Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1999, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1999, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999 Vorferð á söguslóðir Evrópu Ferðafélag íslands gefur út gönguleiðabók: Selvogsgata og Krýsuvíkurleiðir Ferðafélag íslands hefur gefið út ritið Selvogsgötu og Krýsuvíkurleið- ir eftir Ólaf Þorvaldsson. Útgáfan er liður í aukinni áherslu félagsins á fomar þjóðleiðir en gönguferðir um slíkar leiðir hafa átt vaxandi vin- sældum að fagna. Selvogsgata er ein af þekktari þjóðleiðum á Suðvesturlandi en hana fóru bændur úr Selvogi þegar leiðin lá í kaupstað. Leiðin var mjög fjölfarin um aldir en í dag ganga menn hana sér til skemmtunar enda liggur hún um fjölbreytt og fallegt landslag. Sagan er við hvert fótmál og rifjar Ólafur hlutá hennar upp í ritinu. Þessar greinar birtust áður i árbók Hins íslenska fomleifafélags á ámnum 1943 til 1948 en era nú end- urbirtar með góðfúslegu leyfi afkom- enda hans. Ritstjórar Selvogsgötu og Krýsu- víkurleiða era Eysteinn Sigurðsson og Eiríkur Þormóðsson, ljósmyndun annaðist Hjalti Kristgeirsson og staðfræðikort teiknaði Hans Hjálm- ar Hansen. Silkikort í tísku Hvað gæti verið hentugra en að ganga með kortið af London um hálsinn þegar menn spóka sig í borginni. Nú kvað nýjasta nefnilega felast í silkigötukort- I um. Hægt er fá götukortin | bæði í formi vasa- og háls- klúta; þar sem á eru prentuð götu- k o r t stærstu heimsins. Silkikort eru þó ekki alveg ný af nálinni því þau voru talsvert brúkuð í seinni heimsstyrjöldinni og þóttu afar þægileg fyrir her- menn að bera. Nútímasilki- kortin eru létt, það má þvo þau og það sem þykir einna best er að nú þarf enginn að vandræð- ast með hvemig á að brjóta kortið saman að lokinni notk- un. Þú einfaldlega bindur það um hálsinn eða stingur því í vasann. kosta venjulega 35 þúsund fást á 14 þúsund í útsöluverslun- inni. Verslunin er í um 20 kíló- metra fjarlægð frá Flórens og hægt er að taka rútu á vegum Genco International fyrirtæk- isins. Slappir í reikningi Þegar fjölskylda nokkur heimsótti Miklagljúfur í Bandaríkjunum í desember 1997 var hún ausin gjöfum enda töldu starfsmenn garðs- ins að loksins hefði gestafjöld- inn náð frnim milljóna mark- inu á einu ári. Fjölskyldan var auðvitað hæst ánægð en síðar kom í ljós að landverðimir vora ekkert alltof sleipir í reikningi því nokkram þeirra hafði orðið á að telja gestina bæði við komu og brottför. Fimm milljóna markinu hefur enn ekki verið náð en talið er víst að talan hafi verið í kringum 4.9 millj- ónir gesta á síðasta ári. Netkaffi í Færeyjum Nýlega var opnað kaffihús í Þórshöfn í Færeyjum þar sem gestum gefst kostur á að kom- ast á Internetið og einnig að senda tölvupóst. Kaffihúsið, sem kallast einfaldlega Inter- net Café, er hið fyrsta sinnar tegundar í Færeyjum og til að byrja með verða átján tölvur ávallt til reiðu fyrir gesti. Kaffihúsið er opið frá 16 til 23 dag hvern og er staðsett í mið- borg Þórshafnar. Merkjavaran ódýr Fyrir utan Flórens er að ftnna verslun sem selur hinar heimsþekktu Guccivörur á góðu verði. Verslunin. er þó : þeim annmörkum háð að þar er sjaldnast að finna það nýjasta frá fyrirtækinu en engu að síður má finna góða hluti. Dæmi um verðhrun má nefna að Guccitöskur sem WwíMiÖe, „ wsœMMo OPIÐ: Bremsur Kúplingar Stýrisendar Olíu-, loft- og eldsneytissíur Rafgeymar Þurrkublöö Perur Viftureimar Kveikjukerfi 8-20 MÁN-FÖS 10-16 LAUGARDAGA Eigum varahluti í þessar tegundir: HYUNDAI MITSUBISHI NISSAN SUBARU T0Y0TA VOLKSWAGEN Vörur frá viðurkenndum framleiðendum