvöld. Ég verð stundum hissa hvað þeir eru sólgnir í grautinn því ég efast stórlega um að það þýddi að bjóða þeim kjötsúpu eða slátur. Við höfúm matseðilinn þannig að hann höfði til sem flestra því við viljum ekki að neinn gangi um svangur héma,“ segir Margrét. Pitsan hennar Margrétar er að sögn starfsmanna skólabúðanna hápunktur ferðarinnar. Krakkamir hlakka jafhan mikið til enda hefúr hróður pitsunnar borist víða. „Já, það er víst rétt að pits- an er ægilega vinsæl og undantekn- ingalaust etin upp til agna. Annars era krakkamir almennt mjög lystugir eftir alla útiveruna og gaman að gefa þeim að borða," segir Margrét Sigurðardótt- ir matráðskona. -aþ Stund milli stríða hjá kennurunum Ástu Vigbergsdóttur og Kristínu Valdimarsdóttur. Koma kraftmikil til baka Þetta er í annað skipti sem ég kem hingað og mér hnnst þetta alveg stórkostlegt. Það er svo gaman að sjá hversu krakkamir njóta að komast í annað umhverfi. Þau verða alveg upprifin og ég fann vel í fyrra hve kraftmikil þau vom eftir dvölina hér. Tilbreyting sem þessi er mjög holl fyr- ir skólastarfið, ekki síst á þessum árs- tíma þegar oft er farið að bera á leiða hjá mörgum þeirra,“ segir Ásta Vig- bergsdóttir, annar tveggja kennara sem vom með hópnum úr Árbæjarskóla á Úlfljótsvatni. Þótt hugmyndin að baki skólabúðun- um sé fyrst og fremst að hvetja krakk- ana tO hollrar útivem og ýmissa leikja þá ætluðu þær Ásta og Kristín að halda stutta kennslustund í námsefni sem kallast Að ná tökum á tilverunni og er byggt á bandaríska námsefninu Lionquest. „Við tengjum skólabúðimar þessu verkefhi þótt dvölin hér sé ís- lensk uppfmning," segir Ásta. „Þetta er síður upplyfting fyrir okk- ur kennarana. Samband kennara og nemenda verður nefnilega öðravísi þegar komið er út fyrir skólastofuna. Við erum ekki að troða fróðleik í þau heldur er það keppikefli að allir njóti sín hér og eigi góða stund saman,“ seg- ir Kristin Valdimarsdóttir kennari. -aþ jj. ' *“ Skólakrakkar Á Úlfljótsvatni eru reknar skóla- búðir yfir vetrartímann fyrir sjö- undubekkinga úr Reykjavík. Krakkarnir dvelja ásamt kennurum sínum í tvo daga og njóta útiveru og ým- iss konar skemmt- unar. Tilveran brá sér austur fyrir fjall einn góðviðrisdag í síðustu viku og hitti hressa krakka úr Árbæjarskóla. Helgi Jónsson staðarráðsmaður: Fjallgangan reynist oft erfið „Það er gaman að vinna með krökkunum og þeir eru afar þægilegir í um- gengni,“ seglr staðarráðsmaðurinn Helgi Jónsson. DV-myndir Sveinn Megintilgangurinn með þessu verkefni er að krakkarnir komist í ann- að umhverfi en skólann um tíma. Þeir kynnast náttúmnni og þetta er líka hugsað til þess að efla félags- andann í hópnum," segir Helgi Jónsson, staðarráðsmaður á Úlf- Ijótsvatni. Það er nóg að gera hjá starfsmönnunum á Úlfljótsvatni þá fjóra daga vikunnar sem reykvískir skólakrakkar heimsækja búðimar. Að sögn Helga hafa viðbrögð bæði nemenda og kennara verið ákaflega jákvæð. „Það er gaman að vinna með krökkunum og þeir em afar þægilegir í umgengni. Við leggjum mikla áherslu á útiveru Slakað á eftir matinn. Kristín Erla Jónsdóttir, Sonja Rut Alexandersdóttir, Lára Sigríður Lýðsdóttir, íris Ósk Karlsdóttir og Berglind Sölvadóttir. standa hins vegar auk skátanna, Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og Vinnuskóli Reykjavíkur. Helgi seg- ir skólabúðirnar hluta af framtíðar- uppbyggingu staðarins. „Það var Jónas B. Jónsson, fyrrum fræðslu- stjóri og skátahöfðingi, sem átti sér draum um að hér yrðu reknar skólabúðir. Jónas vildi að skóla- böm ættu þess kost að skipta um umhverfi og njóta útiveru í náttúr- unni. Rekstur skólabúðanna hófst svo árið 1991 og hefur gengið i alla i vel. Það væri óskandi að við gætum á næstu árum boðið fleirum en Reyk- víkingum að koma hingað til stuttr- ar dvalar,“ segir Helgi Jónsson stað- arráðsmaður. -aþ Hressir krakkar úr Árbæjarskóla nutu góða veðursins á Úlfljótsvatni í síðustu viku. og göngum til dæmis alltaf upp á fjallið hérna fyrir ofan. Við sjáum stundum að krakkar í dag hreyfa sig ekki nógu mikið og mörgum finnst fjallgangan æði erfið. Það er enginn neyddur til að fara á topp- inn en það bregst ekki að krakkarn- ir verða mjög stoltir þegar þeir ná alla leið upp,“ segir Helgi. Gamall draumur rættist Úlfljótsvatn hefur um áratuga- skeið verið bækistöð skáta hérlend- is. Þar hafa verið reknar sumarbúð- ir sem hundruð barna sækja á hverju ári. Að skólabúðunum Nemendur úr Árbæjarskóla í námsferð við Úlfljótsvatn: að var létt yfir krökkunum ' úr Árbænum þegar þeir nutu útiverunnar og góða veðursins í skólabúðunum á Úlf- ljótsvatni í síðustu viku. Tæplega sextíu krakkar fylltu hópinn en tveir kennarar og eitt foreldri voru einnig með i för. Krakkarnir voru sammála um Kvöldvakan skemmtilegust að skólaferðalagið væri frábær til- breyting frá skólanum og þeir sögðust hafa hlakkað lengi til. „Dagskráin er rosalega skemmtileg. Við rennum okkur á slöngum, fóram í gönguferðir og á eftir förum við i póstaleik sem er mjög skemmtilegur. Seinna í dag verður svo kennslustund í Tilver- unni og það verður örugglega bara garnan," sagði Halldór Albertsson og félagar hans tóku vel undir með honum. Það var að heyra á hópnum að kvöldvakan nyti mestrar eftir- væntingar. „Það verður fullt af skemmtiatriðum sem við höfum verið að undirbúa. Ég og vinkonur mínar ætlum að sýna freestyle dans og svo verður leikrit og eitt- hvað fleira,“ sagði Kristín Erla Jónsdóttir. Frelsið í sveitinni átti greinilega vel við krakkana og þeir sögðu að- eins eitt skyggja á gleðina. Ferðin stæði alltof stutt og þeir vildu gjarna vera miklu lengur. -aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.