Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1999, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 1999 T~>V 36 nn Ummæli óður fundur f „Þessi fundur var afskaplega I góöur, samkennd og samhugur hefur einkennt hann og , ég minnist þess I ekki að fundurinn ) hafi verið haldinn , í svo jákvæðu l andrúmslofti og það er fagnaðarefni." Davíð Oddsson forsætisráð- herra, í DV. Orðin eitt „Ég held aö þetta sé orðinn sjúkdómur með stólana. Ég tek eftir því að þegar ég horfi á bió- myndir get ég horft framhjá öllu öðru en þvi á hverju fólkið situr. Ég og stólamir erum orð- in eitt.“ | Erla Sólveig Óskarsdóttir, húsgagna- og iðnhönnuður, Morgunblaðinu. Ætlar að berjast „Mitt leynivopn er að mér fmnst við hafa stað-; ið okkur vel. Mér frnnst ég hafa mjög góðan málstað. Meðan ég trúi því þá líöur mér ágætlega. Mér fmnst ég hafa eitthvað til að berjast fyr- ir. Og ég ætla að berjast." Halldór Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra og formaður Fram- sóknarflokksins, í Degi. | Siðblinda og sakleysi „Siðblinda er eitt helsta auð- kenni íslenskra stjómmála- manna og á sér, mér vitanlega, . enga hliðstæðu meðal kollega þeirra norðan Mundíufjalla. Þessi siðblinda er stundum svo inngróin að hún getur birst sem fullkomið sakleysi eða meðvit- undarleysi." Sigurður A. Magnússon rithöf- undur, í DV. Skipuleggið „Ef menn vita hvað þeir ætla að gera á morgun : em þeir ekki \ stressaðir í dag. Ef maður skipulegg- ur morgundaginn og hinn daginn þá hefur maður tíma til alls!“ Svavar Gestsson sendiherra, í Morgunblaðinu. Sjálfstætt fólk „Okkar vandamál er kannski að hver á sinn Bjart. Það er bor- in von að við getum einhvern tímann uppfyOt allar þær kröfur sem fólk gerir til hans. En okkar verkefni er að vera trúir okkar J Björtum." Arnar Jónsson leikari, í Degi. \ SKYRINGAR Vegir Gönguskíða- leiðir Til Þingvalla ÞING VALLAVATN Þorsteinsvík Dyradalur P ►**■■. ■ Grámelur ,Q** ” Nesjahraun * ** Botna- * * * * * Hagavík dalur ■ .. ff Olfus- tj Nesbúð ''r?' Lambhagi Ölfusvatns- vík v « .♦ Mælifell Skeggi Hengill * ♦ ♦ * 'N * ■ ■ ■ ■ *^ Villinga- * £ vatn « ♦ -Ö * :o ■ ♦ - é/ftU'fljóts-0 Krossfjöii « “ vatn • Sulufell •1•■■•* 1 J'b * Hrnmnnrfnr- ♦**■■****" ,■■■■♦ ><? Hrómundar«♦ * tindar^* ♦ ■/ JESES --j, A 2000 metrar ♦ ♦* . ♦* .♦ Laki** * Dagmála- fell Klóarfjall Til Hveragerði Ólafur Ólafsson, formaður Félags eldri borgara: Hugar að rétti aldraðra Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, er orðinn sjötugur. Hann ætlar ekki að setjast í helgan stein. „Ég held að það sé frekar óhoUt að setjast í helgan stein. Það er nauðsynlegt fyrir eldri borg- ara að hafa eitt- hvað fyrir stafiii sem þeir hafa ánægju af. Ég held að það sé meginmálið.“ Hann er búinn að opna stofu sem opin er tvisvar í viku auk þess að vera orðinn formaður Félags eldri borgara. „Þetta eru hjartalækningar og ýmsar embættislækningar," seg- ir hann um læknisstörfin á stof- unni. „Ég fékk ekki að auglýsa „gamaldags lækningar“.“ Hann er spurður hvort hann hafi sóst eftir að gerast formaður Félags eldri borgara. Þögn. „Ég get sagt þér að mér datt það ekki í hug,“ segir hann síðan. „Það voru menn úr fé- lagsskapnum sem komu að máli við mig.“ Hann þurfti að hugsa sig tölu- vert um. „Vissulega hef ég haft áhuga á ýmsum málum sem snerta félag aldraðra. Til dæmis hef ég hugað að hag öryrkja í gegnum árin og séð að hagur þeirra hefur síst batnað miðað við aðrar þjóð- félagsstéttir. Þetta eru áhugaverð mál. Það sem mér hefur þótt verst er að í þjóðfélaginu virðist vera lit- ið á alla 67 ára og eldri meira og minna sem óvirka borgara." í nýja starfmu ætlar Ólafur fyrst og fremst að leggja áherslu á.að rétt- ur aldraðra verði ekki fyrir borð borinn. „Það þarf ekki að horfa nema á grunnlífeyr- Ólafur Ólafsson. inn og hvers vegna hann fylgi ekki launavísitölu eins og laun manna gera. Það þarf líka að gæta þess að menn verði ekki útundan. Það þarf að standa vörð um rétt þeirra sem nútímavæddu ís- lenskt þjóðfélag. Það sær- ir mig ef fólk get- ur ekki fengið rétt sinn.