Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1999, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1999, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR 15. APRIL 1999 37 Signý Sæ- munds- dóttir syngur einsöng meö Sin- fóníu- hljómsveit íslands í Háskóla- bíói í kvöld. Rússnesk og íslensk tónlist í kvöld verða Sinfóníutónleikar í Háskólabíói. Á tónleikaskránni er islensk og rússnesk tónlist. Tónleikarnir hefjast með Viki- vaka eftir Atla Heimi Sveinsson, síðan kemur Fiðlukonsert nr. 1 eftir Sergeij Prokofiev og tónleik- unum lýkur með Sinfóníu nr. 10 eftir Dmitrij Shostakovitsj. Hljóm- sveitarstjóri á þessum tónleikum er Petri Sakari. Einsöngvari í óperuaríunum úr Vikivaka er Signý Sæmundsdóttir sem hefur sungið í mörgum óper- uppfærslum bæði hér á landi og erlendis. Signý söng við frum- flutning óperanna Vikivaka og Tunglskinseyjunnar eftir Atla Heimi Sveinsson. Þá hefur hún haldið marga einsöngstónleika og komið fram áður með Sinfóníu- hljómsveit íslands. Tónleikar Einleikari í fiðlukonsertinum er Jutith Ingólfsson-Ketilsdóttir og er hún íslensk í föðurætt. Hún byrjaði fiðlunám hér á landi en var í framhaldsnámi í Bandaríkj- unum. Judith er orðin viður- kenndur fiðluleikari og hefur haldið tónleika um allan heim og unnið til fjölda verðlauna. Á síð- asta ári vann hún til fyrstu verð- launa í Concert Artist Guild- keppninni og hlaut gullverðlaun í alþjóðlegu Indianapolis fiðlu- keppninni. Þrjú Akureyrarskáld í dag kl. 17 verður upplestur í kaffistofu Gerðarsafns, Listasafni Kópavogs. Að þessu sinni koma í heimsókn og lesa úr verkum sínum þrjú Akureyrarskáld, Aðalsteinn Svanur Sigfússon, Jón Erlendsson og Erlingur Sigurðarson. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Goðsögnin um Tý I dag kl. 17.15 flytur Jean Renaud, prófessor frá háskólanum í Caen í Normandí, fyrirlestur í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlesturinn verður fluttur á frönsku en íslenskri þýð- ingu verður dreift til áheyrenda sem þess óska. Fyrirlesturinn nefn- ist Goðsögnin um Tý: tilraun til sál- greiningar. Jean Renaud prófessor skrifaði doktorsritgerð sína um ís- lenskar fornbókmenntir, nánar til- tekið um Færeyinga sögu og Orkneyinga sögu. Siðfræði í stjórnmálum í kvöld kl. 20.30 mun Vinstri hreyfingin - grænt framboð halda fund um siðferði í stjómmálum í kosningamiðstöðinni Suðurgötu 7. Frummælandi verður Jóhann Bjömsson heimspekingur. Erindi sitt kallar hann Mun minn tími koma? Samkomur Saga hvalveiða við ísland í kvöld kl. 20.30 heldur Trausti Einarsson sagnfræðingur fyrirlest- iu* í Sjóminjasafni íslands, Vestur- götu 8 í Hafnarfirði, sem hann nefn- ir Saga hvalveiða við ísland. Þetta er fjórða erindið í röð fyrirlestra fyrir almenning á vegum Rannsókn- arseturs í sjávarútvegssögu og Sjó- minjasafns íslands. Útivist og stjórnmál SAMÚT - samtök útivistarfélaga efna til opins fundar með fulltrúum stjómmálaflokkanna i kvöld kl. 20 í sal Ferðafélags íslands, Mörkinni 6, kl. 20. Munu stjómmálamenn svara fyrirspumum útivistarfélaga um mál sem varða náttúmvemd. Hótel Borg: Tónlist Paul Simons Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson syngja lög Paul Simons í kvöld. í kvöld verða haldnir tónleikar á Hótel Borg, þar sem leikin verður tónlist eftir bandaríska tónlistar- manninn Paul