Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1999, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1999, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1999 27 Akureyri. Engin sérstök hitamál Kosningabaráttan á Norður- landi eystra er í fáu frábrugðin því sem gerist í öðrum kjördæmum, þar takast menn helst á um kvóta- mál, byggðamál og atvinnumál eins og annars staðar. Þau „sér- mál“ kjördæmisins sem helst er rætt um eru málefni Háskólans á Akureyri og fjórðungssjúkrahúss- ins, samgöngumál í N-Þingeyjar- sýslu, nýting háhitasvæða í S- Þingeyjarsýslu, fólksflóttinn af svæðinu og atvinnumál almennt. Hins vegar hefur jarðgangagerð milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar ekki borið mikið á góma ein- hverra hluta vegna. Staðan tvísýn Mikil óvissa er varðandi úrslit- in. Sennilegast þykir að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn haldi sín- um tveimur mönnum og Samfylk- ingin og Vinstri hreyfingín - grænt framboð fái einn mann hvor. Skoðanakannanir i kjör- dæminu hafa ekki verið tíðar, enda hefur það orð lengi farið af íbúum í þessum landshluta og þá sérstaklega af Akureyringum að þeir flíki lítt skoðunum sínum eða vonum í slíkum könnunum. En þótt þau úrslit sem hér voru nefnd að framan séu af mörgum talin lík- legust, þá má sennilega ekki mikið út af bregða til að þau verði önn- ur. Sumir tala um að sæti Tómas- ar Inga Olrich kunni að vera í hættu, aðrir um að Sjálfstæðis- flokkurinn kunni að fá þriðja manninn og Samfylkingin þá eng- an, og enn aðrir eru jafnvel á því að Framsókn fái þrjá menn, Stein- grímur J. komist ekki að og fleiri vangaveltur eru hafðar uppi. Það eru því spennandi vikur fram und- an í pólitikinni í kjördæminu og ekki ólíklegt að baráttan eigi eftir að verða hörð, loksins þá hún fer af stað. Hvaö segja efstu menn? Halldór Hermannsson: Mannréttindi á oddinn „Við erum að kljúfa okkur út úr Sjálfstæðisflokknum og berjumst af alefli gegn frjálshyggjunni sem þar ríður nú húsum, enda höfum við sjáifstæðismenn verið sviknir fyr- ir örfáa peninga- menn. Sjálfstæðis- flokkurinn vinn- ur að því með Framsóknar- flokknum að færa þjóðarauðinn til örfárra einstak- linga. Við erum nýtt afl, ekki hægri, vinstri eða eitthvert miðjukjaftæði," segir Halldór Hermannsson, efsti maður á hsta Frjálslyndá flokksins. „Við viljum horfa yfir allt sviöið og setjum mannréttindi á oddinn. Þess vegha eigum við fúllt erindi og hvert einasta atkvæði sem við fáum er skilaboð til þeirra sem sfjórna ferðinni með óréttlætið að leiðar- Ijósi, þess efnis að fólkið vilji sjá breytingar.“ „Ég á alveg eins von á því að við húmanistar munum fá gott fylgi í kosningunum. Það kemur auðvitað til af því að fólkið fær nóg af loforða- flaumnmn rétt fyrir hverjar kosningar, loforð- um sem síðan eru svikin. Sjálfur er ég búinn að fá nóg og er því í fram- boði,“ segir Jón Eyjólfsson sem leiðir lista Húman- istaflokksins. „Ég er ekki launaður stjómmála- maður en er að kljást við atvinnu- stjómmálamenn sem ég er með á launum. Okkar framboð og fram- bjóðendur er óþekkt fólk, en við munum vinna að því að kynna okk- ar mál og koma steftiu okkar á fram- færi og það mun skila árangri." Halldór Blöndal. Bjartsýnn á úrslitin <M „í Eyjafirði og i Þingeyjarsýslum era ótal möguleikar til að byggja á í ffamtíðinni. Ég vek athygli á að á Akureyri er samsetning mjög fjöl- breytt og byggir á þekkingu og fæmi einstakling- anna,“ segir Hall- dór Blöndal sem leiðir lista Sjálf- stæðisflokksins. „Ég sé fyrir mér að á næstu árum muni þessi byggðarlög vaxa, ungt fólk sækja heim að námi loknu og meðallaun munu hækka. Ég er mjög bjartsýnn á kosninga- úrshtin í mínu kjördæmi og hef fundið þar góða strauma að undan- fornu. Þó vil ég leggja áherslu á að miðað við úrslit síðustu kosningar er ekki öruggt að Tómas Ingi Olrich muni hljóta kosningu og við munum því leggjast af alefli á áramar til að tryggja kosningu hans.