Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1999, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1999, Side 31
LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999 Vorferð á söguslóðir Evrópu Ferðafélag íslands gefur út gönguleiðabók: Selvogsgata og Krýsuvíkurleiðir Ferðafélag íslands hefur gefið út ritið Selvogsgötu og Krýsuvíkurleið- ir eftir Ólaf Þorvaldsson. Útgáfan er liður í aukinni áherslu félagsins á fomar þjóðleiðir en gönguferðir um slíkar leiðir hafa átt vaxandi vin- sældum að fagna. Selvogsgata er ein af þekktari þjóðleiðum á Suðvesturlandi en hana fóru bændur úr Selvogi þegar leiðin lá í kaupstað. Leiðin var mjög fjölfarin um aldir en í dag ganga menn hana sér til skemmtunar enda liggur hún um fjölbreytt og fallegt landslag. Sagan er við hvert fótmál og rifjar Ólafur hlutá hennar upp í ritinu. Þessar greinar birtust áður i árbók Hins íslenska fomleifafélags á ámnum 1943 til 1948 en era nú end- urbirtar með góðfúslegu leyfi afkom- enda hans. Ritstjórar Selvogsgötu og Krýsu- víkurleiða era Eysteinn Sigurðsson og Eiríkur Þormóðsson, ljósmyndun annaðist Hjalti Kristgeirsson og staðfræðikort teiknaði Hans Hjálm- ar Hansen. Silkikort í tísku Hvað gæti verið hentugra en að ganga með kortið af London um hálsinn þegar menn spóka sig í borginni. Nú kvað nýjasta nefnilega felast í silkigötukort- I um. Hægt er fá götukortin | bæði í formi vasa- og háls- klúta; þar sem á eru prentuð götu- k o r t stærstu heimsins. Silkikort eru þó ekki alveg ný af nálinni því þau voru talsvert brúkuð í seinni heimsstyrjöldinni og þóttu afar þægileg fyrir her- menn að bera. Nútímasilki- kortin eru létt, það má þvo þau og það sem þykir einna best er að nú þarf enginn að vandræð- ast með hvemig á að brjóta kortið saman að lokinni notk- un. Þú einfaldlega bindur það um hálsinn eða stingur því í vasann. kosta venjulega 35 þúsund fást á 14 þúsund í útsöluverslun- inni. Verslunin er í um 20 kíló- metra fjarlægð frá Flórens og hægt er að taka rútu á vegum Genco International fyrirtæk- isins. Slappir í reikningi Þegar fjölskylda nokkur heimsótti Miklagljúfur í Bandaríkjunum í desember 1997 var hún ausin gjöfum enda töldu starfsmenn garðs- ins að loksins hefði gestafjöld- inn náð frnim milljóna mark- inu á einu ári. Fjölskyldan var auðvitað hæst ánægð en síðar kom í ljós að landverðimir vora ekkert alltof sleipir í reikningi því nokkram þeirra hafði orðið á að telja gestina bæði við komu og brottför. Fimm milljóna markinu hefur enn ekki verið náð en talið er víst að talan hafi verið í kringum 4.9 millj- ónir gesta á síðasta ári. Netkaffi í Færeyjum Nýlega var opnað kaffihús í Þórshöfn í Færeyjum þar sem gestum gefst kostur á að kom- ast á Internetið og einnig að senda tölvupóst. Kaffihúsið, sem kallast einfaldlega Inter- net Café, er hið fyrsta sinnar tegundar í Færeyjum og til að byrja með verða átján tölvur ávallt til reiðu fyrir gesti. Kaffihúsið er opið frá 16 til 23 dag hvern og er staðsett í mið- borg Þórshafnar. Merkjavaran ódýr Fyrir utan Flórens er að ftnna verslun sem selur hinar heimsþekktu Guccivörur á góðu verði. Verslunin. er þó : þeim annmörkum háð að þar er sjaldnast að finna það nýjasta frá fyrirtækinu en engu að síður má finna góða hluti. Dæmi um verðhrun má nefna að Guccitöskur sem WwíMiÖe, „ wsœMMo OPIÐ: Bremsur Kúplingar Stýrisendar Olíu-, loft- og eldsneytissíur Rafgeymar Þurrkublöö Perur Viftureimar Kveikjukerfi 8-20 MÁN-FÖS 10-16 LAUGARDAGA Eigum varahluti í þessar tegundir: HYUNDAI MITSUBISHI NISSAN SUBARU T0Y0TA VOLKSWAGEN Vörur frá viðurkenndum framleiðendum