Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1999, Síða 20
20
FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1999
FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1999
21
íþróttir
íþróttir
Margrét Theódórsdóttir
ógnar markí Vals í gær-
kvöld en til varnar er
Anna Halldórsdóttir í
DV-mynd ÞÖK
„Stefni a sjoinn“
Sigmar Þröstur Óskarsson hættur
23 ára keppnisferli Sigmars Þrastar Ósk-
arssonar handboltamarkvaröar er lokiö.
Þessi litríki markvöröur ÍBV er að klára
nám viö Stýrimannaskólann og hann stefn-
ir því á önnur önnur mið í orðsins fyllstu
merkingu.
Sigmar, sem er 38 ára gamall, hóf að
leika með meistaraílokki Þórs i Vest-
mannaeyjum árið 1976. Eftir sameiningu
Þórs og Týs í handboltanum lék Sigmar
með ÍBV.
Eftir þaö lék hann í markinu hjá Fram,
Stjörnunni og KA áður en hann kom aftur
til Eyja þar sem hann hefur staðið i mark-
inu hjá ÍBV undanfarin ár. Sigmar hefur
um árabil verið einn besti markvörður
landsins en þrátt fyrir snilli sína á milli
stanganna urðu landsleikirnir ekki nema
46 talsins. Ekki tókst Sigmari aö hampa Is-
landsmeistaratitlinum á keppnisferli sín-
um en í þrígang varð hann bikarmeistari,
með ÍBV, Stjörnunni og KA.
„Ég skil mjög sáttur við handboltann. Ég
hef haft mjög gaman af þessu og þetta hef-
ur gefíð mér mjög mikið. Það hefur oft
komið til tals að hætta en síðan hefur
manni snúist hugur en núna er ég endan-
lega hættur. Ég stefni alfarið á sjóinn enda
aö klára skólann. Ég hef engar áhyggjur af
því að ÍBV geti ekki fyllt skarð mitt. Við
eigum til að mynda menn í öðrum liðum
sem reynt verður að ná í og þá er að koma
upp í 3. flokki mikið markmannsefni,"
sagði Sigmar Þröstur i samtali við DV í
gær.
-GH
Sigmar Þröstur Oskars-
son er endanlega hættur í
handboltanum.
Olafur með rúmlega þriðjunginn
»■ nFslitin
Óskar sagði nei takk
- og þjálfar ekki ÍBV 1 handboltanum. Verður líklega áfram hjá Val
Óskar Bjarni Óskarsson handknattleiks-
þjálfari gaf í gær Eyjamönnum afsvar þess
efnis að hann tæki að sér þjálfun meistara-
flokks karla hjá ÍBV fyrir næsta tímabil.
Eyjamenn vildu fá Óskar til að taka við lið-
inu í stað Þorbergs Aðalsteinssonar sem er
hættur eftir þriggja ára starf hjá félaginu.
„Þetta var mjög spennandi og ekki síður
freistandi en að vel athuguðu máli gaf ég
Eyjamönnum afsvar, svona alla vega i bili.
Ég lít á þetta tilboð Eyjamanna sem mikinn
heiður fyrir mig en ég mat hlutina þannig á
að minn tími mun koma í þessu,“ sagði Ósk-
ar Bjami í samtali við DV í gær.
Óskar hefur þjálfað yngri flokka Vals með
góðum árangri og á síðasta tímabili var
hann aðstoðarmaður Jóns Kristjánssonar,
þjálfara Vals. Geir Sveinsson, nýráðinn
þjálfari Vals, hefur óskað eftir því að Óskar
verði aðstoðarmaður sinn á næstu leiktíð og
segir Óskar að allar líkur séu á aö hann
verði aðstoðarmaður Geirs.
a liðið Wuppertal hefur rætt
skar
Það eru fleiri sem vilja þennan efnilega
þjálfara í sínar raðir en íslendingaliðið
Wuppertal hefur borið víumar í Óskar.
við
Hann staðfesti í samtali við DV í gær að
Wuppertal hefði rætt við sig en að öllu
óbreyttu mundi halda kyrm fyrir hjá Val.
Eyjamenn eru því enn þjálfaralausir en
þeir vonast eftir því að finna lausn á því sem
allra fyrst.
„Við erum þegar byrjaðir að leita á önnur
mið og þetta fær sérstaka flýtimeðferð hjá
okkur. Ég vona að við verðum búnir að
finna þjálfara á allra næstu dögum,“ sagði
Magnús Bragason, formaður handknattleiks-
deildar ÍBV, í samtali við DV i gær.
