Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1999, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1999, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 1999 27 X Préttir Guðbrandur Sigurðsson í forn- sölumarkaðnum. DV-mynd Eva Hveragerði: Gæðavara með drottning- arstimpli DV, Hveragerði: Um síðustu helgi opnaði Guð- brandur Sigurðsson fyrsta fom- sölumarkaðinn í Hveragerði, fyrstu antikverslunina. Þar eru á boðstólum húsgögn og ýmsir aðr- ir hlutir sem Guðbrandur segir að sé dönsk gæðavara með drottn- ingarstimpli. Hann segist hafa verið með svipaðan markað á Vesturgötunni í Reykjavík nú fyr- ir áramót í þrjár vikur. Sá hefði komið vel út og hann hefði ekki læknast af þessu. Antikmarkaður- inn er við Breiðumörk, gegnt Hót- el Örk, og er opinn um helgar. -eh Enn ein kaupmannsbúöin hættir: Hætta með Herjólf og fara í kúabúskap semi líka sem við viljum sinna bet- ur. Við erum búin að eiga kúabú austur í Hrunamannahreppi, Jaðar, þar sem við erum með 55 kýr og höf- um byggt mikið upp á síðustu 13-14 árum. Við erum með aðra jörð í Biskupstungum, Kjóastaði, við vor- um með svo mikinn bústofh að það vantaði hey. Þar erum við líka með talsvert uppeldi. Okkur þykir lítill tilgangur að vera með þetta og geta ekki sinnt því. Við höfum haft gott fólk á Jaðri sem verður þar áfram en við hjónin ætium að setjast að á Kjóastööum," sagði Bragi. „Það er mikill söknuður að versl- uninni, þetta hefúr verið kjölfestan og stór þáttur í lífi okkar allra svo lengi. Maður á eftir að sakna við- skiptavina, birgja, útkeyrslumanna, sölumanna, starfsfólks og sambýlis- fólks í húsinu,“ sagði Bragi G. Krist- jánsson. -JBP Fjölskyldufyrirtækið Herjólfur í Skipholti 70 hefur starfað í 43 ár. Á mánudagskvöldið hættir búðin en verslunin 11-11 tekur viö. Herjólfur hættir ekki vegna erfíðleika, þvert á móti ganga viðskiptin glatt, að sögn Braga G. Kristjánssonar. Bragi seg- ir að vandamálið sé að böm þeirra hjónanna hafi aflað sér menntunar á öðrum sviðum og hyggi ekki á matvörukaupmennsku þótt þau hafi fram undir þetta komið og gripið í störf í búðinni í tómstundum. Fjölskylda Kristjáns P. Sigfússon- ar og Guðbjargar Guðmundsdóttur hefur verið afar samhent gegnum árin allt frá því búðin var stofnuð í kjallara á homi Grenimels og Fura- mels. í búðinni hafa starfað eitthvað á annem tug úr fjölskyldunni. Stund- um vora allir að vinna í einu. „Við eram afskaplega bundin héma, konan og ég, komumst lítið í fri. Og svo erum við með aðra starf- Bragi og Erna í Herjólfi ásamt Sigurði Teitssyni, framkvæmdastjóra Kaupáss hf., lengst til vinstri, sem rekur 11-11 búðirnar, nýbúinn að opna nýja búð í Grafarvogi og opnar nú í Skipholti. DV-mynd Sveinn. Fjölnota íþróttahús í Reykjanesbæ: Fyrsta sinnar tegundar hér á landi Árekstur í Hrútafirði: Tveir fluttir á sjúkrahús Árekstur tveggja bíla, fólksbíls og jeppa, varð í Hrútafirði um þrjúleyt- ið á sunnudag og var tækjabíll slökkviliðsins á Hvammstanga kall- aður út. Tveir menn vora í hvorum bíl og slösuðust bílstjóri og farþegi í fólksbílnum og vora fluttir til Reykjavíkur með sjúkrabíl. Farþeg- inn hlaut bakmeiðsl og bílstjórinn meiddist einnig, hvoragur þó alvar- lega eins og talið var í fyrstu. Bílamir eru nokkuð skemmdir en ekki taldir ónýtir við fyrstu sýn. Mikil hálka var og slæmt skyggni og talið að rekja megi orsök slyssins til þess. -GJóh Ýmsir möguleikar eru líka fyrir hendi um nýtingu á