“ Steingrímur J. Sigfússon. Úrslitin hér afdrifarík „Það er griðarlega mikilvægt að Vinstri hreyfmgin - grænt framboð nái öraggri fótfestu í kosningunum og til staðar verði sá merkisberi umhverfisvemdar og vinstri stefnu sem við erum og ætlum að vera,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, efsti maður á lista Vinstri hreyfingcir- innar - græns ffamboðs. „Því er ekki að neita að úrslitin í þessu kjördæmi gætu reynst mjög afdrifarík í þessu sambandi og við: ætlum okkm- ekk- ert minna en fá hér öragga kosningu kjördæmakos- ins þingmanns. Ég er bjartsýnn á að það takist og finn góðan hljóm- grann. Ég hvet fólk að leggja okkur lið og láta ekki hi’æða sig frá okkm- með áróðri um að atkvæði okkur greidd fahi dauð, það mun ekki verða niðurstaðan heldm- þvert á móti mun það stappa stálinu í fólk.“ Svanfríður Jónasdóttir. Krafa fólksins „Það er mest um vert að skapa þær aðstæður að við getum nýtt auðlindir kjördæmisins með sem árangursríkust- um hætti og þá er ég bæði að tala um náttúraauð- lindir og þann mannauð sem felst í þekkingu og menntun fólksins," segir Svanffíður Jón- asdóttir, efsti maður á hsta Sam- fylkingarinnar. „Við leggjum áherslu á lífskjörin 1 viðustu merkingu þess orðs, en lífskjör era t.d. að búa við fjöl- breytta atvinnukosti, að stuðningur sé við fjölskylduna þannig að fæð- ingarorlof lengist og fleiri njóti hækkaðra bamabóta, að lífeyrisþeg- ar búi við mannréttindi og mennt- unarkostir séu sem fjölbreytilegast- ir. Við viljum nýta fiarkennslu til að jafha aðstöðu til náms, jafna mis- mun sem felst í mismunandi búsetu og jöfnun námskostnaðar og húshit- unar er þar efst á blaði. Samfylkingin verður til vegna kröfu fólks um öfluga hreyfmgu sem hefúr jöfhuð og réttlæti að leið- arljósi. Fólk á Norðurlandi eystra vih eiga öflugan hlut í slíkri hreyf- ingu og ég vona að það sýni það í kosningunum, nú er tækifærið." Valgerður Sverrisdóttir. Látum verkin tala ‘i| „Ástæða þess að mínu mati að fólk ætti að fiykkja sér um B-listann er í fyrsta lagi að við höfum sýnt þaö á kjörtíma- bilinu sem er aö ljúka að við lát- um verkin tala. Við höfum snúið vörn i sókn fyrir íslenskt samfé- lag,“ segir Val- gerður Sverris- dóttir sem skipar efsta sætið ’á lista Framsóknar- flokksins. „Við bjóðum á Norðurlandi eystra upp á mjög góðan lista með fólki sem hefur mjög fiölbreytta reynslu, úr atvinnulífi, úr háskóla- starfi, úr heilbrigðiskerfinu, úr sveitarstjómarstörfúm og landsmál- unum. Ég sagði það strax og úrslit- in lágu fyrir í prófkjöri okkar fram- sóknarmanna að við værum með mjög sigurstranglegan lista og við stefndum að því að fá þrjá menn kjöma. Ég stend enn við það og tel að það sé raunhæfur möguleiki. Það væri glæsilegt að fá þau inn á Al- þingi auk mín, Daníel Ámason og Elsu Friðfinnsdóttur." -gk Jón Eyjólfsson: Fólkið fær nóg IMikilvægustu málin í kjör- dæminu Halldór Hermannsson: Jff* -'ÍSÖ®' tj 1. Frelsi til fiskveiða, að : ungir menn komist að. 2. Atvinnu- mál, ástandið erfitt vegna óstjómar. 3. Nýta þarf heita vatnið í Þing- eyjarsýslu. 4. Efla ferðaþjónustuna. 5. Jarðgöng mihi Ólafsfiarðar og Siglufiarðar. I Jón Eyjólfsson: Hb 1. Grundvall- armannrétt- indi veröi virt. 2. Heilbrigð- ismál, afhám biðlista. I 3. Menntamál, menntun ókeypis , fyrir alla. 1 4. Atvinnumál. I 5. Byggðamál, fiámiagnið verði I eftir í heimabyggð. Halldór Blöndal: 1. Frekari uppbygging Háskólans á Akureyri og Fjórðungs- sjúkrahúss- ins. 2. Ábyrg stjóm fiskveiða. 3. Virkjun háhitasvæða i Þing- eyjarsýslum. 4. Opnun Tröllaskaga með jarð- göngum. 5. Ný vinnubrögð í markaðs- setningu ferðaþjónustunnar. Steingrímur J. Sigfússon: 1. Að snúa við byggðar- röskuninni. 2. Styrkja stöðu undir- stöðugrein- anna, sjávar- útvegs og landbúnaðar. | 3. Bæta samgöngur innan svæð- isins í heild. 14. Mikilvægi Akureyrar og áframhaldandi uppbygging Há- skólans þar og Pjórðungssjúkra- hússins. I 5. Öflugt velferöarkerfi er mál | okkar allra. Svanfríður Jónasdóttir: 1. Jöfnun lifskjara. 2. Fjöl- skyldumál í fyrirrúmi. 3. Auðlindir í þjóðar- eign. 4. Mikil áhersla á menntamál. 5. Bættar samgöngur, þar með taldar framfarir í fiarskipta- tækni. Valgerður Sverrisdóttir: 1. Uppbygg- ingu Háskól- ans á Akur- eyri verði haldið áfram. 2. Nýtt varö- skip verði smíðað hér á landi og þá um leið á Akureyri. 3. Virkjað verði í Bjamarflagi. 4. Viðunandi lausn fáist á mál- efnum Kísiliðjunnar. 5. Vegaframkvæmdum verði hraðað í N-Þingeyjarsýslu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.