-GH
Sigurmark Giggs er Man. Utd vann Arsenal:
Tær snilld
Stórkostlegt mark Ryans
Giggs í síðari hálfleik fram-
lengingar í leik Manchester
United og Arsenal tryggði
United sæti í úrslitum
ensku bikarkeppninnar
þar sem liðið mætir
Newcastle á Wembley leik-
vanginum 22. maí.
Giggs fékk boltann 10
metrum fyrir aftan mið-
línuna. Hann geystist í
átt að marki Arsenal, lék
á fjóra varnarmenn
Lundúnaliðsins á glæsi-
legan hátt og skoraði
með firnafostu skoti upp
i þaknetið. Ömgglega eitt
glæsilegasta mark sem
skorað hefur verið á
Bretlandseyjum og þó
víða væri leitað í háa
herrans tíð.
Leikurinn á Villa Park
bauð upp á allt sem prýða á
góðan knattspyrnuleik,
glæsileg mörk, rautt spjald
og mikla dramatík. Arsenal
fékk gullið tækifæri til að
að tryggja sér sigur þegar
dæmd var vítaspyma á
United á lokamínútu venju-
legs leiktíma. Dennis Berg-
kamp tók spymuna en Pet-
er Schmeichel sá við hon-
um í marki United. David
Beckham skoraði fyrsta
mark leiksins á 16. mínútu
með fallegu skoti frá víta-
teig en Dennis Bergkamp
jafnaði á 69. mínútu með
þrumuskoti sem hafði við-
komu í Jaap Stam. Fimm
mínútum síðar var Roy
Keane rekinn af velli og eft-
ir það átti United á bratt-
ann að sækja en með seiglu
og frábærri frammistöðu
Scheimchels náðu rauðu
djölfamir að halda mark-
inu hreinu.
„Stórkostlegt"
„Þetta var geysilega
mikilvægur sigur.
Nokkrir leikmenn í mínu
liði voru illa haldnir
vegna meiðsla, til dæmis
Ryan Giggs. Þeir sýndu
mikla hörku og eiga heið-
ur skilið fyrir sinn leik,“
sagði Alex Ferguson,
stjóri United, eftir leik-
inn.
„Markið hjá Giggs var
stórkostlegt og sýnir
hvað leikmenn í hans
gæðaflokki geta gert. Við
eram sérstaklega ánægð-
ir meö þennan sigur,“
sagði Peter Schmeichel,
besti leikmaður United í
leiknum.
Chelsea mistókst að
ná toppsætinu
Á sama tíma og
Manchester og Arsenal átt-
ust við í bikarkeppni
mistókst Chelsea að skjót-
ast á topp ensku A-deildar-
innar því liðið gerði
markalaust jafntefli gegn
Middlesbrough á útivelli.
Chelsea mátti í raun þakka
fyrir stigið þvi Boro fékk
þau fáu færi sem litu dags-
ins Ijós. United er á toppn-
um með 64 stig í 31 leik en
Arsenal og Chelsea eru
með 63 stig í 32 leikjum.
í Skotlandi unnu risarn-
ir Celtic og Rangers leiki
sína. Celtic lagði Hearts á
útivelli, 2-4, og Rangers
lagði Dunfermline, 1-0.
-GH/-SK
I .......
í.m.1 im
Jack Nicklaus, einn
frægasti kylfmgur heims.
er óðum að ná sér eftir erf-
iða aðgerð á mjöðm. Nick-
laus mun fljótlega taka þátt
í móti á bandarísku móta-
röðinni fyrir öldunga og
jafnvel keppa á opna
bandaríska meistaramót-
inu í sumar. ,SK
Einar fær
ekki leyfi
Einar Þorvarðarson
þarf að velja á milli starfs
síns sem mótastjóri Hand-
knattleikssambands ís-
lands og að þjálfa nýliða
Fylkis i 1. deild karla á
næsta keppnistímabili.
HSÍ hefur tilkynnt Einari
að hann geti ekki sinnt
þessu starfl og jafnframt
þjálfað í 1. deildinni.
„Þetta er eðlileg
ákvörðun hjá HSl því þótt
mótum sé raðað niður
samkvæmt ákveðnu kerfi
er alltaf hætt við því að
einhverjir líti þannig á að
ég geti hyglað mínu liði.