“ Ólafur er sjötugur, búinn að láta af landlæknis- embættinu og orðinn formaður Félags eldri borg- ara. Hann er spurður hvort ellin sé ekki skyndilega orðin of fyrirferðar- mikil í lífl hans. „Nei, mér finnst það ekki, satt að segja. Hitt er svo annað mál að ég veit ekkert hvemig mér tekst þetta. Það verður bara að spyrja að leikslokum." Hann segir að eins og svo marg- ir aðrir beri hann þann ótta í brjósti að ellin verði leiðin- leg og einmanaleg. „Þá er bara best að vera virkur og eiga góða konu sem lifir vonandi lengur en maður sjálfur." Landlæknirinn fyrrverandi er kvæntur Ingu Marianne Ólafsson, skólahjúkrunar- fræðingi í Hagaskóla. Þau iga fimm böm og sjö bama- böm. Ekkert langafabam er komið í heiminn. -SJ Maður dagsins Samkór Kópavogs. Samkór Kópavogs Samkór Kópavogs heldur sína árlegu vortónleika í Salnum, tónlistarhúsi Kópa- vogs í kvöld og hefjast þeir kl. 20.30. Efnisskráin er fjölbreytt og verða m.a. flutt verk eftir Tryggva Baldvinsson, Ingi- björgu Bergþórs- dóttur, Valgeir Guðjónsson, Pablo de Sarasate, Josef Strauss, Johann Steurlein, F. Chopin, Martini, G. Gers- hwin, Andrew Lloyd Webber og Irving Berlin. Á meðal textahöfunda em Davíð Stef- ánsson, Hallgrímur Péturs- son, Jón frá Ljárskógum og Jóhannes úr Kötlum. Sungin verða lög úr Porgy og Bess, My fair Lady og Cavalleria Rusticana. Stjómandi kórsins er Dag- rún Hjartardóttir. Einsöngvari er Svava Kristin Ingólfsdóttir. Undirleikari er Claudio Rizzi. Samkór Kópavogs var stofnaður 1966 og hefur starf- að síðan að undanskildum tveimur til þremur ámm. Kórfélagar em um 60. Tónleikar Myndgátan Hjón gefin saman Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Mynd eftir Þóru B. Jónsdóttur. Björg Og fjöll Myndlist Þóru B. Jónsdóttur er til sýnis í Fjarðarnesi, Bæjar- hrauni 4 í Hafnarfirði. Þóra fædd- ist og ólst upp á Eyri í Skutuls- Ðrði, en flutti til Hafnarfjarðar 1966 og hefur búið þar síðan. Listakonan stundaði nám við Myndlistarskóla Hafnarfjarðar á ámnum 1993-1994. Hún hefur tek- ið þátt í samsýningum og er sýn- ingin í Fjaröamesti hennar fyrsta einkasýning. Myndefiii hennar er m.a. sótt i vestfirsk björg og fjöll og má þar nefna Látrabjarg, Hombjarg og Hælavíkurbjarg. Sýningin stendur til 9. apríl. Sýningar Heimurinn okkar Sýning stendur yfir í Safhahúsi Borgarfjarðar, Bjamarbraut 4-6, Borgamesi, á verkum Hrannar Eggertsdóttur og Margrétar Jóns- dóttur. Þær stöllur kalla sýninguna Heiminn okkar. Hrönn sýnir verk unnin með olíu á striga, en Mar- grét sýnir styttur af mönnum og dýrum úr steinleir og jarðleir. Sýningin er opin alla daga, kl. 14-18, og lýkur henni 26. mars. BHdge Af og til lenda menn í því að segja of mikið á spilin sín, án þess að bein- línis sé hægt að gagnrýna sagnir. Þegar slíkt gerist er mikilvægt að gef- ast ekki upp og gera ráð fyrir bestu hugsanlegu legu. Skoðum hér eitt skemmtilegt dæmi sem kom fýrir á Forbo sveitakeppnismótinu á dögun- um. Þar áttust við sveitir Hollands og Danmerkur. Á öðru borðanna end- uðu Danir í tíðindalausum þremur gröndum sem unnust örugglega. Sagnir gengu þannig á hinu borðinu, suður gjafari og NS á hættu: 4 10962 ♦ 74 D ♦ ÁKD1075 * - ♦ KD108532 ♦ 8743 ♦ 93 ♦ KD7 ♦ ÁG6 ♦ ÁK962 ♦ 84 Suður Vestur Norður Austur 1 ♦ 2 4 3 ♦ pass 4 grönd pass 6 grönd p/h Þrjú lauf var krafa og suður taldi sig vera með of sterka hönd til að segja einfaldlega 3 grönd. Fjögur grönd var áskorun í sex (quantitati- ve), bað norður um að passa eða hækka i sex ef hann ætti góða hendi. Sagnir em ásættanlegar en samning- urinn vondur. Vestur spilaði út hjartaníu og sagn- hafi, Anton Maas, drap drottningu austurs á ás. Hann spilaði nú öllum laufslögum sínrnn, henti öllum spöð- unum heima og einum tígli. Síðan var hjarta spilað að gosanum. Austur setti kónginn en afganginn af slögunum átti sagnhafi, vegna þess að G10 féllu hlýðin þriðju í tíglinum. Svo furðulegt sem það nú hljómar, þá er nánast sama hvað sagnhafi gerir, hann stendur alltaf spilið. Ef hann hefði hent báðum hjörtum sínum heima, einum spaða og einum tígli niður í laufið og spil- að spaða á kóng, hefði hann einnig staðið spilið. Hins vegar er lítið rétt- læti í því fólgið að svona samningar skuli standa. ísak Öm Sigurðsson 4 AG8543 ♦ 9 4 G105 4 G62

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.