Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1999, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 1999 13 lllur grunur við aldamót Óttinn við kerfin Nýtt árþúsund er í vændum og það er meira en nóg til að freista manna til spásagna. Það virð- ist þá fara mjög eftir þvi við hvað menn fást hvort þeir horfa fram á nýja öld með ugg eða bjartsýni. Þeir sem sýsla við verðbréf eru yfirleitt eldhressir og spá því að allar vísitölur muni sækja upp á við. Um þá markaðs- bjartsýni er ekki annað að segja en að hún er starfskylda allra sem fara með hlutabréf: ef þeir láta minnsta bilbug á sér finna gufar öll fjárfestingaákefð upp og hrun vofir yfir. Þeir sem gleðja sig við tölvur eru lika afar jákvæðir í spádómum: Þeir sjá fyrir sér óend- anlegar veiðilendur sýndarveru- leikans þar sem þeir fanga í Net sitt alla þekkingu heimsins, öll kostaboð á varningi, alla skemmt- un og að auki mikinn viðskipta- gróða og fjörleg mannleg sam- skipti. Þeir sem hafa hugann við náttúruna og umhverfi mannsins eru hins vegar heldur en ekki svartsýnir, enda vita þeir að jafnt og þétt er gengið á auðlindir, vatni, mold og lofti spillt og nú síð- ast er hleypt út í umhverfið erfða- breyttum jurtum og kvikindum sem enginn veit hvenær valda stórslysum. hafa náð fullkomnum tökum á mennskri kind. Annaðhvort óttast þeir pólitískt alræði, þann Stóra bróður, sem stýrir lífi og jafn- vel hugsun hvers manns af gifurlegri út- sjónarsemi og grimmd. Eða þá að þeir óttast að vísindin og svo upp- eldis- og innrætingar- tækni sameinist um að búa til útsmogið stjómkerfi sem haldi hverjum og einum stilltum, þægum og sljóum í samfélagi þar sem öllum hefur verið frá fósturstigi kennt að „vilja ekki annað en þeir fá“. Hér er vikið að frægum skáldsögum Orwells (1984) og Huxleys ( Veröld ný og góð) og ótal tilbrigðum við þær. Óttinn við upplausn. En nú undir aldarlok virðast höfundar framtíðarsagna óttast miklu síður ofstjórnarkerfi ýmiss konar. Uggur þeirra tengist meir og meir við það að þau „kerfi“ sein Kjallarinn Arni Bergmann rithöfundur Rithöfundar hafa lengi reynt að rýna í möguleika hver sinnar framtíðar. Á öldum áður freistuð- ust þeir helst til þess að lýsa útóp- íum - samfélögum sem ekki em til - í anda framfarabjartsýni: þeir lýstu góðu, skynsamlegu og hóf- sömu mannfélagi. Á okkar öld hafa flestar slíkar bækur hins veg- ar lýst heimi sem er mun verri en samtíminn. Rithöfundar hafa tek- ið uggvekjandi fyrirbæri og breytt þeim í skelfileg og altæk kerfi sem „Ótti við stjórnleysi, við að ekkert virki lengur stýra samfélöginn okkar hrynji. Ótti þeirra er ótti við upplausn, við stjórnleysi, við það að ekkert virki lengur. Ótti við heim þar sem hver verður að forðast annan vegna þess að þar ráða hnefaréttur og fólska og taka sinn geðþóttatoll af hverjum þeim sem ekki getur forðað sér út í skóg eða bak við virki. Sá sem ekki borgar verður barinn í klessu, brennt ofan af honum, eða hann drepinn með sínu hyski, ef honum er þá ekki stútað í meiningarlausu tilviljun- arofbeldi. Um þetta þema má lesa jafnt í Bretlandi (Doris Lessing) Rúss- landi (Petrúshevskaja) - og Banda- ríkjunum (John Updike). Stundum hefur upplausnin í skáldverkun- um orðið eftir stórslys eins og stríð, en stundum er sem ekkert slíkt hafi þurft til. Og þarf engan að undra: hér er i skáldskap hald- ið áfram með þróun sem menn þekkja jafnt frá