Simon. Einkum verð- ur lögð áhersla á lög sem hann gerði þekkt í félagi við fyrrum félaga sinn, Art Garfunkel, á sjöunda ára- tugnum. Simon hefur verið talinn til helstu lagasmiða 20. aldarinnar og er jafnan skipað á bekk með laga- smiðum á borð við John Lennon, Paul McCartney, Bob Dylan og Burt Bacharach, svo einhverjir séu nefndir. Þó óhætt sé að slá því föstu að flestir þekki lög eins og Bridge Over Troubled Water og Mrs. Skemmtanir Robinson, má segja að tónlist Simons hafi ekki verið mikið hamp- að hérlendis seinni árin, hverju sem um er að kenna. Það er því vel tíma- bært að gera henni skil á veglegan hátt. Tónleikarnir eru hugarfóstur Stefáns Hilmarssonar og Eyjólfs Kristjánssonar, sem annað slagið hafa komið saman og flutt lög Simons sér til ánægju og yndisauka. Um árabil hefur vakað fyrir þeim að setja upp tónleika sem þessa, með fullri hljómsveit, og er nú loks kom- ið að því. Þeir Stefán og Eyjólfur eru kjölfestan í hljómsveitinni, sem annars er skipuð þeim Ástvaldi Traustasyni píanóleikara, Friðriki Sturlusyni bassaleikara, Jóhanni Hjörleifssyni trommuleikara, Guð- mundi Péturssyni gítarleikara, Birgi Nielsen slagverksleikara, Snorra Sigurðarsyni trompetleikara og saxófónleikurunum Jóel Pálssyni og Sigurði Flosasyni. Um bakradda- söng sjá þau Guðrún Gunnarsdóttir, Berglind Björk Jónasdóttir og Pétur Örn Guðmundsson. Húsið verður opnað klukkan 19.30 og þá hefst miðasala. Tónleikamir hefjast svo klukkan 21. Veðrið kl. 6 í morgun: Veðrið í dag Éljagangur og kólnandi veður Við suðurströndina er vaxandi 1005 mb lægð sem hreyfist suðsuð- austur á bóginn en 1040 mb hæð er yfir Grænlandi. Við Noreg er 987 mb lægð sem þokast vestur. í dag gengur í allhvassa eða hvassa norðanátt með snjókomu eða éljagangi, fyrst á Vesturlandi, en léttir til sunnan- og vestanlands síöar í dag og dregur úr vindi í kvöld. Norðvestan hvassviðri, stormur eða snjóbylur norðaustan- lands í nótt. Kólnandi veður og víða talsvert frost í dag. Á höfuðborgarsvæðinu gengur í allhvassa norðanátt með éljagangi og kólnandi veðri en léttir til síðar í dag og dregur úr vindi i kvöld. Sólarlag í Reykjavík: 21.00 Sólarupprás á morgun: 05.54 Síödegisflóð í Reykjavík: 18.05 Árdegisflóð á morgun: 06.22 Akureyri úrkoma í grennd 0 Bergsstaöir Bolungarvík snjóél -2 Egilsstaöir -7 Kirkjubœjarkl. snjókoma -7 Keflavíkurflv. snjók. á síö. kls. 0 Raufarhöfn úrkoma í grennd -2 Reykjavík úrkoma í grennd 0 Stórhöfói alskýjaó 0 Bergen skýjað 2 Helsinki Kaupmhöfn slydda 4 Ósló skýjaö 1 Stokkhólmur 6 Þórshöfn skýjaó 2 Þrándheimur léttskýjaö 6 Algarve léttskýjaó 10 Amsterdam hálfskýjaó 2 Barcelona rigning 11 Berlín skýjaó 9 Chicago alskýjaö 9 Dublin léttskýjaó 2 Halifax skýjaö 1 Frankfurt rigning 3 Glasgow skýjaó 4 Hamborg skýjaö 2 Jan Mayen skafrenningur -4 London skýjað 1 Lúxemborg skýjaö 1 Mallorca skýjað 10 Montreal alskýjaó 4 Narssarssuaq rigning 7 New York heiöskírt 12 Orlando heióskírt 21 París alskýjaö 3 Róm heiðskírt 12 Vín skýjaö 11 Washington hálfskýjaö 14 Winnipeg alskýjaö 3 Hálka í nágrenni Reykjavíkur Hálka er í nágrenni Reykjavíkur, á Hellisheiði og í Þrengslum. Hálka og skafrenningur er um sunn- anvert Snæfellsnes og slæmt veður á Fróðárheiði. Hálka og skafrenningur er á Holtavöröuheiði, fært er til Hólmavíkur en ófært á Steingrímsfjarðar- Færð