Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1999, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 1999 Spurningin Hvað ætlar þú að gera um páskana? (Spurt í Hveragerði) Sigurður Sólmundarson nemi: Ég er ekki búinn að ákveða það en býst við að ég skemmti mér og neyti áfengra drykkja í ómældu magni. Brynja Ósk Ólafsdóttir nemi: Ég vil helst bara slappa af hér i Hvera- gerði. Steimmn Þorsteinsdóttir, starfs- maður á Ási: Ég verð að vinna alla páskana. Kristbjörg Erla Hreinsdóttir, starfsmaður Hverakaups: Helst vildi ég fara til Danmerkur því þar hef ég veriö áður. En ætli maður verði ekki að vinna um páskana. Ragnar Ágúst Nathanaelsson nemi: Mig langar bara að passa hundinn minn og aðra hunda eða leika mér við vin minn. Anna Jóna Reynisdóttir nemi: Ég vil fara til útlanda með mömmu. Lesendur Við eigum miðin, þeir útvöldu fiskinn Hve mikið mætti hækka öll laun, bætur og ellilífeyri frá kvótakerfinu í núver- andi mynd, hefði allt frákast og fiskúrgangur farið f vinnslu, segjum frá ár- inu 1990? - Vægt reiknað á 120-130 milljarða króna. Garðar Björgvinsson skrifar: Ég vil byrja á að þakka Jóni Sig- urðssyni, fyrrverandi framkvæmda- stjóra, fyrir hnitmiðaðar blaða- greinar um hneykslið mikla, stjórn fiskveiða. Önundur Ásgeirsson á einnig þakkir skildar fyrir skrif sin um sama efni. Sem betur fer eru það ekki bara sjómenn sem sjá óréttlætið, því um það bil 75% þjóð- arinnar standa nú orðið agndofa yflr afstöðu stjórnvalda gegn al- menningi í þessu landi og tali þeirra um góðæri. Fólk í öllum stéttum bíður kosn- inganna 8. maí nk. Stóra málið er, hver flokkanna er líklegur til að gera stóra hluti i þessum málum. Er það fólkið í gömlu flokkunum sem búið er að taka þátt í öllu svínarí- inu? Nú dugar ekki að setja upp nýtt og trúverðugt augnaráð. Nei, nú er grauturinn aðeins í stærri skál og heitir Samfylking. Sá er munurinn. Ekkert dugir þjóðinni annað en gjörbreytt hugarfar. Hvaðan ætti það að koma? Varla annars staðar frá en úr sjálfri bók bókanna, heilagri ritningu. Svo ein- falt er það. Það má því að skað- lausu, og ekki kannski seinna vænna, efla Kristilega lýðræöis- flokkinn. En það er ekki nóg, þótt sá flokkur fengi svo sem 1 eða 2 menn á þing. Aðalaflgjafinn er Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn. Sverrir Her- mannsson er fagmaður og honum einum er það gefið að breyta þjóðfé- laginu til bjartari framtíðar. Honum fylgir úrvalsfólk sem vill þjóðinni allt hið besta. Hve mikið mætti hækka öll laun, örorkubætur og ellilífeyri frá kvóta- kerfinu í núverandi mynd, ef t.d. allt frákast og fiskúrgangur heföi farið í vinnslu, segjum frá árinu 1990? Það mun vægt reiknað 120-130 milljarðar króna. Vilji menn fram- hald á þessum hryðjuverkum gegn móður náttúru, framhald á vald- niðslu, aukna stéttaskiptingu og stórvirkari lénsherra, þá kjósa menn D-listann eða Framsókn. Vilji menn að hópur Davíðs tvístrist út um víðan völl í stjórnleysi, þá kjósa menn yfir sig Samfylkinguna í grautarskálinni eða aðra arma hennar sem menn kunna ekki að nefna. Á íslandi mun með undraverðum hætti geta birst frelsi, jöfnuður og hamingja með samstöðu kristilega þenkjandi fólks með Sverri Her- mannsson í stafni. Þá kann hinni svörtu hönd sem heldur íslensku þjóðfélagi í heljargreip sinni