Rússlandi, vest- rænum stórborgum og svo þróun- arlöndum. Fyrir öld mátti enn sjá á heimskortinu ýmsa auða bletti: hér hafa hvítir menn ekki enn komið og kort- lagt, hér vitum við ekki hvað við tekur. Undir okkar aldahvörf fjölgar þessum hvítu blettum aftur og þeir tákna: sá sem hingað hættir sér getur búist við hverju sem er. Þeir geta náð yfir heil ríki eins og Sómalíu og nú síðast Sierra Leone, eða heil héruð og hverfi i borgum heimsins sem eru undir stjórn mafiósa og eiturbaróna. Og þeim fækkar jafnt og þétt sem geta talið sjálfa sig nógu langt frá þessum ill- kynja blettum á húð jarðar að þeir geti leitt hjá sér þann illa grun sem helst einkennir okkar alda- hvörf. Árni Bergmann „Sá sem ekki borgar verður bar- inn í klessu, brennt ofan af hon- um eða hann drepinn með sínu hyski, ef honum verður þá ekki stútað í meiningarlausu tilviljun- arofbeldi.“ Arnarneslandið selt Venjulegir fuglar eiga sér eitt hreiður. Svo er til fugl sem nenn- ir engri hreiðurgerð og ryður eggjum smáfugla úr hreiðrum fyr- ir sínum og lætur þá um erfiðið og litlu krílin þræla sér út með glöðu geði þvi þau vita ekki betur en að allt sé eins og það á að vera. Reyndar hafa litlu kjánamir eng- an tíma frá þrældómnum sem sá stóri leggur á þá og ungamir vaxa þeim fljótt yfir höfuð og taka við písknum. Gaukurinn veit hvemig hægt er að lifa þægilegu lífi á kostnað annarra og án þess að þeir taki eftir því. Skyldi þessi undrafugl vera mönnum útsmogn- ari? Einhverjir hljóta að átta sig á þessu, eða hafa hæfileikann með- fæddan, hversu geðfelldur sem hann annars er. Það á ekki af íslendingum að ganga Að eignast sem mest í auði og valdi er sumum mönnum lífið sjálft og er þá ekki spurt um af- leiðingar fyrir þá sem fyrir verða, hvort sem um einstaklinga eða samfélagið er að ræða. Nýlega var viðtal i sjón- varpi við fiár- málamann sem keypt hafði 44 hektara lands í Amamesi. Mað- urinn tjáði fréttamönnum, aðspurður um tilgang kaupanna, að hann vildi hafa eggin sín í sem flestum hreiðr- um. Þama slær hann gauknum við, því hann notar líka annarra egg sér til framdráttar. Það á ekki af íslendingum að ganga. Þarna röltir þessi maður sér inn í banka allra landsmanna og fær hjá honum lán, sem að öllu athuguðu mun stór- hækka lóðaverð til almennings og bygg- ingameistara. Það er sorglegt að Lands- bankinn skuli veita mönnum tfi slíkra verka. Landsbank- inn hefur lýst yfir vilja til að styðja hvers konar menn- ingarlega tilburði og aðra jákvæða, en gerir hann það með annarri hendinni á meðan hann rífur niður með hinni? Vanbúin lög Ekki verður betur séð en Landsbank- inn sé að aðstoða braskara við að stórhækka lóðaverð, en kannski kemst hann ekki hjá því að veita lánið. Eitt er víst; Amameslandið er sá að kaupa sem ætlar að græða á samborguram sinum á löglegan en siðlausan hátt. Það verður fiarlægt mikið fé úr bygg- ingaiðnaðinum og lóðakaupend- um gert að auka á þrældóm sinn svo að ríkur verði ríkari. Sýnt er að eiginlegri græðgi verður aldrei fullnægt. Það er mikil ábyrgð að vera virkur bygginga- meistari og yfirleitt áhætta, en þeir hafa axlað hvort tveggja með sóma. Við þá og samfélag Garðbæinga hefur bankinn von- andi talað áður en lán- ið var veitt. Svokallað- ir spákaupmenn eru alheims vandræðafyr- irbæri nútímans og víða við iðju sína. Þeir skapa hvarvetna glundroða þar sem þeir sjá aura von og era ekki vandir að meðulmn. Þeir