Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1999, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1999, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1999 Útlönd Svíþjóö: Persson nýtur minnkandi trausts Sænsk stjórnvöld kynntu nýjar efnahagsráðstafanir í gær, þar sem meöal annars er lofað skatta- lækkunum og útgjaldahækkun ríkisins á næstu árum. Tilkynn- ingin olli óróleika á sænskum fjár- málamörkuöum. Aðeins tveir dag- ar eru síöan nýr fjármálaráðherra, Bosse Ringholm, tók við embætti eftir afsögn Eriks Ásbrinks. „Við sjáum grundvöU fyrir skattalækkunum árið 2001 en leyfi efnahagurinn það fyrr mun- um við skoða þau mál," sagði Ringholm i gær. Forsætisráðherranum Göran Persson er hins vegar vandi á höndum því nýjar skoðanakannan- ir sýna að traust sænskra kjósenda við hann hefur minnkað mjög. Að- eins 24% segjast bera mikið traust til forsætisráðherrans í stað 37% sem voru á sömu skoðun fyrir að- eins tveimur vikum. UPPBOÐ Eftirtaliö lausafé veröur boöiö upp aö Hafnarbraut la, Njarö- vík, föstudaginn 23. apríl 1999 ki. 14, aö kröfu ______íslandsbanka hf.____ ísgerðarvélar: 1) Teg. K1M-1000-F-FW- nr. 010013, 2) Teg. fsmark 1000 nr. 95,3) Teg. ísmark 6, nr. 212, ásamt tilheyrandi lausafé, þ.á m. sniglum og færiböndum. Greiðsla skal innt af hendi við hamars- högg._____________________ SÝSLUMAÐURINN KEFLAVÍK UPPBOÐ Uppboö munu byrja á skrifstofu embættisins að Skógarhlíð 6, Reykjavík, sem hér segir á eftir- ________farandi eignum:__________ Álftahólar 6, 3ja herb. íbúð á 3. hæð merkt D, ásamt bílskúr nr. 21, Reykjavík, þingl. eig. Jóhann V. Guðmundsson og Sigríður Pálsdóttir, gerðarbeiðandi Sam- einaði lífeyrissjóðurinn, mánudaginn 19. aprfl 1999 kl. 10. Fiskakvísl 30, íbúð á 2. hæð t.v., ris og bflskýli, Reykjavík, þingl. eig. Sigurður Þorsteinsson og Gisela Martha Lobers, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, mánu- daginn 19. apríl 1999 kl. 10. Grettisgata 3, 72,5 fm 3ja herb. íbúð á 3. hæð t.h. m.m., Reykjavík, þingl. eig. Gunnvant Baldur Ármannsson, gerðar- beiðandi íbúðalánasjóður, mánudaginn 19. apríl 1999 kl. 10. Kleppsvegur 124,4ra herb. íbúð á 1. hæð t.h., Reykjavík, þingl. eig. Sigurður Helgason, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóðir Bankastræti 7, Sparisjóður Reykjavflcur og nágrennis og Tryggingamiðstöðin hf., mánudaginn 19. apríl 1999 kl. 10. Melgerði 21, Reykjavík, þingl. eig. Guð- rún S. Guðmundsdóttir, gerðarbeiðandi Eignarhaldsfélag Alþýðubankans hf., mánudaginn 19. apríl 1999 kl. 10. Vesturás 25, Reykjavík, þingl. eig. Guð- jóna Harpa Helgadóttir, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, mánudaginn 19. apríl 1999 kl. 10._____________________ SÝSLUMAÐURINN f REYKJAVÍK Loftárásir á bílalest flóttamanna í Kosovo: NATO útilokar ekki eigin sök Háttsettur bandarískur herfor- ingi vildi ekki útiloka að flugvélar Atlantshafsbandalagsins (NATO) bæru ábyrgð á loftárásum á bílalest flóttamanna í Kosovo i gær þar sem tugir manna fórust. Charles Wald, hershöfðingi sem situr í bandaríska herráðinu, sagði í sjónvarpsviðtali í gærkvöld að ver- ið væri að fara yflr myndbandsupp- tökur af árásarferðum miðvikudags- ins og að fyrstu niðurstöður yrðu kynntar í dag, fimmtudag. Serbneskir embættismenn sök- uðu NATO um að hafa orðið að minnsta kosti 64 að bana með árás- um sínum á bílalest flóttamannanna í gær. Á fimmta tug manna fórst í annarri árás, um 25 kílómetra í burtu. „Þegar flugvélarnar komu sögðu þeir okkur að leggjast niður en þá var það of seint,“ sagði maður einn innan um yfirgefnar dráttarvélar og persónulegar eigur fólks á vegi í vesturhluta