Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1999, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 1999 íþróttir ITAUA A-deild Lazio 25 15 7 3 52-23 52 Parma 25 13 8 4 46-25 47 Fiorentina 25 14 5 6 41-25 47 AC Milan 25 13 8 4 37-27 47 Udinese 25 11 6 8 34-32 39 Roma 25 10 8 7 47-34 38 Juventus 25 10 8 7 29-25 38 Inter 25 10 6 9 45-33 36 Bologna 25 9 8 8 31-28 35 Venezia 25 8 7 10 26-32 31 Bari 25 6 12 7 28-33 30 Cagliari 25 8 5 12 32-37 29 Perugia 25 8 4 13 32-46 28 Piacenza 25 6 7 12 34-38 25 Sampdoria 25 5 9 11 23-43 24 Vicenza 25 5 8 12 15-30 23 Salemitana 25 6 5 14 2645 23 Empoli 25 3 9 13 20-42 16 Markahæstir: Gabriel Batistuta, Fiorentina .... 18 Hernan Crespo, Parma ...........16 Giuseppe Signori, Bologna......14 Marcelo Salas, Lazio...........13 Marcio Amoroso, Udinese........13 Marco Delvecchio, Roma.........13 Roberto Muzzi, Cagliari........12 Oliver Bierhoff, AC Milan......11 Simone Inzaghi, Piacenza ......11 Sunnudagur 21. mars: Bologna-Vicenza Cagliari-Empoli Fiorentina-Piacenza Juventus-Roma Lazio-Venezia AC Milan-Bari Perugia-Salernitana Sampdoria-Inter Milano Udinese-Parma B-deild Verona 26 14 9 3 44-20 51 Treviso 26 12 12 2 40-24 48 Torino 26 14 5 7 39-21 47 Lecce 26 12 7 7 30-22 43 Atalanta 26 10 11 5 29-19 41 Brescia 26 10 11 5 28-19 41 Reggina 26 10 11 5 29-21 41 Pescara 26 11 6 9 35-32 39 Ravenna 26 10 9 7 33-33 39 Napoli 26 9 11 6 26-22 38 Genoa 26 9 6 11 36-36 33 Chievo 26 8 8 10 24-31 32 Monza 26 7 9 10 21-27 30 Cosenza 26 7 7 12 26-36 28 Cesena 26 6 9 11 21-28 27 Ternana 26 4 13 9 22-36 25 Fid.Andria 26 6 7 13 17-32 25 Lucchese 26 5 9 12 21-27 24 Reggiana 26 4 10 12 25-34 22 Cremonese 26 3 8 15 24-50 17 Nr. Leikur: Röðin 1. Venezia - Fiorentina 4-1 1 2. Empoli - Lazio 0-0 X 3. Salernitana - Sampdoria 2-0 1 4. Piacenza - Cagliari 2-0 1 5. Vicenza - Perugia 3-0 1 6. Cesena - Atalanta 0-0 X 7. Treviso - Napoli 1-1 X 8. Brescia - Lecce 0-0 X 9. Reggiana - Ravenna 3-0 1 10. Cremonese - Reggina 0-2 2 11. Lucchese - Pescara 2-0 1 12. Fid.Andria - Monza 04) X 13.Ternana - Chievo 0-2 2 Heildarvinningar 32 milljónir 13 réttir| 12 réttir | 11 réttirf 10 réttirl 151.370 9.950 kr. kr. kr. kr. Juan Veron hefur reynst Parma mikill happafengur í vetur og er nú talinn einn af bestu miðju- mönnum heims Reuter Ostar. skinka en nú er Parma líka að öðlast frægð fyrir fótboltann Parma er ekki ein af stóru borgunum á Ítalíu. Hún er ekki held- ur þekkt fyrir mikla knattspymuhefö eins og Mílanó, Tórínó og fleiri slíkar í nágrenninu á Norður-ítaliu. Parma er frægari fyrir góða osta, ljúffenga skinku og fyrir að vera fæðingarborg Giuseppe Verdi, tón- skáldsins heimskunna. En þetta kann allt að vera að breytast. Síðasta áratuginn hafa umskipt- in verið mikil hjá knattspyrnuliði borgarinnar sem allt frá stofhun, árið 1913, hafði eytt 77 árum í neðri deildum og komst í fyrsta skipti í hóp þeirra bestu árið 1990. Ævintýrið byrjaði árið 1988 þegar milljarðamæringurinn Calisto Tanzi ákvað að taka félagið undir sinn vemdarvæng. Tanzi á eitt stærsta fyrir- tæki Ítalíu, mjólkurvöruverksmiðjuna Parmalat, sem um leið varð aðalstyrktaraðili fótboltaliðsins. Tanzi og Parmalat