jpyarts @ BOSCH TRIDONþ- gila...Attan SIVIIÐJUVEGI30 SÍMI5871400 Vaskaskinn Bónklútar Svampar Þvottakústar Slöngur Vatnsbyssur Mottur Cargobox Hjólkoppar Strekkibönd S0NAX vörur Aukahlutir Ný varahluta- verslun og verkstæði í Kópavogi ■Vorferð um Evrópu hefur verið árlegur viðburður hjá Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar síð- astliðin eUefu ár. Ferðinni, sem hefst 4. júní, er að þessu sinni heitið til Þýska- lands, Dan- merkur, Svi- þjóðar, Noregs og Færeyja. „Vorferðin er fyrir löngu orðin rótgróin hjá okkur, enda alltaf mik- ill áhugi hjá ís- lenskum ferða- mönnum að heimsækja söguslóðir á erlendri grundu," segir Emil Örn Kristjánsson hjá Ferðaskrifstofu Guð- mundar Jónassonar. Sjóleiðina heim Ferðin hefst með flugi til Hamborg- ar, en þaðan verður haldið til orlofs- svæðisins Damp, þar sem farþegar gista í fimm nætur. „Við verðurn með skoðunarferðir alla dagana og ætlum meðal annars að heimsækja Slésvík, þar sem við munum skoða dómkirkj- una, víkingasafiiið i Heiðabæ og mið- bæinn,“ segir Emil. Skoðunarferð til Hamborgar og hafnarbæjarins Kappeln, auk verslun- ar- og skoðunarferðar til Kiel, höfuð- borgar Slésvíkur, er meðal þess sem verður á fjölbreyttri dagskránni Kóngsins Kaupmannahöfn er meðal margra áfangastaða í vorferð Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar. næstu daga á eftir. Þann 9. júní halda farþegar síðan um Flensborg tO Danmerkur. Ekið verður um Jótland og Fjón, yfir nýju Stórabeltisbrúna til Kaupmannahafti- ar, þar sem gist verður í tvær nætur. „Það er alltaf gaman að heimsækja þessa fyrrum höfuðborg okkar íslend- inga. Þar munum við eftia til skoðun- arferðar, en fólki gefst einnig kostur á að njóta borgarinnar á eigin vegum. Frá Kaupmannahöfn höldmn við til SviþjóðcU', ökum um Gautaborg og yfir til Noregs, þar sem við dveljum í Osló í tvær nætur.“ í Osló verða Víkingasafnið og Kontikisafnið meðal annars heim- sótt. Þá er fórinni heitið um Drammen, Rjukan og Röldal til Tys- sedals, þar sem gist verður á hóteli sem rekið er af islenskum hjónum. „Við komum vissulega víða við í þessari ferð, en hún er engu að síð- ur þannig uppbyggð að fólk á að geta notið hennar með afslöppuðum hætti. Við reynum að hafa alla um- gjörð sem þægilegasta," segir Emil. Að endingu verður komið við í Færeyjum, en sá háttur er hafður á að farþegar sigla með Norrænu frá eyjunum áleiðis til Seyðisfjarðar. „Það er skemmtfiegur endir á ferð- inni að sigla heim á leið og við kom- um tO Seyðisfjarðar snemma morg- uns á þjóðhátíðardeginum. Á leið- inni suður munum við koma við á Homafirði, SkaftafeUi og Vík og reiknum með að ná þjóðhátíðardag- skránni í Reykjavík undir kvöld,“ segir EmO Örn Sigurðsson. -aþ Samvinnuferöir-Landsýn: Haustferð á Formúlu Samvinnuferðir-Landsýn hafa að undanfornu kynnt ferðir á Formúlu 1 og þegar er uppselt í ferðina tO SOverstone á Englandi. Enn er hægt að fá miða á Circuit de Catalunya á Spáni sem verður farin 25. maí. í haust setur ferðaskrifstofan síðan stefnuna á Ítalíu og verður forinni heitið á Formúlu 1-keppn- ina í Monza. Flogið verður utan föstudaginn 10. september og komið heim aðfaranótt mánu- dags. Á laugardeginum verður farið á tímatökuna og síðan á sjálfa keppnina á sunnudeginum. Green Key Hotel Kaupmannahöfn Kaupmannahöfn Hótelgisting hjá íslendingum miðsvœðis íKaupmannahöfn. Góð aðstaða, sanngjarnt verð. Opnunartilboð í apríl. Green Key Hotel Sönder Boulevard 53 1720 Köbenhavn VTel: 33252519 - Fax: 33252583 E-mail: hotelinfo@greenkey.dkwww.greenkey.dk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.