Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1999, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 1999 Sviðsljós ^^V.V.akliibbuA' Bolir frá Kjörís og ávísunupp á tvo græna Hlunka. Glódís Sigmundsdóttir nr. 210194 Margrét B. Jónsdóttir nr. 11382 Hanna G. Halldórsdóttir nr. 14144 Jón F. Sigurðarson nr. 12362 Karen B. Knútsdóttir nr. 8942 Eyvindur Þorsteinsson nr. 250191 Brynja Ragnarsdóttir nr. 13270 Erla S. Kristinsdóttir nr. 130689 Þorgerður E. Bjömsd. nr. 12271 Harpa Heiðarsdóttir nr. 9537 Amar Þ. Halldórsson nr. 15146 Eva Rut Ellertsdóttir nr. 15204 Embla Magnúsdóttir nr. 14389 Sandra Óskarsdóttir nr. 9106 Herdís Gunnarsdóttir nr. 040991 Ingibjörg Hansdóttir nr. 8644 Metta M. nr. 7065 Hafþór Sigurðsson nr. 10067 Amar L. Guðnason nr. 5676 Þómnn S. Héðinsdóttir nr. 14299 Krakkaklúbbur DV og Kjörís þakka öllum kærlega fyrir þátttökuna og óska vinningshöfum til hamingju. Vinningshafar fá vinningana senda í pósti næstu daga. Franski tískuhönnuðurinn Franck Sorbier veit upp á hár hvernig glæsileg buxnadragt á að ifta út. Svona og ekki öðru vísi. Dragtin var sýnd i París. Eiginmaður Céline brast í grát í sjónvarpinu „Ég hef í hyggju að taka mér langt frí, nokkur ár að minnsta kosti, tilkynnti kanadíska söng- stjarnan Céline Dion viö verðlauna- afhendingu á dögunum. Céline hefur ekki leynt því að hana langar til að stofna fjölskyldu með eiginmanninum, Rene Angélil, sem jafnframt er umboðsmaður hennar. Céline er nú orðin 30 ára en eig- inmaðurinn er talsvert eldri eða 56 ára. Þau hjónin hafa lengi reynt að eignast barn. Angélil brast í grát í kanadíska sjónvarpinu í desember síðastliðn- um vegna þess að tvöfalt starf hans sem eiginmaður og umboðsmaður var að verða of mikið fyrir hann. Þá sagði Céline að heilsa eiginmanns- ins væri mikilvægari en frami hennar. nr. Bruce græðir á sölu villunnar Skapgerðarleikarinn Bruce Willis hlýtur að vera eitthvað skyldur Midasi konungi hinum foma: Allt sem hann snertir verð- ur að gulli. Að visu bara í óeigin- legri merkingu hjá Brúsa. Já, Bruce tók sig til um daginn og seldi strandvilluna sína í Malibu í Kaliforníu fyrir um 470 milljónir króna. Ekki ónýtt þegar þess er gætt að leikarinn keypti kofann fyrir litlar 140 milljónir. Krummastúlka nakin á leiksviði Sænska leikkonan Maria Bonn- evie, sem geröi garðinn frægan í einni af vikindamyndum Hrafns Gunnlaugssonar, stendur nú frammi fyrir stærstu stundinni á leiklistarferlinum. Inan skamms mun hún fara úr öllum fótunum á sviði hins fræga Dramaten-leik- húss í Stokkhólmi. „Þetta er það hættulegasta sem ég hef nokkm sinni gert,“ segir Maria sem á líka nýjan kærasta. Sophie í meðferð hjá ljósmóður Sophie Rhys-Jones, unnusta Ját- varðar prins, sást á dögunum koma út frá ljósmóður í London sem sér- hæfir sig í meðferð fyrir þá sem vilja verða barnshafandi. Við með- ferðina beitir ljósmóðirin nála- stungum. Stofa ljósmóðurinnar, Hale Clinic, varð heimsfræg þegar Díana prinsessa hafði leitað eftir meðferð þar. Nú er það sem sé Sophie Rhys- Jones sem leitar sér aðstoðar, að þvi er hreská blaðið Mirror greinir frá. Ljósmóðirin, Zita West, veitir ekki aðeins meðhöndlun fyrir getn- að, heldur einnig á meðan á með- göngu stendur og við fæðinguna sjálfa. Þegar Sophie og Játvarður opin- beruðu trúlofun sína í janúarbyrj- un var hún spurð að því hvenær þau ætluðu að stofna fjölskyldu. Turtildúfurnar fóru