Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1999, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 15. APRIL 1999 tiStenningu í leit að tímaleysi Blóm í vasa. Fugl á laufgaöri grein. Duló tungl yfir Háaleitisbraut. Hvít skyrta á bein- hvítum fleti. Málverk Valgarðs Gunnarssonar í Listasafni ASÍ ( til 18. apríl) eru svo hvers- dagsleg og blátt áfram í útfœrslu aö áhorf- andann grunar hann um græsku. Listhrœr- ingar síðustu ára og áratuga hafa gert sér- hvert listaverk gegnsœtt; innprentað okkur að „merking“ þess liggi ekki á fletinum fyrir augliti okkar heldur einhvers staóar handan hans, ýmist í hugmyndafrœði eða eink- anlegum meinlokum. Og þá spyr maður sjálfan sig og auövitaó listamanninn um leið hvort verk hans séu öll þar sem þau eru séð. Valgaröur andvarpar við þessa fyrirspurn, hefur augljóslega fengið hana áóur. „Þetta eru auðvitað ekki merkingarlaus verk, það gefur augaleið. Allar myndir hafa einhverja merkingu. Tunglmyndin er endurminning um al- veg undursamlega útlít- andi tungl sem ég sá eitt vetrarkvöld á leiðinni upp á vinnustofu. Myndin af spóanum er æskuminn- ing, myndin af skipinu sömuleiðis. Og hvít skyrta hefur náttúrlega ákveðna „þýðingu", ef út í það er farið; stendur hún ekki fyrir „hrein- leikann“ sem við íklæðumst við hátíðleg tækifæri? En uppruni hugmyndanna skiptir í raun- inni engu máli þegar á strigann er komið. Þar snýst allt um samræmi litanna, samspil flatanna, handverkið, áferðina; allt sem gleð- ur skilningarvitin. Á endanum sit ég uppi með málaðan hlut sem lifir sjálfstæðu lífi, hvemig sem hann er til kominn. Oft kemur hann jafnvel flatt upp á sjálfan mig. Stund- um má lesa heilmikið út úr þessum hlut eða komposisjón, stundum er hún öll fyrir aug- að, það sem sumir mundu kalla dekoratif. Það finnst mér hreint ekkert hnjóðsyrði." Allt á yfirborðinu Það er í áherslunni á fagurfrœðilegt hlut- verk myndarinnar og nauósyn þess að koma til móts viö feguróarþörf nútímamannsins sem Valgarður hefur ákveðna sérstöðu meðal jafnaldra sinna í málaralistinni sem flestir komust til þroska undir merkjum hins tryllta ög ágenga „nýja málverks". Upp í hugann kemur það sem Matisse sagði um málverk sín, nefnilega að hann liti á þau sem eins konar mublur handa þreyttum kaupsýslumönnum. Umsjónarmaöur ber þessi ummœli undir Val- Valgarður Gunnarsson - „Það má alveg kalla mig gamaldags." garó. „Finnst þér þetta forpokað? Mér finnst þetta ágætt hjá honum. Sko, ég lit á mig sem málara. Minn vettvangur er þessi ferhyrndi strigaflötur sem við köllum málverk, ekki skúlptúr, installasjónir eða annað það sem ekki kemur þeim fleti beinlínis við. Það er bara ekki min deild. Mín vegna má því kalla mig gamaldags. Ég er þá að minnsta kosti í góðum félagskap." Hvað felst þá í þessum yfirlýsta trúnaói Valgarðs við ferhyrnda strigaflötinn? „Ég vil láta allt gerast á yfirborði flatarins og í litunum. Það kemur auðvitað að ein- hverju leyti niður á rýminu í myndunum. Það er engu að síður fyrir hendi. Það er bara grynnra rými en menn eru vanir, grundvall- ast á mismunandi styrkleika litanna. Dökk- blár litur virðist „nær“ áhorfandanum en gulur litur og svo framvegis.“ Hljóðar, samræmdar heildir Hvað er þaó þá sem á að gerast á þessu yfir- borði fiatarins? „Helst ekki neitt. Ég er í rauninni á hött- unum eftir algeru aðgerðar- og tíma- leysi í þessum myndum. Ástandi þar sem form, litir, fólk og hlutir renna saman í hljóð- ar, samræmd- ar heildir, hver á sinu „leiksviði". Mínar figúrur gefa ekkert til kynna um uppruna sinn; þær eru ekki í fótum sem staðsetja þær, heldur eru þær íklæddar litum eða mynstri. Ef ég færi til dæmis að klæða einhveija þeirra í ís- lenskan þjóðbúning væri ég um leið að njörva hana niður á ákveðnum stað og stund. Þær eru líka nánast hreyfingarlaus- ar, ijúfa ekki kyrrðina sem umlykur þær. Og þær segja ekki neitt. Þú hefúr kannski tekið eft- ir því að það vantar á þær munninn.." Hvað með sálrœna dýpt þeirra, fer hún ekki forgöróum vió sköpun hins hljóða tímaleysis? „Óneitanlega gerir hún það en í staðinn verða til ýmiss konar blæbrigði tilfinninga, stemningar, sem eru kannski alveg eins sálrænar þegar upp er staðið. Ég er á móti því að vinna út frá einhveij- um sálffæðilegum forsendum sem engin trygging er fyrir að nokkur skilji með sama hætti og ég.