Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1999, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 1999 Fiiálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. StjórnarformaSur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vfsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblaö 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. Senn hefst háreysti Línumar hafa skýrzt svo vel átta vikum fyrir kosning- ar, að óhætt er að spá sama stjórnarmynztri á næsta kjörtimabili. Formaður Sjálfstæðisflokksins lét lands- fundarmenn flokksins ekki velkjast í vafa um, að hann teldi óbreytta stöðu farsælasta fyrir flokk og þjóð. Sjálfstæðisflokkurinn hefur burði til að velja um að starfa með Framsóknarflokknum eða Samfylkingunni, sem formaðurinn gagnrýndi harðlega. Framboð Sverris Hermannssonar og nokkurra andstæðinga kvótakerfis- ins mun ekki veikja flokkinn, svo um muni. Fylgið mikla, sem Samfylkingin fékk beint 1 kjölfar stóru prófkosninganna á Suðvesturhorninu, hefur hald- izt óbreytt, svo að ljóst má vera, að hún er annað stærsta stjórnmálaaflið, af stærðargráðu Sjálfstæðisflokksins. Eigi að síður hafnar formaður hans Samfylkingunni. Eini markverði óvissuþátturinn í þessu dæmi er veik staða Framsóknarflokksins. Sótt er að fylgi hans úr öll- um áttum um þessar mundir. Hann stendur langt að baki stóru öflunum tveimur og getur hæglega farið svo illa út úr kosningunum, að það leiði til bakþanka. Ljóst er, að hugur formanns Framsóknarflokksins er á svipuðum nótum og formanns Sjálfstæðisflokksins. Raunar virðist anda köldu frá honum til helztu forustu- manna stjórnarandstöðunnar. Ef hann þorir, mun hann halda áfram núverandi stjórnarsamstarfi. Söguleg rök eru fyrir, að Framsóknarflokkurinn gefist upp á hægra samstarfi, þegar fylgishrun hans er orðið nógu mikið. Að þessu sinni mundi slíkt ekki leiða til þreiflnga Framsóknarflokksins í aðrar áttir, heldur mundi flokkurinn draga sig í hlé og sleikja sár sín. Lokamynztur slíkrar stöðu væri eins konar þjóðarsátt Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Erfitt er samt að sjá, hvemig þessi tvö öfl geti náð saman um sæmilega starf- hæfa ríkisstjórn eftir hatrammar deilur undanfarinna missera um ýmis viðkvæmustu þjóðmálin. Græna vinstrið gegnir engu hlutverki í mynztrinu að þessu sinni, þótt það kunni að fá nokkra þingmenn. Lín- urnar í pólitíkinni eru þær, að líkur eru á þrenns konar möguleikum á tveggja flokka stjóm, áður en menn fara að gæla við eitthvert þriggja flokka mynztur. Innviðir og valdakjarnar allra flokkanna em sæmilega traustir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur losnað við umdeild- an fyrrverandi formann úr pólitíkinni og stendur því í fyrsta sinn óskiptur að baki formanni sínum. Og flokk- urinn hefur loksins fengið langtíma-varaformann. Staða formanns Framsóknarflokksins er veikari, svo sem sást af því, að hann treysti sér ekki til að fá nýjan ráðherra í stað þess, sem hvarf úr ríkisstjórninni. En fylgistapið þarf samt að verða mikið á þeim bæ, áður en hróflað verður við helztu valdamönnum flokksins. Samfylkingin er svo ný, að hún hefur ekki mótað boð- leiðir milli ráðamanna sinna. Til skamms tíma mun það há henni, ef hún lendir í viðræðum um stjórnarmyndun, en til langs tíma litið ætti hún að vera í sæmilegum mál- um, enda er þar sáttahljóð í fólki inn á við. Stórorrusturnar eru að baki. Allir stjómmálaflokkarn- ir hafa komist gegnum erfiðleika, sem gjarna fylgja skip- an framboðslista, og ganga sæmilega heilir til