Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1999, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 1999 Utlönd 9 Æsispennandi lokasprettur í finnsku kosningabaráttunni: Lipponen gæti falliö á fáum atkvæðum - segir Björn Mánsson, ritstjóri Hufvudstadsbladets DV, Helsinki: „Það gæti farið svo að Paavo Lipponen forsætisráðherra skorti aðeins fáein atkvæði til að halda embætti sínu. Þetta er ótrúlega spennandi og það eru þrír flokkar sem allir gætu fengið nánast jafn- mörg atkvæði. Þá veit enginn hver verður forsætisráðherra eftir kosn- ingarnar," segir Björn Mánsson, ritstjóri sænsk/fmnska dagblaðsins Hufvudstadsbladet í Helsinki, í við- tali við DV. Bjöm hefur áratuga reynslu af að spá í spil fmnskra stjórnmála og settist niður með tíðindamanni DV og fór yfir stöðuna í Finnlandi fáum dögum fyrir þingkosningar. Jafnað- armaðurinn Lipponen fer í Finn- landi fyrir svokallaðri Regnboga- stjórn sem sex flokkar, þ.e. allir flokkar aðrir en Miðflokkurinn, eiga aðild að. „Jeifnaðarmenn, hægrimennirnir Mikil reiði er nú á Norður-írlandi vegna morðsins á þekktum kaþólsk- um mannréttindalögfræðingi, Ros- emary Nelson, suður af Belfast í gær. Útlægur skæruliðahópur sem fylgir Bretum að málum, Vamar- sveitir Rauðu handarinnar, lýsti til- ræðinu á hendur sér. Þetta var þriðja morð samtakanna frá þvi helstu skæruliðasveitir kaþólikka og mótmælenda undirrituðu friðar- samninga 10. apríl á síðasta ári. Leiðtogar írlands og Bretlands, bandarisk stjómvöld og fulltrúar þeirra sem skrifuðu undir friðar- samningana í fyrra fordæmdu til- ræðið harðlega og sögðust enn stað- ráðnari en fyrr að ganga frá endan- legum friðarsamningum, Rosemary Nelson, sem átti þijú börn á skólaaldri, hafði fengið líf- látshótanir vegna starfa sinna. í Samlingspartiet og Miðflokks- menn gætu hver um sig fengið 22-23% atkvæða í kosningunum. Það þýðir að Lipponen tapar minnst 5% atkvæða og þá er spuming hvort honum er sætt í stóli fosætisráð- herra,“ sagði Björn og spáir að vin- sældir formanns Samlingspartiets, Sauli Niinistö fjármálaráðherra, ráði úrslitum á endanum. „Lipponen nýtur virðingar en hann hefur ekki getað staðið við gef- in loforð um að draga verulega úr atvinnuleysi og flokkur hans hefur flækst í ótrúleg heykslismál. Þetta kann að reynast Lipponen dýrt á lokasprettinum," segir Björn. Finnsku kosningarnar snúast þannig um atvinnuleysið - sem er 10-12% - og um að halda völdum og virðingu nú þegar Finnar taka við formennsku í Evópusambandinu í sumar. Og undir niðri er líka vax- andi óánægja á landsbyggðini vegna versnandi stöðu landbúnaðarins. Svona var bíll manréttindalög- mannsins Rosemary Nelson útlít- andi eftir sprengjutilræöið suöur af Belfast á Noröur-írlandi f gær. Það styrkir stöðu Miðflokksins, undir forystu Esko Aho, fyrrum for- sætisráðherra. „Það er komin upp sú sérkenni- lega staða að enginn þorir að ganga í skrokk á andstæðingunum vegna þess að allir ætla í stjóm eftir kosn- ingar. Því bíða menn bara spenntir eftir að sjá hvað gerist í kosningun- um. Mikilvæg mál, eins og hugsan- lega aðild að NATO, em ekki nefnd vegna þess að enginn þorir að taka af skarið. NATO-aðildin er eins og Evrópusambandsaðildin hjá ykkur á Islandi. Málið er ekki á dagskrá, en samt erum við nánast komnir inn í NATO,“ segir Bjöm. Kosið verður í Finnlandi sunnu- daginn 21. mars. Á finnska þinginu eru 200 sæti og þar eru jafnaðar- menn nú stærstir en gætu misst for- ystuna bæði til Miðflokksins og Samlingspartiet og þá er framtíð Paavo Lipponens forsætisráðherra ótrygg. GK Morðingjar James Bulgers fá nýtt tækifæri Mannréttindanefnd Evrópu- sambandsins veitti í gær heimiid fyrir því að mál drengjanna tveggja, sem myrtu James litla Bulger fyrir sex árum, yrði tekið fyrir í Evrópudómstólnum. Þaö var mat nefndarinnar, sem í era lögmenn frá 40 löndum Evr- ópuráösins, að morðingjarnir, sem þá vom 10 ára, hefðu aldrei fengið sanngjamt tækifæri. Þeir hefðu ekki haft möguleika á að taka virkan þátt í réttarhöldun- um. Auk þess hefðu afskipti Michaels Howards innanríkisráð- herra, þegar hann úrskurðaði að lágmarksrefsing skyldi verða 15 ára fangelsi, verið brot gegn mannréttindum. Drengirnir, sem höfðu tælt Bulger frá verslunar- miðstöð í Liverpool og barið hann til bana í febrúar árið 1993, voru í upphafi dæmdir í 8 ára fangelsi. Tímamót uröu í samskiptum Indlands og Pakistans f morgun þegar langferöabíll lagöi upp frá Nýju-Delhi á Indlandi áleiöis til Lahore í Pakistan, meö 29 farþega. Þetta er fyrsta rútuferðin milli landanna frá því löndin tvö fengu sjálf- stæöi frá Bretum áriö 1947. Eðlilega var því mikið um dýröir t morgun þegar vinir og ættingjar voru kvaddir. Varnarsveitir Rauðu handarinnar: Mannréttindalögmað- ur drepinn á N-írlandi erming á næsta leiti? Við bjj íriháttar úrval fyrir unga fól >ðum TECNO tövuborð ör beyki/melamíni með útdraganlegri plötu fyri lyklaborð, BI20 xL75 x D65 sm. SAKE futonsvefnsófi með sængurfatageymslu. Fáanlegur í mörgum litum og mynstrum. L200 sm, útdreginn BI40 x L200 sm. Með 4ja laga futondýnu. ZAP armar, 2st kr. 8.510 GRANVIK liillusamstaíða úr beyki/melíni með stálstoðum lökkuðum i állit. B135 x HI80 x D40 sm. kr. 17.900,- USCOVER svefnbekkur með álitri grind. L2I6 sm, dýnustærð B80 x L200 sm. Ýmsar gerðir áklæða lölvuborð úr ilamíni með áli tdraganlegri plötu orð og hillu fyrir n HI34 xDóO/68 sm. DOLBY futonsvefnsofí* Omega dýna med 6 logum af bómull og s.vngui fatageymslu. L248 sm, útdreglnn B I 20 x L200 sm. '*£x___________________________________________

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.