Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1999, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 1999
Feiknalegt
fjölskyldualbúm
lenning
11
Fyrir borinn og bam-
fæddan Reykvíking er hin
risavaxna Reykjavikursaga
Eggerts Þórs Bernharðsson-
ar nánast eins og safn fjöl-
skyldumynda. Það er eins
og að lesa eigin ævisögu að
lesa hana. Því að þetta er
bók um okkur sem búum í
Reykjavík en líka þá sem
koma þangað reglulega sem
gestir og sjá ef til vill þróun
borgarinnar gleggra en þeir
sem þar búa. Þetta tveggja
binda verk ber með rentu
nafnið „heildarsaga" því að
Eggert Þór hugar að mörg-
um áttum borgarlífsins í
von um að skapa
mósaíkmynd sem megi lýsa
heildinni á einhvem hátt. í
fyrra bindinu er m.a. fjallað
um atvinnumál, skipulags-
mál og stjómmál í borginni
en í því seinna um félags-, skóla- og menn-
ingarmál. Það er erfitt að fullyrða hvort það
tekst. Hitt er víst að þessum gagnrýnanda
þótti hann kannast við sig. Og að bækurnar
em afburðaskemmtilegar og áhugaverðar.
Þrátt fyrir glæsibraginn var ég og er ósáttur
við ískápssköpulag þessa ritaflokks enda era
bækur til að lesa én ekki til að verjast inn-
brotsjófum. En þrátt fyrir hið ólögulega
sköpulag er texti Eggerts Þórs svo lifandi að
varla er hægt að sleppa hendinni af bókinni,
jafnvel þó að heilbrigðisvandamál hljótist af.
Með orðinu texta á ég líka við myndir bókar-
innar. Eggert hefúr unnið þrekvirki í að
velja myndir og setja upp svo að til fyrir-
myndar sé. í bókinni fann ég fjórar myndir
af ættingjum mínum og enga hafði ég séð
áður. En allir kannast við að sjá stöðugt
sömu myndina aftur og aftur af sama mann-
inum. Einnig era töflur í bókinni til fyrir-
myndar. Háskólakennarinn í sagnfræði er
þannig sjálfur besta dæmið um hversu langt
sagnfræðingar hafa náð í miðlun þekkingar
sinnar. 20. öldin hefur einkennst af ótrúleg-
um breytingum á lífi íslendinga og Reykja-
vik hefur þanist út. Hún hefur breyst svo
óendanlega mikið meira en aðrar evrópskar
borgir á þessari öld, á myndum í bókinni má
sjá að jafnvel miðbærinn hefur breytt mjög
um svip frá árinu 1960. Reykjavík varð til
fyrir það skeið sem hér er sagt frá og Eggert
einbeitir sér að árunum 1940-1970 þegar
Reykjavík er í mótum sem borg. Eins og sjá
má á töflu í bókinni er Reykjavík orðinn sá
„Bóhemar og listamenn voru margir fastagestir á kaffihúsunum
Kristinn Gestsson, Sturla Tryggvason og Dagur Sigurðarson.
risi sem hún hefur verið i landinu þegar árið
1950. Frá 1950 til 1990 býr þar hlutfallslega
sami fjöldi landsmanna, 38%. Reykvíkingum
fækkaði jafnvel aðeins á byggðastefnuára-
tugnum frá 1970 til 1980. Fjölgunin á höfuð-
borgarsvæðinu í heild er aftur á móti um-
talsverð, frá 45 til 57%. Hér er vikið að ótal
þáttum í sögu Reykjavíkur sem vert væri aö
fjalla enn betur um síðar.
Bókmenntir
Ármann Jakobsson
Sveitamannaborg
Reykjavík er sennilega strjálbýlasta höfuð-
borg Evrópu, sveitamannaborg með tún við
hvert hús. Eggert rekur hér alls kyns stefnur
í borgarskipulagi, hugmyndir um sjálfstæð
úthverfi og „hrein ibúðahverfi". Hann rekur
stuttlega hina athyglisverðu sögu bragga-
byggðarinnar. Þá er vikið að sögu hringtorg-
anna og mislægu gatnamótanna. Allt era
þetta brot í mósaíkmyndinni. Reykjavík var
lengi vel nánast sem smáþorp þar sem flestall-
ir vissu flestallt um flestalla. Síðan þenst hún
út, ekki síður að flatarmáli en fjölda og hefur
nú ófá einkenni stórborga. Eins og flestallar
höfuðborgir hefur hún alltaf snúist fremur
um þjónustu en undirstöðuatvinnugreinam-
. Frá vinstri: Jón Laxdal Halldórsson, Elías Mar,
Úr bók Eggerts Þórs um Reykjavík.
