Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1999, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1999 íþróttir DV Helgi Sigurðsson og félagar i Stabæk byrjuðu af krafti: Hörð samkeppni - Rosenborg, Molde og Stabæk spáð velgengni ENGLAHD Keviti Keegan sagði í gær að hann myndi halda áfram starfi sínu sem framkvæmdastjóri Fulham en liðið vann sér sæti í B-deildinni í fyrra- kvöld. Þar með virðist ólíklegt að hann haldi áfram með enska landslið- ið þegar tímabundinn samningur hans þar rennur út í sumar. Marco Materazzi, ítalski vamarmað- urinn hjá Everton, hefur verið úr- skuröaður í 3ja leikja bann en hann var rekinn af velli í þriðja sinn á þessu tímabili um síðustu helgi. Fé- lagi hans, Olivier Dacourt, er á leið í fjögurra leikja bann og það getur orð- ið Everton afdrifaríkt að vera án þeirra í fallslagnum í lokaumferðun- um. Javier Margas, varnarmaðurinn sterki frá Chile, sem West Ham keypti eftir HM í fyrrasumar, leikur ekki meira með liðinu. Þrálát meiðsli og heimþrá íjölskyldunnar er ástæða þessa. Lundúnafélagið greiddi um 230 milljónir króna fyrir leikmanninn á sínum tima. Jim Smith, knattspyrnustjóri Derby, gaf það út í gær að Ray Harford yrði áfram aðstoðarmaður sinn en vanga- veltur hafa verið um það að hann væri á fórum frá félaginu eftir þetta tímabil. Lárus Orri Sigurðsson og félagar í Stoke gerðu jafntefli, 2-2, heima gegn Wycombe i C-deildinni í gærkvöld. Lárus Orri lék allan leikinn og var rétt búinn að koma Stoke í 3-1 með hörkuskalla sem markvörðurinn varði. í staðinn jafnaði Wycombe á lokamínútunni og Stoke er þar með nánast úr leik í toppbaráttunni. Ruud Gullit, knattspymustjóri New- castle, hefur mikinn áhuga á því að fá sóknarmanninn Dani frá Real Mall- orca fyrir næsta timabil. Arsenal, Chelsea og Sheffield Wednesday hafa öll líka áhuga. Dani er verðlagur á 700 milljónir króna. Vialli, stjóri Chelsea, hreifst mjög að leikmanninn í fyrri leik liðsins gegn Mailorca i Evrópu- keppninni á dögunum. -VS/JKS „Það ríkir mjög góður andi í her- búðum okkar og og eftirvænting innan félagsins er mikil. Það eru vonandi skemmtilegir tímar fram undan og ef við náum að vinna úti- leikinn um næstu helgi fara hjólin að snúast. Stabæk er metnaðarfullur klúbbur sem ætlar sér stóra hluti í framtíðinni," sagði Helgi Sigurðs- son, landsliðsmaður hjá norska lið- inu Stabæk, í spjalli við DV. Norska A-deildin í knattspyrnu hófst um síðustu helgi og sigraði Stabæk þá nýliðana í Skeid, 5-0, á heimavelli og skoraði Helgi eitt marka síns liðs og fiskaði að auki vítaspymu. Annar íslendingur er í herbúðum Stabæk en það er Pétur Marteinsson sem gekk til liðsins frá sænska liðinu Hammarby fyrir tímabilið. Pétur hefur átt við meiðsli að striða en er allur að braggast og vonast til að verða far- inn að leika með liðinu eftir tvær vikur. Það er þó nokkuð siðan að hann hóf að æfa en Pétur mun styrkja liðið mikið. „Leikmannahópurinn er sterkari en í fyrra en þá lentum við í þriðja sæti og urðum bikarmeistarar. Við höfum styrkst en tveir nýir leik- menn gengu til liðs við okkur fyrir tímabilið. Liðinu er spáð öðru sæti af fjölmiðlum hér í Noregi en Rosen- borg meistaratitlinum og Molde þriðja sætinu. Við ætlum ekki að gefa okkar hlut eftir en ég tel okkar hafa liö sem getur náð langt og að því er stefnt. Það er gríðarlega hörð samkeppni um stöður í liðinu og þá ekki síst um þá sem ég er í. Við eigum að minnsta kosti fjóra frambærilega framherja en aðeins tveir eru í lið- inu hverju sinni. Þjálfarinn hefur sagt okkur að hann ætli að gefa öll- um tækifæri. Ég skoraði mark um síðustu helgi og fiskaði vítaspyrnu en er samt ekki öruggur um sæti í liðinu á sunnudag gegn Odd Gren- land. Þetta er til marks um harða samkeppni í liðinu,“ sagði Helgi. Hann skoraði 9 mörk á síðasta tímabili með Stabæk og skoraði m.a. mark í bikarúrslitaleiknum en liðið varð þá bikarmeistari í fyrsta skipti. „Ég ætla að vona að mörkin verði fleiri í ár. Ég var töluvert frá í fyrra vegna meiðsla," sagði Helgi. -JKS Helgi Sigurðsson fagnar marki sínu f bikarúrslitaleiknum í fyrra en Stabæk fagnaði þar góðum sigri. -Scanfoto Landbúnaður l%.