áhorfendarými en gert er ráð fyrir áhorfendastæð- um fyrir 1000 til 1500 manns. íþróttahúsið mun risa við Flug- vallarveg, skammt frá Fjölbrauta- skóla Suðumesja, á milli tveggja aöalíþróttasvæða sveitarfélagsins. Við hönnun hússins voru lögð til grandvallar fjögur meginsjónar- mið: „Að íþróttahúsið fullnægi vænt- ingrnn iðkenda íþrótta, áhorfenda og starfsmanna. Að útlit byggingarinnar falli vel að umhverfinu, meðal annars með vali á byggingarefni. Að íþróttahúsið sé viöhaldslítið, bæði innan og utan. Að rekstur mannvirkisins sé hag- kvæmur." Verkafl er sjálfstæður tilhoðs- og verkaðili í eigu íslenskra aðalverk- taka hf. og samstarfsaðilar Verkafls við hönnun og undirbúning verk- efhisins era: Vinnustofa arkitekta ehf., sem era arkitektar að bygging- unni, Verkfræðistofa Suðurnesja ehf., Fjarhitun hf., Rafteikning hf. og Teiknistofan Storð ehf., sem sér um landslagshönnun. -A.G. DV, Suðurnesjum: Samningur mn fjölnota íþrótta- hús í Reykjanesbæ var undirritað- ur um helgina, en með byggingu hússins þrefaldast heildarstærð íþróttasala í bænum. Samningurinn felur í sér að Verkafl hf. byggir húsið og leigir Reykjanesbæ það til 35 ára, en leig- an er 27 milljónir króna á ári. Þá felur samningurinn í sér að bæjar- félagið getur hvenær sem er á samnningstímanum óskað eftir kaupum á húsinu. Áætlaður byggingarkosnaður er um 370 milljónir króna og annaðist Landsbanki íslands hf. fjármögnun verkefnisins. Gert er ráð fyrir að Verkafl ljúki hyggingu hússins eigi síðar en 18. febrúar árið 2000. íþróttahúsið verður 108 metrar að lengd og 72,6 metrar á breidd og mesta lofthæð verður 12,5 metrar. Heildarflatarmál hússins er 8.344 fermetrar og skiptist það í íþrótta- sal með gervigrasvelli í fullri stærð Frá undirritun samningsins um fjölnota íþróttahús í Reykjanesbæ. F.v.: Skúli Þ. Skúlason, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, Jónína A. Sanders, formaður bæjarráðs, Ellert Eiríksson bæjarstjóri, Stefán Friðfinnsson, fram- kvæmdastjóri íslenskra aðalverktaka, Jón Sveinsson, stjórnarmaður íslenskra aðalverktaka, Halldór Kristjánsson, bankastjóri Landsbanka íslands hf., Viðar Þorkelsson, svæðisstjóri Landsbankans á Suðurnesjum, og Úifar Ö. Frið- riksson, framkvæmdastjóri Verkafls hf. Að baki þeim er hópur barna úr Keflavfk og Njarðvík sem æfir fótbolta. DV-mynd Arnheiður og þjónustubyggingu. Húsið býður upp á margbreytilega nýtingar- möguleika. Ofan á hluta eða á allt gervigrasið er hægt að fá fljótandi parketgólf, sem sett er á eftir þörf- um, til sýningarhalds eða iðkunar handbolta, körfubolta, blaks eða annarra íþróttagreina. Eftir mikið basl með nafn: Borgarfjarðarsveit skal það neita Borgarfjarðarsveit er nafnið á nýju sveit- arfélagi þar sem fjórir hreppar hafa samein- ast. Þórunn Gestsdótt- ir er sveitarstjóri. Hún segir að nafnið hafi verið samþykkt í hreppsnefnd á fimmtu- daginn var. „Við von- um að þetta verði við- unandi niðurstaða," segir Þórann. Á síðasta ári var ákveðið að Þórunn Gestsdóttir er sveitarstjóri hins nýja sveitarfélags Borgfirðinga sem á að heita Borgar- fjarðarsveit. nefna sveitarfélagið Borgarfjörð. Einhverra hluta vegna var amast við því nafni í stjóm- kerfinu og því er hið nýja nafn til komið. Hálsahreppur, Lunda- reykjadalshreppur, Reykholtsdalshreppur og Andakilshreppur era sameinaðir í Borg- arfjarðarsveit, þar sem um 700 manns búa. -JBP *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.