jpyarts @ BOSCH TRIDONþ- gila...Attan SIVIIÐJUVEGI30 SÍMI5871400 Vaskaskinn Bónklútar Svampar Þvottakústar Slöngur Vatnsbyssur Mottur Cargobox Hjólkoppar Strekkibönd S0NAX vörur Aukahlutir Ný varahluta- verslun og verkstæði í Kópavogi ■Vorferð um Evrópu hefur verið árlegur viðburður hjá Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar síð- astliðin eUefu ár. Ferðinni, sem hefst 4. júní, er að þessu sinni heitið til Þýska- lands, Dan- merkur, Svi- þjóðar, Noregs og Færeyja. „Vorferðin er fyrir löngu orðin rótgróin hjá okkur, enda alltaf mik- ill áhugi hjá ís- lenskum ferða- mönnum að heimsækja söguslóðir á erlendri grundu," segir Emil Örn Kristjánsson hjá Ferðaskrifstofu Guð- mundar Jónassonar. Sjóleiðina heim Ferðin hefst með flugi til Hamborg- ar, en þaðan verður haldið til orlofs- svæðisins Damp, þar sem farþegar gista í fimm nætur. „Við verðurn með skoðunarferðir alla dagana og ætlum meðal annars að heimsækja Slésvík, þar sem við munum skoða dómkirkj- una, víkingasafiiið i Heiðabæ og mið- bæinn,“ segir Emil. Skoðunarferð til Hamborgar og hafnarbæjarins Kappeln, auk verslun- ar- og skoðunarferðar til Kiel, höfuð- borgar Slésvíkur, er meðal þess sem verður á fjölbreyttri dagskránni Kóngsins Kaupmannahöfn er meðal margra áfangastaða í vorferð Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar. næstu daga á eftir. Þann 9. júní halda farþegar síðan um Flensborg tO Danmerkur. Ekið verður um Jótland og Fjón, yfir nýju Stórabeltisbrúna til Kaupmannahafti- ar, þar sem gist verður í tvær nætur. „Það er alltaf gaman að heimsækja þessa fyrrum höfuðborg okkar íslend- inga. Þar munum við eftia til skoðun- arferðar, en fólki gefst einnig kostur á að njóta borgarinnar á eigin vegum. Frá Kaupmannahöfn höldmn við til SviþjóðcU', ökum um Gautaborg og yfir til Noregs, þar sem við dveljum í Osló í tvær nætur.“ í Osló verða Víkingasafnið og Kontikisafnið meðal annars heim- sótt. Þá er fórinni heitið um Drammen, Rjukan og Röldal til Tys- sedals, þar sem gist verður á hóteli sem rekið er af islenskum hjónum. „Við komum vissulega víða við í þessari ferð, en hún er engu að síð- ur þannig uppbyggð að fólk á að geta notið hennar með afslöppuðum hætti. Við reynum að hafa alla um- gjörð sem þægilegasta," segir Emil. Að endingu verður komið við í Færeyjum, en sá háttur er hafður á að farþegar sigla með Norrænu frá eyjunum áleiðis til Seyðisfjarðar. „Það er skemmtfiegur endir á ferð- inni að sigla heim á leið og við kom- um tO Seyðisfjarðar snemma morg- uns á þjóðhátíðardeginum. Á leið- inni suður munum við koma við á Homafirði, SkaftafeUi og Vík og reiknum með að ná þjóðhátíðardag- skránni í Reykjavík undir kvöld,“ segir EmO Örn Sigurðsson. -aþ Samvinnuferöir-Landsýn: Haustferð á Formúlu Samvinnuferðir-Landsýn hafa að undanfornu kynnt ferðir á Formúlu 1 og þegar er uppselt í ferðina tO SOverstone á Englandi. Enn er hægt að fá miða á Circuit de Catalunya á Spáni sem verður farin 25. maí. í haust setur ferðaskrifstofan síðan stefnuna á Ítalíu og verður forinni heitið á Formúlu 1-keppn- ina í Monza. Flogið verður utan föstudaginn 10. september og komið heim aðfaranótt mánu- dags. Á laugardeginum verður farið á tímatökuna og síðan á sjálfa keppnina á sunnudeginum. Green Key Hotel Kaupmannahöfn Kaupmannahöfn Hótelgisting hjá íslendingum miðsvœðis íKaupmannahöfn. Góð aðstaða, sanngjarnt verð. Opnunartilboð í apríl. Green Key Hotel Sönder Boulevard 53 1720 Köbenhavn VTel: 33252519 - Fax: 33252583 E-mail: hotelinfo@greenkey.dkwww.greenkey.dk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.