«ípftmunauhaWað«» Kynntar verða nýjustu rannsóknir í landbúnaði, nýjungar í vélum og tækjum, lífið í sveitinni o.fl. Þeim sem vilja koma á framfæri efni í blaðið er bent á að hafa samband við Hallgrím Indriðason í síma 697 4378, netfang: hallgri@vortex.is Þeir sem hafa áhuga á að auglýsa í blaðinu vinsamlega hafi samband við Sigurð Hannesson, auglýsingadeild DV, hið fyrsta, í síma 550 5728. Athugið að síðasti pöntunar- og skiladagur vinnsluauglýsinga er föstudagurinn 23. apríl. Martin O’Neill var ánægður með Arnar Martin O’Neill, framkvæmda- stjóri Leicester, sagði á heimasíðu félagsins að hann væri mjög ánægð- ur með frammistöðu Amars Gunn- laugssonar í leiknum gegn West Ham í A-deild ensku knattspymunnar um síðustu helgi. Stuðningsmenn Leicester bauluðu á O’Neill þegar hann tók Amar af velli seint í leiknum. „Þetta var besti leikur Arnars með okkur og hann átti þrjú frábær langskot sem Hislop markvörður varði sérlega vel. Ég varð hins veg- ar að taka Arnar af velli vegna þess að hann var hættur að koma til baka og verjast þegar leið á leik- inn,“ sagði O’Neill. -VS Kahn ekki illa meiddur Oliver Kahn, markvörður Bayem Múnchen, er ekki eins alvarlega meiddur eins og talið var í fyrstu. Kahn lenti í samstuði við einn leik- manna Kaiserslautem í leik liðanna i fyrrakvöld með þeim afleiðingum að hann þurfti að yfirgefa leikvang- inn. Talið var að hann hefði tábrotnað en eftir læknisskoðun í gær kom í ljós að svo var ekki. Öruggt er þó að hann stendur ekki í marki Bæjara sem leika í deildinni gegn Frankfurt á fóstudagskvöldið. Ottmar Hitzfeld, þjálfari liðsins, er að gera sér vonir um að Kahn verði búinn að ná sér fyrir síðari leikinn gegn Dinamo Kiev í undan- úrslitum meistaradeiidar Evrópu á miðvikudaginn í næstu viku. Fyrri leik liðanna lauk með jafntefli, 3-3, svo möguleikar Bæjara að komast í úrslit keppninnar eru töluverðir. -JKS 5 NBA-DEILDIN Urslitin í nótt Boston-Atlanta...........70-77 Mercer 19, Pierce 16, Potapenko 9 - Crawford 17, Mutombo 16, Blaylock 12. Philadelphia-Toronto.....96-78 Hughes 22, Iverson 20, Geiger 18 - Christie 19, Carter 12, Wallace 11. Washington-New York .... 95-89 Thorpe 18, Strickland 18, Richmond 17 - Camby 18, Ward 14, Johnson 12. Charlotte-Detroit........83-79 Phills 21, Jones 21, Brown 19 - Hunter 20, Dumars 16, Obannon 14. Indiana-Orlando..........83-80 Miller 21, D.Davis 12, A.Davis 10 - Hardaway 25, Anderson 16, Harpring 8. Chicago-Cleveland........81-89 David 20, Kukoc 15, Harper 10 - Kemp 27, Knight 14, Sura 10. Houston-Vancouver.......102-85 Olajuwon 27, Drew 18, Mack 18 - Rahim 16, Massenburg 16, Lopez 13. Milwaukee-Miami .........98-86 Allen 31, Robinson 29, D.Curry 12 - Mouming 30, Hardaway 18, Lenard 13. San Antonio-Minnesota . . . 95-79 Robinson 21, Duncan 16, Daniels 10 - Jackson 14, Robinson 13, D.Garnett 9. Denver-New Jersey ......120-97 McDyess 36, Billups 26, Fortson 18 - Van Hom 25, Marbury 25, Gill 18. Seattle-Phoenix ........94-101 Payton 31, Baker 19, Schrempf 18 - Kidd 30, Manning 19, Robinson 18. Austurdeild Orlando 28 11 71,8% Miami 25 12 67,6% Indiana 26 13 66,7% Milwaukee 22 16 57,9% Atlanta 23 17 57,5% Detroit 22 17 56,4% New York 21 18 53,8% Philadelphia 20 18 52,6% Cleveland 20 18 52,6% Toronto 18 19 48,6% Charlotte 17 20 45,9% Washington 15 23 39,5% Boston 14 24 36,8% New Jersey 10 28 26,3% Chicago 10 29 25,6% (Indiana fengi 2. sætið ef þetta yrði lokastaðan, sem efsta lið i miðriðlin- um.) Vesturdeild Utah 29 8 78,4% Portland 29 8 78,4% San Antonio 26 12 68,4% Houston 25 13 65,8% LA Lakers 25 15 62,5% Minnesota 21 18 53,8% Phoenix 19 20 48,7% Seattle 18 19 48,6% Sacramento 17 21 44,7% Golden State 16 21 43,2% Dallas 12 25 32,4% Denver 12 27 30,8% Vancouver 7 32 17,9% LA Clippers 6 31 16,2% Utah og Portland urðu fyrstu liðin til að tryggja sér sæti í úrslitakeppn- inni. LA Clippers hefur unnið tvo síðustu leiki sína en það hafði ekki gerst síðan um áramótin 1997-98. -VS Gummi til liðs við Nordhorn Guðmundur Hrafnkelsson, landsliðsmarkvörður í hand- knattleik, hefur gert samning við þýska félagið Nordhorn. Félagið leikur á næstu leiktíð í efstu deild þýska handboltans og Guðmundur kaus heldur að fara til Nordhom en spænska fé- lagsins Valencia sem einnig var á höttunum á eftir Guðmundi. Guðmundur lék vel með Val í vetur og að margra mati var tími til kominn að þessi snjalli mark- vörður fengi að spreyta sig erlendis. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.