Ég hef ekki tekið ákvörð-
un um hvað ég geri, hvort
ég starfa áfram hjá HSÍ
eða fer í þjálfunina,"
sagði Einar í samtali við
DV í gær en Fylkir náði 2.
sætinu í 2. deild og þar
með 1. deildarsæti á
næsta
keppnistíma-
bili. -VS
íþróttafréttir eru einnig á bls. 22
frábær vörn og markvarsla skilaði Stjörnunni sigri gegn Val o
Stjarnan tryggði sér í gær sæti i úr-
slitum 1. deitdar kvenna þegar liðið
sigraði Val að Hlíðarenda, 20-24, í öðr-
um leik liðanna.
Bæði lið höfðu bætt leik sinn veru-
lega frá því í leiknum á mánudaginn,
varnarleikurinn var þéttari, mark-
varslan sterkari og sóknarleikurinn
markvissari. Stjaman hafði undirtökin
í upphafi þar sem Ragnheiður Stephen-
sen var fremst í flokki og skoraði fimm
af átta fyrstu mörkum Stjömunnar.
En Valsarar vora ekki mættir að
Hlíöarenda til að fara í sumarfrí.
Ragnar Hermannsson breytti um leik-
aðferð í stöðunni 5-8, tók Ragnheiði úr
umferð og það skilaði Val forskoti í
leikhléi, 10-9.
En Aðalsteinn Jónsson, þjálfari
Stjörnunnar, átti ás uppi í erminni.
Sóley Halldórsdóttir, sem leysti Lijönu
Sadzon af í stöðunni 12-12, varði oft frá-
bærlega og lagði granninn að sigri
Stjörnunnar.
„Seinni hálfleikurinn var hrein
hörmung11
„Seinni hálfleikurinn var hrein
hörmung hjá okkur. Við klikkum al-
gjörlega í sókninni, hættum að spila
sem ein heild og fórum að rembast
hver í sínu horni. Liðin eru mjög jöfn,
en þær hafa reynsluna fram yfir okkur
og svo er þetta alltaf spurning um dags-
formið á liðunum. Við vorum að klikka
í alveg hrikalegum dauðafærum og
meðcm við nýtum þau ekki á móti
svona reynslumiklu liði, þá segir það
sig bara sjálft að við vinnum ekki,“
sagði Gerður Beta Jóhannsdóttir, fyrir-
liöi Vals.
„Vörnin var alveg rosalega góð og
rosaleg stemning í liðinu. Við voram
ákveðnar í þvi aö missa þetta ekki í
þrjá leiki. Það er búið að reyna rosa-
lega mikið á liðið að missa Herdísi en
við höfum sýnt alveg rosalega góðan
karakter, við ætlum okkur að vinna og
við fóram hálfa leið á því. Við eigum
þennan titil núna og ætlum okkur ekki
að skila honum," sagði Sóley Halldórs-
dóttir, markvörður og hetja Stjörnunn-
ar.
Sóley leynivopnið?
Valsliðið náði ekki að klára þennan
leik og þegar á móti blés í seinni hálf-
leiknum fóru leikmenn að treysta alltof
mikið á einstaklingsframtakið í stað
þess að byggja á liðsheildinni líkt og
þær höfðu gert í fyrri hálf-
leiknum, það varð liðinu að
falli. Lilja Valdimarsdóttir og
Hafrún Kristjánsdóttir léku
þeirra best.
Stjömuliðið kann að fara í
svona leiki, það var alveg
greinilegt í gær. Eftir slakan
fyrri hálfleik náði liðið sér á ,
strik, ekki sist fyrir stórleik
Sóleyjar Halldórsdóttur
markvarðar. Nína K.
Björnsdóttir og Inga Stein-
unn Björgvinsdóttir áttu
mjög góðan seinni hálfleik
og Ragnheiður Stephensen
skoraði sín 10 mörk að
venju.
-ih
Ólafur Stefánsson skoraði
9 mörk fyrir Magdeburg, þar
af 7 úr vítaköstum, þegar
Magdeburg sigraði Essen,
25-21, í þýsku A-deiIdinni í
handknattleik í gær.
Með sigrinum komst Mag-
deburg upp í 5. sæti deildar-
innar með 29 stig eins og
Niederwúzbach og Essen.
Jovanovic var markahæstur
í liði Essen með 9 mörk.
Patrekur Jóhannesson og
Páll Þórólfsson léku ekki með
Essen vegna meiðsla.
Ólafur og félagar eiga frí í
deildinni um helgina en leika
þess í stað síðari úrslitaleik
sinn gegn spænska liðinu
Valladolid í EHF-keppninni
en Spánveijarnir unnu fyrri
leikinn á heimavelli sínum
með þriggja marka mun.