“ Nú vega sumar myndanna salt á milli hins þekkjanlega og hins óhlut- lœga. Hvar stendur Valgarður í um- ræðunni um veruleikann og afstraktió? „Hefur nokkur áhuga á þeirri um- ræðu lengur? Póstmódemisminn hefur gert hana nánast óþarfa. Sjálfúr geri ég engan greinarmun á þessu tvennu; þegar þú ert kominn nógu nálægt hlutunum leysast þeir upp og sýnast afstrakt." -AI DV-mynd E.ól. Allt eftir nótunum Gréta Guðnadóttir fiðluleikari. Þær Gréta Guðnadóttir fiðluleikari og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari hafa verið áberandi í íslensku tónlistarlífi á undanfornum árum og leikið með hinum ýmsu kammer- hópum og Gréta sem önnur fiðla í Sinfóníu- hljómsveit íslands. Á tónleikum í Salnum á þriðjudagskvöldið léku þær þijú verk Sónötu ópus 12 nr. 1 eftir meistara Beet- hoven, Notturno og Tarantella ópus 28 eft- ir Szymanovski og Sónötu fyrir fiölu og píanó eftir Francis Poulenc. Sónata Beet- hovens er sú fyrsta af þremur sem gefnar voru út undir þessu ópus- númeri árið 1798 og var þeim fyrst lýst sem verkum fyrir sembal eða fortepíanó og fiðlu og annar gagnrýnandi taíar eingöngu um þær sem píanóverk og minnist ekki einu sinni á fiðluna. Þó er víst nóg að gera fyrir bæði hljóð- færi og léku þær verkið ágætlega, þó fyrsti kafl- inn færi svolítið þunglamalega af stað. Það var strax betra í endurtekningunni á framsögunni og var kaflinn i heild vel mótaður og blæ- brigðaríkur. Annar kaflinn, sem er einkar fal- legur tilbrigðakafli, var einnig ágætlega út- færður og sá síðasti fjörmikill, en þar var leik- ur Helgu Bryndísar sérlega glæsilegur. Samt sem áður var heildarsvipur sónötunnar dálítið litlaus, ég get ekki að því gert en mér finnst alltaf vanta punktinn yfir i-ið á performansinn á tónleikum þegar einleikarinn leikur eftir nót- um, sem mér virðist þó hafa færst í vöxt á síð- ustu árum. Sérstaklega er bagalegt þegar mað- ur sér ekki framan í þann sem er að spila, en Gréta sneri hliðinni að áheyrendum allan tím- ann og skyggði í þokkabót einnig á Helgu Bryndísi. Helga Bryndís Magnúsdóttir ptanóleikari. ...ekki til hlítar Kannski eru þetta einhverjar kenjar í mér en mér finnst ekki síst máli skipta sú áhætta sem tekin er með því að spila eða syngja nótna- laust. Sérstaklega með verk eins og Nœturljóó- ió og Tarantelluna eftir Szymanovskí, sem er ir ágætis tilþrif á köflum sem þær sýndu í hinni æð- isgengnu tarantellu. Hún var þó ekki nógu heil- steypt hvað varðaði sam- leikinn, auk þess sem í leik Grétu vantaði neist- ann sem þarf að vera til staðar svo verkið njóti sín í glæsileika sínum. Síðust á efhisskránni var svo sónata Poulencs fyrir fiðlu og píanó, sem hann samdi á árunum 1942-43, þegar stríð- ið var í al- gleymingi, og tiMnkaði hana minn- Tónlist Arndís Björk Ásgeirsdóttir svona show-stykki, að sjá það og heyra spilað með nótur fyrir framan sig, er eins og sjá loft- fimleikamann leika listir sínar með rammgert öryggisnet fyrir neðan sig. Austurlenskir töfrar eru allsráðandi í nætur- ljóðinu og seiðandi stemning sem mér fannst þær ekki alveg ná að skapa til hlítar, þrátt fyr- ingu Federico Garcia Lorca, sem var drepinn í borgarastyijöldinni á Spáni. Sónatan er því heldur svört þó svo húmorinn sé kannski ekki langt undan. Poulenc var afar gagnrýninn á eigin verk og var hundóánægður með þessa sónötu sína; hafði þá þegar hent tveimur fiðlusónötum í ruslafótuna, en sem betur fer fékk þessi ekki sömu með- ferð. Fyrsti kaflinn er kraftmikill allegro kafli sem hefði kannski mátt vera meira púður í, þótt margt væri afar fallega gert. Annar