kosninga. Stóru fylgissveiflurnar eru að baki. Nú tekur við tími hægfara fylgisbreytinga fram að kosningum. Senn hefst háreysti og vopnaglamm. Eftir kosningar mun svo hið gamalkunna koma í ljós, að því meira, sem hlutirnir breytast, þeim mun meira eru þeir eins. Jónas Kristjánsson Tveir af meintum göllum kvótakerfisins eru byggðaröskun og brottkast fisks, en fiski er einnig kastað fyrir borð í öðrum kerfum, segir greinarhöf. m.a. Kvótakerfið Kjallarinn Snjólfur Ólafsson dósent arheildarinnar að af- rakstur nytjastofnanna verði sem mestur. í þriðja lagi gef ég mér þá forsendu að það séu hagsmunir þjóðarheild- arinnar að arður af nytjastofnunum deilist á réttlátan, skynsaman og hagkvæman hátt á íslendinga. Kvótakerfi er skást Kvótakerfi okkar ís- lendinga, sem er afla- markskerfi, hefur mikla kosti umfram ílest önnur stjórnkerfi við fiskveiðar. Megin- kosturinn felst í því að það er betri grundvöll- „Kvótakerfi okkar Islendinga, sem er aflamarkskerfí, hefur mikla kosti umfram fíest önnur stjórnkerfí v/'ð fiskveiöar. Megin- kosturinn felst í því að þaö er betri grundvöllur undir arösemi í sjávarútvegi en önnur kerfi.u Ef til vil er það að bera í bakkafull- an lækinn að blanda sér í um- ræðuna um stjórn- kerfi fiskveiða, en mig langar að gera tilraun til að draga fram meginatriði málsins í nokkrum kjallaragreinum. Málið er ákaflega umfangsmikið og flókið og enginn hefur þekkingu á öllum hliðum þess, og ekki bætir úr skák að margir sem tjá sig um það eru að berjast fyrir fjár- hagslegum hags- munum eða eru á atkvæðaveiðum. Þekking mín er einnig takmörkuð og ljóst að viðhorf mín móta skrifin, en vonandi ein- kennast þau fyrst og fremst af því að fræðigrein mín, að- gerðarannsóknir, snýst um að greina kerfi og meta afleið- ingar ákvarðana. Meginforsendur í upphafi er rétt að ræða þær meginforsendur sem ég gef mér, og þeir sem eru ekki sammála þeim verða augljóslega ekki sam- mála niðurstöðum mínum. í fyrsta lagi gef ég mér þá for- sendu að setningin „nytjastofnam- ir á íslandsmiðum eru sameign ís- lensku þjóðarinnar", eins og stendur í lögum, sé markmiðsyfir- lýsing um að nytjastofnana beri að nýta með hagsmuni þjóöarheildar- innar í huga. Þetta markmið er til dæmis mjög ólíkt því markmiði sem hefði falist í setningunni „nytjastofnamir era sameign ís- lenskra útgerðarmanna". í öðru lagi gef ég mér þá for- sendu að það séu hagsmunir þjóð- ur undir arðsemi í sjávarútvegi en önnur kerfi. Margar þjóðir hafa lært af reynslunni og breytt úr sóknarstýringarkerfi yfir í afla- markskerfi eftir að gallar hins fyrrnefnda hafa orðið öllum aug- ljósir. Nærtækasta dæmið eru stöðugar breytingar á lögum um fiskveiðar smábáta hér á landi, en lögin hafa mjakast í átt að afla- markskerfi. Kvótakerfið hefur einnig ýmsa galla. Flestir eða allir þessir gallar falla í tvo flokka. Annars vegar em það gallar sem fylgja einnig öðrum stjómkerfum og hins vegar gallar sem tiltölulega einfalt er að sníða af kvótakerfmu. Hér má svo nefna þriðja flokk galla sem era meintir gallar kerfisins en ekki raunveralegir, þ.e. kvótakerfið er notað, viljandi eða óviljandi, sem blóraböggull. Margir telja megingalla kerfis- ins vera óréttláta skiptingu arðs af nytjastofnum og að ekki hafi allir sama réttinn til veiða. Þennan galla er einfalt að sníða af kerfinu og í næstu grein mun ég útskýra hvernig. Byggðaröskun og brottkast fisks Tveir af meintum göllum kvóta- kerfisins eru byggðaröskun og brottkast fisks. Ljóst er að byggð hefur þróast hratt á íslandi á þessari