voru engir nýgræðingar á íþróttasviðinu - höfðu sett tals- verða peninga í auglýsingar í kringum Formúlu eitt kappaksturinn, og Parmalat var aðalstyrkaraðili spænska stórveldisins Real Madrid eitt tímabil um miðjan ní- unda áratuginn. Þegar ljóst var að þetta vel rekna fyrirtæki væri búið að tengja sig rækilega við fótboltafélagið Parma þurfti enga spekinga til að spá því að nú færi boltinn að rúlla. Og hann rúllaði hratt. Innan tveggja ára var Parma komið í A-deildina í fyrsta skipti. Og ekki bara komið þangað til að vera með. Á fyrsta tímabili hafnaði liðið í sjötta sæti og tryggði sér þátttökurétt í UEFA-bikamum. Næstu árin vora lífleg. Frá 1992 til 1995 varð Parma bikarmeistari, Evrópumeistari bikar- hafa, vann Stórbikar Evrópu og UEFA-bikarinn. Vorið 1995 virtist stóri draumurinn um sjálfa Ítalíu- meistaratignina vera að rætast. Parma og Juventus börðust hlið við hlið á toppn- um allan veturinn en á lokakaflanum sagði leikjaálagið til sin. Parma var um leið að reyna að vinna UEFA-bikarinn og ítölsku bik- arkeppnina, og svo fór að liðið gaf eftir og end- aði í þriðja sæti. UEFA-bikarinn var sárabót fyrir hina tvo titlana sem töpuðust. Sumarið 1996 tók Stefano Tanzi, sonur mjólkurfor- stjórans, við sem forseti félagsins. Hann er sá yngsti í því embætti á ítaliu, aðeins þrítugur að aldri. Hann réð Carlo Ancelotti sem þjálfera, kveikti nýjan metnað og kom með enn meiri mjólkurpeninga. Enn hefur þó stóri bikarinn ekki komist inn fyrir borgarmörkin. Parma varð í öðru sæti 1997 og i sjötta sæti í fyrra. Það kostaði Ancelotti starfið, og við af honum tók Alberto Malesani. í vetur hafa breytingar á liðinu verið miklar. Þeir Hernan Crespo og Enrico Chiesa hafa fengið að þróa samvinnu sína í sókninni en þeir fengu nýja miðju fyrir aftan sig. Þar þykir Juan Veron, argentínski leikstjómandinn, vera mesti happa- fengurinn. Aðeins 23 ára og þegar einn sá besti í sinni stöðu í heiminum. Með honum á Parmamenn fagna marki hjá Enrico Chiesa. Hann hefur skorað 9 mörk í deildinni í vetur. Reuter miðjunni eru engir smá jaxlar, Dino Baggio og Alain Boghossian, og á vængjunum Diego Fuser og Antonio Benarrivo, stundum Mario Stanic. í vöminni eru aðalmenn þeir Lilian Thuram, Nestor Sensini og Fabio Cannavaro. Malesani hefur breytt um leikstíl. Ancelotti notaði „Sacchi-stílinn“, 4-4- 2, en Malesani hefur breytt því yfír í 3-4-1-2, með Veron i frjálsu stöðunni fyrir aftan Crespo og Chiesa. Svona lið á að vinna titla, og það ætti að bæta einhverjum í safnið í vor. Parma er á fleygiferð í baráttunni um sig- ur í deild og bikar, og er í 8-liða UEFA-bikarsins. Um helgina lyfti Parma sér upp annað sætið á ný og virðist vera líklegasti keppinautur Lazio um titilinn á lokasprettinum. Það er þó Ijóst að það verður erfið barátta. Parma á útileiki fyrir hönd- um gegn öllum erfiðustu liðunum og þaö verður ekki auðvelt að eiga við hið fimasterka lið Lazio sem nú er líklegast til að hreppa meistaratitilinn. En hvemig sem allt fer í vor er útlit fyrir að mjólkurborgin verði orðin ein af Fótboltaborgum Ítalíu með stórum staf áður en langt um líður. -VS 2.280

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.