Kosovo. Talsmenn bandaríska landvama- ráðuneytisins, Pentagons, létu að því liggja að serbneskar öryggis- sveitir hefðu ráðist á fólkið eftir að flugvélar NATO hefðu ráðist gegn herbílum í bílalestinni. Rudolf Scharping, landvamaráð- herra Þýskalands, kenndi stórskota- liði Serba um árásina. Embættismenn í Pentagon neit- uðu að flugvélar NATO hefðu staðið fyrir síðari árásinni sem var gerð á veginum milli Djakovica og Prizren. Flóttamenn sem komust yfir til Al- baníu í gær sögðu að serbneskar MiG-flugvélar hefðu ráðist á þá. íbúar í Belgrad, höfuðborg Júgóslavíu, sögðu í morgun að loft- árásimar á borgina í nótt hefðu ver- ið þær mestu frá upphafi lofthemað- arins. Miklar sprengingar kváðu við í borginni og loftvarnabyssur geltu. Sjónvarpsstöðin Studio B í Belgrad sagði að sprengjur NATO hefðu hæft herbúðir í Rakovica- hverfmu en ekki væri ljóst hvaða mannvirki önnur hefðu orðið fyrir skemmdum. Klukkan var orðin hálfátta í morgun að staðartima þegar flautur gáfú til kynna að loftárásunum væri lokið. Veðurskilyrði vom góð til loftárása á Belgrad í morgun, heið- skír himinn. Veður hafði áður gert árásir erfiðar. Opinbera júgóslavneska frétta- stofan Tanjug sagði frá fleiri loft- árásum á Júgóslavíu i morgun, einkum i suðurhluta landsins. UPPBOÐ Framhald uppboös á eftirfarandi eignum veröur háð á þeim sjálf- um, sem hér segir: Hverfisgata 82, 010101, verslunarhús- næði í austurenda, 35,7 fm, Reykjavík, þingl. eig. Sigtún 7 ehf., gerðarbeiðandi Tollstjóraskrifstofa, mánudaginn 19. apr- fl 1999 kl. 14.____________________ Hverfisgata 82, 020101, verslunarhús- næði í austurenda 1. hæðar, 69,2 fm, Reykjavík, þingl. eig. ís Eignir ehf., gerð- arbeiðendur Eimskipafélag íslands hf. og Tollstjóraskrifstofa, mánudaginn 19. apr- fl 1999 kl. 13.30._________________ Kleppsvegur 144, íbúð í kjallara m.m., merkt 0002, birt stærð 71,1 fm (áður til- greint kjallarahúsnæði í NV-enda), Reykjavík, þingl. eig. Helga Rúna Péturs, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, mánu- daginn 19. aprfl 1999 kl. 16. Rauðarárstígur 13,2jaherb. íbúð á 1. hæð t.v. og herb. í kjallara merkt 0101, Reykjavík, þingl. eig. Halldóra Jón- mundsdóttir, gerðarbeiðendur Búnaðar- banki íslands hf., Blönduós, Rfldsútvarp- ið og Tollstjóraskrifstofa, mánudaginn 19. apríl 1999 kl. 15.30.__________ Skólavörðustígur 42,171,7 fm verslunar- húsnæði á 1. hæð m.m., Reykjavík, þingl. eig. R. Guðmundsson ehf., gerðarbeið- endur Lífeyrissjóðurinn Framsýn og Toll- stjóraskrifstofa, mánudaginn 19. apríl 1999 kl. 14.30.____________________ Smiðjustígur 13, Reykjavflc, þingl. eig. Einar Már Eiðsson, gerðarbeiðendur íbúðalánasjóður og Tollstjóraskrifstofa, mánudaginn 19. apríl 1999 kl. 15. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Þessi gamla kona særðist f loftárásinni sem gerð var á bflalest flóttamanna í Kosovo í gær. Að minnsta kosti 64 létu lífið í árásinni, sem Serbar segja að NATO hafi gert. Talsmenn NATO hafa ekki útilokað eigin sök í málinu. Quayle vill í forsetaframboð Dan Quayle, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gefa kost á sér sem frambjóðandi Repúblikana í forsetakosningunum á næsta ári. Fimm þúsund manns hlýddu á Quayle í gær þegar hann kynnti ákvörðun sína í Indíanaríki. „Ég er kominn heim til að segja ykkur að ég mun sigra kosningam- ar,“ sagði Quayle meðal annars í ávarpi sínu. Þrátt fyrir bjartsýni fyrrum varaforsetans þykir Quayle ekki líklegur til að fá útnefningu Repúblikanaflokksins. Samkvæmt skoðanakönnunum er Quayle langt á eftir þeim tíu frambjóðendum sem sækjast eftir tilnefhingu flokksins. Þar nýtur George