Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1999, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1999 Fréttir Heimssýningin Expo 2000 í Hannover: Kári skaffar 700 þúsund mannanöfn - í sýningarskála sem kostar 260 milljónir „Það kom til mín maður og bað mig um að fá hugmynd. Þá settist ég niður og fékk þessa hugmynd," seg- ir Árni Páll Jóhannsson leikmynda- smiður sem er að hanna sýningar- skála íslands á heimssýningunni í Hannover, Expo 2000. Sýningarskál- inn verður 530 fermetrar að stærð og 20 metra hár. Hann verður klæddur bláum plastdúk og ofan á honum verður tjöm sem úr rennur vatn niður eftir honum öllum og ofan í síki sem umlykur skálann. Hugmynd Áma Páls er að sýna myndir af 180 þúsund íslendingum á risaskjá inni í skálanum og undir skjánum verður annar minni þar sem 700 þúsund mannanöfn renna látlaust yfir skjáinn. Á meðan verð- ur íslenska mannanafnakerfið út- skýrt í hátalarakerfi. Barnaði hugmyndina „Upphaflega ætlaði ég að láta þjóðskrána renna yfir skjáinn en það breyttist eftir fund með Kára Stefánssyni. Hann greip hugmynd mína á lofti og spurði hvort ég vildi ekki frekar fá nöfn þeirra 700 þús- und íslendinga sem lifað hafa í land- inu frá upphafi. Hann sagðist eiga öll þessi nöfn í gagnagrunni og þama bamaði Kári sem sagt hug- mynd mína og gerði hana enn betri. Kári er hreinn snillingur," sagði Árni Páll. Árni Páll ætlar að auglýsa eftir mannamyndum og biðja fólk að senda sér sýnishorn úr fjölskyldu- albúminu. Hann vill fá myndir af alls kyns fólki við alls kyns aðstæð- ur og vonast eftir 180 þúsund mynd- um: „Þannig fáum við að sjá hvernig íslendingar líta út, hvað þeir heita og hvers vegna. Og ekki er verra að hafa öll nöfnin rétt. Það hafði ekki hvarflað að mér að væri hægt - ekki í mínrnn villtustu draumum. Ef einhver vill ekki að nafn sitt birtist í þessum sér- staka gagnagranni á heimssýning- unni þá gerir það ekkert til. Það era til svo margir Sigurðar að það skað- ar ekkert hugmyndina og fram- kvæmd hennar þó nokkrir sjái sér ekki fært að vera með.“ Bíó í vatni í miðju skálans verður önnur tjöm, 10 metrar að þvermáli, þar sem sýnd verður kvikmynd í botninum. Þetta verða loftmyndir teknar af íslenskri náttúru og með því að sýna hana á tjamarbotninum fá áhorfendur sama sjónarhom og kvikmyndatökumaður- inn sem tók myndimar úr lofti. 1 hvert Árni Páll við líkan af sviði skálans. sinn sem mynd birtist af gjósandi hver þá gýs tjömin sjalf alveg upp undir rjáfur og vonast Ámi PáO til að það valdi hrifningu meðal gesta. Að auki verða tölvur um allt í skálanum þar sem ísland og íslensk fyrirtæki verða kynnt á ný- stárlegan hátt. „land- kynning í tölvum“, eins og Ámi Páll kýs að orða það. Að mati sérfræðinga era þeir ís- lendingar sem lifað hafa í landinu eirj og háif miilj- ón en ekki 700 þúsund eins og Kári Stef- ánsson telur. Skakkar því um helming í útreikningum hans. „Ekki kann ég skýringu á því. Ég hélt að Kári væri með allt á hreinu," sagði Ámi Páll. „Það er það kannski líka vitleysa sem einhver sagði mér af þessu tilefni að þeir væra fleiri íslendingamir með ættar- nöfn en hinir með þessi venjulegu." Ekki náðist í Kára Stefánsson vegna þessa máls. -EIR Neskirkja í vanda: Kirkjuorgeli hent á öskuhaugana „I heimi örbirgðar og allsnægta er sárt að þurfa að henda þessu ágæta kirkjuorgeli á haugana," segir Egill Viggósson, kirkjuvörð- ur í Neskirkju. „Það hlýtur að vera einhvers virði þó enginn vilji það.“ Egill kirkjuvörður og organistinn í Neskirkju era í miklum vanda með gamla kirkuorgelið sem þjónað hefur kirkjunni vel í rúm 40 ár. Orgelið er 23 radda og þrátt fyrir mikla fyrirhöfh og fyrirspurnir til allra átta virðist enginn vilja orgelið. „Islenski orgelheimurinn er ekki stór en það er sama hvar við berum niður, áhuginn er enginn," segir Egill sem ætlar að loka Neskirkju um næstu mánaðamót vegna viðgerða sem þar eiga að fara fram. Þá verður nýju orgeli komið fyrir sem keypt var fyrir tugi milljóna í Bandaríkjunum og er 31 raddar. „Það verður leikið á gamla orgelið i síðasta sinn að kvöldi 2. maí. Eftir það höfum við aðeins tæpa viku til að losa okkur við það og ef enginn vill þá fer það á haugana. Það er vart hægt að hugsa þá hugsun til enda ógrát- andi,“ segir Egill, kirkjuvörður í Nes- kirkju. -EIR □ill kirkiuvörður við oraelið í Neskirkju. nV.mwnH Toitnr Kosningabaráttan á fulla ferö í DV: ítarleg umfjöllun um kjör- dæmin og bein lína DV Kosningabaráttan í DV hefst af fullum þunga í dag, með ítarlegri umfjöllun um alþingiskosningam- ar á Reykjanesi