hafa sett þjóðlönd í upp- lausn og óteljandi menn og fyrirtæki í gjaldþrot. Það er óljóst hvort samfélögum stafar meiri hætta af að taka ein- staklinginn fram yfir heildina eða öfugt og á hinn veginn eðlislægri græðgi ótrúlega margra sem erfitt er við að eiga, en sem betur fer flestir ráða þó við á sæmilegan hátt. - Hér þarf að koma upp vörn- um gegn þeim sem auka á erfiði fólks með því að spila á vanbúin lög án áhættu. Albert Jensen „Ekki verður betur séð en Lands- bankinn sé að aðstoða braskara við að stórhækka lóðaverð, en kannski kemst hann ekki hjá því að veita lánið. Eitt er víst; Arnar- neslandið er sá að kaupa sem ætl- ar að græða á samborgurum sínum á löglegan en siðlausan hátt.“ Kjallarinn Albert Jensen trésmiður Með og á móti Vinnur Afturelding þrefalt í handboltanum? Guðjón Guömundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2. Bjarki, Beggi og Gintaras gera útslagið „Ég tel það víst vera að Aftur- elding vinni íslandsmeistaratitil- inn í fyrsta skipti í sögu félagsins og þriðja bikarinn á þessari leik- tíð. Það er ekki bara að Aftur- elding sé með sterkt sóknar- lið heldur leik- ur liðið geysi- lega sterka og góða vörn og fyrir aftan hana er er besti mark- vörður lands- ins, Berg- sveinn Bergsveinsson. Beggi, sem er mikill reynslukarl, hefur leikið mjög vel eftir að hann kom úr meiðslunum og það hefur hreinlega geislað af honum. Þá era í liðinu leikmenn eins og Bjarki Sigurðsson og miðjumað- urinn Gintaras sem geta gert ótrúlegustu hluti. Þessir þrír leikmenn gera útslagið fyrir Aft- ureldingu í úrslitakeppninni. Hinir leikmennirnir eru engir aukvissar. Aðeins einn veikileiki er hjá liöinu en það er vinstra hornið. Ég er viss um það að Mosfellingar setja fyrir þann leika strax og leiktíðinni lýkur og finna sér annan leikmann þá stöðu fyrir næsta tímabil. Þau lið sem gætu veitt Mosfellingum harðasta keppni er Stjarnan og Fram. Stjarnan fær að vísu ekki árennilega andstæðinga í 8-liða úrslitunum sem era FH-ingar. Þeir hafa oft átt gott með að leika gegn Stjömunni og hafa unnið þá oft í Garðabænum. Þá gæti Fram lent í miklum vandræðum tapi liðið heimaleiknum gegn KA. Önnur lið en Fram og Stjarnan blanda sér ekki í barátt- una um titilinn." Stjarnan verður sigurvegari „Ég tel það ekki líklegt. Aftur- elding er reyndar með mjög gott lið, leikmenn sem eru með mikla reynslu og kunna íþróttina vel. Umgjörðin er líka til fyrir- myndar hjá liðinu og Skúli Gunnsteinsson þjálfari er greinflega að vinna gott starf. En því miður fyrir Aftureldingu munu það ekki vinna nógu marga úrslita- leiki gegn Stjörnunni til Gunnar Einarsson, forstöóumaöur fræðlsu- og menningasviös Garöabæjar og fyrrum þjálfari. að standa uppi sem sigurvegarar. Leiðin í úr- slitin verður þeim erfið en Stjarnan mun eflast með hverj- um leik í úrslitakeppninni, likt og hún hefur gert í deildar- keppninni, og standa uppi sem íslandsmeistari. Stjaman hefur nú aö mínu mati mjög góðu liði á að skipa, liðsheildin er góð og samstaða leikmanna til fyrir- myndar. Ég hef þá trú að sameiginleg reynsla þeirra Einars Einarsson- ar þjálfara og Eyjólfs Bragasonar aðstoðarmanns hans vegi þungt í því taugastríði sem úrslitaleik- ir bjóða upp á. Já Stjarnan verð- ur sigurvegari í úrslitakeppni karla í handknattleik í fyrsta skipti i sögu félagsins. Áfram Stjaman." -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.