Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1999, Side 34
34
FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1999
Afmæli
Snorri Sigurðsson
Snorri Sigurðsson, skógfræðingur
og sérfræðingur við Rannsóknar-
stöð Skógræktar ríkisins að Mó-
gilsá, til heimilis að Hrauntungu 52,
Kópavogi, er sjötugur í dag.
Starfsferill
Snorri fæddist á Sauðárkróki og
ólst þar upp. Hann lauk stúdents-
prófi frá MA 1950, prófum frá
Statens praktiske skogskole í Osen í
Noregi 1951, prófum frá Statens
skogskole í Kongsberg í Noregi 1953,
stundaði nám í Det norske skogfor-
söksvesen sumarið 1953 og lauk
kandídatsprófi í skógfræði viö Nor-
ges Landbrukshöjskole 1956. Þá fór
hann námsferð til Þýskalands 1960
og til Finnlands 1983.
Snorri var erindreki Skógræktar-
félags íslands 1956-68 og fram-
kvæmdastjóri þess 1968-87. Hann
var skipaður deildarstjóri við Skóg-
rækt ríkisins 1987, var fagmálastjóri
og staðgengill skógræktarstjóra til
1994 og hefur siðan verið sérfræð-
ingur við Rannsóknarstöð Skóg-
ræktar ríkisins á Mógilsá.
Snorri var ritstjóri Ársrits Skóg-
ræktarfélags íslands 1962-78, sat í
stjórn Félags íslenskra náttúrufræð-
inga 1960-63 og Landvemdar
1970-73 og var formaður samstarfs-
nefndar um Ár trésins 1980.
Snorri er, ásamt Jóni Jósep Jó-
hannessyni, höfundur ritsins Æsk-
an og skógurinn, útg. 1964. Hann
samdi ritgerðina Birkni á íslandi
sem birtist Skógarmálum 1977. Þá
hefur hann skrifað fjölmargar
greinar í Ársrit Skógræktarfélags
íslands og á öðrum vettvangi
Fjölskylda
Snorri kvæntist 31.12.
1951 Sigurlaugu Sveins-
dóttur, f. 27.12. 1929, hús-
móður og kennara. Hún
er dóttir Sveins Bjarm-
ans, aðalbókara KEA á
Akureyri, og k.h., Guð-
hjargar Bjömsdóttur
Bjarman húsmóður.
Böm Snorra og Sigur-
laugar em Sigurður, f.
12.1.1951, dr. í líffræði og
dósent við HÍ, kvæntur Hrefnu Sig-
urjónsdóttur, dr. í líffræði og lektor
við KHÍ, og era böm þeirra Björg,
nemi við HÍ, og Snorri, nemi við
MH; Stefanía, f. 27.3. 1953, d. 18.12.
1968; Þóra, f. 25.8. 1957, mannfræð-
ingur, búsett í Svíþjóð, gift Guð-
mundi Erlendssyni húsasmiö; Am-
ór, f. 29.12. 1960, skógfræðingur og
sérfræðingur við Rannsóknarstöð
Skógræktar ríkisins að Mógilsá,
kvæntur Kristínu Hallgrímsdóttur,
sálfræðingi við meðferðarheimilið
Stuðla, og em böm þeirra Stefán og
Ásta Lovísa; Steinunn, f. 22.6. 1966,
líffræðingur hjá íslenskri erfða-
greiningu og er sonur hennar Há-
kon Björn Högnason en sambýlis-
maður hennar er Jóhann í. Reynis-
son, tölvunarfræðingur hjá Lands-
banka íslands; Guðrún Margrét, f.
26.9. 1972, háskólanemi í Svíþjóð.
Systkini Snorra: Margrét Þórunn,
f. 4.5. 1915. d. 23.5. 1994, hjúkranar-
fræðingur og borgarfulltrúi í Hels-
ingborg í Svíþjóð; Sigurður, f. 29.10.
1916, d. 1.12. 1996, listmálari í Kópa-
vogi; Stefanía Guðríður, f. 5.1. 1918,
d. 12.7. 1993, skrifstofumaður í
Reykjavík; Amór f. 1.3.
1919, d. 14.11. 1998, verð-
lagseftirlitsmaður á Sauð-
árkróki; Stefán, f. 5.10.
1920, d. 8.2. 1993, hdl. á
Akranesi; Hrólfúr, f.
10.12. 1922, listmálari í
Kópavogi; Guðrún Ragn-
heiður, f. 25.6. 1925, list-
málari í Holte í Dan-
mörku; Ámi, f. 13.11.
1927, fyrrv. sóknarprest-
ur á Blönduósi.
Foreldrar Snorra voru
Sigurður Sigurðsson, f. 19.9. 1887, d.
