Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1999, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 1999 5 Fréttir Ellefu tíma hvíldarskyldan: Læknar og sjómenn fá minni hvíld Læknar og hjúkranarliö á sjúkrahúsum landsins, auk sjómanna, eru í hópi þeirra sem ekki þurfa að sinna 11 tíma hvíldarskyldu, sem á að ríkja á vinnumarkaði á íslandi og í öðrum löndum í Evrópusamstarfi. ísland gekk frá samningum um lágmarkshvíldartíma starfs- fólks um áramótin 1996-97. „Þessi regla þótti í fyrstu skrýtin hér í landi aflahrot- unnar,“ segir Halldór Grön- vold hjá Alþýðusamband- inu. Meiri skilningur ríkir þó nú og reglan er komin í kjarasamninga og lög. Ennfremur seg- ir hann aö skilningur sé vaxandi hjá vinnuveitendum á því að þetta sé sjálfsagt, skynsamlegt og nauðsynlegt. Lítil hagnaðarvon sé fólgin í að halda mönnum að verki myrkranna á milli. Starfsmaður sem vinnur fram til klukkan 12 á miðnætti á vinnustað sínum á ekki að mæta til vinnu að nýju fyrr en kl. 11 næsta morgun, samkvæmt þessari reglu. Sjómenn vilja hvíld í landi Engin er regla án undantekningar. Halldór Grönvold hjá Alþýðusam- bandi íslands sagði að frávikin væru ýmsar skipulagðar vaktir. Þá er heimilt að fara af einni vakt yfir á aðra í vaktasyrpu eftir 8 tíma hvíld, sé það gert með samkomulagi fyrirtækis og starfsmanna. Þá er reiknað með að fólk fái hvíldina til baka og rúmlega það á öðrum tímum. „Það er unnið á fúllu í þess- rnn málum. Við höfúm fyrst og fremst skoðað hvemig þessu er háttað hjá stærri fýr- irtækjum. Það er ljóst að gagn- vart sumum deildum og sum- mn starfshópmn spítalanna hefúr þetta ekki verið fram- kvæmt að fúllu fram að þessu. Það á til dæmis við um læknana en verið er að taka á því núna. Þetta em vinnu- vemdarreglur og byggjast á því að engum sé hollt að vinna svo lengi að hann fái ekki þessa hvíld að lágmarki, að öllu jöfnu í það minnsta," sagði Halldór Grönvold. Sjómenn vom imdanþegnir reglum um hvíldartíma og vinnutíma þegar þær vom settar í Evrópu. Engin nið- urstaða er fengin en Halldór segir að ef til vill sé ekki mikill spenningur fyrir því hjá sjómönnum að vera með mjög langar hvíldir úti á sjó. Þeir leggi meiri áherslu á hvíldir á milli með fjölskyldum sínum I landi. Varð- andi farmenn hefúr rammasamning- ur verið gerður sem á að taka gildi á íslandi. Þar er hægt að velja á milli tveggja leiða: Hámarksvinnutíma eða lágmarkshvíldartíma. Halldór átti von á að eitthvað svipað yrði sett upp gagnvart fiskimönnum. Þak á 48 tíma vinnuviku ar um hámarksvinnutíma sem er kominn inn i samninga en ekki lög. Vikulegur vinnutími má ekki fara yfir 48 klukkustundir. Hins vegar er útreikningstímabil samkvæmt þess- um samningum 6 mánuðir. Stefnt skal að því að þessi vinna sé unnin með sem jöfnustum hætti. Halldór Grönvold segir að strangt til tekið geti vinna í einhverjar vikur farið yfir 60 til 70 tíma eða þangað til að lágmarks- hvíldarákvæðin fara að stoppa vinn- una. En hver á að fylgjast með eftirliti með þessum málum? Halldór segir að þessi regla sé tiikomin eftir leiðum stjómsýslunnar og aðeins stjómsýsl- an geti annast eftirlitið. Vinnueftirlit ríkisins bíði hins vegar eftir að reglan verði lögfest áður en það tekur til við eftirlit með að farið verði að reglum. -JBP Önnur regla ættuð frá Evrópu fjall- Hárin munu rísa á fluggeggjurum - þegar þeir sjá áttræöan flugmann sýna listir sínar Flugáhugamönnum fjölgar á ís- landi og menn með algjöra flug- dellu elta uppi flugsýningar og flug- hátíðir um víða veröld. Gunnar Þorsteinsson hjá Flugmálastjórn hefur gengist fyrir hópferðum. Næsti viðkomustaður fluggeggjara er Sun’n Fun flughátíðin á Cana- veralhöfða í Flórída 6. til 17. apríl. Þetta er sjöunda ferðin sem félags- skapurinn Fyrsta flugs félagið gengst fyrir. Á flughátíöinni munu hárin rísa á ýmsum þegar hin aldni Bob Það er þetta sem flugáhugafólk vill sjá, flugvélar, gamlar og nýjar, stórar og smáar. Myndin var tek- In á flughátíðinni á Canaveralhöfða. Hoover og Patty Wagstaff sýna list- flugsatriöi sín. Boh Hoover er „aðeins" áttræður en vel em eins og sjást mun á glannaflugi hans. ís- lensku ferðalangamir munu heimsækja Piper-flugvélaverk- smiðjurnar og flug- skemmtigarðinn Fantasy of Flight. -JBP Halldór Grön- vold hjá ASÍ - ellefu tíma hvíld- arreglan þótti skrýtin fyrst f stað. TILBÖwSwAGAR I Chrysler Stratus '97, ek. 48 þús. km. Ásettverð: 1.850.000. Tilbðsverð: 1.750.000. Toyota 4Runner '91, ek. 144 þús. km. Ásett verð: 1.100.000. Tilboðsverð: 990.000. Ford.Transit 4 d., dísil, ek. 60 þús. km. Ásett verð: 1.490.000. Tilboðsverð: 1.290.000. Chrysler Saratoga '91. Ásett verð: 690.000. Tilboðsverð. 590.000. Peugeot 306, 5 d., ek. 22 þús. km. Ásett verð. 1.240.000. Tilboðsverð: 1.120.000. Isuzu Crew cab '91, ek. 128 þús. km. Ásett verð: 980.000. Tilboðsverð: 880.000. MMC Lancer stw, 4x4 '91, ek. 118 þús. km. Ásett verð: 790.000. Tilboðsverð: 650.000. Renault Clio '92, ek. 88 þús. km. Ásett verð: 550.000. Tilboðsverð: 450.000. Mazda 323F '93, ek. 75 þús. km. Ásett verð: 790.000. Tilboðsverð. 690.000. Chrysler Stratus '95, ek. 88 þús. km. Ásettverð: 1.590.000. Tilboðsverð: 1.290.000. BMW 316i '90, ek. 116 þús. km. Verð: 690.000. Tilboðsverð: 590.000. NÝBÝLAVEGUR 2 • SÍMI 554 2600 • OPIÐ VIRKA DAGA 9-18

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.