ar. Bók Eggerts minnir okkur þó á
hversu skammt er síðan bændur
bjuggu í Reykjavík. í kaflanum um
landbúnað rekur hann hvernig
tengsl Reykvíkinganna verða smám
saman fjarlægari, frá búskap til
skólagarða til húsdýragarðs. Þar
rekur hann einnig sögu átthagafélag-
anna. Ekki síst er þar saga Reykvík-
ingafélagsins forvitnileg. Meðal ann-
arra forvitnilegra kafla i bókinni era
búðasaga Reykjavíkur. Þar man jafnvel fólk á
aldur við undirritaðan tímana tvenna. Hið
sama gildir um húsgagna- og tækjasögu Reyk-
víkinga og sjoppu- og lúgumenninguna en
blómaskeið hennar mun nú liðið. Allstaðar
leika myndir lykilhlutverk og flest af þessu er
afar heillandi. Hættan sem vofir yfir slikri
mósaikmyndagerð er að ritið verði að upp-
talningu. Eins er hætta á að lesendum þyki of
lítið sagt um flest vegna þess ffá hve mörgu
þarf að segja. Það sem eftir stendur
er fjölbreytt og heillandi
mósaíkmynd af höfúðborginni sem
aldrei verður fullkomlega heil. Með
þessu verki hefur Eggert Þór Bern-
harðsson hins vegar unnið braut-
ryðjandastarf. Um leið hefur hann
sýnt sagnfræðilega fagmennsku. Að
lokum hefur honum tekist að segja
lesendum sínum ævisögu þeirra
sjálfra á skemmtilegan og trúverð-
ugan hátt. Sem er ekki minnst um
vert.
Aðdragandi að kossi
Útgefendur sí-
gildrar tónlistar
hafa nú tekið
upp ýmsa siði -
og ósiði - popp-
útgefendanna.
Nú gildir til
dæmis að láta
fræga karl- og
kvensöngvara
með ærið
sexappíl syngja
saman brenn-
heita ástar-
söngva. Herra
og frú Alagna
hafa til dæmis
sungið saman
við góðan
orðstír og nýlega
kom út geisla-
plata með þeim
Bryn Terfel og
Ceciliu Bartoli
sem vakið hefur
fognuð þeirra
sem hlýtt hafa á
hana. Og nú kappkostar Decca-útgáfan að
nýta sér aðdráttarafl hinnar gullfallegu og
raddfógra Renée Fleming með ýmsum hætti,
ekki síst með því að finna henni rómantísk
verk að syngja í og rómantíska karlsöngvara
að syngja með.
Placido Domingo og Renée Fleming.
Það gengur
kannski ekki
alveg upp, út-
litslega að
minnsta
kosti, að láta
hana syngja
ástarsöngva
með Placido
Domingo,
frekar en það
passaði að
búa til „par“
úr þeim
Harrison
Ford og Anne
Heche í Six
Days Seven
Nighis, en það
er auðvitað
raddfegurðin
sem gildir.
Þau Domingo
eru sem sagt
saman komin
á plötu sem
Tónlist/geislaplötur
Aðalsteinn Ingólfsson
ber nafnið Prelude to a kiss - Aðdragandi að
kossi - þar sem þau syngja saman og sitt í
hvora lagi.
Og hárin rísa...
Þetta er ekki alveg nógu vel heppnuð plata.
Þar er ekki við söngvarana að sakast, Fleming er
flauelssópran sem syngur þannig að hárin rísa á
handleggjunum á manni. Og raddböndin í Dom-
ingo hafa ekki látið á sjá þótt maðurinn sé bráð-
um sextugur. Hann fer til dæmis í gegnum Giá
nella notte densa, eina aríuna úr þrælerfiðum
Óþelló eftir Verdi, eins og að drekka Spánarvín.
Verkurinn er lagavalið. Þau skötuhjú syngja
syrpu úr West Side Story, þar sem Domingo er
bæði of raddmikill og of spænskur til að vera
sannfærandi götutöffari í New York, og Ell-
ington (In a Sentimental Mood) þar sem Dom-
ingo er aftur ekki rétta raddtýpan. Síðan fær
hann í sinn hlut tvær lítt þekktar aríur úr zars-
úelum spænskra tónskálda, Gardels og Torroba,
sem ættu að vera á einhverri annarri plötu.
Þau Domingo og Fleming eru hins vegar æð-
isleg í Fást eftir Gounaud og arium úr tveimur
óperettum eftir Lehár, Brosandi landi og Kátu
ekkjunni. En það er bara ekki alveg nóg til að
halda uppi heilli plötu. Þá vil ég frekar benda
fólki á að hlusta á Schubert-plötu sem Renée
Fleming hefúr tekið upp eða plötu hennar sem
ber nafhið The Beautiful Voice. Því rödd hennar
er sannarlega með þeim allra fallegustu i dag.