að verða svipt burt. Engin ill öfl eru nógu sterk til að standast það ef þjóðin biður í einlægni um frelsi sitt og lífshamingju á ný. Vatnsósa viður, verðlaust hús Óskar skrifar: Mikið finnst mér fréttin um hús- ið í Hafnarfirðinum, þar sem veggjatítlurnar höfðu farið hamfor- um, vera einkennileg. í viðtali við eiganda hússins kom m.a. fram að húsið væri metið á um 9 milljónir króna. Þama hafa nú áreiðanlega fleiri en ég fengið bakþanka. Mér sýnist húsið ekki vera sá bógur, hið ytra a.m.k., að þar færu 9 millj- ónir af grunninum - verðmæti mjög góðrar 4ra herbergja íbúðar (í sambýlishúsi að vísu). í öðra lagi fannst mér mjög vanta í sjónvarps- fréttina a.m.k. hvar eigandinn hefði keypt hið gallaða hús, hver framleiddi það eða hvort það væri innflutt. Nú er allt kapp lagt á að upplýsa mann um veggjatítlur og vatnsósa við sem þær sækjast í. Það finnst mér ekkert aðalatriði því þessar bjöllur finnast hér ekki nema inn- fluttar, og þá alveg óvart. Mér finnst hins vegar rannsóknarefni hvort svona atburður, sem er jú einstakur, verður ekki til þess að sá er seldi hina gölluðu vöru, þ.e. húsið, greiði kaupanda hana að fullu til baka. Hús úr vatnsósa viði er jú verðlaust hús, og hefur aldrei verið 9 milljóna króna virði. Einokunin er óþolandi „Undarlegt er aö ódýrara skuli aö fljúga alla leið frá Evrópu til Ameríku en milli Evrópu og íslands. Veit hin fjarstýröa Samkeppnisstofnun íslands nokkuð um þetta?“ Bjartmar Jónsson skrifar frá Noregi: Ég er einn af þúsundum íslenskra útlaga á Norðurlöndunum og ann- arra íslendinga á erlendri grundu sem ofbýður einokunarvald Flug- leiða þegar kemur að fólksflutning- um til og frá íslandi. Með fullri virð- ingu fyrir starfsfólki flugfélagsins er margt sem veldur reiði, undrun og áhyggjum hjá venjulegu fólki, sem neyðist til að eiga viðskipti við þetta flugfélag hér erlendis, og eflaust öðr- um viðskiptavinum á íslandi. í mörg ár, áður en ég nauðugur viljugur, varð einn af útlögum frá minni fósturjörð, heyrði ég harma- kvein íslendinga búsettra í Evrópu er kvörtuðu um há fargjöld og vafa- sama viðskiptahætti flugfélagsins. Nú hef ég fengið smjörþefinn sjálf- ur. Maður vildi gjaman fá einhverj- ar skýringar frá félaginu og þá ekki síður samgönguráðherra, ríkis- stjórn íslands og sessunautum hennar á Alþingi, samviskunnar og smælingjanna vegna. Eitt er t.d. hvort það flokkist ekki undir óeðlilega viðskiptahætti að við sem fljúgum með Flugleiðum milli íslands og Skandinavíu niður- greiðum fyrir þá farþega sem fljúga með félaginu milli Evrópu og Amer- iku. Undarlegt er að ódýrara skuli að fljúga alla leið frá Evrópu til Am- eríku en milli Evrópu og íslands. Veit hin fjarstýrða Samkeppnis- stofnun íslands nokkuð um þetta? Skyldi einokunarflugfélag eins og Flugleiðir ráða sínu fargjaldi algjör- lega sjálft, eða kann Alþingi einhver áhrif að hafa á fégræðgi einokunar- félaga (einkaleyfishafa), eða fer þetta kannski eftir hagsmunatengsl- um eða ráðandi stéttum og fylgi- nautum þeirra á íslandi, hve langt svona fyrirtæki komast í ofurverð- lagningu? Nú, svo er möguleikinn á því aö hér sé einfaldlega á ferðinni ein- hvers konar „ástandsokur" af hálfu „Einokunarleiða hf.