Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1999, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1999 JjV Hverju spáir þú um úrslitin? Bjarni Hafþór Helgason framkvæmdastjóri: Sjálfstæðisflokkur og Framsóknar- flokkur fá tvo menn en Samfylk- ing og Vinstri-grænir einn hvor. Samfylkingarmaðurinn gæti þó færst yfir á D-lista eða B-lista. Sigfús Arnar Sigfússon verslunarmaður: Ég fylgist sáralítið með pólitíkinni og hef enga skoðun á þessu. Hinrik Karlsson verkamaður: .Sjálfstæðisflokkur fær tvo menn, Framsóknarflokkur tvo og Sam- fylkingin tvo menn. Sjálfstæðisflokkurinn fær þrjá menn, Framsóknarflokkur einn, Samfylkingin einn og Vinstri hreyfmgin einn mann. Sjáifstæðisflokkur fær tvo menn, Framsóknarflokkurinn tvo menn og einnig Samfylkingin. Jón Kristjánsson nemi: S Ég hef engan áhuga á þessu og mér I hreinlega leiðist pólitík. Kosningabaráttan í Norðurlandskjördæmi eystra: Stærsta von VG að fá kjördæmakosinn mann Varnarbarátta Samfylkingar Öllum eru kunn vandræði Samfylkingarinnar í kjördæminu i kjölfar sigurs Sigbjörns Gunn- arssonar í prófkjörinu sem leiddi til margra vikna óvissu sem lauk með því að hann dró sig í hlé. Það er ljóst að það mál allt hefur skaðað Samfylkinguna í kjör- dæminu verulega, og hafi verið góðir möguleikar að fá tvo menn kjörna minnkuðu þeir umtals- vert. Svanfríður Jónasdóttir sem leiðir listann er þó öflug baráttu- kona og kann hugsanlega að bjarga einhverju í hús af þvi sem hefur tapast, en það er ljóst að Samfylkingin er í talsverðri varnarbaráttu. Þá er ógetið um tvö framboð- anna, Frjálslynda flokkinn og ' Húmanistaflokkinn, en þeir flokkar eru ekki taldir munu setja mark sitt á úrslitin og verða varla mælanlegir fari sem horfir. Framsókn vill þrjá menn Norðurland eystra er eitt af höf- uðvígjum Framsóknarflokksins og flokkurinn fékk þar t.d. um 37% í kosningunum 1995 en tapaði þó einum af þremur þingmönnum vegna fækkunar þingmanna kjör- dæmisins úr 7 í 6. Nú hafa orðið leiðtogaskipti, Guðmundur Bjarnason landbúnaðarráðherra er hættur og Valgerður Sverris- dóttir leiðir listann, með nýtt fólk í öllum næstu sætunum. Margir hafa orðið til að lýsa yfir ánægju með Framsóknarlistann, hann sé vel skipaður, en það á reyndar al- veg eftir að koma í ljós hvernig þessi „hersing gerir sig“ i barátt- unni. Sjálfir segja framsóknar- menn að þeir stefni á að fá þrjá þingmenn, en hvað sem því líður er varla við öðru að búast en þeir haldi a.mn.k. sínum tveimur mönnum. Norðurland eystra li Þlngmenn Stjórnarandstaða . A Landskjömir Stjórnarflokkar B Stærsta spurningin í Norður- landskjördæmi eystra varðandi al- þingiskosningarnar 8. maí nk. er hvort Vinstri hreyfingin - grænt framboð nær því að fá þar kjör- dæmakosinn þingmann. Þar fer fyrir hreyfmgunni sjálfur formað- urinn, Steingrímur J. Sigfússon, og hreyfingin er ekki talin eiga jafn mikla möguleika á kjördæmakosn- um þingmanni í öðru kjördæmi. Úrslitin á Norð- urlandi eystra kunna þess vegna að ráða þvi hvort hreyfingin fær þing- menn eða ekki, en nái Steingrímur kjöri mun það jafnframt þýða að hann tekur með sér nokkra upp- bótarmenn inn á Alþingi. Almennt er það talið í kjördæm- inu að Steingrímur eigi góða möguleika. Því veldur m.a. að hann hefur þar umtalsvert per- sónufylgi, hann er með vinsælan mann með sér í 2. sæti sem er Árni Steinar Jóhannnsson, um- hverfisstjóri á Akureyri, og þá leikur varla nokkur vafi á því að vinstri-grænir munu hagnast eitt- hvað á öllum þeim vandræðagangi sem var innan Samfylkingarinnar við að koma saman sínum fram- boðslista. Sjálfstæðismenn halda sínu Sjálfstæðismenn segjast hins vegar ekki jafn öruggir. Úr þeirra herbúðum heyrist að sæti Tómas- ar Inga Olrich, 2. manns á lista flokksins, kunni að vera í hættu og fyrir því þurfi að berjast. Sjálf- stæðisflokkurinn fékk góða kosn- ingu 1995, 28,2%, og bætti við sig 4,5%. Halldór Blöndal sam- gönguráðherra þykir hafa staðið sig vel og vera sterkur í kjör- dæminu og menn horfa margir til hans um framfarir í samgöngumálum haldi hann ráðherrastól sínum að loknum kosningum. Flestir telja líklegast í stöðunni að Sjálfstæðis- flokkurinn haldi sínu og eigi tvo þingmenn að loknum kosningum. I X Fréttaljós Gylfi Krístjánsson Húsavfk. Framboðslistar á Norðurlandi eystra Fjálslyndi flokkurinn 1. Halldór Hermannsson skipstjóri, ísafiröi. 