Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1999, Blaðsíða 26
ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 1999 JjV 26* Drikmyndir -k Háskólabíó - Hilary and Jackie: Systur í blíðu og stríðu ★★★ Hin glæsilega breska Jacqueline Du Pre var umvafin ljóma frægöarinnar þann stutta tíma sem hún var í sviðsljósinu og samland- ar hennar voru og eru mjög stoltir af henni og telja hana í hópi fremstu tón- listarmanna á þessari öld. Það hlýtur því að vera mörgum áfall að sjá rang- hverfuna á lífi hennar sem við kynn- umst í Hilary og Jackie. Þar er sögð saga hennar frá bamsaldri þar til hún lést úr MS-sjúkdómnum aðeins 42 ára gömul, séð með hennar augum og syst- ur hennar Hilary og er myndin að stór- um hluta byggð á bók Hilary og bróður þeirra, Piers, A Genius in the Family. Eins og oft hefur komið fram í ævi- Kvikmynda w i sögum snillinga á borð við Du Pre er líf- ið ekki alltaf dans á rósum og líf Jacqueline Du Pre er engin undantekn- ing. Hún var bam að aldri þegar hún öðlaðist frægð og eftir að hún fullorðn- ast er hún í stöðugri innri baráttu, þrífst á tónlistinni en þráir um leið að lifa venjulegu lífi. Hinn sári einmana- leiki frægðarinnar kemur best fram í atriðunum í Moskvu og svo þegar hún viljandi gleymir dýr- mætu sellói sinu i leigubft. En frægðin er eins og nautn og hún gat í rauninni aldrei slitið sig frá henni þótt hún gerði fleiri en eina tilraun til þess og því er áfalliö mikið þegar hún fær sjúkdóms- greininguna. Jackie (Emily Watson) með sellóið á göngu í Moskvu. Leikstjóri Hilary and Jackie, Anand Tucker, kýs eftir að hafa fjallað um æsku systranna i ákaflega vel gerðum atriðum að skipta myndinni í tvennt, segja íyrst söguna frá sjón- arhóli Hilary en síðan með augum Jackie. Tekst honum vel að koma til skila tveimur sjónarhom- um á dramatískum atburðum í lífi systranna en um leiö veikir hann myndina þar sem sagan er uppfull af melódramatískmn átökum sem verða meira áberandi. Á móti fáum við ákaflega skýra af- mörkun á eðli þeirra systra og hvað það er sem gerir þær að ólíkum einstaklingum. Styrkur Hilary og Jackie er mestur í leik Emily Watson og Rachel Griffiths og em þær vel komnar að óskarstilnefningum sínum. Emily Watson sann- aði með stórkostlegum leik sínum í Breaking the Waves að hún er áræðin og miklum hæfileikum búin og í hlutverki Jackie staðfestir hún það á eft- irminnilegan hátt. Nær hún á sama hátt og Geoffrey Rush náði í Shine á píanó að fullkomna sellóleik án þess að leika eina einustu nótu. Þá er leikur henn- ar stórkostlegur þegar sjúkdómseinkennin fara að ágerast. Hlutverk Jackie er bitastæðara en Hilary en Rachel Griffiths nær samt ekki minni tökum á áhorfandanum í hlutverki systurinnar sem fómar tónlistarferlinum fyrir hjónabandið og þegar Jackie kemur með þá uppástungu að Hilary láni henni eig- inmanninn á nóttunni er leikur hennar ekki síður áhrifamikill en hjá Emely Watson. Leikstjóri Anand Tucker. Handrit Frank Cottrell Boyce. Kvikmyndataka David Johnson. Kvik- myndatónlist Barrington Pheloung. Aðalleikar- ar: Emely Watson, Rachel Griffiths, Charles Dance, Celia Imrie og James Frain. Hilmar Karlsson I O P P m % í Bandaríkjunum - aösókn dagana 12. -14. mars. Tekjur í milljónum dollara og heildartekjur Michelle Pfeiffer í hlutverki sínu í The Deep End of the Ocean sem er ein nýrra kvikmynda á listanum. De Niro á toppnum Robert DeNiro er einn besti kvikmyndaleikari samtímans, um það efast enginn. Hann hefur þó aldrei leikið aðalhlutverk í kvikmynd sem náð hefur miklum vinsældum í Bandarikjunum. Nú er Ijóst að breyting veröur. Analyze Now, þar sem hann leikur aðalhlutverkið á móti Billy Crystal, er talinn örugg um að ná vel yfir 100 milljón dollara markið. Hún hélt öllum nýjum kvikmyndum frá efsta sætinu og eftir að áhorfendur á myndina