“ - afsakið; ég meina Flugleiða hf. Lengi lifi hin fijálsa samkeppni, svo langt sem hún ristir. Hættum Clinton- róginum Ásgerður skrifar: Ég er orðin yfn’ mig undrandi hve íslenskir íjölmiðlar endast til að teygja og toga Clintonhjónin banda- rísku fram og til baka vegna Lewin- sky stúlkunnar. Þetta er orðin ein leiðinlegasta umræða sem lengi hef- ur gengið. Meira að segja þurfti einn gesturinn í „Þetta helst...“ að fara að búa til oröið „clintonsksur" eins og til að halda vitleysunni við. Þetta er ekkert sniðugt lengur. Clinton forseti hefur skaðast af mál- inu öllu, eins og búast mátti við, en hann er sterkur stjómmálamaður og ber sig vel þrátt fyrir and- streymiö. En hættum nú Clintonróg- inum sem fyrst. „Please"! Falsanir í banka- kerfinu? Gunngeir hringdi: í fréttatíma hjá Islenska útvarps- félaginu nýlega, svo og á Stöð 2, var greint frá því að í rannsókn væri meint fölsun af hálfu bankastjóra Búnaðarbankans á tryggingavíxl- um ásamt innheimtu þeirra. Einn aðstandandi þeirra hefði orðið gjaldþrota og þama hefði verið um að ræða „aftöku'” af hálfu bankans. Ég sá viðtal við bankastjóra Búnað- arbankans þar sem hann tók fyrir að svona nokkuð stæðist og málið auk þess fymt. Hér má vera að rétt sé með farið hjá bankastjóranum og vonandi að svo sé. Hins vegar þarfnast þetta mál fyllri skýringar eins og öll mál af þessu tagi, úr því þau koma fram fyrir almenning yf- irleitt. Tilræðið við leigubílstjórann Reiður borgari skrifar: Fólk hrökk við er það heyrði um morðtilræðið við leigubílstjórann, sem slapp þó vegna þess að sárið var ekki hættulegt. Illur er tilgang- urinn engu að síður. Mikið lá því við að ná tilræðismanninum og sex lögreglubílar og hundar tóku þátt í leitinni. Það má lögreglan eiga, að hún er orðin ansi glögg við að ná þessum óþokkum. En þá kemur að þætti dómara. Það er eins og þeir vinni gegn lögreglunni, enda var úrskurður dómara að árásarmann- inum skyldi sleppt, nokkrum tim- um eftir að hann játaði verknaðinn! Hvers vegna má ekki dæma á staðn- um eða svo að segja? Svona mönn- um má fyrir engan mun sleppa. Er Briggs sekur? Hólmfríður hringdl: Ég var að lesa viötal í DV við Bretann Briggs, sem dæmdur hefur verið í 7 ára fangelsi fyrir að flytja hingað til lands rúmlega 2000 E-töfl- ur. Mér finnst mál þetta afar ein- kennilegt og trúi því engan veginn að maður þessi sé jafn sekur og dómurinn segir til um. Ég vitna líka til orða verjanda Briggs og spyr ennfremur: Hefur þáttur íslendings á Benidorm veriö nægilega rann- sakaður? Ég held að Briggs þessi sé í mesta lagi eitt þessara „burðar- dýra", en ekki sá eini stórseki. Ávísanir og falsarar Garðar H. Guðmundsson skrifar: Ég er undrandi á því hvemig við- skiptahættir era að þróast þessa stundina. Ég sendi dóttur mína til að versla fyrir mig í 10-11 í Engi- hjallanum. Hún var með 2000 króna ávísun og átti að kaupa fyrir 1800 kr. Henni var neitað um afgreiðslu af þeim sökum að svo mikið væri um ávisanafals. Þetta er harður dómur yfir þeim sem nota ávísanir. Eigum við að gjalda fyrir örfáa fals- ara? Ég hef ekki fengið yfirlýsingu frá mínum banka um að ávísanir séu ekki lengur gjaldgengar sem greiðsla. Ég skora á forstjóra 10-11 að endurskoða þessi mál. Það er erfitt að fara aftur í verslun með ávísun fyrir þá sem vísað er frá eins og í dæminu hér að ofan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.