á vegum heiði, hálka og skafrenningur er um Norðurland til Akureyrar. Fært er um Mývatns- og Möðrudalsör- æfi. Á Austfjörðum eru vegir færir og áfram suður um til Reykjavíkur. Hallgerdur Freyja Litla telpan, sem hvílir í fangi systur sinnar, hefur fengið nafnið Hallgerður Freyja. Hún fæddist Barn dagsins 11. janúar síðastliðinn. Við fæð- ingu var hún 15 merkur að þyngd og 51 sentímetra löng. Systir Hallfgerðar, sem heldur á henni, heitir Halldóra Guðlaug Þorvalds- dóttir og búa þær systur í Túni á Eyrarbakka. Kris Kristofers- son og Barbara Hersey leika for- eldrana. Dóttir hermanns grætur ei A Soldier’s Daughter never Cries, sem Háskólabíó sýnir, er nýjasta kvikmynd James Ivorys sem meðal annars leikstýrði A Room with a View, Howard’s End og The Remains of the Day. í myndinni segir frá bandarískri fjölskyldu sem býr í París og er sagan séð með augum dótturinnai', Channe. Faðirinn, Bill Willis, er vinsæll rithöfundur sem getur ekki gleymt reynslu sinni sem her- maður í Kyrrahafsstríðinu í síðari heimsstyrjöldinni. Móðirin, Marcella, er lífsglöð og vill helst skemmta sér og vera innan um fólk. Miklar breytingar verða á högum fjölskyldunnar þegar hún um síðir flyst vestur um haf og síðari hluti myndarinnar er að miklu leyti byggður upp á sam- ’///////// Kvikmyndir 'g|g| skiptum Channe og föður hennar sem hún leitar ráða hjá en hann á erfitt með að liðsinna henni. I aðalhlut- verkum eru Kris Kristofferson, Barbara Hersey, Jane Birkin, Dominique Blanc og Leelee Sobieski, ung og óþekkt leikkona sem leikur stærsta hlutverkið, Channe Willis. Nýjar myndir 1 kvikmyndahúsum: Bíóhöllin: Payback Saga-Bíó: Jack Frost Bíóborgin: One True Thing Háskólabíó: A Civil Action Háskólabíó: Dóttir hermanns græt- ur ei Kringlubíó: Mighty Joe Young Laugarásbíó: Blast From the Past Regnboginn: Life Is Beautiful Stjörnubíó: Still Crazy 1 Krossgátan 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 Lárétt: 1 kunn, 5 æxlunarfruma, 8 kvendýr, 9 kvæði, 10 hvíldi, 11 fé- laga, 12 eggjaði, 14 grunað, 16 kven- mannsnafn, 17 stórgrip, 18 blessa, 20 gremju, 21 hnuplaði. Lóðrétt: 1 fölsk, 2 tala, 3 pípuna, 4 gortaði, 5 áfjáð, 6 upphaf, 7 strax, 12 lunda, 13 spyrja, 15 hvíla, 18 átt, 19 sting. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 glópur, 8 eiði, 9 nóa, 10 snældan, 12 tal, 14 tusk, 16 anda, 17 rós, 19 nirfil, 21 mar, 22 dár. 9 Lóðrétt: 1 gest, 2 lin, 3 óð, 4 piltar, 5 undur, 6 róa, 7 tank, 11 ældir, 13 Anna, 15 sóir, 16 arm, 18 slá, 20 fá. Gengið Almennt gengi LÍ15. 04. 1999 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 72,550 72,930 72,800 Pund 117,050 117,650 117,920 Kan. dollar 48,460 48,760 48,090 Dönsk kr. 10,5400 10,5980 10,5400 Norsk kr 9,3780 9,4290 9,3480 Sænsk kr. 8,7770 8,8250 8,7470 Fi. mark 13,1770 13,2560 13,1678 Fra. franki 11,9440 12,0160 11,9355 Belg. franki 1,9421 1,9538 1,9408 Sviss. franki 48,8700 49,1400 49,0400 Holl. gyllini 35,5500 35,7700 35,5274 Þýskt mark 40,0600 40,3000 40,0302 ít. lira 0,040460 0,04071 0,040440 Aust. sch. 5,6940 5,7280 5,6897 Port. escudo 0,3908 0,3931 0,3905 Spá. peseti 0,4709 0,4737 0,4706 Jap. yen 0,610500 0,61420 0,607200 írskt pund 99,480 100,080 99,410 SDR 98,680000 99,27000 98,840000" ECU 78,3500 78,8200 78,2900 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.