hafa verið í eldri kantinum er landslagið að breytast þessa dagana og yngri kynslóöin, sem er fjölmennasti bíóhópurinn, er að taka við sér og var meira en helmingi meiri aðsókn á Analyze Now heldur en á mynd númer tvö. Meöal nýrra mynda á listanum er vert að nefna The Rage: Carrie 2, sem er síöbúiö framhald af kvikmynd Brian DePalma, Carrie, sem hann gerði fyrir tuttugu og þremur árum og var fýrsta kvikmyndin sem gerð var eftir skáldsögu Stephens Kings. -HK Tekjur Heildartekjur 1. (1) Analyze This 15.567 39.938 2. (-) The Rage (Carrie 2) 7.065 7.065 3. (2) Cruel Intentions 7.006 7.006 4. (-) The Corruptor 5.765 5.765 5. (-) Baby Geniuses 5.613 5.613 6. (-) The Deep End Of The Ocean 5.558 5.558 7. (-) Wing Commander 5.114 5.114 8. (4) The Other Sister 3.839 19.863 9. (3) 8MM 3.520 30.970 10. (6) October Sky 3.007 20.769 11. (9) Shakespere In Love 2.848 68.887 12. (5) Payback 2.528 75.948 13. (7) My Favorite Martian 1.897 32.789 14. (11) Lífe Is Beautifull 1.865 32.801 15. (8) Message In A Bottle 1.838 49.354 16. (10) She's All That 1.294 59.206 17. (14) Saving Private Ryan 858 208.671 18. (15) Rushmore 646 15.189 19. (12) Blast From The Past 645 24.689 20. (17) Elizabeth 559 26.935 __ rvrai Stjörnubíó - Divorcing Jack: Um óviðeigandi gamansemi á alvarlegum tímum ★★★ Gaman gaman. Þetta er alveg gjörsamlega kolsvört kómedía frá N-írlandi og leyfir sér að hafa ástandið þar að háði og spotti sem svo sannarlega var tími til kominn því það er varla hægt að gráta meira. Ekki svo að skilja að myndin hafi eitt- hvað mjög djúpt að segja um stöðu mála á þessu stríðshrjáða svæði, þetta er fyrst og fremst bráð- skemmtilegur gamanþriller í anda Hitchcocks um drykkfelldan og kaldhæðinn blaðasnáp sem lendir í þvílíkum vandræðum að það hálfa væri nóg. Sagan gerist í ímyndaðri en mjög nálægri framtíö. Kosningar eru fyrir dyrum og til stendur að kjósa fyrsta forsætisráðherra N-ír- lands. Dan Starkey (Thewlis) er fyllibytta sem skrifar daglegar háðsglósur í dagblað í Belfast og er um það bil að klúðra hjónaband- inu. Áður en hann veit af er hann búinn að sænga hjá ókunnri konu, kála móður hennar óvart, fá alla helstu hryðjuverkamenn N-írlands á eftir sér og lögguna að auki, auk þess sem mynd af honum skreytir forsíður allra helstu dagblaða i Belfast. Ástæðan: sakleysisleg kassetta sem virðist innihalda klassíska músík sem ókunna stúlk- an gaf honum en reynist geyma hættulegar upplýsingar sem marg- ir vUja komast yfir. Thewlis er hér í sínu fyrsta að- alhlutverki síðan hann „debúter- aði“ svo glæsUega í Naked árið 1994 og má furðu sæta að svo lang- ur tími hafi liðið því maðurinn er perla. Hann virðist að mestu hafa eytt tímanum í vit- leysu, leikið auka- hlutverk í HoUywoodrusli á borð við Dragonhe- art og The Island of Dr. Moreau, að ógleymdri þeirri af- spyrnu vondu Seven Years in Tibet, auk þess sem hann hefur birst í athyglisverðari myndum á borð við The Big Lebowski og Total Eclipse. Héma er hann aftur í essinu sínu, sóðalegur og iUa tU- hafður, kjaftfor, ósvífinn og með hið skemmtilega „ég-gef-skít-í- þetta-aUt“-glott framan í heiminn. Ýmsum kann að þykja Divorcing Jack taka léttúðugt á grafalvarlegum málum - vandræð- in á N-írlandi em enn tU staðar þó að vonir hafi glæðst um betri tíð. En styrkur myndarinnar felst í því að vera í hlutverki hirðfiílsins, Kvikmynda GAGNRÝNI Dawid Thewlis í hlutverki Dans Starkeys. þess sem bendir mannfólkinu á, háu sem lágu, hversu fáránlegt það er í raun. Báðar stríðandi fylking- ar fá óþyrmUega á baukinn og eft- ir stendur sú fuUyrðing að deUan snúist fyrst og fremst um valdabar- áttu nokkurra smákónga sem hafa í raun engan málstað nema eigin drottnunarþörf. Á meðan þarf fólk- ið á götunni að heyja sina venju- legu og hörðu lífsbaráttu. Engin ný sannindi kannski en með