og Norðurlandi eystra. Síðan verður fjallað um hvert kjördæmið á fætur öðru, Austurland 16. apríl, Suðurland og Vesturland 19. apríl, Reykjavík 20. apríl, Vestfirði 21. apríl og Norður- land vestra 26. apríl. í þessum umfjöllunum er ítar- legt fréttaljós um stöðu flokkanna í kjördæminu og horfurnar fyrir kosningar. Yfirlit er yfir helstu stefnumál flokkanna, auk þess sem rætt er við odd- vita flokka og fram- boða um helstu áherslumál þeirra. Framboðslistar eru birtir og úrslitin í al- þingiskosningunum 1995. Loks eru kjós- endur á fórnum vegi beðnir að spá um úrslit í kjördæminu. Bein lína Oddvitar sex stjórnmálaflokka munu mæta á beina línu DV, í fyrsta sinn að kvöldi 21. apríl, síðasta vetrardags. Bein lína stendur frá kl. 19.30 til 21.30 og gefst fólki þá kostur á að hringa í 550 5000 og spyrja þann oddvita sem fyrir svöram er hverju sinni. Spumingar og svör verða sið- an birt í blaðinu næsta virkan dag. Vegna mikils álags á símkerfið með- an bein lína stendur yfir er áríðandi að fólk hafi spurningar sínar for- málalausar, stuttar og hnitmiðaðar. Mánudaginn 3. mai verða bornar saman stefnuskrár flokkanna með tilliti til helstu málaflokka. Á kjördag, 8. maí, mun kosninga- handbók að venju fylgja DV. í fyrsta tölublaði DV eftir kosningar verður síðan ítarleg umfjöHun um kosninga- úrslitin með viðtölum, myndum, tölu- legum upplýsingum og gröfum. -hlh Stuttar fréttir i>v Fordæma NATO Vinstri hreyfingin - grænt fram- boð fordæmir aðgerðir NATO í Júgóslavíu, ekki síst árásir á bílalest sem Serbar segja að hafi fellt um 85 óbreytta borgara. Vilhjálmur Viihjálmur Egils- son, þingmaður og annar maður á hsta Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjör- dæmi vestra, nær ekki kjöri sam- kvæmt nýjustu kosningaspá Vísis.is. Fylgi D-listans í kjördæminu er um 27,5% en var tæp- lega 31% í kosningunum 1995. í íbúðir Á fúndi flóttamannaráðs í gær var ákveðið að fara að leita að leigu- íbúðum á höfuðborgarsvæðinu fyrir þá rúmlega 20 flóttamenn sem komu hingað til lands í sl. viku frá Kosovo. Ámi Gunnarsson, formaður ráðsins, segir við Dag að þeir 80 flóttamenn sem von er á til viðbótar muni verða búsettir úti á landi. Grætt á póstinum Nærri 36 milljóna króna hagnað- ur varö af rekstri íslandspósts á síð- asta ári, sem var fýrsta starfsárið eftir að Pósti og síma var skipt upp. Póstþjónustan hefur verið rekin með tapi lengst af. Prestar vilja frið Halldór Ásgrimsson utanríkisráð- herra svarar í Degi í dag gagnrýni tveggja presta á loftárásimar á Balkanskaga. Haldór segir þá verða að benda á lausnir á þjáningum fólks í Kosovo um leið og þeir gagn- rýna. Það sé ábyrgðarhluti að aðhaf- ast ekkert. Erfitt að sitja hjá Herra Karl Sigur- bjömsson biskup segist við Dag vera friðarsinni, en skeQalaus grimmd- arverk á Balkanskaga geri það erfitt að sitja hlut- og aðgerðalaus hjá án aðgerða. Nýr framkvæmdastjóri Bjami Kristjánsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Áburðar- verksmiðjunnar hf. og tekur við af Eggerti Haukssyni sem gegnt hefúr starfmu sl. 18 mánuði. Verðbólga upp undir 5% Á mánudag birtir Hagstofa ís- lands niðurstöður mælinga sinna á visitölu neysluverðs sem gildir til verötryggingar í maí. FBA spáir 0,35- 0,4% hækkun á vísitölunni milli mánaða sem jaftigildir 4,3-4,9% hækkun á ársgrundvelli. Þá spáir Kaupþing því að verðbólga í mars verði á ársgranni 5%. Viðskipta- blaðið sagði frá. Bílalánin Morgunblaðið segir að ftölmargir hafi undanfarið kvartað hjá FÍB undan bílakaup- um: Runólfúr Ólafsson, fram- kvæmdastjóri fé- lagsins, segir að oftar en ekki reyn- ist kvartanimar ekki byggjast á ástandi bilsins þegar grannt sé skoðað heldur séu þær fjárhagslegs eðlis. Margir ráði ekki við afborg- anir af bílalánum. Ekki í skyndi! Svavar Gestsson var ekki skipað- ur aðalræðismaður íslands í Winnipeg í Kanada í skyndi, segir í fréttatilkynningu frá utanríkisráðu- neytinu, heldur í samráði við utan- ríkisráðuneyti Kanada í Ottawa. Ráðuneytið segir mikla ánægju ríkja með skipan sérstaks sendierindreka og hafi Neil Bardal, fyrrverandi ræð- ismaður í Winnipeg, lengi barist fyr- ir því. Eins og greint var frá í frétt DV af þessu máh í gær, leysti skip- an Svavars í aðalræðismannsstöðu þann vanda íslenska utanríkisráðu- neytisins að sérlegir sendimenn, sem ekki era starfsmenn sendiráða í Ottawa eða ræðismannsskrifstofa utan höfuðborgarinnar, mega ein- ungis dvelja í Manitoba í tvær vikur í senn. DV stendur við fréttina. -SÁ erfiö í hættu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.