Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1999, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1999 13 Ný Framsókn & Finnur Blair Það var eitthvað ólýsanlega dapurlegt við að horfa á Finn Ingólfsson í sjón- varpsumræðum fram- bjóðenda í Reykjavik um daginn. Hann var svo umkomulaus; þar sem hann húkti milli fulltrúa Húmanista- flokksins og anarkista og reyndi að sann- færa áhorfendur um að Framsóknarflokk- urinn ætti erindi við kjósendur í höfuð- borginni. Ný Fram- sókn er slagorð flokksins að þessu sinni og umsjónar- menn þáttarins spurðu Finn eðlilega að því, hvað væri athugavert við þá gömlu. Og varaformaðurinn reyndi að fara með rulluna sem einhver auglýs- ingastofan hefur matað hann á: Ný Framsókn leiðir íslendinga á vit nýrrar aldar... og svo framvegis. Og svo framvegis. New Labour? Því miður. Það hefur tekið framsóknarmenn áratugi að átta sig á þvi að 20. öldin standi yfir og öldungis ekkert sem bendir til þess að þeir uppgötvi á næstunni að nýtt árþúsund er að ganga í garð. Ný Framsókn? Af hverju minn- ir þetta - örlítið pínlega - á slag- orð Verkamannaflokksins breska: New. Labour? Framsókn hefur enda jafnan talið sig í sömu póli- tísku fjölskyldu og Verkamanna- flokkinn. Ég veit ekki hvort það er gagnkvæmt. En breski Verka- mannaflokkurinn gekk til kosn- inga undir þessum slagorðum eftir gagngera endurskoðun á stefnu sinni og allsherjar breytingar á forystuliðinu. Hvað með hina Nýju Framsókn? Hvor er Tony Blair okkar íslendinga, Halldór Ásgrímsson eða Finnur Ingólfs- son? Halldór er svo mæðulegur um þessar mundir að nánast þarf að bregða spegli fyrir vit hans til að ganga úr skugga um að öndin blakti enn í utanrík- isráðherranum. Og hvað hefur hin Nýja Framsókn að segja kjósendum i Reykjavík? Til dæmis þetta: Á kjörtímabil- inu hefur örfáum af- dalahreppum verið fært allt miðhálendi íslands á silfurfati. Reykvíkingar ráða þar engu. Auðlindir hafsins safnast á sí- fellt færri hendur, þvert á lagaákvæði um að þær skuli vera sameign þjóðarinnar. Lausnarorð hinnar Nýju Framsóknar í atvinnumálum er stóriðja og aftur stóriðja, eins þótt herkostnaðurinn sé eyðilegg- ing á náttúruperlum og ábatinn í besta falli óviss. Skilaboð hinnar Nýju Framsóknar til þeirra sem lakast eru settir, eru líka skýr: Kjör aldraðra og öryrkja eru hálfu lakari hér en á öðrum Norðurlönd- um. Þarf að minnast á heilbrigðis- málin? Ætlar hin Nýja Framsókn kannski að lofa því aftur, rétt eins og gamla Framsókn fyrir fjórum árum, að afnema þjónustugjöld og sjúklingaskatta? Eða hvernig ætl- ar Nýja Framsókn að bregðast við þjóðflutningunum miklu á suð- vesturhornið? Og hvernig ætla Halldór og Finnur Blair að sjá til þess að blessuðu góðærinu sé skipt réttlátlega? Framsókn - pólitískt minjasafn Finnur Ingólfsson hafði engin svör við þessum spurningum í sjónvarpsþættinum, enda var hann aðallega að reyna að sannfæra Reykvíkinga um að sjálfur væri hann Reykvikingur og að Fram- sóknarflokkurinn væri sérdeilis vel til þess fallinn að leiða þjóðina inn í nýja öld. Því miður. Það var skærari hug- sjónaglampi í aug- um húmanistans og meiri eldmóður í anarkistanum en í varaformanni hinnar Nýju Framsóknar. Nú er gamla framsóknar- maddaman búin að vera í ríkis- stjóm samfleytt síðan árið 1971, að íjórum árum