W. Bush mestrar hylli þrátt fyrir að hafa ekki til- kynnt formlega um framboð sitt. Skilaboð Quayle til flokksbræðra Dan Quayle ávarpar stuðningsmenn sína í Huntington í Indianaríki. sinna eru að hann sé sá fram- bjóðandi sem búi yfir mestri reynslu og sé hæfastur til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna. Leiðtogar ESB höfnuðu öllum málamiðlunum Leiðtogar Evrópusambands- landanna fimmtán lýstu í gær yf- ir eindregnum stuðningi sínum við loftárásir NATO á Júgóslaviu og höfnuðu öllum málamiðlunum við Slobodan Milosevic Júgó- slavíuforseta um friðarskilmála. Leiðtogamir sögðu þó að sprengjuárásunum yrði hætt um leið og Milosevic færi að skilyrð- um þjóða heims eins og þær birt- ast í friðartillögum Kofis Ann- ans, framkvæmdastjóra Samein- uðu þjóðanna. Annan sat fund ESB-leiðtog- anna í gær og á eftir sagði hann fréttamönnum að ekki væri nein tryggingi fyrir því að áætlun hans gengi upp. „Staðan er mjög flókin," sagði Annan. Stuttar fréttir :dv Kosningar í árslok Svo kann að fara að Keizo Obuchi, forsætisráðherra Japans, boði til kosninga í árslok. Ástand efnahags Japans mun ráða úrslit- um um þá ákvörðun Óeirðir í Malasíu Miklar óeirðir brutust út í Kuala Lumpur í Malasíu í gær eftir dóms- uppkvaðningu yf- ir Anwar Ibra- him, fyrrum fiár- málaráðherra landsins. Óeirða- lögregla stóð í ströngu gegn æst- um lýðnum, sem krafðist umbóta. Að lokum tóks lögreglu að koma á ró i borginni. Anwar var dæmdur í sex ára fangelsi vegna meints kyn- lífshneykslis. Versnandi ástand ítilkynningu Öryggisráðs SÞ í gær komu fram vaxandi áhyggjur ráðsins af ástandinu í Angóla. Stjórnmál landins eru í uppnámi og mannréttindi brotin. Uppreisn- armönnum UNITA er kennt um versnandi ástand. Lætur ekki undan •Andres Pastrana, forseti Kól- umbíu, sagðist í gær ekki mundu láta undan pólitískum kröfum flug- ræningja sem rændu farþegavél með 48 farþegum innanborðs í fyrradag. Sprengjuárás Þrettán létu lífíð og fimmtíu slösuðust í sprengjutilræði á Fil- ippseyjum í gær. Á leiö til S-Kóreu Elísabet Bretadrottning leggur land undir fót í næstu viku þegar hún heldur til Suður-Kóreu. Heimildir herma að drottningin hlakki mjög til ferðarinnar. Und- anfarið hefur ver- ið mikið að gera hjá drottning- unni; sonarsonurinn fingurbrotinn og Margrét systir hennar að ná sér af veikindum. Fáir vilja sjálfstæði Aðeins fjórðungur Skota vill sjálfstæði frá Bretum, ef marka má skoðanakönnun Gallups sem birt- ist í morgun. Skotar kjósa til eigin þings í maíbyrjun í fyrsta sinn í þrjú hundruð ár. Fullir landamæraverðir Tveir drukknir rússneskir landamæraverðir að störfum í Armeníu stálu rifflum í gær og hófu skothríð með þeim afleiðing- um að einn maður lést og átta særðust. Landamæraverðimir flúðu síðan af hólmi. Salinas fluttur til Raul Salmas, bróðir fyrrum for- seta Mexíkós, var fluttur úr öryggis- fangelsi í gær til þægilegra fangelsis. Salinas var dæmdur til 50 ára fanga- vistar fyrir skömmu fyrir morð á pólitískum andstæðingi sínum. Framsal gæti dregist Utanríkisráðherra Chile spáði því í gær að þaö gæti tekið mörg ár að fá Augusto Pinochet, fyrrum einræðisherra, framseldan frá Bretlandi til Spánar. Pinochet er í stofufangelsi í Bretlandi á með- an farið er yfir framsalsbeiðni spænsks rannsókn- ardómara. Æðsti dómstóll Breta hefur úrskurðað að Pinochet njóti ekki friðhelgi. Frakkar stöðva aðstoð Frönsk stjórnvöld ætla ekki að veita Afríkuríkinu Níger frekari aðstoð fyrr en stjómvöld þar í landi sýna lýðræöisvilja sinn í verki. Herinn hrifsaði til sín völd- in um daginn og drap forsetann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.