20.6. 1963, sýslumaður á Sauðár-
króki, og k.h., Guðríður Stefania
Amórsdóttir, f. 15.4. 1889, d. 14.6.
1948, húsmóðir.
Ætt
Bróðir Sigurðar var Bjarni, b. í
Vigur, faðir Baldurs, b. í Vigur, Sig-
urðar, sendiherra og fyrrv. alþm, og
Sigurlaugar, menntaskólakennara
og fyrrv. alþm.. Sigurður var sonur
Sigurðar, alþm. og pr. í Vigur, Stef-
ánssonar, bróður Stefáns, skóla-
meistara á Möðruvöllum, föður Val-
týs, ritstjóra Morgunblaðsins, og
Þorbjargar, móður Haralds Bjöms-
sonar leikara. Móðir Sigurðar var
Þórunn Bjamadóttir, b. og dbrm. á
Kjaransstöðum á Akranesi, Brynj-
ólfssonar, b. á Ytrahólmi, bróður
Amdísar, langömmu Finnboga, fóð-
ur Vigdísar Finnbogadóttur.
Brynjólfur var sonur Teits, vefara í
Reykjavík, Sveinssonar, og Guðríð-
ar Gunnarsdóttur. Móðir Þórannar
var Helga Ólafsdóttir Stephensens,
stúdents í Galtarholti, Bjömssonar
Stephensens, stúdents á Lágafelli
Ólafssonar, stiftamtmanns í Viðey,
Stefánssonar, ættfóður Stephensen-
sættarinnar. Móðir Ólafs var Mar-
grét, systir Jóns Espólíns, sýslu-
manns og sagnfræðings. Margrét
var dóttir Jóns, sýslumanns á Espi-
hóli, Jakobssonar, og Sigríðar Stef-
ánsdóttur, systur Ólafs í Viðey og
ættmóður Thorarensensættarinnar.
Móðir Helgu var Anna Stefánsdóttir
Schevings, umboðsmanns á Leirá,
Vigfússonar Schevings, sýslumanns
á Víðivöllum. Móðir Stefáns var
Anna Stefánsdóttir, systir Ólafs í
Viðey. Móðir Önnu Stefánsdóttur í
Galtarholti var Helga Jónsdóttir,
vígslubiskups á Staðastað, Magnús-
sonar, bróður Skúla fógeta, og k.h.,
Þórunnar Hansdóttur Schevings,
systur Vigfúsar á Viðivöllum.
Systir Guðríðar Stefaníu var Mar-
grét, móðir Gunnars Gíslasonar,
fyrrv. pr. og alþm. í Glaumbæ. Stef-
anía var dóttir Arnórs, pr. í
Hvammi í Laxárdal, bróður Áma,
afa Stefáns Benediktssonar, þjóð-
garðsvarðar í Skaftafelli og fyrrv.
alþm. Arnór var sonur Áma, b. i
Höfnum, Sigurðssonar, bróður
Bjöms, föður Sigurðar, slökkviliðs-
stjóra í Reykjavík, föður Sigurjóns
lögreglustjóra. Annar sonur Bjöms
var Árni, prófastur í Görðum,
langafi Guðmundar Árna Stefáns-
sonar alþm. Móðir Áma var Sigur-
laug Jónasdóttir, b. á Gili í Svartár-
dal, Jónssonar. Móðir Jónasar var
Ingibjörg Jónsdóttir, ættfoður
Harðabóndaættar, Jónssonar. Móðir
Ingibjargar var Ingibjörg Jónsdótt-
ir, ættfoður Skeggsstaðaættar, Jóns-
sonar.
Snorri verður að heiman.
Snorri Sigurösson.
Högni Sturluson
Högni Sturluson vélstjóri, Hlíf II,
Torfnesi, ísafirði, er áttræður í dag.
Starfsferill
Högni fæddist á Látram í Aðal-
vík og ólst upp í Hnífsdal og á ísa-
firði tO fimm ára aldurs er faðir
hans lést. Þá flutti hann með móður
sinni að Rekavík Bak Höfn, til Sig-
urðar Hjálmarssonar.
Högni byrjaði ellefu ára til sjós
með stjúpa sínum, Sigurði Hjálm-
arssyni. Hann stundaði sjóróðra á
árabátum frá Atlastöðum i Fljótavík
til 1946 en var auk þess húsmaður á
Hesteyri 1940-41 og á Atlastöðum
1941-46.
Högni stundaði síðan sjómennsku
á samvinnufélagsbátunum á ísafirði
1946-48, var vélstjóri og kokkur á
Páli Pálssyni 1948-60, vélstjóri í
Hraðfrystihúsi Hnifsdals 1960-69,
var einn af stofnendum Reyks sf. í
Hnífsdal og stundaði byggingar-
vinnu hjá Guðmundi Þengilssyni á
áranum 1972-78.