Rithöfundaraunir
og fleira
í nýjasta fréttabréfi
Rithöfúndasambands ís-
lands kemur fram að
sambandið var rekið með
halla á síðasta ári. Á
stjómarfúndi sem hald-
inn var 11. janúar s.l.
lagði framkvæmdastjóri
sambandsins, Ragnheiður Tryggvadóttir, fram
bráðabirgðauppgjör sem sýndi þetta svart á
hvítu. í fréttabréfi sambandsins er einnig sagt
að þessi bága staða hafi veriö fyrirsjáanleg um
mitt árið 1998, þegar ljóst varð að greiðsla fyrir
vistun Bókasafnssjóðs kæmi ekki til fyrr en frá
1. júní. Ræddi stjóm Rithöfúndasamhandsins
um leiðir til að auka tekjur þess.
í þessu sama fréttabréfi kemur einnig fram
að rithöfundar undirbúa nú „fyrsta vísi að
gagnagrunni“ um íslenska rithöfunda og hyggj-
ast gera hann aðgengilegan fyrir mitt þetta ár.
Viskubruimur
Kristínar
Unnendur orðs og mynda ættu að gera sér
sérstaka ferð upp í Listasafn ASÍ í Ásmundarsal
við Freyjugötu, þar sem sýna tvær ágætar lista-
konur, Sigrid Valtingojer og Kristin ísleifsdótt-
ir. Þar framkvæmir Kristín fáséðan hlut, nefni-
lega að steypa saman orðsins hst og leirlist.
Leggur hún út af algengum íslenskum málshátt-
um, skrumskælir þá eilítið þannig að þeir verða
léttfáránlegir, og lætur þá ríma með ýmsum
hætti við óvenjulegt útlit keramíkhluta:
sinna. Meðal þessara málshátta eru :
Enginn deilir lengi einn. Þaó veróur
vont um síðir sem versnandi fer. Þaó má
lengi vanda sem gott þykir. Og margt
fleira sem afhjúpar hið klisjukennda
inntak ýmislegrar „alþýðuspeki".
Viskubrunn mikinn hefúr Kristín
einnig sett upp á staðnum, en ofan í
honum er mikill fjöldi kringlóttra
keramíkeininga, og er sérhver þeirra
áletruð - silkiþrykkt raunar - með
„speki“ af þessu tagi. Geta menn sótt sér inn-
blástur í þennan brunn. Þessi brunnur færi vel
miðsvæðis í einhverju ráðuneytinu.
Lærum að semja handrit
Lengi hefúr veriö kvartað undan því að Is-
lendingar kynnu ekki að semja handrit að
leiknu eftti fyrir sjónvarp eða kvikmyndir. End-
urmenntunarstofnun Háskólans hyggst nú bæta
úr þeirri ávöntun með námskeiði,
þar sem koma við sögu margir
helstu fagmenn okkar á þessu sviði,
Hlín Agnarsdóttir, Sveinbjöm I.
Baldvinsson, Hilmar Oddsson og
Friðrik Erlingsson.
Þátttakendum verður uppálagt
að gera sjónvarpshandrit út frá eig-
in hugmyndum undir leiösögn
þessara kennara. Enn fremur
munu þeir fjalla um sjónvarp sem
leikrænan miðil og þá mörgu
möguleika sem hann býður upp á.
Eða eins og segir í kynningu: „Far-
ið verður í það helsta sem einkennir hefðbund-
in sjónvarpsskrif, þ.e. leikrit sem tekið er upp í
myndveri, gamanþáttaraðir (sit-com) og fram-
haldsmyndaþætti. Þá verður fjallað um muninn
á þessu og alvarlegri sjónvarpsmyndum sem
krefjast annarra vinnubragða í úrvinnslu."
Einnig verður á námskeiðinu komið inn á
stöðu höfundar í fl-amleiðsluferlinu og mikil-
vægi samvinnu hans við aðra þátttakendur, td.
leikstjóra og myndstjóra, í framleiðslu efnisins.
Hefst námskeiðið 6. apríl og stendur til 25. maí.
Með hækkandi sól
Þættir Stefáns Jökulssonar um samfélagsmál
á Rás 1 eru meðal þess
áheyrilegasta af vitrænu
efni sem boðið er upp á í
útvarpi. I kvöld kl. 10.15
hefst þáttur Stefáns sem
nefnist Meó hœkkandi
só/og er hann einn af mörg-
um sem hann gerir í tilefni
af ári aldraðra. Efniö í
þessum þáttum tekur mið af þeirri meginhug-
mynd að rangt sé að skipa öldruðum á sérstak-
an bekk i samfélaginu. Fjallað er um það hvem-
ig unnt sé aö gæða efri árin ríkari gleði og
ánægju og hvað geti stuðlað að samstöðu kyn-
slóðanna og þátttöku aldraðra á ýmsum sviðum
þjóðlífsins. Enn fremur er rætt um afstöðu aldr-
aðra tO sjálfra sín og ýmislegt sem varðar lífs-
stíl þeirra og heilsu.
Umsjón
Aðalsteinn Ingolfsson