Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1999, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 1999 * 15 Heimilisfræðikenmri ímynd heimilisfræðikennarans í grunnskólum hefur breyst. Áður fyrr voru konur einráðar í þessari grein kennarastéttarinnar. Hannes Garð- arsson matreiðslumaður sér um heimilisfræðikennsluna í Laugalækj- arskóla. Hann skartar íslenska fán- anum á vinstri handlegg. Það er eitthvað sem ekki var hægt að ímynda sér að leyndist á kvenkyns kollegum hansfyrir 20 árum. „Ég hef hjálpað mömmu að þrrfa en ekkert voðalega mikið. Ég tek þó eiginlega alltaf til í herberginu mínu.“ DV-mynd E.ÓI. Smáskrýtið en ekkert „Hannes er alveg ágætur. Hann leggur mesta áherslu á að við tölum ekki of mikið." DV-mynd E.ÓI. Skemmti- legast að borða Egill Eydal er að hnoöa gerdeigs- bollur. „Ég fæ að elda í næsta tíma en það verður sennilega ekki spagettí." Hann segir að heimilisfræðitím- amir séu alveg ágætir. Skemmtileg- ast finnst honum að borða matinn sem er eldaður í tímunum. Hvað varðar að karlmaður kenni segist honum vera svo sem alveg sama. „Hannes er alveg ágætur. Hann leggur mesta áherslu á að við tölum ekki of mikið.“ Egill er spurður hvort hann ætli að verða duglegur að elda og þrífa - hann hefur lært það í tímunum - ef hann fer í sambúð í framtíðinni. „Ég segi það nú ekki. Ég kem til með að gera eitthvað. Kannski skúra ég og vaska upp.“ -SJ Sigurður Benediktsson er í spagettíhópnum og í köflóttri svimtu eins og bekkjarfélag- amir. „Þarf maður ekki að hugsa um nestið?" er svarið viö þeirri spurningu hvort honum finnist nauðsynlegt að læra heimilisfræði í grunnskóla. Þar til Hannes gekk inn i stofuna í fyrra hafði kona séð um heimilis- fræðikennsluna. Nýi kennarinn var karl með tattú. „Þetta var smá- skrýtið en ekkert svo.“ Sigurður býr með móður sinni og yngri bróður. Móðir hans eld- ar en fær Sigurð stundum til að hræra í pottunum. „Ég hef líka hjálpað henni að þrífa en ekk- ert voðalega mikið. Ég tek þó eiginlega alltaf til í herberg- inu mínu.“ Um heimilisfræðitímana segir Sigurður: „Það er gott að borða og þægilegt að gefa feng- ið heitan mat í hádeginu." -SJ Indriða finnst ágætt í heimilisfræði og það skemmtilegasta finnst honum að borða matinn sem eldaður er í tímunum. DV-mynd E.ÓI. fræðina en hef lagt meiri áherslu á að krakkarnir læri að umgangast ýmis tæki og tól.“ Hannes segir nauðsynlegt að ungir menn kunni að bjarga sér í eldhúsinu. „Það lifir enginn á ör- bylgjumat, skyndifæði og brauði." Sjálfur eldar hann oftar heima en áður. „Þegar ég var á kafi í fag- inu var ég sjaldan heima á kvöld- matartíma. Ég eldaði þó á hátíöis- dögum.“ Hannes kennir nemendum sín- um að strauja og æfa þeir sig á svuntum og viskustykkjum. „Ég hef ekki verið duglegur að strauja heima. Einhvern veginn hefur það æxlast þannig. Þetta er oftast gert um helgar og þá hef ég yfirleitt verið að vinna." Skarkalinn í skólaeldhúsinu hefur magnast. Góður ilmur berst upp úr pottunum þar sem kjötsós- an kraumar og vatnið í pottunum er farið að sjóða. Tími er kominn til að setja spaghettíræmumar út í. Einn nemandi úr gerdeigsbollu- herdeildinni skellir upp úr. Hann hafði misst deigið ofan í skál fulla af vatni. „Það gefur mér heilmikið að vinna með ungu kynslóðinni," seg- ir Hannes sem virðist þolinmóður við krakkana. „Þetta er allt öðru- vísi en ég hafði ímyndað mér.“ Einn strákurinn kemur til Hannesar. „Hannes, eru þetta 20 grömrn?" -SJ er fyndinn Kennarinn Indriði Hannesson og félagi hans standa alvarlegir við eina eldavélina. Indriði hefur vak- andi auga með vatninu í pottinum sem er farið að sjóða. Félaginn hrærir hins vegar duglega í kjöt- sósunni. Indriða finnst ágætt í heimilis- fræði og það skemmtilegasta finnst honum að borða matinn sem eldaður er í tímunum. Hann segir að Hannes kennari sé ágæt- ur. „Hann er fyndinn og svona. Hann segir brandara en ekki oft.“ Indriða finnst ekki að konur ættu eingöngu að kenna heimilisfræði. Hann er viss um að hann á eftir að elda í framtíðinni. Hann segir þó að konan eigi að elda oftar en karlinn á heimilinu. Hann er spurður hvers venga. „Ég veit það ekki. Af því að hún er kona.“ -SJ -U er skipt í tvo hópa. Vinstra megin eru þeir sem eru að elda spaghettí og búa til kjötsósu. Hægra megin standa þeir sem eru að baka ger- deigsboll- ur. Hann- es er liðs- foring- inn sem stjómar herdeildunum tveimur. Hann hafði unnið sem mat- reiðslumaður til sjós og lands áður en hann gekk í kennaralið Laugar- lækjarskóla síðastliðið haust. „Ég er með hálfónýtt bak og er búinn að fara þrisvar í brjósklosaðgerð. Ég fékk í bakið í fyrrasumar og þar sem var of mikill burður þar sem ég vann síðast varð ég að skipta um starf.“ Hannes segir að viðbrögð nem- endanna hafi verið góð þegar þeir sáu hann fyrst. „Það kom þeim svolítið á óvart að ég ætti að kenna þeim heimilisfræði. Það vom sérstaklega elstu krakkarnir sem fannst það spes og spaugilegt að sjá sköllóttan karl með tattú.“ Hann hlær. „Þeir pældu í því hvað þeir ættu að kalla mig. Ég sagði að þeir gætu kallað mig Hannes kennara eða þess vegna „skalla". Þeir kalla mig þó yfirleitt bara með nafni.“ Hannes kennir hverjum bekk einu sinni í viku í þrjá klukkutíma. „Ég er ekki menntaður kennari og hef far- ið öðravísi leiðir en krakkamir era vanir. Þeir hafa hjálpað mér að komast inn í þetta. Ég hef farið frekar létt í gegnum næringar-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.