Fjölskylda
Högni kvæntist 26.12. 1949
Júlíönu Guðrúnu Júliusdóttur, f.
24.7. 1921, d. 1.9. 1960, húsmóður.
Foreldrar Júlíönu vora Júlíus Geir-
mundsson, bóndi á Atlastöðum, og
k.h., Guðrún Jónsdóttir.
Böm Högna og Júlíönu era Ingi-
björg, f. 24.9.1941, húsmóðir á Akur-
eyri, gift Svanbergi Einarssyni,
fyrrv. bónda, og eiga þau sjö böm;
Jónína Ólöf, f. 29.9. 1942, fram-
kvæmdastjóri Essó á ísafiröi, gift
Birki Þorsteinssyni, starfsmanni
hjá Essó, og eiga þau tvö böm; Júlí-
us Rúnar, f. 5.1. 1945, verkstjóri í
Keflavík, kvæntur Guðmundu
Reimarsdóttur póstfreyju og eiga
þau fjögur böm; sveinbarn, f. 10.8.
1948, d. 11.8. 1948; Sturla Valdimar,
f. 27.8. 1949, vélsmiður í Keflavík,
kvæntur Sigrúnu Reimarsdóttur
húsóður og eiga þau tvo syni; Guð-
leifur, f. 16.2,1951, fórst með Geirólfi
ÍS 318 þann 20.10. 1972, sjómaður á
ísafirði; Guðrún Elísa, f. 13.11. 1954,
framkvæmdastjóri hjá Byrgi í Kópa-
vogi, gift Þórði Jónssyni húsamið
og eiga þau tvö böm.
Högni kvæntist 15.4.
1969 seinni konu sinni,
Jóhönnu Friðriksdóttur,
f. 10.2. 1914, húsmóður.
Hún er dóttir Friðriks
Geirmundssonar, út-
vegsb. í Aðalvík, og k.h.,
Mikkelínu Þorsteinsdótt-
ur húsfreyju.
Systur Högna era Guð-
rún Þorkatla, f. 6.5. 1923,
húsmóðir í Garðabæ,
ekkja eftir Þóri Þorleifs-
son bólstara; Sturlína, f. 8.9. 1924,
fyrrv. húsfreyja á Þorvaldsstöðum í
Hvitársíðu, nú búsett í Borgamesi,
gift Sigurði Jóhannssyni, fyrrv.
bónda.
Systkini Högna, sammæðra: Guð-
rún Sigurðardóttir, f. 27.11. 1927, nú
látin, húsmóðir í Reykjavík, var gift
Geir Runólfssyni bankastjóra; Sig-
ríður Sigurðardóttir, f. 18.4. 1929,
húsmóðir í Reykjavík, gift Júlíusi
Halldórssyni, fyrrv. vagnstjóra;
Sturla Valdimar Sigurðsson, dó
ungur; Björg, f. 17.9. 1933, húsmóðir
í Kópavogi, gift Jóni
Jónssyni múrara.
Foreldrar Högna voru
Sturla Þorkelsson, f.
20.11. 1889, d. 12.12. 1924,
húsmaður á Látram, og
k.h., Ingibjörg Ásgeirs-
dóttir, f. 24.4. 1898, d.
30.11. 1935, húsfreyja.
Ætt
Sturla var sonur Þorkels,
b. á Látram, ísleifssonar,
b. á Langavelli á Hest-
eyri, ísleifssonar. Móðir Þorkels var
Guðrún, móðir Friðriks, föður
Gunnars, fyrrv. forseta SVFÍ. Guð-
rún var dóttir Friðriks, b. í Neðri-
Miðvík, Jónssonar, b. í Neðri-Mið-
vík, Jónssonar, b. í Neðri-Miðvík,
Guðlaugssonar, b. i Neðri-Miðvík,
ísleikssonar, b. í Þverdal, Eiriksson-
ar.
Móðursystir Högna var Rannveig,
móðir Gunnars Friðrikssonar. Ingi-
björg var dóttir Ásgeirs, b. á Eiði í
Hestfirði, Jónssonar.
Högni verður að heiman.
Högni Sturluson.
Björk Halldórsdóttir
Björk Halldórsdóttir
póstafgreiðslumaður,
Gunnlaugsgötu 7, Borgar-
nesi, er sextug í dag.
Starfsferill
Björk fæddist í Borgar-
nesi og ólst þar upp. Hún
lauk gagnfræðaprófi frá
Gagnfræðaskóla Borgar-
ness.