undanskildum, og því ekki kyn þótt hún sé farin að lýjast. Flokkurinn er fyrir löngu orðinn eins konar pólitískt þjóð- minjasafn. Hann er fornleifaflokk- ur. Þegar Finnur og Halldór boða Nýja Framsókn er það álíka og ef Þjóðminjasafnið auglýsti splunku- nýjar fornminjar til sýnis. Hrafn Jökulsson Finnur Ingólfsson fagnar kosningu sem varaformaður Framsóknarflokksins. - „Hvor er Tony Blair okkar íslend- inga, Halldór Ásgrímsson eða Finnur Ingólfsson?" Kjallarinn Hrafn Jökulsson blaðamaður „En breski Verkamannafíokkur- inn gekk til kosninga undir þess- um slagorðum eftir gagngera endurskoðun á stefnu sinni og allsherjar breytingar á forystulið- inu. Hvað með hina Nýju Fram- sókn ? Hvor er Tony Blair okkar /s- lendinga, Halldór Ásgrímsson eða Finnur Ingólfsson?” Kosningaringl Annað skal athuga, að ekki bara karlapólitíkin hefur brugðist heldur líka skammlífa kvennapólitíkin. Hún varð aldrei að stjórn- málakenningu, heldur háværar raddir úr horni nokkurra stelpna sem kölluðu sig Konur, en vildu vilhalda í sér stelp- unni með svipuðum hætti og miklir karlar í stjórnmálum við- halda í sér stráknum með strákalátum sín- um. Litlausar kosningar Kjallarinn Guðbergur Bergsson rithöfundur Líklega hafa kjósendur aldrei verið jafn ringlaðir og nú, ef ekki kolruglaðir, áður en þeir ganga að kjörborði í vor, kjósi þá nokkur heilvita maður. Margir eru meira efins en áður í hvort þeir eigi að gegna þeirri sjálfsögðu skyldu, þó við séum kosningaglöð þjóð en kjósum kannski ekki vegna áhuga eða vits á stjómmálum heldur af hvetjandi leiða, til að gera eitt- hvað í letideyfð kosningadagsins. Hann ber upp á sunnudag. Fólk nennir ekki að horfa upp á aðra kjósa án þess að gera nákvæmlega það sama. Áður fóru menn í spari- fótin og fengu ókeypis far í kosn- ingabílum flokkanna sem voru all- an daginn að smala á kjörstað. Við vorum þá rolluþjóð sem fannst gaman að fara í smalið, en ekki síður að láta mikla karla smala okkur í rétt sem hét kjörstaður. Hann var oftast í barnaskólanum. Þar höfðum við lært að stafa rétt í æsku, síðan að krossa við og kjósa réttan hókstaf. Stjórnmálalok, flokkalok, hugsjónalok... Auðveldast var að kjósa á tim- um kalda stríðsins. Línunarnar voru skýrar og einfalt að vera með eða á móti, til hægri eða vinstri, því engin miðja var til, heldur flokkar sem sköruðust eftir henntugleik merkiskarla með von um setu í ráðherrastólum. Nú er öldin önnur og margt hef- ur liðið undir lok á stuttum tíma. Hér eru ekki bara aldar- lok heldur stjórnmálalok, flokkalok og hugsjónalok. Allt hefur einhvern veginn brugðist, ekki bara til vinstri heldur einnig til hægri og líka hjá körlunum sem voru engir sérstakir skörungar i þeim skör- unarflokkum sem nú heita miðju- flokkar og telja sig vera eins kon- ar sjálfkjöma nafla á leifunum af likama íslenskra stjómmála. Fyrir bragðið munu kjósendur eflaust flykkjast að hinu eina trausti og haldi, hinu svokallaða ihaldi. Að minnsta kosti er einhver kjölfesta í þvi. Fólk kýs ekki alltaf Sjálfstæðis- flokkinn vegna þess að það fylgi stefnu hans, heldur sökum kjöl- festunnar sem fylgir honum í rík- isstjórn. Líklega mun vinstriheyfingin koma illa út, nema sú sem kallar sig vinstraframboð og leifarnar af Al- þýðubandalaginu og dreggjar sósíalism- ans styðja. En það er með það