kafl- inn er fallegur og dreymandi, þar sem höfund- ur lætur fylgja með tilvitnun eftir Lorca „gítar- inn lætur draumana gráta“. Var hann fallega leikinn, þrátt fyrir smá hnökra, og síðasti þátt- urinn góður; þar átti Helga Bryndís stórleik. Samt sem áður vantaði enn og aftur neistan og leikgleðina, þannig að í heildina séð voru þess- ir tónleikar heldur í daufari kantinum. Fjörbrot fuglanna frumsýnd Leikritið Fjörbrot fuglanna, á þýsku Vögel im Todeskampf eftir Elias Snæland Jónsson verður frumflutt í Theater Junge Generation í Dresden í Þýskalandi nú á laugardaginn, 17. apríl. Eins og einhverjfr muna var handritið á sínum tima valið af íslenskri dómnefiid til þátttöku í evr- ópskri leikskáldasamkeppni og þýddi Guörún M.H. Kloes þá verkið á þýsku. Fjölbrot fuglanna er fjölskylduharmleikur sem gerist í nútímanum. Það fjallar um harðstjórann - um vald hins sterka, misbeitingu þess valds og ólík viðbrögð nokk- urra einstaklinga við kúgun og ofbeldi. „Líf undir harð- stjórn er eitt hræðileg- asta einkenni þeirrar aldar sem nú er að renna sit skeið á enda,“ segir Elías Snæland Jónsson, sem verður viðstadd- ur frmnsýninguna í Dresden. „Mér fannst liggja beinast við að fjalla um eðli þeirrar hörmulegu lífs- reynslu, með því að líta á samspil harðstjórans og fómarlamba hans innan fiölskyldunnar." Hann bætir við: „Það er óneitanlega fátítt að leikrit sem skrifað er á ís- lenku sé fyrst frumsýnt í þýsku leikhúsi. Það ger- ir frumsýninguna á Fjörbrotum fuglanna enn skemmtilegri í minum huga.“ GISP! Ástæða er til að benda áhugafólki um mynda- sögur, og myndlýsingar yfirleitt, á glæsilegt tölu- blað Gisp! - málgagns íslenskra myndasöguhöf- unda til nokkurra ára - sem gefið er út í tilefni norrænnar myndasöguhátíðar sem stendur yfir í Norræna húsinu fram í miðjan maí. í blaðinu eru kynntar nýjustu myndasögur íslendinganna Bjama Hinrikssonar, Halldórs Baldurssonar, Jó- hanns Torfasonar, Þorra Hringssonar, Ómars Stefáns- sonar, Kjartans Amórssonar, Gunnars Karlssonar og fleiri teiknara, en fjöldi þeirra, einn og sér, er til vitnis um (dulda) gróskuna í íslenskri myndasögugerð. í ofanálag em gerðar stuttar úttektir á „stöðu mála“ í sænskum (sjá mynd), dönskum, fmnskum og norskum myndasöguheimi, og birt sýnis- hom af því helsta sem myndasöguteiknarar í þessum löndum em að fást við um þessar mund- ir. Haildór Carlsson dregur upp mynd af íslensku myndasögunni, þar sem hann segir: „Hún skríður inn í helgarútgáfur mislanglífra mánaðarrita og dagblaða, klessir sér við hlið auglýsinga frá bíla- sölu, gulnar þar og gleymist. Hún kemur sér fyr- ir í illa pre^tuðum fjölritum, í tvö hundruð ein- taka svart-hvítu þrykki og læðist á bak við Bat- man, DC og Mangamyndasögur í bókabúðinni..." Enn fremur segir Halldór: „íslenska myndasagan er kleyfhuga og klikkuð. Bæði i senn: Spegill og vopn. Síbreytileg. Óáreiðanleg.“ Ný umræða um fomleifarannsóknir Fomleifastofnun íslands heitir fyrirtæki sem, góðu heilli, hleypt hefúr nýju lífi í alla umræðu um íslenskar fornleifar, uppgröft þeirra og skrán- ingu. Nú hefur stofnunin sent frá sér íyrsta hefti sérstaks tímarits, Archaeologica Islandica, sem miðar að þvi að skapa alþjóðlega umræðu á sviði islenskrar fom- leifafræði, miðla árangri ís- lenskra fomleifarannsókna til hins alþjóðlega vísindasamfé- lags og skila erlendri umfjöllun um íslenskar fomleifar til ís- lendinga. í fréttatilkynningu segir að innihald ritsins verði „skýrsiur um yfirstandandi rannsóknir, almennari um- fjöllun um ákveðin rann- sóknareihi og álitamál í ís- lenskri fomleifafræði, rit- dómar og árlegt yfirlit um fomleifarannsóknir á ís- landi.“ í þessu fyrsta hefti er m.a. að finna yfirlitsgrein um sögu fomleifaskráningar á íslandi og hugleiðingu um rannsóknargildi hennar, en stærsti hluti ritsins er helgaður rannsóknum á fombýli að Hofstöðum í Mývatnssveit Umsjón Aðalsteinn Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.