Björk stundaði skrif-
stofustörf í nokkur ár hjá
Kaupfélagi Borgfirðinga,
lék í danshljómsveit um
skeið og var síðan umsjónarmaður
með félagsstarfi aldraðra í Borgar-
nesi um tíma.
Björk hóf störf hjá Pósti og síma
1991 og hefur starfað þar
síðan.
Fjölskylda
Björk giftist 2.4. 1961
Friðjóni Sveinbjörns-
syni, f. 11.3. 1933, d. 1.9.
1990, sparisjóðsstjóra.
Hann var sonur Svein-
bjöms Jónssonar, bónda
og kennara að Snorra-
stöðum í Kolbeinsstaða-
hreppi á Snæfellsnesi, og
Margrétar J.S. Jóhannes-
dóttur húsfreyju.
Börn Bjarkar og Friðjóns eru Sig-
ríður Friðjónsdóttir, f. 16.11. 1961,
tónlistarkennari í Kópavogi, gift
Sigm-ði A. Magnússyni, f. 31.3. 1928,
rithöfundi, og era börn hennar Frið-
jón Snorri, f. 20.6. 1978, og Guðný, f.
16.10.1984; Margrét Friðjónsdóttir, f.
19.6. 1965, bóndi og húsfreyja að
Heggsstöðum í Andakílshreppi í
Borgarfirði, gift Jónmundi Hjör-
leifssyni, f. 7.1. 1959, bónda og bú-
fræðingi að Heggsstöðum, og era
böm þeirra Björk, f. 13.5. 1992, og
Helga Guðrún, f. 29.4. 1997; Halldóra
Björk Friðjónsdóttir, f. 20.9. 1974,
bankastarfsmaður í Borgarnesi, gift
Grétari Guðlaugssyni, f. 27.10. 1972,
starfsmanni Vímets hf. í Borgar-
nesi, og er sonur þeirra Matthías
Hugi, f. 12.2. 1997.
Bræður Bjarkar eru Hreinn Hall-
dórsson, f. 29.7. 1934, framkvæmda-
stjóri á Hvammstanga; Sigurður
Halldórsson, f. 25.5. 1946, hagfræð-
ingur, búsettur í Mosfellsbæ.
Foreldrar Bjarkar voru Halldór
Sigurðsson, f. 29.9.1902, d. 27.7.1961,
sparisjóðsstjóri í Borgamesi, og
k.h., Sigríður Sigurðardóttir, f. 27.9.
1912, d. 18.6. 1962, húsmóðir.
Ætt
Foreldrar Halldórs vora Sigurður
Sigurðsson frá Vatnsskcirði og Ingi-
björg Halldórsdóttir frá Geirmund-
arstöðum í Skagafirði.
Foreldrar Sigríðar vora Sigurður
Pálmason, kaupmaður á Hvamms-
tanga, frá Æsustöðum í Langadal,
og Steinvör Benónýsdóttir, frá
Kambhóli í Víðidal.
Björk Halldórsdóttir.
Til hamingju
með afmælið
15. apríl
85 ára
Björg Benteinsdóttir.
Laugavegi 132, Reykjavík.
Berta G. Hall,
Réttarholtsvegi 29, Reykjavík.
75 ára
Vilborg Ingvarsdóttir,
Þorgeirsstöðum, Höfn.
70 ára
Sigríður Guðmundsson,
Bræðraborgarstíg 41,
Reykjavík.
Sigurlaug Sigurjónsdóttir,
Skeggjagötu 2, Reykjavík.
Sigurður Guðjónsson,
Hringbraut 50, Hafnarfirði.
Jón Dalmann Ármannsson,
Lerkilundi 42, Akureyri.
60 ára
Ingunn Guðnadóttir,
Hlíðarvegi 86, Njarðvík.
50 ára
Sigurjón Jóhannsson,
Seljabraut 36, Reykjavík.
Krystyna Jakowska,
Sætúni 12, Suðureyri.
Kristín Anna
Guðmundsdóttir,
Hrísholti 16, Selfossi.
40 ára
Eyþór Hreinn Bjömsson,
Ljárskógum 23, Reykjavik.
Gunnar Kristjánsson,
Öldu við Vatnsveituveg,
Reykjavík.
Þorbjörg Sigurðardóttir,
Kleifarási 6, Reykjavík.
Lars Kurt Thomas
Ljunggren,
Suðurhúsum 9, Reykjavík.
Grétar Már Sigurðsson,
sendiráði íslands í Brússel.
Katarina S. Snorradóttir,
Bröttukinn 15, Hafnarfirði.
Helga Guðrún
Eymundsdóttir,
Stapasíðu 11 D, Akureyri.
Hafsteinn Sigfússon,
Grenivík, Grýtubakkahreppi.