2. Hermann B. Haralds- son sjómaður, Akureyri. 3. Bára Siguróladóttlr bóndi, Kelduhverfi. 4. Ásgeir Yngvason framleiðsjustjóri, Akur- eyn. 5. Jóhannes Bjömsson sjómaður, Raufarhöfh. 6. Helgi Sigfússon bú- fræðingur, Hrisey. 7. Jón Einar Haralds- son kennari, Mývatns- sveit. 8. Kristinn S. Yngvason bóndi, Kelduhverfi. 9. Stefán Óskarsson verkamaður, Raufarhöfn. 10. Haraldur Þórarins- son verkstæðisformaður, Kelduhverfi. 11. Þurlður Hermanns- dóttir húsmóðir, Húsavík. 12. Haraldur Bessason, fyrrv. háskólarektor, Ak- ureyri. Samfylkingin 1. Svanfríður Jónasdótt- ir alþingismaður, Dalvik- urbyggö. 2. Örlygur Hnefill Jóns- son lögmaður, Húsavik. 3. Kristín Sigurvinsdótt- ir iðjuþjálfi, Akureyri. 4. Pétur Bjamason fram- 5. Haddajfilifi|arsdóttir 6. Heimirmgimarsson framkvæmdastjóri, Akur- eyri. 7. Óli B. Einarsson, húsasmiður, Kópaskeri. 8. Halldór Guðmiuids- son bifvélavirki, Ólafs- firði. 9. Þórunn Þorsteinsdótt- ir afgreiðslustjóri, Þórs- höfn. 10. Sigrún Stefánsdóttir nemi, Akureyri. 11. Jón Helgason, fyrrv. framkvæmdastjóri, Akur- eyri. 12. Jóhanna Aðalsteins- dóttir, fyrrv. bæjarfuU- trúi, Húsavík. Framsóknar- flokkurinn 1. Valgerður Sverris- dóttir alþingismaður, Grýtubakkahreppi. 2. Daníel Ámason fram- kvæmdastjóri, Akureyri. 3. Elsa Friðfmnsdóttir 5. Sveitm Áöalgeirsson sölumaður, Húsavík. 6. Bjöm Snæbjömsson, formaður Einingar, Akureyri. 7. Bima Bjömsdóttir skrifstofumaður, Raufar- höfh. 8. Haukur Snorrason verslunarmaður, Dalvík. 9. Sara Hólm bóndi, Reykjahreppi. 10. Hildur Gylfadóttir nemi, Akureyri. 11. Haukur Halldórsson bóndi, Svalbarðsstrandar- hreppi. 12. Jóhannes Geir Sigur- geirsson, fyrrv. alþingis- maður, Eyjafjarðarsveit. Sjálfstæðisflokk- urinn 1. Halldór Blöndal sam- gönguráðherra, Akureyri. 2. Tómas Ingi Olrich alþingismaður, Akureyri. 3. SofBa Gisiadóttir fé- lagsmálafulltrm, Húsavík. 4. Ásgeir jþ^gi Ásgeirs- son framkvæmí3K|tjóri, durs- ÓlafsfirðiJ 5. Bald' son bóndi, Aðaldal. 6. Anna M. Eliasdóttir bæjarfulltrúi, Ólafsfirði. 7. Helga Traustadóttir, nemi, Akureyri. 8. Rúnar Þórarinsson oddviti, Öxarfiarðar- hreppi. 9. Sigfríður Valdimars- dóttir fiskmatsmaður, Dalvik. 10. Bergur Guðmunds- son nemi, Raufarhöfh. 11. Jóhanna Ragnars- dóttir hárgreiðslumeist- ari, Akureyri. 12. Magnús Stefánsson bóndi, Amameshreppi. Húmanista- flokkurinn 1. Jón Eyjólfsson tré- smiður, Keflavík. 2. Ragnheiður Sigurðar- dóttir, tölvunarfræðingur AkureyrijS K 3. Guðnm Róbensdótiir húsmóðiif^^Mvík. 4. Anna Egjlsdpttir hús- móðir, Akureyri. 5. Guðlaugur Agnar Pálmason verkamaöur, Akureyri. 6. Jón Kjartansson frá Pálmholti, Reykjavík. Vinstri hreyfingin - grænt framboð 1. Steingrímur J. Sigfús- son alþingismaður, Þistilfirði. 2. Ámi Steinar Jóhanns- son umhvl Akureyri.l 3. Helga Á. Erliiigsdóttir oddviti, Ljósavatnshreppi. 4. Valgerður Jónsdóttir garðyrkjutæknifræðingur, Akureyri. 5. Helgi Kristjánsson framkvæmdastj., Húsavik. 6. Anna Helgadóttir kennari, Eyjaijarðarsveit. 7. Stefán Tryggvason bóndi, Svalbarðsströnd. 8. Dagbjört H. Jónsdótt- ir bóndi, Dalvíkurbyggð. 9. Hilmar Dúi Björgvins- son nemi, Húsavik. 10. Hulda Höm Karls- dóttir bóndi, Öxarfjarðar- hreppi. 11. Bjöm Þór Ólafsson kennari, Ólafsfirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.