-GH
Bandaríski kylfmgurinn
Mark O’Meara hefur rekið
kylfusvein sinn. O’Meara
tókst ekki að verja titil sinn
á US Masters á dögunum, lék
síðasta hringinn á 78 högg-
um, 6 höggum yfir pari, og
hafnaði í 31. sæti. Kylfu-
svebminn, Jerry Higginbot-
ham, hafði borið kylfumar
fyrir O’Meara í fimm ár og
samstarf þeirra skilað frá-
bærum árangri.
í kvöld mætast FH og
Fram í öðrum leik liðanna í
undanúrslitunum, leikurinn
fer fram í Kaplakrika og
hefst kl. 20. Fram vann
fyrsta leik liöanna með eins
marks mun og liðið sem fyrr
vinnur tvo leiki mætir
Stjömunni i úrslitum um ís-
landsmeistaratitilinn. -SK
Ryan Giggs skoraði stórkostlegt sigurmark fyrir
Manchester United gegn Arsenal í gærkvöld. Hér
fagnar Giggs markinu. Reuter
Ólafur Stefánsson.
Blcsncf í poka
Drott tryggði sér
sænska meistaratitilinn
í handknattleik í fyrra-
kvöld með því aö sigra
Redbergslid á útivelli,
21-23, í fjórða úrslitaieik
liðanna. Drott vann þar
með einvígið, 3-1, og
rauf Qögurra ára ein-
veldi Redbergslid í
sænska handboltanum.
Ragnhildur Ágústs-
dóttir skor-
aði 6 mörk
þegar Stjam-
an sigraði
FH, 13-0, í deildabikar-
keppni kvenna í knatt-
spymu. Þetta er félags-
met hjá Stjömunni í
meistaraflokki, bæði hjá
konum og körlum.
íslandsmótiö i pilu-
kasti fer fram í Laugar-
dalshöllinni um næstu
helgi, frá föstudegi til
sunnudags. Mótið hefst
kl. 19.30 annað kvöld og
siðan kl. 13 bæði laugar-
dag og sunnudag. Keppt
er í einmenningi karla
og kvenna, tvímenningi
og öldungaflokki. Skrán-
ing er í Höllinni kl.
18-19 á fostudag og 11-12
á laugardag og sunnu-
dag, en einnig er hægt
að skrá sig til leiks á
Grandrokk, Smiðjustíg
6. Nánari upplýsingar
gefa Gísli (862-9042),
Jónas (421-4616) og
Sonja (898-9456).
Lokahóf handknatt-
leiksdeildar ÍBV verð-
ur haldið á miðvikudag-
inn í næstu viku, síð-
asta vetrardag. I hófmu
verða heiðraðir bestu og
efnilegustu leikmenn i
meistaraflokki karla- og
kvenna og þá verður
Þorbergur Adalsteins-
son, þjálfari karlaliðs
ÍBV síðustu árin, kvadd-
ur sérstaklega.
Michael Owen, fram-
herjinn snjalli hjá
Liverpool og enska
landsliðinu, leikur ekki
knattspyrnu næstu þrjá
mánuöina. Owen togn-
aði aftan í læri í leik
Liverpool og Leeds á
mánudagskvöld og í gær
úrskurðuðu læknar að
Owen yrði að hvíla
næstu þrjá mánuðina.
Þetta er áfall fyrir
Liverpool og ekki síöur
enska landsliðið enda er
Owen mikilvægur
hlekkur í báðum liðum.
Parma og Fiorentina
gerðu 1-1 jafntefli í fyrri
leik liðanna í úrslitum
ítölsku bikarkeppninn-
ar í gær. Tomas Repka
kom Parma yfir en
Gabriel Batistuta jafn-
aöi fyrir Flórensliðið
með sínu 24. marki á
tímabilinu.
Fylkir sigraöi Val, 6-2,
á Reykjarvíkurmótinu í
knattspymu í gær. Gylfi
Einarsson 2, Gunnar Þ.
Pétursson, Ómar Valdi-
marsson, Sigmar Sig-
urðsson og Þorvaldur
Steinarsson gerðu mörk
Fylkis en Hörður Már
Magnússon og Ólafur
Júlíusson fyrir Val sem
lék manni færri í 55
mínútur.
Fram lék gegn Létti á
Reykjavíkurmóti kala i
knattspymu í gærkvöld
og sigraði með fjðrum
mörkum gegn engu.