að hlæja og Játvarður sagði að þau tækju eitt þrep í einu. Sophie bætti því við að þau væru enn ekki gift. Hale Clinic stofan er heimsfræg Sophie Rhys-Jones, unnusta Játvarpar prins. Símamynd Reuter og hafa margir frægir menn og konur fengið meðferð þar þó að þeir hafi ekki leitað aðstoðar hjá Zitu West. Meðal þeirra eru Linda McCartney, Richard Gere, Arnold Schwarzenegger, Tina Turner, Ruby Wax og Sarah Ferguson. Karl Bretaprins opnaði stofnun- ina 1988. Hann hefur nokkrum sinnum lýst yfir áhuga sínum á óhefðbundnum lækningum. Greinilegt þykir að Sophie, sem er orðin 34 ára, ætli að vera vel undir meðgöngu búin, bæöi líkam- lega og andlega. Brúðkaup hennar og Játvarðar verður haldið í júni þannig að nálastungurnar ættu að hafa gert sitt gagn um nokkurt skeið á undan. Bretar bíða nú spenntir eftir brúðkaupinu og litlum prinsi eða prinsessu og von- ast til að allt gangi Sophie og Játvarði í haginn. Að minnsta kosti vona þeir að hjónaband þeirra verði ekki jafn þyrnum stráð og hjónabönd annarra barna Bretadrottningar. Kattakona kaupir sér heimiliskött Michelle Pfeiffer er greinilega enn með kattarkonuhlutverkið sitt úr Leðurblökumanninum á heilan- um. Hún brá sér 1 gæludýrabúð á dögunum og fjárfesti í einu stykki ketti. Eða voru það kannski börnin hennar tvö, hin fimm ára gamla Claudia Rose eða fjögurra ára snáð- inn John Henry, sem voru búin að suða nógu lengi í mönnum og pabba? Hver veit. Hvað sem öðru líður á kisi ekki að líða neinn skort, ef hægt er að ímynda sér að kettir sem fá nóg að éta líði skort. Michelle keypti nefni- lega ekki bara kisu, heldur líka margþrepa klór- og krafsstaur. Michelle segist vera ósköp venju- leg mamma þegar hún er heima við og á góðum degi kemur jafnvel fyr- ir að hún er með hafragraut í hár- inu, eins og hinar mömmumar. I>V Brad og Jennifer í hjónabandið Loksins er komið aö því sem allir biðu eftir. Krúttíbeibin Jennifer Aniston og Brad Pitt ætla að ganga í heilagt um næstu helgi. Þessu eru haldið fram í breska blaðinu Sunday People. Að sögn hafa stjömurnar aðeins sagt nánustu vinum og ættingjum frá fyrirætlunum sínum. Jennifer hefur til þessa haldið þvi fram að ekkert lægi nú á en rómantískt sólarfrí í Mexíkó mun hafa fengið stúlkuna til að skipta um skoðun. Þau Brad og Jennifer hafa verið saman í heila ellefu mánuði. 1 "1 mé Ástarlífið ekki eins og í bíó Stundum er langur vegur frá bíómyndum yfir í blákaldan veru- leikann. Ástarlíf leikkonunnar frægu Gwyneth Paltrow er því marki brennt. Á hvíta tjaldinu er allt í lukkunnar velstandi, eink- um i kvikmyndinni um ástfang- inn Shakespeare. í alvörunni gengur ástin ekki alveg jafn- smurt. Orðrómur hefur verið á kreiki um að Gwyneth hafi tekið saman á ný við stórleikarann Ben Affleck en hann sagði í nýlegu blaðaviðtali að þau væru bara góðir vinir. Svo er afi Gwyneth fársjúkur. Ástin sigraði í kóngsins Köben Friðrik Danaprins og Maria Montell virðast eiga eitthvað erfitt með að ákveða sig hvort þau eigi að vera sundur eða saman. í byrjun mánaðarins eyddi söng- konan langri helgi með prinsin- um í Amalienborgarhöll í Kaup- mannahöfn, að því er danska vikublaðið Billed Bladet skýrir frá. Friðrik og Maria hafa annars haft í nógu að snúast að undan- förnu. Hann er náttúrlega diplómat í París en hún hefur ver- ið að syngja í frönskum skíðabæ og í Taílandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.