eins og aðr- ar vinstristefnur hér á landi, án skálda á sínum snærum era þau með litlum Ijóma. Þó skáld hafi yfirleitt litið vit á stjórnmálum gefa þau litleysi þeirra lit. En sá er gallinn við íslensk skáld að þau era fremur höll und- ir áróður í þágu væg- ast sagt allt of mik- illa stórmenna, en stuðning við sann- leikann og hafa því glatað trúverðugleik- anum. Kosningarnar verða því lit- lausar en með athygli fjölmiöla eins og verið væri að breyta heim- inum daglega. En það verður að- eins á skjánum, þar sem engu er breytt. Vegna þess að fjölmiðlarn- ir eru ekki einu sinni skugginn af þjóðfélaginu, þó þeir haldi að þeir séu meir að segja samfélagið í nærmynd. Guðbergur Bergsson „Fólk kýs ekki alltaf Sjálfstæðis- flokkinn vegna þess að það fylgi stefnu hans heldur sökum kjöl- festunnar sem fylgir honum í rík- isstjórn Meðog á móti Á að leyfa Bíó hf. og Jóni Ólafssyni að byggja kvik- myndahús í Laugardaln- um? Vert að skoða hugmyndina „Undir forystu R-listans hefur átt sér stað mik- il uppbygging í Laugardalnum á undanfórnum árum. Þar má nefna skauta- höll, stúkubygg- ingu á Laugar- dalsvelli og stækkun Laug- ardalshallar. Enda er Laugar- dalurinn mið- stöð íþrótta og útivistar í borginni. Fram undan er bygging yfirbyggðrar keppnis- laugar og hölnota íþróttahúss, svo eitthvað sé nefnt. Mér finnst það ótrúlegur þvergyrðingsháttur af hálfu sjálf- stæðismanna að ekki megi skoða hugmyndir um aíþreyingarhús í útjaðri Laugardalsins. Einnig finnst mér að skoða mætti fleiri hugmyndir um starf- semi í Laugardalnum, til að mynda mætti koma upp tívólíi fyrir börn- in í borginni i tengslum við Fjöl- skyldugarðinn. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn eru staðnaðir og það var mikið lán að borgarbúar skyldu gefa þeim fri frá stjórnun borgarinnar." Algjörlega óviðunandi „Laugardalurinn er skýrt af- markað og ákaflega mikilvægt svæði fyrir okkur Reykvíkinga. Það er miðstöð íþróttaiðkunar auk Fjölskyldu-, húsdýra og grasa- garðsins sem gefur svæðinu enn meira vægi. Dalurinn hefur verið að þróast og vaxa í tímans rás og öllum ætti að vera ljóst að hin mikla notk- un hans kallar á frekari út- víkkun þeirrar starfsemi sem er þar fyrir i dag. Áð skipuleggja atvinnulóðir á þessu svæði er að mínu mati al- gjörlega óviðunandi. Ef það er hins vegar alvara borgaryfirvalda að fara út í slíkar úthlutanir hlýtur það að vera krafa atvinnulífsins að þessar lóðir í Laugardalnum séu auglýstar eða jafnvel boðnar út til fyrirtæKja almennt í landinu. Mér segir svo hugur um að nokkur hundrað fyrirtæki hefðu áhuga á slíkum lóðum sem hljóta alltaf að vera gríðarlega verðmætar. Það vekur einnig sérstaka furðu mina að borgaryfirvöld skuli ein- ungis hlíta óskum eins fyrirtækis hvað þetta varðar. Að mínu mati er þetta mál skylt hugmyndum manna um byggingu veitingaskála í Hljómskálagarðinum þvi þar virðast borgaryfirvöld vera að hlaupa upp til handa og fóta til að uppfylla óskir þeirra einna sem óskirnar báru upp.“ -GLM Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni á stafrænu formi og í gagnabönk- um. Netfang ritstjórnar er: dvritst@ff.is Júlíus Vífill Ingv- arsson, borgarfull- trúi Sjálfstæöis- flokksins. Alfreö Þorsteins- son, borgarfulltrúi R-listans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.