öld. Fyrst var meginþróunin sú að íbúum dreifbýlis fækkaði og íbúum þétt- býlis fjölgaði. Síðar hefur megin- einkenni þróunarinnar verið að straumurinn hefur legið til suð- vesturhoms landsins. Kvótakerf- ið sem slíkt er hins vegar algert aukaatriði í þessari þróun. Þetta má til dæmis sjá með því að skoða tölur um tilfærslu landaðs afla milli byggðarlaga, fyrir og eftir daga kvótakerfisins. Vissulega er fiski kastað fyrir borð í kvótakerfinu. En fiski er einnig kastað fyrir borð í öðrum kerfum. Sjómenn hafa til dæmis sagt frá veiðiferðum þar sem meira en helmingi afla var kastað fyrir borð þegar um frjálsar fisk- veiðar var að ræða. Þeir vinnu- hópar sem hafa skoðað þetta mál hvað best hafa ekki komist að þeirri niðurstöðu að kvótakerfið sé verra en önnur kerfi að þessu leyti. Hins vegar skiptir útfærsla og framkvæmd stjómkerfa máli, og sem stendur er verð á kvótum óeðlilega hátt og veldur það auknu brottkasti. Það væri fráleitt að leggja niður kvótakerfið og taka til dæmis upp. sóknarmarkskerfi eða frjálsar fiskveiðar. Hins vegar er full ástæða til að sníða helstu agnúa af kerfinu, meðal annars í þeim til- gangi að ná sáttum um það í þjóð- félaginu. í næstu grein útskýri ég hvernig ég tel best að gera það. Snjólfur Ólafsson Skoðanir annarra Of stór fiskiskipafloti „Flotinn er ennþá alltof stór, og hann hefur minnkað óverulega síðustu ár við núverandi fisk- veiðistjórnunarkerfi. Hefði veiðigjald verið tekið upp í tæka tíð, i síðasta lagi árið 1984 vð lögfestingu kvótakerfisins, eins og margir hagfræðingar og aðr- ir lögðu til á þeim tíma, þá væri flotinn nú kominn miklu nær eðlilegri stærð, sennilega alla leiö að settu marki. Þannig hefði mátt komast hjá hinni gríðarlegu offjárfestingu í fiskiskipum og meðfylgj- andi sóun af sjónarhóli þjóðarbúsins í heild og firra bankaerfið verulegum hluta þess útlánataps, sem það hefur orðið fyrir síðan 1987.“ Þorvaldur Gylfason prófessor í Mbl. 14. mars. Hætt að skúra „Ég er ýmsu vön af hálfu karlpeningsins í stjórn- málum en ég er einfaldlega hætt að skúra fyrir þessa stráka. Ég nenni því ekki lengur. Ég tel mig fullburð- ugan stjórnmálamann, alveg á borð við þá. Minn veikleiki í pólitík er hins vegar að ég hef aldrei safn- að í kringum mig einhverri hirð innan flokksins. Mér hefur alltaf gengið vel í forvölum, því þá kemur bara fólkið í borginni og ég veit svo sem ekkert hvaða skari það er. En maður þarf víst að hafa ein- hverja stuðningshópa, eins og það er kallað. Ég hef alveg sömu hugsjónir og ég hef haft. Ég sé hins veg- ar ekki að það sé sóst eftir minni vinnu í þessari hreyfingu og ég hef nóg annað að gera.“ Guðrún Helgadóttir alþm. í Degi 13. mars. Útgengilegri á kynferðismarkaðinum „Satt að segja veit ég ekki nema að það verð sem við gjöldum hér fyrir góð fjárráð unglinga sé helst til hátt... Fólk áttar sig kannski ekki á að þetta hangir allt saman. Að hafa förðunarnámskeið fyrir tólf ára böm eru eins konar skilaboð til hinna sömu að nú sé kominn tími til að mála sig og taka sig út. íslensk lög eru ekki á sama máli, það er sem betur fer tekið æ harðar á þeim mönnum sem fara á fjörurnar við smátelpur. Þama gætir mikils ósamræmis. Að mála sig er liður í þeirri viðleitni kvenna að gera sig út- gengilegar á kynferðismarkaðinum. íslensk lög eru hins vegar á þeirri skoðun að börn eigi þar ekkert erindi og flestir þegnar þessa lands eru ábyggilega á sömu skoðun." Guðrún Guðlaugsdóttir i pistlinum Þjóðlífsþankar í Mbl. 14. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.