hjartað á réttum stað. Og það er óneitanlega hressandi að sjá tekið á þessum málum með spaugi og spéi (stund- um ærið svörtu) i stað yfirþyrm- andi dramatíkur eins og oft áður. Breska bylgjan svokaUaða (þar með talið England, Skotland, Irland og N-írland) hefur nú fengið góðan byr í seglin. Þó að ekki sé hægt að fuU- yrða að vindurinn haldist um ókomna tíð og heimurinn hafi þannig eignast ofurlítið mótvægi við veldi HoUywoodmynda er engu að síður liklegt að byrlega blási á næstu misserum. Bretarnir og ír- amir virðast nefnUega farnir að skUja það að frumforsenda þess að fá fólk í bió er að hafa myndimar skemmtUegar. Leikstjóri: David Caffrey. Handrit: Colin Bateman. Aðal- hlutverk: David Thewlis, Rachel Griffiths, Robert Lindsay. Ásgrímur Sverrisson Patch Adams (Robin Williams) skemmtir veikum börnum. Bíóhöllin/Laugarásbíó - Patch Adams: Öðruvísi læknir +++ Leikstjórinn Tom Shadyac hefur gert þrjár bráðskemmti- legar gamanmyndir, Ace Ventura: Pet Detective, Nutty Professor og Liar, Liar. Því kemur það mjög á óvart hversu hömulega hann fer yfir strikið í Patch Adams, ekki með því að sleppa Robin WiUiams lausum í farsalátum, heldur hvemig í mörgum atriðum hann yfirkeyrir í væmni. Það vantar bara að þaö standi í aug- lýsingu: Hafið með ykkur þrjá vasa- klúta. Þetta er því verra þar sem sag- an sem sögð er í myndinni er virki- lega áhugaverö. Hefði ömgglega ver- ið hægt að gera bitastæðari mynd ef einhver metnaður hefði verið fyrir hendi annar en sá að fá sem fiesta bandaríska áhorfendur á myndina. Ekki get ég ímyndað mér að sá merkUegi læknir Hunter „Patch“ Ad- ams sé ánægöur með hve yfirborðs- lega umfiöUun hans óvenjulega ævi og merka vinna fær í myndinni sem ekki er hægt að líkja við neitt annað en miölungs sápuópem. Þegar myndin hefst hefur Hunter Adams meldað sjálfan sig inn á geð- veikrahæli þar sem hann hafði reynt sjálfsmorð. Þar kynnist hann ómann- eskjulegum lækningum og um leið hversu lítið þarf tU að gera sjúklinga ánægða. Hann fær mikinn áhuga á læknisffæði, útskrifar sjálfan sig og innritar sig inn í læknaskóla þar sem hann vekur strax athygli fyrir að fara eigin leiðir, gera lítið úr kennurum og fá aUtaf hæstu einkunnir. Þar sem læknanemar fá ekki að stunda sjúk- linga fyrr en á þriðja ári þá beitir Patch ýmsum brögðum tU að komast að sjúklingum, sérstaklega mikið veikum bömum, sem hann léttir stundirnar hjá, enda er stutt i trúö- inn i eðli Patch. Tvisvar er reynt að reka hann úr læknanámi en Patch fær því breytt og áður en námi lýkur er hann búinn að stofna sitt eigið sjúkrahús sem síðar á eftir að verða merkUeg stofnun. Robin WiUiams leikur Patch Ad- ams af miklum krafti og um leið bamslegmn ákafa. En þó hann kom- ist vel frá hlutverkinu og eigi auðvelt með að ná athygli þá er hann oftár en ekki að leika þann Robin Williams sem við höfum svo oft séð, símalandi eftirhermu sem á mjög auðvelt með að skemmta fólki. Robin WiUiams hefur sýnt að hann er ekki aðeins frá- bær gamanleikari, hann getur einnig sýnt sterkan dramatískan leik og stundum sýnir hann í Patch Adams sínar bestu hliðar. En eins og áður segir hverfur aldrei persónan Robin Williams og því er maður i raun litlu nær hvemig hinn raunverulegi Patch Adams er og hefur verið. Vel er skip- að i aukahlutverkin og þar er fremst Monica Potter sem leikur læknanema sem Patch hrífst af og fær að lokum tU að hjálpa sér. Það er mikU dýpt í þeirri persónu sem Potter nær að skUa þrátt fyrir aö fá á móti sér eins afgerandi leikara og Robin WUliams er. Leikstjóri Tom Shadyac. Handrit Steve Oedekerk. Kvikmynda- taka:Phedon Papamichael. Tónlist Marc Shaiman. Aóalleikarar: Robin Williams, Monica Potter, Daniel London, Bob Gunton og Peter Coyote. Hiimar Karlsson Kvikmynda GAGNRÝNI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.