Breiöablik sigraði RKV
í deildarbikar kvenna 1
knattspymu, 0-7, í
gærkvöld. Þá sigraöi ÍA
lið Grindavíkur, 3-2.
-VS/GH/-SK
Slæmt tap hjá Hertha Berlín
Eyjólfur Sverrisson og félagar í Hertha Berlin töpuðu fyrir Duisburg, 1-3, í
þýsku knattspymunni í gærkvöld. Leverkusen sigraði 1860 Múnchen, 0-2, Glad-
bach og Bochum gerðu 2-2 jafntefli og Dortmund vann Freiburg, 2-1.
Annað toppliöanna í frönsku knattspyrnunni lék í gær en Bordeaux náði þá
aðeins jafntefli á heimaavelli sínum gegn Lorient, 0-0. Auxerre tapaði heima
gegn Mónakó, 0-3, Le Havre vann Nantes, 2-1, Montpellier tapaði á heimavelli
sínum fyrir Lyon, 1-3, og Strasbourg vann Toulouse, 2-0. Bordeaux er efst með
63 stig en Marseille, sem lék ekki í gær, er með 61 stig og á leik inni. -SK/-GH
Valur
Stjarnan (9) 24
■
Aðalsteinn Jónsson, þjálfari Stjörnunnar sem leikur í úrslitum kvennahandboltans:
Eigum
„Sóley frábær
„Ég sagði nokkur vel valin orð við stelpumar i hálf-
leiknum. Við höfum oft lent í þessari krísu að fara
inn í hálfleik einu marki undir. En það býr mikil
reynsla í þessum stelpum og þær sýndu það ein-
faldlega að þær eiga erindi í úrslitin og við höfum
núna góðan tíma til að vinna okkar vinnu fyrir
þau,“ sagði Aðalsteinn Jónsson, þjálfari Stjörn-
unnar, og var himinlifandi með sigur sinna
stúlkna, 24-20, á Val í undanúrslitum 1. deildar
kvenna.
Stjarnan er komin í úrslitaslaginn í 1. deild
kvenna og mætir þar annaðhvort Fram eða FH í
úrslitaleikjunum.
„Það skiptir okkur engu máli hvaða liði við lend-
um á móti I úrslitunum. Þetta er bara komið út í
svona slag, það skiptir engu máli, ef við
klárum þetta ekki sjálf þá eigum
við ekki skilið að
1-0.
3-5, 5-5,
5-8, 8-8, (10-9),
12-12, 12-15, 13-16, 15-18,
16-20, 17-23, 20-24. ^
Mörk Vals: Lilja Valdimarsdóttir 4/1, Alla ^
Gokorian 4, Hafrún Kristjánsdóttir 3, Gerður B.
Jóhannsdóttir 3/1, Þóra B. Helgadóttir 3/1,1
Sigurlaug Rúnarsdóttir 2 , Eivor Blöndal 1.
Varin skot: L. Zoubar 6, Berglind Hansdóttir 2,
Mörk Stjörnunnar: Ragnheiður Stephensen 10/4*
Inga St. Björgvinsdóttir 5, Nina K. Bjömsdóttir 3;
Anna Blöndal 2, Margrét Theódórsdóttir 1, Guðnýl
Gunnsteinsdóttir 1, Hrund Grétarsdóttir 1, Inga Friða’
Tryggvadóttir 1.
Varin skot: L. Sadzon 9, Sóley Halldórsdóttir 9.
Brottvlsanir: Valur 2 mín., Stjarnan 4 mín.
Dómarar: Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson,
góðir.
Áhorfendur: 250
Maður leiksins: Sóley Halldórsdóttir, markvörður
Stjörnunnar.
vinna íslandsmeistaratitilinn."
Sóley leynivopn Stjörnunnar?
„Sóley stóð sig frábærlega í seinni hálf-
leiknum. Hún kom inn á og var mjög
nærri því að verja vítaskot og fékk þá
tilfinningu fyrir þessu. Hún kom inn á
í síðasta leik líka og varði þá víti og ég
ákvað að gefa henni tækifæri í dag.
Ég treysti henni alveg fullkomlega og
ég fann það alveg að hún myndi standa
sig í dag.“
Er hún leynivopn Stjörnunnar í úrslita-
keppninni?
Jafnvel," sagði Aðalsteinn Jónsson,
þjálfari Stjömunnar, sem náð hef-
ur mjög góðum árangri með
lið Stjörnunnar.
JÞ -ih
Bland í